Morgunblaðið - 23.05.1985, Side 15

Morgunblaðið - 23.05.1985, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1985 15 Leikstjórmn og aóstoðarmenn að störfum í Engin leió til baka. Ameríski vinurinn Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Austurbæjarbíó kvikmyndahátíó: Knginn leið til baka — Der Stand Der Dinge. Leikstjóri: Wim Wenders. Hand- rit: Wenders og Robert Kramer, Kvikmyndataka: Henri Alekan. Tónlist Jiirgen Knieper. Aðalleik- endur: Tarick Bauchau, Viva Aud- er, Isabelle Weingarten, Samuel Fuller. Framleiðandi: Road Movi- es, Wim Wenders Production o.fl. Vestur Þýskaland 1981. 120 mín. Á þessa gremjufullu mynd má líta sem uppgjör Wenders við Coppola og Zoestrope, kvik- myndaver hans. Sem kunnugt er gerði Wenders eina leikna mynd á vegum hins heimsfræga koll- ega síns í Vesturheimi. Gekk það samstarf mjög brösuglega og var mikið áfall fyrir hinn unga þýska leikstjóra. Afrakstur og endalok þessa samstarfs, kvik- myndin Hammett, var mörg ár i framleiðslu og er að mörgu leyti mislukkuð. Með þessa reynslu að baki þakkar svo Wenders fyrir sig með Engin leið til baka. Hún seg- ir frá evrópskum og bandarísk- um kvikmyndagerðarmönnum sem eru að taka vísinda-skáld- sögumynd á yfirgefnu hóteli í Portúgal. Eftir hálfsmánaðar- töku eru peningar og filma upp- urin, hinn bandariski framleið- andi floginn vestur til Holly- wood og lætur ekkert i sér heyra. Leikstjórinn ákveður að halda á eftir honum vestur um haf til að kippa málunum i lág. Þegar til kvikmyndaborgar- innar kemur reynist framleið- andinn i felum fyrir lánar- drottnum sínum, og þegar leik- stjórinn hefur loks uppá honum kemst hann að því að þessi kynni eiga eftir að reynast sér afrifa- rík. Það þarf engan snilling til að lesa á milli línanna hjá Wend- ers. Hér kemur greinilega í ljós beiskja hans gagnvart hinum bandarísku vinum sem hvöttu hann á sínum tíma vestur um haf, slæmra erinda. Það er niðurdrepandi drungi yfir allri myndinni, ekki ljós glæta. Menn eru einangraðir og illa haldnir í peningaleysinu og vonleysið blasir við i hverri vistarveru hins hálfrotnaða hótels (Zoe- strope). Wenders tekst misvel upp. Flestir kaflar Engin leið til baka eru kúgandi þungir og langir. Það er ekki fyrr en til Hollywood kemur að lifna tekur yfir mynd- inni og lokakaflinn stendur vissulega undir nafni Wenders. Einkanlega er síðasta atriðið sterkt, þegar leikstjórinn leitar morðingjans gegnum linsuna. Patrick Bauchau skilar hlut- verki leikstjórans eftirminni- lega, um annan leik er vart að ræða. Leikstjóranum gamal- kunna, Samuel Fuller, bregður fyrir í hlutverki kvikmyndatöku- mannsins, reyndar enginn ný- græðingur í myndum Wenders. Olánsmaðurinn Paul Getty III kraflar sig i gegnum hlutverk handritshöfundarins. Engin leið til baka er sögulegt og athyglisvert hliðarspor á ferli merks listamanns sem kominn er aftur á flug, eins og allir vita, eftir nöpur kynni af hinum óút- reiknanlega Francis Coppola. Til hátíðarbrigða? Kvikmyndir Árni Þórarinsson Regnboginn: _Up the Creek ☆ Bandari.sk. Árgerð 1984. Handrit: Jim Kouf. Leikstjóri: Robert Butler. Aðalhhitverk: Tim Matheson, Jenni- fer Runyon, Stephen Furst, Dan Monahan. Gegn kúltúrrisunum á kvik- myndahátíðinni í Austurbæjar- biói tefla nú hin bíóin eitt af öðru amerískum léttvigtardvergum. Allir eiga þeir að moka úr gull- námu nútíma kvikmyndagerðar, — vösum og veskjum unglinga. I Bíóhöllinni eru Hefnd Busanna og Dásamlegir kroppar, i Tónabíói eru Borgarmörkin, í Laugarásbíói er Sextán ára, í Stjörnubíói er I strákageri og í Regnboganum er Up the Creek sem ekki er haft fyrir því að þýða en merkir Upp ána. Eða er það frekar Niður ána? Kemur út á eitt. Allar þessar myndir enda á sama stað: I glat- kistunni. Ég hef ekki trú á að þær sæki gull í greipar unglinganna öllu lengur. Að horfa á fleiri en tvær slíkar myndir er eins og að hlusta á plötu sem hjakkar í rispu. Up the Creek býður upp á tvo af aðalleikurum National Lampoon’s Animal House, — myndarinnar sem hleypti þessari voðalegu skriðu af stað —, þá Tim Mathe- son og Stephen Furst, einn af að- alleikurum Porky’s Dan Monahan, og svo slatta af öðrum nýjum og gömlum andlitum í róðrarkeppni milli háskóla á gúmmíbátum niður straumþunga á. Sumsé Nat- ional Lampoon og Porky’s í róðr- arkeppni. Þótt leikarar og leik- stjórinn, Robert Butler, sem eink- um hefur stýrt sjónvarpssyrpunni Hill Street Blues, kunni sæmilega til verka, þá dugir það ekki til. Up the Creek hjakkar í gamalli rispu. Það er miklu meira gaman hjá kúltúrrisunum á Kvikmyndahá- tíðinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.