Morgunblaðið - 23.05.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.05.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MAÍ1995 .. eiturgrænt skin Dögum ljóðsins fjölgar. í fyrrakveld var þannig á skjánum hinn ágætasti umræðu- þáttur um stöðu ljóðsins. Matthías Viðar Sæmundsson stýrði umræð- unum og leitaði líka með hljóð- nemann út á stræti og torg að spyrja fólk, hvort það læsi ljóð. Svörin voru náttúrulega á ýmsa lund. Þannig sagðist lítill strák- hnokki lesa ljóð eftir Steingrím Hermannsson. Virtist mér annars fólkið skipt- ast svolítið í tvær fylkingar, þeirra er lítt sinntu lestri ljóða og svo hinna er lásu þó nokkuð ljóðmæli. Að loknu sprangi um götur og torg settist svo Matthías Viðar inní sjónvarpssal við dekkað borð, þar sem valinkunnir menn sátu grafalvarlegir í tilefni dags- ins. Fannst mér raunar full mikil hátíðleiki yfir borðum, en mér skilst að ljósin í sjónvarpssal séu ákaflega skær og vistin þar ekki beint þægileg. Tíðindalaust spjall Hvað um það þá hafði ég gaman af spjalli þessara visu manna, nota bene karlmanna, því Matthí- as Viðar sá ekki ástæðu til að bjóða kvenfólki á málþingið. Tel ég þessa skipan mála alls ófæra ekki aðeins í ljósi jafnréttishug- sjónarinnar er hefir jafnt horn í síðu karlrembu sem kvenrembu, heldur og í ljósi þess að konur eiga óuppgerðar sakir við hina svoköll- uðu „bókmenntastofnun" er þær telja margar hverjar að hafi ráðið svo ailtof miklu um framgang karlkynsrithöfunda á kostnað hins kynsins. Má í þessu sambandi minna á skelegga ádrepu Helgu Kress í „Hugtökum og heitum í Bókmenntafræði" sem kom út hjá MM ’83. Þar segir á bls. 153: Kvennabókmenntir sem óhjá- kvæmilega hljóta að lýsa kven- legri reynslu hafa jafnan gengið með skarðan hlut frá borði í bók- menntastofnuninni. í ritdómum og öðrum umsögnum er þeim gjarnan lýst með góðlátlegum orð- um eins og lítill, venjulegur, hversdagslegur, snyrtilegur og snotur, eða þeim er líkt við hag- mælsku og heimilisiðnað, jafnvel kallaðar kerlingabækur. Brá nýju Ijósi Ég hef svolítið kikt á ritdóma til að sannreyna þessi ummæli Helgu og komist að því að orð hennar hafa við rök að styðjast þótt tím- arnir hafi vissulega breyst til hins betra í þessu efni. En ég minnist nú á þetta atriði hér, að mér virð- ist sem Ijóðinu kunni að stafa nokkur hætta af þeirri lognmollu er ríkti við hið ágæta kaffiborð Matthíasar Viðars. Við megum ekki loka skáldskapinn eins og skrautfugl inní gullbúri. Nóg um það, ég vil svona í lokin kynna nánar hina ágætu viðmælendur Matthíasar, er þá fyrstan að telja góðskáldið Jón úr Vör og skáld- bróður hans Þórarin Eldjárn, þá var mættur til leiks Jóhann Páll Valdimarsson er rekur eitt fram- sæknasta forlag landsins: Forlag- ið, Sigurður Pálsson skáld var þar og til staðar og Heimir Pálsson sá ágæti íslenskumaður. Ég hraðrit- aði einhver ósköp úr máli þessara ágætu manna, en hef því miður ekki pláss til endursagnar. Nú og svo má ekki gleyma því að tvö skáld fluttu í þættinum ljóð af sviði Iðnó, þau Vilborg Dagbjarts- dóttir er lýsti afar myndrænt Skólavörðuholtinu og Matthías Johannessen er sannaði að nú- tímaskáld geta kveðið dýrt, og þannig tengt ljóðhugsun andar- taksins íþrótt forfeðranna. Slíkt er eigi lítils virði smáþjóð á að- gangsharðri fjölmiðlatíð. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP/SJÓNVARP „Frá Umsvölum" Karl Guðmundsson les úr ljóðabók eftir Jóhann Hjálmarsson ■I „Frá Umsvöl- 35 um“ nefnist “ dagsdkrárliður sem er á rás 1 í kvöld klukkan 22.35. Karl Guð- mundsson les úr Ijóðabók eftir Jóhann Hjálmarsson og er þetta fyrri þáttur. Umsjón hefur Gísli Helgason. „Frá Umsvölum“ er 10. frumsamda Ijóðabók Jó- hanns Hjálmarssonar. Bókin kom út 1977. Útgef- andi var Hörpuútgáfan. í bókarkynningu segir: „Frá Umsvölum er ævi- saga ungra hjóna, Elíasar Ágústssonar og Regínu Stefnisdóttur, sem víða hafa farið um heiminn og kynnst flestum hliðum mannlífsins. Umhverfi bókarinnar er þó fyrst og fremst íslenskt. Hún er samin á Kópaskeri og er mannlíf þar og á Sléttu ríkur þáttur hennar svo og jarðskjálftarnir þar nyrðra og áhrif þeirra á fólk.