Morgunblaðið - 23.05.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.05.1985, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MAt 1985 Blönduós: Mikið starf hjá kvenfélögunum AÐALFUNDUR Sambands Austur- Húnvetnskra kvenna var haldinn á Húnavöllum 11. maí sl. Innan vé- banda SAHK starfa tíu kvenfélög með um 200 félagskonum. í skýrslu félaganna kom fram að drjúgur hluti tekna þeirra er gefinn til líknarmála. Félögin gangast fyrir ýmsum nám- skeiðum, spilakvöldum, jólaskemmt- unum, leikhúsferðum, fjölskyldu- skemmtunum o.fl. Þá skal þess einnig getið að kvenfélögin hafa séð um innbeimtu árgjalda fyrir Krabba- meinsfélag A-Hún. frá stofnun þess. SAHK á og rekur Heimilisiðn- aðarsafnið á Blönduósi. Þar er Halldórustofa en hún er til minn- ingar um Halldóru Bjarnadóttur. Á hverju ári er einum bekk úr hverjum skóla héraðsins boðið að skoða safnið, og sýna þá eldri kon- ur fyrri tíma vinnubrögð. Á sl. ári heimsóttu um 600 manns safnið og er það von SAHK að fljótlega verði hægt að ráða launaðan starfskraft að safninu i hlutastarf yfir sumartímann, en hingað til hefur gæsla safnsins verið i sjálfboðavinnu örfárra kvenna. Nokkrar nefndir starfa á vegum SAHK, má þar nefna orlofsnefnd, menningarmálanefnd og minja- gripanefnd. Á fundinum voru samþykktar tillögur þess efnis að bjórfrum- varpið verði ekki samþykkt á Al- þingi, og að þingsályktunartillaga Kvennalistans um kerfisbundna leit að brjóstakrabbameini hljóti verðuga umfjöllun. Þá var sam- þykkt í tilefni loka kvennaáratug- arins og til minningar um að 70 ár eru iiðin frá því að íslenskar kon- ur fengu kosningarétt og kjör- gengi, að gróðursetja tré i sam- vinnu við Skógræktarfélag A-Hún. á Gunnfríðarstöðum. Stjórn SAHK skipa nú Aðal- björg Ingvarsdóttir formaður, Theódóra Berndsen gjaldkeri og Ingunn Sigurðardóttir ritari. - JS Aðalfundur Mjólkursamlags KEA: 65—66 % af sölu- verðmæti mjólk- ur fara til bænda AÐALFUNDUR Mjólkursam- lags KEA var haldinn á Akur- eyri mánudaginn 29. apríl sl. Um 120 mjóikurframleiðendur sóttu fundinn. Á síðasta ári tók KEA á móti 22.161.473 ltr. af mjólk og var það 0,88% aukning frá árinu áður, Leiðrétting MISHERMT var í frétt Mbl. í gær að óli Valur Hansson væri í stjórn Garðyrkjufélags íslands. Hið rétta er að hann situr í ritstjórn Garðyrkjuritsins. segir í frétt frá mjólkursamlag- inu. Eknir voru 290.617 km eftir mjólk, eða 76,25 ltr. á ekinn kíló- metra. Mjólkursamlagið fram- leiddi árið 1984 1.100 tonn af ostum, og um 450 tonn af smjöri og smjörva. Heildarvelta mjólk- ursamlagsins var um 565 milljón- ir króna, en framleiðsluverðmæti mjólkurinnar var um 521 milljón króna. Að sögn mjólkursamlags- ins fá bændur í hendur 65—66% af framleiðsluverðmæti mjólkur- innar. í samlagsráð var endurkjörinn til þriggja ára Jóhannes Geir Sig- urgeirsson, og varamenn til eins árs Haukur Steindórsson og Oddur Gunnarsson. Bremerhaven og Cuxhaven stærstu fiskkaupendurnir V-ÞÝZKU hafnirnar Bremerhaven og Cuxhaven