Morgunblaðið - 28.07.1985, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ1985
Seyðisfjörður:
Falsari tekinn
og fluttur suður
UNGUR maður var handtckinn á
NeyAisflrði á fóstudag og fluttur til
Reykjavíkur um kvöldiA vegna
rannsóknar Rannsóknarlögreglu
ríkisins á innbrotum og skjalafalsi.
MaAurinn hefur játaA aA hafa í júní
síAastliAnum brotist inn í tvö fyrir-
Ueki viA Skemmuveg í Kópavogi,
Síldarrétti og ReykiAjuna, og stoliA
þaAan ávísanaheftum. Hann hafAi
gefiA út ávísanir úr heftunum, en
óljóst er um upphæAir.
Þá hefur maðurinn verið kærð-
ur fyrir misferli í bílaviðskipt-
um. Hann keypti tvær bifreiðir
og greiddi að mestu með víxlum,
en hefur ekki staðið í skilum.
Fyrrum eigandi annarrar bif-
reiðarinnar tryggði víxlana með
veði í bifreiðinni. Hins vegar
mun maðurinn hafa selt bifreið-
ina og leikur grunur á að hann
hafi leynt kaupanda veði. Maður-
inn hefur verið eftirlýstur og var
sem fyrr segir handtekinn á
Seyðisfirði þegar lögreglumenn
komu auga á hann. Hann hefur
að undanförnu farið um landið á
bifreiðinni.
Elliðaámar:
Ekkert bendir
til sjúkdóma
VIÐ rannsókn fisksjúkdómafræð-
inga á Keldum á löxunum sem á
dögunum voru hirtir dauðvona úr
Klliöaánum hefur ekkert það kom-
ið fram sem bendir til sjúkdóma,
að sögn GuAmundar Á. Bang, fisk-
ræktarmanns hjá Stangveiðifélagi
Reykjavíkur og Rafmagnsveitu
Reykjavfkur.
Guðmundur sagði að þessi
niðurstaða kæmi sér ekki á
óvart. Hann væri búinn að starfa
við Elliðaárnar í 20 ár og hefðu
svona hlutir komið fyrir á hverju
ári. Laxarnir særðust á hrauninu
fyrir ofan Elliðaárstöðin, létu sig
síðan sakka niður, og söfnuðust
saman við ristarnar því þeir
kæmust ekki neðar. Sagði hann
eðlilegt að borið hefði meira á
þessu í sumar vegna þess að
vatnið í ánum væri langt fyrir
neðan meðallag og mikið af laxi i
ánum.
Akranes:
Útvarps- og
sjónvarpsfyrir-
tæki stofnað
STOFNUÐ hafa verið á Akranesi
tvö fyrirtæki, sem sérhæfa sig í út-
varps- og sjónvarpsrekstri svo og
annarri fjölmiðlastarfsemi.
í síðasta tölublaði Lögbirt-
ingablaðsins kemur fram að bæði
fyrirtækin, Útvarp Akranes og
Sjónvarp Akranes, eru rekin með
ótakmarkaðri ábyrgð af eigend-
unum, þeim Andrési ólafssyni og
Jóni Sveinssyni.
ÍDAG
Meðal efnis í blaðinu í dag er:
Útvarp/sjónvarp ........ 6
Dagbók ................. 8
Fasteignir ........... 9/20
Leiðari ................ 28
Reykjavíkurbréf .... 28/29
Myndasögur ............. 32
Peningamarkaður ........ 34
Raðauglýsingar ...... 39/49
Iþróttir ............ 54/55
Fólk í fréttum .... 30b/31b
Dans/bíó/leikhús ... 32b/35b
Velvakandi ........ 36b/37b
Starfsmenn KollafjarðarstöAvarinnar og hjálparmenn taka laxinn úr netunum í Kollafirði. MorgunblaðiS/Jóhannes Long
DREGIÐ FYRIR í KOLLAFIRÐI
TÆPLEGA 2.000 laxar hafa nú skilað sér úr hafbeit hjá LaxeldisstöA
ríkisins í Kollafírði. Sigurður Þórðarson stöðvarstjóri sagði aö undan-
farna daga hefðu komið 100 til 260 laxar á hverju fíóði.
Sigurður sagði að torfurnar kæmu stöðugt að og virtist ekkert lát
á þeim. Illa hefur gengið að fá laxinn til að ganga inn f stöðina vegna
vatnsleysis og laxinn þvi verið í torfum fyrir utan stöðina. Nú hafa
starfsmenn Kollafjarðarstöðvarinnar hins vegar tekið upp á því að
draga fyrir í rennunni neðan við stöðina til að koma í veg fyrir að
laxarnir fari til baka og fælist hann við þetta upp í stöðina.
