Morgunblaðið - 28.07.1985, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚLl 1985
21
Áhuginn vaknaði ekki
fyrr en á fertugsaldri
— segir Sigurður Sigurmundsson orðabókarhöfundur
í Hvítárholti sem á sjötugsafmæli á morgun
„Það var ekki fyrr en ég var kominn talsvert á fertugsaldur
að áhugi minn á bókmenntum, ritstörfum og fræðimennsku
vaknaði. Hvað það var sem olli því að hann vaknaði einmitt
þá er mér ekki almennilega Ijóst, en síðan hefur hugurinn
verið bundinn við þetta,“ sagði Sigurður Sigurmundsson,
bóndi á Hvítárholti í Hrunamannahreppi, í samtali við Morg-
unblaöiö, en Sigurður á sjötugsafmæli á morgun, mánuaginn
29. júlí. „Skólagangan varð ekki löng. Ég var einn vetur í
íþróttaskólanum í Haukadal, eitt ár í Samvinnuskólanum og
loks ár í bændaskólanum að Hólum og varð búfræðingur
þaðan.“
Árið 1973 kom út hjá ísafold
spánsk-íslenzk orðabók Sigurðar
Sigurmundssonar og þegar spurt
er hvernig því hafi vikið við að
íslenzkur bóndi réðst í slíkt
verkefni segir hann:
„Það má segja að þrennt hafi
tekið huga minn fastan á sínum
tíma og við það hefur hann að
mestu verið bundinn síðan. í
fyrsta lagi var það skáldskapur
og ljóðlist, en einkum þó
skáldskapur Guðmundar Magn-
ússonar, þ.e. Jóns Trausta, sem
ég tel að hafi verð mikill braut-
ryðjandi í skáldsagnagerð. í öðru
lagi voru það fornsögurnar og þá
fyrst og fremst Njála sem ég hef
einkum bundið rannsóknir mín-
ar við og um hana hef ég skrifað
margar ritgerðir. í þriðja lagi
var það svo tungumálanám. Ég
hef alla tíð lagt mikla stund á
íslenzt mál og á þeim grundvelli
hef ég getað lært erlend tungu-
mál af bókum og af sjálfum mér.
Ég fékk snemma mikinn áhuga á
spánskri tungu, en þegar ég hóf
að nema hana var engin íslenzk
orðabók til er ég gæti stuðzt við.
Til þess að komast að merkingu
orðanna þurfti ég að fletta upp i
mörgum bókum og þótti það
bæði tímafrekt og lýjandi. Ég
komst sem sé að því að það bráð-
vantaði spánsk-íslenzk-orðabók
og því datt mér i hug að vinna
þetta verk. Þegar orðabókin kom
út var henni vel tekið og nú er
hún svo að segja uppseld, þannig
að hún hefur komið að góðum
notum. Hún hefur verið notuð
við kennslu, m.a. í Háskóla ís-
lands, eftir því sem ég hef haft
spurnir af.“
— Hvað um íslenzk-spánska
orðabók?
„Eftir að spánsk-íslenska
orðabókin var komin út hóf ég
undirbúning að íslenzk-spánskri
og nú hef ég lokið við frágang
handrits að henni. Að mínu viti
þarf að endurskoða bókina sem
út kom 1973 og gefa síðan báðar
út i einu lagi, en eins og er hefur
ekki tekizt að koma slíkri útgáfu
á laggirnar."
— Þú minntist á stutta skóla-
göngu og áhuga á bóklegum
fræðum, sem vaknaði síðar hjá
þér en almennt gerist. Hvað um
uppruna þinn?
