Morgunblaðið - 28.07.1985, Page 23
MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 28. JtJLÍ 1985
23
H
Kom mér á óvart
hversu áhugínn var
mikill
„Fyrirlestrarnir í háskólunum
fyrir stúdentana voru hins vegar
almennt um íslenskar fornbók-
menntir og handritin, eins og ég
sagði áður og það kom mér mjög
á óvart, hversu mikill áhugi er á
okkar fornbókmenntum víða á
Ítalíu. Ég vissi ekki um þetta áð-
ur, ég hef raunar aldrei komið i
þessa háskóla fyrr og það var
furðulegt og aðdáanlegt að kynn-
ast þessum mikla áhuga.
í mörgum erlendum háskólum
er kennt eitthvað í íslensku, og þá
aðallega í tengslum við kennslu í
forn-ensku og forn-þýsku. Út frá
því er stúdentum einnig kennt
dálítið í forn-íslensku og ég held
því fram, alls staðar þar sem ég
kem i háskóla, að það sé um að
gera að kenna forn-islensku með ;
hinum germönsku fornmálum
vegna þess að það verði til að
vekja meiri áhuga hjá stúdentun-
um. Þá komast þeir í snertingu
stúdentunum að heyra hvernig
þetta tungumál hljómaði. Hún
sendi segulbandsspólu til Kaup-
mannahafnar og bað lærdóms-
fólk þar að lesa á þessu tungu-
máli inn á spóluna fyrir sig, helst
líkt því sem málið hefði verið
borið fram í fornöld, enda er því
lýst i málfræðiritgerðinni hvern-
ig hljóðin eru borin fram. Þau
treystu sér ekki til þess i Kaup-
mannahöfn og sendu spóluna til
fslands og Stefán Karlsson las
inn á hana kafla úr Fyrstu og
Annarri málfræðiritgerðinni og
sendi suður. Síðan spilaði konan
þetta fyrir nemendur sina og
kenndi með. Svo kom hún með tíu
stúdenta frá Sardiníu, til þess að
hlusta á fyrirlestra og taka þátt i
ráðstefnunni í Macerata.
Fleiri dæmi gæti ég nefnt. í
Catanía á Sikiley kom ég inn i
bókasafn háskólans og þar var
býsna mikið af islenskum bókum,
aðallega varðandi fornbókmennt-
ir og þar var haldið uppi kennslu
í islensku."
Hvaða saga er þekktust meðal
fólks þarna suöur á ftaliu?
Jónas ásamt konu sinni, Sigríði Kristjánsdóttur. Á milli þeirra stendur
Mariella Ruggerini, háskólakennari í Róm.
við lifandi bókmenntir, okkar
fornsögur, og lifandi mál, sem er
talað enn í dag hér á fslandi.
Það voru svona um 20 til 30
stúdentar á hverjum fyrirlestri,
þeir sem eitthvað höfðu lært um
íslenskar fornbókmenntir. í flest-
um tilfellum höfðu hvorki nem-
endur né kennarar komið til fs-
lands og landið var í þeirra aug-
um eins og fjarlægt draumaland.
Maður fann mjög til þess, að ís-
lendingar þyrftu að koma til
móts við þetta fólk og hjálpa því
til að koma hingað, bæði til að
læra íslensku og kynnast landi og
þjóð. Og þetta á ekki aðeins við
um ftalíu. Ég hef kynnst þessum
mikla áhuga í Þýskalandi, Bret-
landi og Ameríku, en eins og ég
sagði þá kom mér á óvart að
finna sama áhugann á ftalíu.