eru stærstu fiskkaup- endurnir, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Fiskifélagi ís- lands. Alls var landað tæplega 21 þúsund tonnum í þessum tveimur höfnum, aA verðmæti liðlega 470 milljónir króna. Afla að verðmæti liðlega 223 milljónir króna var land- að í Síldarvinnslunni á Neskaupstað. Eftirtalin fiskvinnslufyrirtæki keyptu fisk fyrir meira en 80 milljón- ir króna. Nafa Mo«»r SUAur Afli VerAmæti BremerhaTen Cuhavea SfldarrÍBiwlan hf. íltg.fél. Akurejringi hf. lirinubj HraAfryatihúa EakifjarAar hf. Kaiff. A-Skaftfellinga Hall BKjarvtgert Rejkjaríkur íshúafélax Bolungarvikur VinnahMtMin hf. Fiakihjan hf. FiskimjðlarerkamiAjan hf. FiakiAjuaamlag Húaaríkur hf. Meitillian hf. Sfldarrerkamihjar rikiaina Miðaea hf. ísfélag Veatmannaejjr hf SíldarrerkamiAjur rikiaine Norúvrtangi kf. íabjorninn hf. íahúafélag íaflrAing l h '. Ilaraldar BötTaraaori ét Co. kf Sigarhur Ágáataao i h . Hra*fr.húa Púakrúúafjaróa hf. » rjatihúa KEA V-Þýskaland 10757 246527 V-Þý»kaland 10269 223801 NeskaupsUóur 66771 223204 Akureyri 19498 196110 Bretland 9959 191831 Eskifjorúur 88599 186437 Uornafjorður 12992 165183 Bretland 6940 161881 Reykjavík 17459 159300 Bolungarvík 11771 152094 VeHtmannaeyjar 15673 140993 Vestmannaeyjar 13119 122990 Vestmannaeyjar 76000 122149 Húsavfk 9623 118318 Þortákshofn 11956 117573 SigluQdrúur 84061 115987 Sandgerði 10924 113959 Veatmannacyjar 12272 109691 Seyóiafjöróur 67003 107679 isafjorúur 9169 104569 Rejkjavik 10574 97463 isafjörúur 9042 97065 Akranen 10028 8767*i Stjkkishólmur 6999 8735:: Fásk rúðsfjdrdu; 13290 86711 Dalvfk 6764 84315 J Afnám einkasölu ríkisins á tóbaki FRUMVARP sem felur í sér að einkasala ríkisins á tóbaki verði af- numin var afgreitt til þriðju umræðu í efri deild Alþingis í gær. Áður hafði tillaga minnihluta fjárhags- og viðskiptanefndar um að vísa því til ríkisstjórnarinnar verið felld i nafnakalli. Allir þingmenn stjórnar- flokkanna greiddu atkvæði á móti, fyrir utan Harald Ólafsson (F) er var hlynntur tillögunni og Árna Johnsen (S) er sat hjá. Eyjólfur Konráð Jónsson (S), formaður fjárhags- og viðskipta- nefndar deildarinnar, mælti með samþykki frumvarpsins fyrir hönd meirihluta nefndarinnar. Ragnar Arnalds (AB) var fram- sögumaður minnihlutans, en hann benti á að allar stofnanir heil- Vínveitingaleyn Helgi Seljan (Abl.) spyr dóms- málaráðherra: 1) Hvaða skýr- ingar eru á 50% fjölgun vinveit- ingaleyfa sl. tvö ár? Hefur ráð- uneytið í hyggju að draga úr leyfisveitingum eða koma í veg fyrir frekari fjölgun? Gjaldskrár tannlækna Jóhanna Sigurðardóttir (A) spyr viðskiptaráðherra: „Hversu mik- ið hafa gjaldskrár Tannlæknafé- lags f slands hækkað frá 1. janúar 1982 til 1. mai 1985? Lög frá í gær var frumvarp um verð- lagsráð sjávarútvegsins afgreitt sem lög frá neðri deild Alþingis. Frumvarpió hafði fyrr í vetur verið samþykki i deildinni, en efri deilti gerði á því breytingu og kom frumvarpið því aftur til kasta neöri