„Ég er fæddur á Breiðumýri i
Reykjadal í Suður-Þingeyjar-
sýslu. Foreldrar mínir voru
Anna Eggertsdóttir Jochums-
sonar, bróður séra Matthíasar,
og Sigurmundur Sigurðsson
læknir. Faðir minn var læknir á
Breiðumýri fyrstu tíu ár ævi
minnar, en síðan fluttist fjöl-
skyldan að Laugarási í Biskups-
tungum. Þar átti ég heima í sjö
ár, var síðan eitt ár í Reykjavík
og eftir það var ég í vinnu-
mennsku til ársins 1942. Þá fór
ég að búa sjálfur og i Hvitárholti
hef ég verið alla mína búskap-
artíð. Kona mín er Elín Krist-
jánsdóttir, ættuð frá Haukadal í
Biskupstungum, og eigum við
átta börn. Ég hefði á sinum tíma
getað átt þess kost að fara í
langskólanám en áhuginn var þá
ekki fyrir hendi. Þó var ég alla
tíð fróðleiksfús og sem barn var
ég spurull. En þegar ég var í
skóla gekk mér ekkert vel að
skrifa. Það kom siðar, sennilega
um leið og löngun og áhugi á
slíkum störfum fór að gera vart
við sig.“
— Þú hefur mikið fjallað um
Njálu. Að hverju hefur athugun
þín á Njálu einkum beinzt?
„Fyrst og fremst að því hver
sé höfundurinn. I því efni fylgi
ég skoðun Barða Guðmundsson-
ar fyrrum þjóðskjalavarðar, sem
hélt því fram og studdi mjög vís-
indalegum rökum að höfundur
Njálu hefði verið Þorvarður Þór-
arinsson frá Valþjófsstað í
Fljótsdal.“
— Einmitt um þetta atriði
hefur mikið verið ritað og rætt
og menn ekki verið á eitt sáttir
og víst er lítil von til þess að
úyggjandi sannanir um þetta
komi fram í dagsljósið."
„Ef til vill er það rétt en um-
ræður um málefni sem þetta eru
mikilsverðar og þjóna áreiðan-
legum góðum tilgangi. Þær vekja
t.d. áhuga almennings á forn-
bókmenntum okkar en slíkur
áhugi er ein helzta forsenda þess
að sá þráður sem bókmenntirnar
eru í menningu okkar slitni
ekki.“
— Þú ert mikill áhugamaður
um spánska tungu og bókmennt-
ir, en hefurðu komið til Spánar?
„Já, ég hélt upp á sextugsaf-
mælið með því að fara til Spán-
ar. Þá hafði ég aldrei komið út
fyrir landsteinana, en ég fór ekki
í þeim tilgangi eingöngu að
skemmta mér heldur fremur til
þess að læra. Ég fór til Costa del
Sol og dvaldist í Torremolinos,
en ferðaðist talsvert um landið.
Ég talaði ekkert annað en
spönsku á meðan ég var á Spáni
og gekk ágætlega að ræða við
heimamenn. Meðal annars hitti
ég sveitamenn og varð ekki var
við annað en að þessir spönsku
bændur skildu mig vel og ég var
ekki i vandræðum með að skilja
það sem þeir sögðu. Þetta var
stórkostlegt ferðalag og ég hafði
upp úr því það sem ég hugsaði
mér áður en lagt var af stað.“
— Ætlarðu að leggja leið þína
til Spánar öðru sinni?
„Það þykir mér líklegt. Ég
lærði mikið í málinu á meðan ég
var þar, en ég þarf að læra
meira, og þá fyrst og fremst lif-
andi mál, þ.e. málið sem fólkið
talar daglega.“
— Hvað ertu að fást við um
þessar mundir?
„Ég tók mér það fyrir hendur
að þýða úr spönsku skáldsöguna
„Nada“ eftir Carmen Da Forret.
Sagan er skrifuð upp úr heims-
styrjöldinni síðari. Ég hef nú
lokið við þýðinguna og mun lesa
söguna i útvarp næsta vetur. Ég
á því láni að fagna að heilsan er
mjög góð og ég hugsa mér að
stunda ritstörf eftir beztu getu
og eftir því sem kostur er, enda
eru verkefnin næg og það á
mörgum sviðum," sagði Sigurður
Sigurmundsson, bóndi á Hvít-
árholti, að lokum.
Verslunarmannahelgin
Ætlarðu að ferðast á láði eða legi eða ætlarðu bara að dytta að?
Þú færð úrvals sjó-ferða-vinnufatnað hjá okkur.