Sem dæmi um þetta get ég
nefnt, að á ráðstefnuna í Macer-
ata kom kona, háskólakennari,
frá Sardiniu. Hún hafði farið að
lesa íslensku með stúdentum sín-
um og byrjaði á því að lesa með
þeim svokallaða „Fyrstu mál-
fræðiritgerð", sem er varðveitt í
handriti af Snorra-Eddu. Hún er
skrifuð, að því er flestir halda,
um miðja tólftu öld og er ákaf-
lega merkilegt undirstöðurit um
íslenskt mál frá fyrstu tíð. Svo
langaði þessa konu til að leyfa
„Ég held að Njála sé alltaf
þekktust. Mér var sagt frá einum
kennara í Mílanó, sem hafði í
fyrravetur farið að lesa Njálu,
hluta á íslensku og síðan söguna
alla í ítalskri þýðingu, og fólk
streymdi til hans, bæði kennarar
og nemendur, til að hlusta og
fylgjast með. Ég hitti háskóla-
kennara frá Bologna, konu sem
var nýbúin að þýða Grettis sögu
og hún er nú komin út. Ég held að
þessi „professoressa" hafi verið
bálskotin í Gretti, enda hafði
hann rnikla kvenhylli, sem kunn-
ugt er.
Ég gæti nefnt fleiri dæmi um
að áhugi á íslensku máli og ís-
lenskum bókmenntum er alveg
ótrúlega mikill og hefur farið
vaxandi þarna suður frá að und-
anförnu. Eddukvæðin hafa verið
þýdd tvívegis í heild sinni og ein-
stök kvæði enn oftar. Þetta sýnir
bara hvað þessar bókmenntir eru
sígildar, þær ná til fólks ef það á
annað borð fer að lesa þær, og svo
auðvitað gamla tungumálið okk-
ar, sem er lifandi enn í dag.“
Söfnin í Páfagarði
„Það var ekki fyrr en undir lok-
in á dvöl minni þarna syðra sem
mér gafst tími til að fara í hin
miklu skjala- og handritasöfn í
Páfagarði. Ég hafði að vísu unnið
í bókasafni Vatikansins við að
semja fyrirlestra, en hafði ekki
gefið mér tíma til að leita fyrr en
í lokin. Þessi söfn Páfagarðs
skiptast eins og venjulegt er í
tvennt, það er annars vegar bóka-
safnið, þar sem jafnframt er
handritasafn og svo skjalasafn,
þar sem geymd eru hin opinberu
skjöl páfastólsins. Þessi söfn eru
alveg gífurlega stór, þau eru
hrikalega stór ef ég má taka svo
til orða. Yfirskjalavörðurinn
sagði mér, að lengdin á hillunum
í skjalasafninu væri 200 kíló-
metrar. Það er á tveimur hæðum,
og hillulengdin er 100 kílómetrar
á hvorri hæð. Því verður ekki í
einni svipan farið í gegnum svona
söfn.
Söfnin eru geymd i stórum
byggingum í Vatikaninu og skipt-
ast auðvitað i margar deildir.
Eins og nærri má geta eru ekki til
fullkomnar skrár yfir hvert ein-
asta skjal og mér þykir ólíklegt
að slíkar skrár verði nokkurn
tíma gerðar.
Ég leitaði nú aðeins i skjala-
safninu því tíminn var svo naum-
ur að það þýddi ekkert að vera að
dreifa sér. Það eru meiri likur til
að finna þarna einhver skjöl eða
bréf og því tók ég þann kostinn
fremur en að fara í handritasafn-
ið.
Það halda margir hér að þetta
séu lokuð söfn, en svo er ekki.
Þarna gilda sömu reglur og um
flest önnur handrita- og skjala-
söfn í heiminum. Þau eru opin,
með tiltekinni varkárni auðvitað.
Menn þurfa meðmæli eins máls-
metandi manns, og ég hafði með-
mæli kaþólska biskupsins á Is-
landi og kom þarna auk þess í
fylgd ensks kaþólsks prests, séra
Franks Bullivants, sem var
þekktur þarna í safninu, svo að ég
þurfti naumast að sýna meðmæl-
in. Síðan fékk ég sérstakan passa,
sem ég þurfti að sýna tvisvar í
hvert skipti sem ég kom í safnið.
Þarna eru auðvitað hinir sviss-
nesku lífverðir páfans, eins og
annars staðar í Vatikaninu og
þeir hafa gát á öllum mannaferð-
um. Að öðru leyti er þetta ekkert
frábrugðið öðrum skjala- og
handritasöfnum.
Nú eru rúmlega hundrað ár
síðan skjalasafn Páfagarðs var
opnað, og enn í dag er það kallað
„leyniskjalasafn Vatikansins".
