Morgunblaðið - 28.07.1985, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ1985
30.000 fermetra Hagkaupshús í byggingu:
50 verslanir opna
í einu í júlí 1987
„FRAMKVÆMDIR hjá okkur ganga mjög vel. Verktakinn ByggAa-
verk sér um að gera húsiA folhelt og klæAa aA utan. Samkvæmt
áætlun er gert ráð fyrir að opna í júlí 1987 og bendir allt til að svo
geti orðið,“ sagði Ragnar Atli Guðmundsson, framkvæmdastjóri
nýbyggingar Hagkaups, sem nú er
um, Kringlunni 6—8.
Byggingin verður 30.000 fer-
metrar á tveimur hæðum með
850 bílastæðum. Gert er ráð
fyrir að flytja rekstur þann sem
nú er í Skeifunni í nýja Hag-
kaupshúsið og einnig munum
við hýsa ýmsa starfsemi, sem
tengist versluninni s.s. kjöt-
vinnslu.
Hagkaup mun sjálft nota um
7.000 fermetra og ætlunin er að
selja um 10.000 fermetra til
annarrar verslunarstarfsemi.
Ragnar sagði að vel hjefði geng-
ið að selja verslunarpláss og
mikil eftirspurn væri eftir því.
„Fyrirtækin, sem koma til með
að hafa þarna starfsemi sína
eru tískuverslanir, skóverslanir,
sportvöruverslanir, veitinga-
staðir og kaffihús, svo dæmi séu
nefnd. Stærsti hópurinn, sem
kemur inn í húsnæðið, eru
verslunareigendur, sem eiga
verslanir við Laugaveginn, en
ætla að opna annað útibú. Sum-
ir ætla að flytja sig frá gamla
verið að vinna við í nýja miðbæn-
miðbænum í þann nýja og þriðji
en minnsti hópurinn eru nýir
aðilar í þessum rekstri."
Ragnar sagði að ætlunin væri
að opna 50 verslanir í einu í júlí
1987 og síðan þremur árum síð-
ar yrði 25 öðrum verslunum
bætt við. Hann sagði ennfremur
að fermetrinn í nýja Hagkaups-
húsinu myndi kosta að meðal-
tali um 40.000 krónur og væri
nokkuð misjafnt hversu stórt
menn keyptu — allt frá 50 og
upp í 1000 fermetra. Meðalstór
verslun er hins vegar á bilinu
150 til 200 fermetrar.
„Húsið er byggt að amerískri
fyrirmynd. Þar eru algeng svo-
kölluð „Mall“ þar sem fleiri
verslanir eru undir sama þaki
með göngugötu á milli, sem
einnig eru innan dyra. Gatan,
sem verður u.þ.b. 10 metrar á
breidd, verður prýdd góðri,
trjám og gosbrunnum," sagði
Ragnar að lokum.
SéA yfir byggingarsvæAi nýja Hagkaupshússins, Kringlunni 6—8.
MorKunblaöiö/Bjarni
Jakob Jakobsson um aflahrotuna á VestfjarðamiÖum:
Þorskurinn safnast
saman í ætisleit og
því auðveiðanlegur
„Ég held það sé of mikið sagt að þetta hafi verið samfelld aflahrota.
Hins vegar byrjaði hún óvenju snemma, en það er ekki óeðlilegt miðað
við það ástand sem hefur verið í sjónum, hlýtt og mikil áta. Þetta hefur
verið árviss viðburður undanfarin ár. ViA teljum að þorskurinn safnist
saman á þessum tíma meðal annars í ætisleit og verði því auðveiðanleg-
ur með þeirri miklu veiðitækni sem
Ég vil minna á það að sam-
kvæmt útreikningum okkar
fiskifræðinga er þorskstofninn
900 þúsund til ein millj. tonna,
svo það þarf ekki að koma nein-
um á óvart, þó einhvers staðar
veiðist á takmörkuðum svæðum
þar sem skilyrði eru góð,“ sagði
Jakob Jakobsson, forstjóri Haf-
rannsóknastofnunar, er Morgun-
blaðið leitaði álits hann á afla-
brögðunum á Vestfjarðamiðum á
undanförnum vikum.
Fregnir af miðunum fyrir vest-
an herma að um mjög góðan og
jafnan afla sé að ræða og lítið
um smáfisk að sögn Ásgeirs Guð-
bjartssonar, skipstjóra á Guð-
björgu. Hann segir í Morgun-
blaðinu á miðvikudag að aldrei
hafi verið jafn mikill fiskur á
Halanum og spyr hvers vegna
ekki megi veiða í ár 370—80 þús-
und lestir af þorski, eins og gert
hafi verið allan fyrrihluta aldar-
innar. Þorskkvóti landsmanna í
ár hefur verið ákveðinn 270—80
þúsund tonn, en líklegt má telja
að hann verði um 290 þúsund
tonn vegna sóknarmarks margra
togara.
Jakob sagði að nýtt mat á
stærð þorskstofnsins yrði gert í
september, en það væri fyrir
næsta ár, árið 1986. Kvótinn
fyrir árið í ár hefði verið endur-
skoðaður í apríl og þá aukinn um
við búum yfir.
5%. Jakob sagði að Hafrann-
sóknastofnun legði fram sínar
upplýsingar um stærð þorsk-
stofnsins, en það væri stjórn-
valda að ákveða stærð kvótans.
Varðandi þá spurningu hvort
ekki mætti veiða jafn mikið sein-
nihluta aldarinnar og fyrri hlut-
ann, benti Jakob á að skilyrðin í
sjónum hefðu breyst mjög mikið.
1920—65 hefði verið mikið hlý-
veðursskeið og mjög hagstæð
skilyrði í sjónum við ísland, en
síðan hefði kólnað, og skilvrði
versnað til mikilla muna. Arin
1965—71 hefðu verið mjög köld
og eftir það hefðu skilyrði verið
breytileg, til dæmis hefðu tvö
síðastliðin ár verið ágæt, þannig
að aðstæður fyrri og síðarihluta
aldarinnar væru mjög ólíkar.
Benti Jakob á að síðarihluti 19.
aldarinnar hefði verið mjög
frábrugðinn fyrrihlutanum og
íslendingar þá hrakist úr landi
þúsundum saman vegna harð-
inda.
Jakob sagði að eins og allir
vissu væri Ásgeir Guðbjartsson
einn mesti aflaskipstjóri lands-
ins og eðlilegt að hans sjónarmið
mótaðist af þeim aðstæðum sem
ríktu á því svæði sem hann gjör-
þekkti, en þær aðstæður þyrftu
ekki að gilda á öllum íslandsmið-
um.
JlíifpMtMíxfoifo
Áskriftcirsíminn er 83033