deiidar. Nefndar- brigðisstéttanna væru á móti frumvarpinu. Haraldur ólafsson taldi, að ef einkasala ríkisins á tóbaki yrði afnumin yrði það upp- haf verðstríðs. Þá sagði þingmað- urinn að frumvarpið bryti í bága við lög um tóbaksvarnir. Árni Johnsen, formaður tóbaks- varnarnefndar var fullur efa- semda um frumvarpið og sagði að of hratt væri farið. Sjóðir atvinnuveganna Fyrstu umræðu um stjórnar- frumvarp um sjóði atvinnuveg- anna, þar sem lagt er til að sjóðum Kostnaður við tannlækningar Jóhanna Sigurðardóttir (A) spyr heilbrigðisráðherra: Hver var kostnaður Tryggingastofnunar ríkisins og sjúkrasamlaga vegna tannlækninga á tímabilinu 1. janúar 1982 til 1. maí 1985 borinn saman við annan lækniskostnað á sama tíma? Hverjar vóru heildargreiðslur hvers sjúkrasamlags um sig vegna tannlækningakostnaðar á árinu 1984 og til hve margra tann- lækna gengu þessar greiðslur í hverju tilviki? Alþingi mönnum er fjölgað úr 16 i 18 frá því, sem ráð var fyrir gert, og fá rækju- og skelfiskframleiðendur sinn fulltrúann hvorir. Þá voru einnig afgreidd sem lög frumvörp um varnir gegn snjóflóðum og um meðferö opin- berra mála. Albert Guðmundsson, fjármála- ráðherra, lagði áherslu á að með frumvarpinu væri aðeins verið að breyta sölufyrirkomulagi á tóbaki. Það er verið að létta af ríkinu gjöldum og kostnaði vegna dreif- ingar og færa hann á herðar um- boðsmanna einstakra tóbaksteg- unda. Sagðist ráðherra helst vilja leggja niður alla einkasölu ríkis- ins. þeirra verði fækkað í þrjá, lauk i neðri deild í gær, en atkvæða- greiðslu var frestað. Þingmenn Alþýðubandalagsins, þeir Helgi Seljan og Skúli Alexand- ersson, sögðu i umræðunni að hér væri fyrst og fremst um skrautleg- ar umbúðir um lftið efni að ræða og margt væri ekki til bóta. Benti Helgi á að vafasamt sé að slíta tengsl Búnaðarbankans við Búnað- arsjóð, en bankinn hljóp oft undir bagga með stofnlánadeild. Björn Dagbjartsson og Valdimar Kristinsson (S) vildu ekki að nafni Fiskveiðasjóðs yrði breytt. Bjórinn Umræðum um bjórfrumvarpið lauk í gær í neðri deild en atkvæða- greiðslu var frestað. Óafgreidd þingmál Ríkisstjórnin hefur lagt fram 26 frumvörp eftir 10. april, en þing- mannafrumvörp eftir sama tíma eru 15. Allsherjarnefnd efri deildar hef- ur sex mál á sinni könnu, fjárhags- og viðskiptanefnd 11, landbúnaðar- nefnd 3, samgöngunefnd 2, iðnað- arnefnd 7, sjávarútvegsnefnd 1, heilbrigðis- og tryggingarnefnd 5, féiagsmáianefnd 2 og menntamála- nefnd 4. { neðri deild skiptist fjöldi mála á nefndir þannig. Allsherjarnefnd 12, fjárhags- og viðskiptanefnd 17, landbúnaðarnefnd 1, samgöngu- nefnd 3, iðnaðarnefnd 8, sjávarút- vegsnefnd 2, heilbrigðis- og trygg- ingarnefnd 3, félagsmálanefnd 12 og menntamálanefnd 5. Allsherjarnefnd sameinaðst þings hefur 49 má ti' umfjöllunar, fjárveitingarnefni. 2, utanríkis- nefnd 7 og atvinnumálanefnd 38. Fyrirspumír: Vínveitingaleyfi — gjaldskrár tannlækna Stuttar þingfréttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.