Það var lokað, nema þá fyrir
heimamenn, þangað til árið 1881.
Þá ákvað páfinn að opna safnið
og hleypa fræðimönnum frá öðr-
um löndum inn í það.“
Brautryðjanda-
starf Munchs
„Áður en það gerðist hafði einn
Norðmaður sloppið inn í safnið.
Sá maður var Peter Andreas
Munch, prófessor í sögu við há-
skólann í Osló, sem þá hét Kristj-
ania. Munch var feikilegur garp-
ur, stórmerkilegur maður, gáfað-
ur og duglegur og skrifaði meðal
annars mikið rit í átta bindum
sem heitir „Det norske folks hist-
orie“. Hann var einmitt að semja
þetta rit er hann komst að þeirri
niðurstöðu þegar hann var kom-
inn fram á miðaldir, að heimildir
myndi vera að finna í Rómaborg,
í Páfagarði, um kirkjusögu Nor-
egs. Hann fór til Rómaborgar
með fjölskyldu sína og hreif þá
svona þar í Páfagarði, að yfir-
skjalavörðurinn, sem var Þjóð-
verji, hleypti honum inn í safnið,
fyrstum utanaðkomandi manna
svo vitað sé.
Munch dvaldi í nokkur ár í
Róm og skrifaði upp forn bréf
sem vörðuðu Noreg og Norður-
lönd. Þetta var svo gefið út í
norsku fornbréfasafni. Hann fór
svo aðra ferð suður, en veiktist
rétt eftir að hann kom til Rómar,
árið 1863, og dó eftir stutta legu
og er grafinn í Róm. Ég kom að
gröfinni hans og þar er fallegur
minnisvarði sem Norðmenn hafa
sett yfir hann í kirkjugarði mót-
mælenda í Rómaborg. Eftir að
skjalasafnið var opnað, 1881, var
fyrsta leiðbeiningarrit um safnið
rit sem Munch hafði skrifað. Það
var þýtt á þýsku og gefið út til
leiðbeiningar handa gestum
safnsins."
Var safnið á þessum tíma að-
gengilegt hvað varðar skrásetn-
ingu og skipulag?
„Ég hef heyrt þá skýringu á því
hvers vegna það var lokað svona
lengi, að skjalaverðirnir og aðrir
sem réðu þarna hafi hálfvegis
skammast sín fyrir hvað það var
illa skrásett og óaðgengilegt. Þess
vegna hafi þeir ekki viljað hleypa
gestum inn í það, frekar en að
þeir væru hræddir um að það yrði
misnotað. En bæði áður og síðar
hafa auðvitað verið gerðar miklar
skrár. Eftir að búið var að opna
safnið fóru Norðurlandamenn að
venja þangað komur sínar. Það
var mjög fallegt dæmi um nor-
ræna samvinnu. Skiptu þeir með
sér verkum Norðmenn, Danir og
Svíar. Sumir voru þarna í mörg
ár, bjuggu í Róm og gerðu ekkert
annað en að leita að skjölum i
skjalasafni páfans og skrifuðu
upp það sem þeir fundu frá öllum
þessum löndum. Á síðasta skeið-
inu tóku þeir ljósmyndatæknina í
þjónustu sína. Þeir voru þarna
fyrir og fram yfir aldamót og síð-
an aftur í mikilli lotu eftir 1920
og reyndar alveg fram að seinni
heimsstyrjöld. En ég hygg að þeir
hafi lítið verið þarna síðan, enda
þóttust þeir þá vera búnir að fara
yfir meginhluta safnsins."
Hafðir þú einhverjar vísbend-
ingar frá þeim, sem þú gast
stuðst við þegar þú fórst að leita
þarna?
