Morgunblaðið - 28.07.1985, Page 7

Morgunblaðið - 28.07.1985, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ1985 u 7 Sætanýting í leigu- flugi er betri nú en fyrr í sumar „Of margir að selja sömu kökuna,“ segir Örn Steinsen framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Útsýn MorgunblaðiA/Árni Helgason ÍSLENSKUM ferdaskrifstofum gekk erifðlega að selja ís- lenskum ferðalöngum ferðir til útlanda í maí og júní sam- kvæmt upplýsingum fyrirtækjanna og þurfti að fella niður eða sameina leiguflug víða til að sætanýting yrði betri. í júlímán- uði hefur salan gengið betur og er nú upppantað í flest leiguflug fram á haust. Alltaf fjölgar grænu blettunum Fallegur trjálundur í Stykkishólmi. Stykkishólmur: Stykkishólmi, 22. júlí: ALLTAF fjölgar grænu og fal- legu blettunum í Stykkishólmi. Útivistarsvæðin verða fleiri og fleiri og bærinn fríkkar um leið. íbúðarhúsabyggingar færast lengra og lengra frá aðalbyggð kauptúnsins eins og hann var fyrir 40 árum og því er stærra svæði sem þarf að þekja og gróð- ursetja í. Nú er unnið að þessu og hefir garðyrkjumaður þetta með hönd- um. Stórt svæði í nýja miðbænum hefir nú verið þakið og hríslum raðað víðsvegar um svæðið. Eftir nokkur ár verður þetta bæjar- prýði. Þá hafa önnur svæði bæjar- ins verið færð til betri vegar og mikið hefir áunnist við það. Starfslið bæjarins undir stjórn hins ötula verkstjóra Högna Bær- ingssonar vinnur af dugnaði þarft verk. Þá má ekki gleyma Hólmgarði, skrúðgarði Stykkishólmsbúa, sem kvenfélagið hefir séð um og hóf þar starf fyrir mörgum árum við misjafnar spár. Þar þenst gróður- inn út og trén stækka og verða með hverju árinu meiri bæjar- prýði. Árni Margir biðu eftir skattseðlinum Örn Steinsen framkvæmda- stjóri ferðaskrifstofunnar Útsýn sagði að upphaf ársins hefði lofað góðu, sala sólarlandaferða síðan dottið niður í vor en hún hefði nú tekið aftur við sér. „Ég tel að offramboð á pakkaferðum, bæði hjá ferðaskrifstofum og flugfé- lögum, hafi ráðið mestu um lé- lega nýtingu. Það eru of margir að selja sömu kökuna sem veldur því að sætadreifingin verður of mikil. „Veðrið hefur einnig sín áhrif, langvarandi veðurblíða líkt og var fyrrihluta sumars á Suður- og Austurlandi er ekki uppáhald ferðaskrifstofanna vegna mun færri pantana þá en ella. Pen- ingaleysi landans dregur og úr sölu og margir biðu eflaust eftir skattseðlinum til að kanna fjár- haginn. Nú hefur aftur ræst úr sölunni og við vonum það besta og berum höfuðið hátt," sagði Örn að lokum. Fólk vill ekki eyða 5—6 vikna fríi í suddanum hér „Við urðum ekki vör við sam- drátt og í vorferðunum var nýt- ing mjög góð,“ sagði Helgi Jó- hansson forstjóri Samvinnu- ferða-Landsýnar þegar Morgun- blaðið innti hann eftir sætanýt- ingu hjá fyrirtækinu. „Reyndar tók salan kipp í júlí en þar sem allt var þegar upppantað hjá okkur seldist mikið í áætlunar- flugi. Það er auðfundið að fólk vill ekki eyða 5 til 6 vikna sumar- leyfi i suddanum hér heima og reynir að komast til útlanda með öllum leiðum." Helgi rakti aukningu júlímán- aðar til meira jafnvægis í launa- málum og þess að samningar væru í höfn hjá flestum. „Fólk sér fram á öryggi á vinnumark- aðnum og treystir fjárhagnum betur en fyrr í vor. Hvað varðar samdráttinn í vor veit ég enga viðhlítandi skýringu. Án efa hef- ur það þó sín áhrif að í fyrra var metár hjá ferðaskrifstofum hér og menn hafa aukið framboðið um 10—15% í þeirri von að aukn- ingin yrði enn meiri í ár.“ Þegar páskar eru snemma árs seljast vorferðir dræmt Karl Sigurhjartarson forstjóri ferðaskrifstofunnar Úrvals sagði að þau ár sem páskar væru fyrr á ferðinni kæmu verr út hvað varð- aði sætanýtingu. „Þær skrifstof- ur sem miða við að hefja sólar- landaferðir um páska eiga það á hættu að fljúga með tóm sæti suður. Fólk kemst ekki í ferðahug fyrr en skóla er lokið hjá börnum og sól tekin að hækka. Þannig reyndust apríl og maí heldur daufir en það hefur verið upp- pantað í ferðirnar okkar um annatímann í júni, júlí og ágúst og lausum sætum fækkar óðum i haustferðirnar. íslendingar eru því í engu minni ferðahug í ár en áður þó að vorið hafi verið dræmt," sagði Karl að lokum. VILTU OKEYPIS TIL HOLLANDS 30. AGUST ? Viljirðu fara ókeypis í stórglæsi- lega golfferð til Hollands þá er tækifærið nákvæmlega núna! Og viljirðu sameina ósvikna golfferö og upplagða fjölskylduferð í einum og sama pakkanum þá er tækifærið ekki síðra. Taktu fjölskylduna með til sæluhúsanna í Hollandi 31. ágúst nk. og í eina eða tvær vikur þræðir hinn góð- kunni kylfingur, Kjartan L. Páls- son, fararstjóri okkar í Kemper- vennen, með þér hvern glæsi- golfvöllinn á fætur öðrum. Fjölskyldan er að sjálfsögðu velkomin á völlinn á hverjum degi en það væsirheldurekki um hanaí sæluhúsunum með sundlaugina, íþróttavellina, reiðhjólabrautirnar, sólbaðsaðstöðuna og öll hin þægindin í seilingarfjarlægð. ÓKEYPIS FYRIR EINN! Nú söfnum við saman áhuga- sömum kylfingum af öllum gæða- flokkum, förum í golf á hverjum degi og efnum að sjálfsögðu til SL-golfmóts með forgjöf og öllu tilheyrandi. Verðlaunin eru ekki af lakara taginu: Ókeypis flug og gisting fyrir þann sem ber sigur úr býtum og sá hinn sami fær ferðakostnaðinn endurgreiddan strax við heimkomu! Verð frá kr. 12.950 miöað við 6-8 manns saman í sumarhúsi (t.d. tvasr fjölskyldur sem slá sér saman). Innifaliö er flug Keflavik - Amsterdam - Keflavik, akstur til og frá flugvelli erlendis og gisting í sumarhúsunum i Kempervennen í eina viku. Möguleiki er á aö framlengja dvölina um eina viku. Barnaafsláttur kr. 3.600 fyrir börn 2ja - 11 ára. ftlSSON Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SlMAR 21400 & 23727

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.