Geir Gunnar Geirsson alifuglabóndi á Vallá:
Lýsir ríkissjóð ábyrgan
fyrir yfirvofandi tjóni
Heldur lífinu í öndunum á Skeggjastöðum með kjúklingafóðri
GEIR Gunnar Geirsson, alifuglabóndi á Vallá á Kjalarnesi, hefur sent
landbúnaðarráðherra og fjármálaráðherra skeyti þar sem hann lýsir
fullri ábyrgð á hendur ríkissjóði vegna stórfellds tjóns sem hann segir
yfírvofandi í búum sínum, því með nýrri kröfu um staðgreiðslu fóður-
gjalds hafí sér verið gert ókleift að leysa út nauðsynlegt fóður fyrir
alifuglana.
Geir Gunnar rekur stórt
hænsnabú á Vallá og andabú á
Skeggjastöðum í Mosfellssveit. í
fyrradag var orðið fóðurlaust á
Skeggjastöðum en hann sagðist
hafa bjargað sér fyrir horn með
því að nota afgangsfóður sem
ætlað er kjúklingum og gæti
hann haldið lífinu i öndunum í
nokkra daga með því.
Geir Gunnar sagðist eiga nóg
af fóðri á hafnarbakkanum en til
þess að fá það þyrfti hann að
staðgreiða 50% fóðurgjaldið, sem
af þessari sendingu væri hátt i
milljón. Það sagði hann útilokað
að gera vegna þess að stöðugt
þyrfti að borga kröfur vegna
gamla kjarnfóðurgjaldsins sem
verið hefði með greiðslufresti.
Dalvík:
Unnið að slökkvistarfi
UNNID að slökkvistarfí á Dalvík. Mikið tjón varö þegar eldur kom upp í
fískverkunarhúsi Hallgríms Antonssonar á fímmtudagskvöldið.
Eldsins varð vart um klukkan
18 og var mikill eldur í þaki.
Slökkviliði tókst að varna því að
eldur bærist í bifreiðaverkstæði
við hliðina og gekk greiðlega að
slökkva eldinn. Hins vegar er ljóst
að tjón er tilfinnanlegt. Hallgrím-
ur Antonsson hefur starfrækt
harðfiskverkun og reykt fisk. Um
hálft tonn af harðfiski eyðilagðist.
„Maður getur ekki lagt út fyrir
þessu öllu í einu,“ sagði Geir
Gunnar, „og þó maður ætti fyrir
þessu i tékkheftinu hefur maöur
engan móralskan rétt til að taka
þetta nýja gjald fram yfir kröfur
annarra. Kröfuhafarnir verða
allir að fá sitt í réttri röð.“
Sagði Geir Gunnar þessi stað-
greiðsluákvæði sérstaklega
óréttlát gagnvart andauppeldinu,
þar sem þar væri verið að fram-
leiða fyrir jólamarkaðinn og pen-
ingarnir skiluðu sér ekki fyrr en
eftir áramót. Hann kvaðst engin
svör hafa fengið frá ráðherrun-
um við skeyti sínu. „Ég er að
vona að þetta leysist farsællega.
Albert tók á sig rögg og stoppaði
kjötinnflutning til Varnarliðsins
en gaf svo eftir til að hermenn-
irnir þyrftu ekki að svelta. Ég
held að hann sé líka dýravinur og
er að vona að hann láti það sama
ganga yfir endurnar og her-
mennina," sagði Geir Gunnar.
Þjálfun áhafna
fyrir pflagríma-
flug nær lokið
FLUGLEIÐIR eru nú að þjálfa þrjár áhafnir Arnarfíugs fyrir pílagríma-
flug, sem bæði flugfélögin hafa gert samning um. PflagrímaflugiA hefst 1.
ágúst og stendur til 20. september.
Jóhannes Óskarsson, flug-
rekstrarstjóri Flugleiða, sagði í
samtali við Morgunblaðið að
þjálfunin hefði gengið mjög vel.
„Við byrjuðum þjálfunina í byrj-
un júní. Fyrst var þriggja vikna
bóklegur skóli þar sem fram fór
kennsla á vélina sjálfa og allan
þann tækjabúnað sem fylgir, en
við munum verða með DC-8-vél í
pílagrímafluginu. Eftir skólann
fara áhafnirnar til Parísar þar
sem þær fara í svokallaðan „sim-
ulator" eða eftirlíkingu DC-8-
flugvélar. í þessu tæki eyða
áhafnirnar um 40 tímum og
„fljúga" þar alveg eins og þær
oón íi/S flincra í flntrvÆl bá faríi
þeir í stutta flugþjálfun í flugvél.
Síðast er ferðinni heitið til
Saudi-Arabíu þar sem áhafnirn-
ar fljúga í a.m.k. 25 tíma undir
eftirliti flugstjóra og flugvél-
stjóra.
Við, Flugleiðamenn, skilum
áhöfnunum til Arnarflugs eftir
tímann í eftirlíkingavélinni.
Tvær áhafnir hafa þegar gengið í
gegnum þjálfunina alla, en
þriðja áhöfnin er væntanleg til
landsins um næstu mánaðarmót
og verða þær þá tilbúnar í flugið.
Lítið tveggja daga námskeið
verður síðan haldið fyrir flug-
freyjurnar, sem fara í pílagríma-
flugið," sagði Jóhannes.