“ Að sögn höfundar er þessi bók „einskonar ljóð- ræn skrásetning, leikrit, viðtalsbók, minningar eða kannski þjóðlegur fróð- leikur. Daglegt tal manna gegnir veigamiklu hlut- verki. Veruleikinn yrkir kringum skáldið og þann skáldskap verður skáldið að viðra." Það form, sem nefnt hefur verið þegar skýra skal aðferð skáldsins, er Ijóðsaga. Ljóðsöguformið einkennir líka bók Jó- hanns „Mynd af langafa" sem kom út 1975. Karl Guðmundsson leikari sagði í samtali við Mbl. að honum fyndist skemmtileg og ljúf kímni svífa yfir verkinu og ekki mætti gleyma sjálfsháð- inu, sem fram kemur í bókinni og er góður kostur á höfundi. „Ég las bókina fyrir Blindrabókasafn ís- lands fyrir einu og hálfu ári. Upptökumaður var Gísli Helgason og var upptakan gefin út á v y Karl Guðmundsson leikari tveimur spólum á vegum safnsins." Lestur þessi sem nú er fluttur var gerður sér- staklega fyrir ríkisút- varpið og verða tveir 25 mínútna lestrar. Sá fyrri verður í kvöld og hinn síð- ari eftir hálfan mánuð á sama tíma. „Lestrarnir eru útdrættir úr ljóðabók- inni, en þó er reynt eftir megni að halda þræðinum í sögunni. Gísli Helgason sá um styttinguna með mér og hefur hann einnig fellt inn tónlist eftir Norðmanninn Sigmund Groven og er leikið á fiðlu og munnhörpu. Jóhann Hjálmarsson skiid Pétur Steinn Guðmundsson umsjónarmaður þáttarins Michael Jackson „Gullhálsinn“ — Michael Jackson Fimmti þáttur OO 00 „Gullhálsins“ — er á dagskrá rásar 2 í kvöld klukkan 23.00, en alls eru þættirnir sex. Þáttaröðin fjallar um stórstirnið Michael Jack- son og er umsjónarmaður- inn Pétur Steinn Guð- mundsson. Pétur Steinn sagði að af nógu væri að taka þegar Michael Jackson er ann- ars vegar. „í þættinum í kvöld fjalla ég um tekjur Michaels, sem eru nú eng- in venjuleg fjárfúlga. Einnig um þau slagsmál, sem urðu á milli um- boðsskrifstofu hans og upprunalegs umboðs- manns hans, Joe Jackson, sem reyndar er faðir drengsins. Hann segir frá sjálfum sér í viðtali og dýrunum sínum, en þau eru mörg og merkileg. Ég segi frá tónlistar- smekk hans og spila í því sambandi úr tónverkinu „Eine Kleine Nachtmusic" eftir Mozart, sem er í rniklu uppáhaldi hjá Michael. ímynd hans ber á góma en þar er hann ekki eftirbátur annarra stórstirna svo sem Elvis Presley. Seinni hluta þáttarins mun ég síðan fjalla um hljómleikaferð þá sem hann fór með bræðrum sínum um gervöll Banda- ríkin. Þessi ferð er fyrir margra hluta sakir afar merkileg og ekki var allt sem sýndist," sagði Pétur Steinn að lokum. ÚTVARP V FIMMTUDAGUR 23. maí 7.00 Veöurtregnir. Fréttir. Bæn. A virkum degi. 7.20 Leikfimi. Tilkynningar. 7.55 Málræktarþáttur. Endurt. þáttur Einars B. Pálssonar frá kvöldinu áöur. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 8.15 Veöurfregnir. Morgunorð: Gunnar Rafn Jónsson talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Börn eru besta fólk“ ettir Stefán Jónsson. Þórunn Hjartardóttir les (2). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar Tónleikar. 9.45 Þing- tréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 10.45 Málefni aldraöra. Þáttur I umsjá Þóris S. Guöbergs- sonar. 11.00 .Ég man þá tlð". Lög frá liðnum árum. Umsjón: Her- mann Ragnar Stefánsson. 11.30 .Sagt hefur þaö veriö". Hjálmar Arnason og Magnús Glslason sjá um þátt af Suö- urnesjum. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöur- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 14.00 .Sælir eru syndugir" eftir W.D. Valgardson. Guörún Jðrundsdóttir les þýðingu slna (14). 14.30 A frlvaktinni. Þóra Mar- teinsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 164)0 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Slödegistónleikar. a. Sónatina I D-dúr op. 137 nr. 1 eftir Franz Schubert. Arthur Grumiaux og Robert Veyron-Lacroix leika á fiölu og planó. b. .Cassatio", hljómsveitar- verk eftir Joseph Haydn. Kammersveit tónlistarmanna I Vln leikur; Kurt List stjórnar. 17.00 Fréttir á ensku. 17.10 Slödegisútvarp. 17.50 I garöinum meö Hafsteini Hafliöasyni. Tilkynningar. 18A5 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.15 A dðfinni. Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. 19.25 Krakkarnir I hverfinu. Kanadlskur myndaflokkur um hversdagsleg atvik I llfi nokkurra borgarbarna. Þýöandi Kristrún Þóröar- dóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veöur. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.45 Kvikmyndahátlöin 1985. Umsjón og Stjórn: Sigurður Sverrir Pálsson og Arni Þór- arinsson. 20.55 Hættum að reykja. Umsjónarmaöur Sigrún Stef- ánsdóttir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.45 Til- kynningar. Daglegt mál. Sigurður G. Tómasson flytur þáttinn. 20.00 Hviskur. Umsjón: Hörður Siguröarson. 20.30 Tónleikar Sinfónlu- hljómsveitar Islands I Há- skólablói. (Beint útvarp frá fyrri hluta tónleikanna.) Stjórnandi: Jean-Pierre Jacquillat. Einleikari: Jean-Pierre Wall- ez a. „Choralis", tónverk eftir Jón Nordal. b. Fiölukonsert I D-dúr, op. 61 eftir Ludwig van Beet- hoven. Kynnir: Jón Múli Arnason. 21.10 Skonrokk. Umsjónarmenn Haraldur Þorsteinsson og Tómas Bjarnason. 2135 Mjór er mikils vlsir. Bresk heimildamynd um starfsaöferöir Scotland Yard rannsóknarlögreglunnar. I myndinni er einkum fylgst meö starfi visindadeildar hennar þar sem rannsakaöar eru llkamsleifar, blóö eöa byssukúlur og annaö þaö sem getur gefiö vlsbend- ingar um ódæöismenn og fórnarlömb þeirra. Þýöandi: Jón O. Edwald. 22.35 Fjórtán stundir 2130 „Ef hátt lét I straumniö Héraösvatna”. Aldarminning Olaflu Jónasdóttur. Umsjón: Broddi Jóhannes- son. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 2235 Frá Umsvölum. Karl Guðmundsson les úr Ijóöa- bók eftir Jóhann Hjálmars- son. Fyrrí þáttur. Umsjón: Glsli Helgason. 23.00 Músikvaka. Umsjón: Oddur Björnsson. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. (Fourteen Hours) s/h Bandarlsk blómynd frá árinu 1951. Leikstjóri: Henry Hathaway. Aðalhlutverk: Richard Base- heart, Paul Douglas, Barb- ara Bel Geddes, Debra Pag- et. Ungur maður hefur afráöið aö stytta sér aldur. Hinn hik- ar þó viö að stökkva af gluggasyllu á háhýsi einu. Lögregla, geðlæknar og ástvinir reyna aö tala um fyrir honum. Þýöandi Björn Baldursson. 00.05 Fréttir I dagskrárlok. FIMMTUDAGUR 23. mal 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Kristján Sigur- jónsson og Sigurður Sverrisson. 14.00—15.00 Dægurflugur Nýjustu dægurlögin. Stjórnandi: Leópold Sveinsson. 15.00—18.00 Ótroðnar slóðir. Kristileg popptónlist. Stjórnendur: Andri Már Ing- ólfsson og Halldór Lárusson. 16.00—17.00 Jazzþáttur. Stjórnandi: Vernharður Linnet 17.00—18.00 Gullöldin. Lög frá 7. áratugnum. Stjórnandi: Þorgeir Astvalds- son. Þriggja mlnútna fréttir sagöar klukkan: 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00. 20.00—21.00 Vinsældalisti hlustenda rásar 2. 10 vinsælustu lögin leikin. Stjórnandi: Páll Þorsteinsson. 21.00—22.00 Gestagangur. Gestir koma I stúdló og velja lög ásamt léttu spjalli. Stjórnandi: Ragnheiöur Dav- Iðsdóttir. 22.00—23.00 Rökkurtónar. Stjórnandi: Svavar Gests. 23.00—24.00 Gullhálsinn. Fimmti þáttur af sex þar sem rakinn er ferill Michael Jackson. Stjórnandi: Pétur Steinn Guð- mundsson. SJÓNVARP FÖSTUDAGUR 24. maí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.