„Já, að sumu leyti. Norður-
landamennirnir fóru í sjálfar
bréfabækurnar en hins vegar
reyndi ég að líta í skrár sem síðar
höfðu bæst við. Nú háttar svo til,
að þegar Norðurlönd voru undir
páfanum á kaþólskum tima var
ekki mikið varðveitt af frumbréf-
um, en það sem fræðimennirnir
frá Norðurlöndum skoðuðu aðal-
lega voru eftirrit, sem gerð voru
þegar bréf voru send frá Páfa-
garði. Eftir 1200 hafa verið tekin
afrit af flestum bréfum, sem send
hafa verið frá Páfagarði. Margt
hefur týnst, en afar mikið hefur
þó varðveist. Hins vegar er miklu
minna til af innkomnum bréfum.
Þetta eru svo óskaplega miklar
bréfagerðir sem hafa farið fram
frá Páfagarði út um víða veröld,
að það er afar seinlegt að fletta í
gegnum allar þessar bækur.
Norðurlandamennirnir flettu
bókunum og skrifuðu upp ef þeir
fundu eitthvað sem varðaði Norð-
urlöndin.
Bréfin eru í tímaröð og ekki
flokkuð eftir heimshlutum, sem
gerir þetta enn óaðgengilegra.
Þess vegna tók þetta mörg herr-
ans ár. Einn Dananna, sem var
búinn að vera þarna í mörg ár,
segist hafa verið farinn að fara i
gegnum 800 stórar síður á dag,
þegar hann var að leita og það má
því kannski búast við að honum
hafi sést yfir eitthvað í þessari
leit.
Norðurlandamennirnir tóku
auðvitað með það sem varðaði ís-
land, vegna þess að ísland var
undir erkibiskupsstólnum í Nor-
egi og talið eins konar útkjálki af
Noregi. Allt sem fundist hefur
um ísland er því í Norska forn-
bréfasafninu og í íslenska forn-
bréfasafninu líka. Það er því lík-
lega búið að finna flestallt, sem
þarna er af bréfum sem varða ts-
land.“
Bréf frá
Ögmundi biskupi
„íslendingar sjálfir tóku ekki
þátt í þessari leit og hafa lítið
sem ekkert leitað í þessum söfn-
um. En enski lærdómsmaðurinn
og Islandsvinurinn séra Frank
Bullivant, sem búsettur er í Róm,
hefur fundið eitt og annað varð-
andi tsland í skjalasafninu. Hann
kom hér síðastliðinn vetur í boði
guðfræðideildarinnar og Stofn-
unar Árna Magnússonar og hélt
fyrirlestra við háskólann um
skjalasöfn Páfagarðs og um
rannsóknir Norðurlandamanna
og sínar eigin rannsóknir. Hann
fann bréf frá Ögmundi biskupi
Pálssyni til páfa, frá fyrri árum
Ögmundar, þar sem hann ákærir
Jón Arason, sem kjörinn hafði
verið Hólabiskup, og krefst lög-
sögu yfir honum. í bréfinu talar
Ögmundur um að Hólabiskups-
dæmi hafi verið stofnað út úr
Skálholtsbiskupsdæmi, sem rétt
var, og þess vegna eigi Hólar að
vera undirgefnir Skálholti. Þetta
fann Bullivant meðal annars."
Telur þú ástæðu til að gera
mann út af örkinni til að leita
þarna?
„Já, ég tel fulla ástæðu til þess.
Sá maður þyrfti þá helst að vera
góður bæði í latínu og ítölsku, og
svo þarf hann auðvitað lika að
geta lesið handrit. Bókaverðirnir
tala yfirleitt ekkert nema ítölsku.
Einn bókavarðanna talaði ensku
og ég reyndi að leita sem mest til
hans. Ég náði líka í yfirmann
handritadeildarinnar þarna og
hann talaði svolítið í frönsku. I
skjalasafninu naut ég aðstoðar
aldraðs Þjóðverja sem áður hafði
verið yfirskjalavörður.
Jú, það er afar mikilvægt að
mínum dómi, að við gerum út
menn til að leita þarna. Það kem-
ur hins vegar ekki til mála að
fara að feta í fótspor
Norðurlandamanna og fletta öll-
um þessum bréfabókum, sem þeir
fóru yfir. Það er of mikið verk.
En það er margt annað, sem við
gætum athugað. í fyrsta lagi hef-
ur bæst við söfnin ýmislegt, sem
ekki var komið þegar Norður-
landamenn voru þarna. Annað er,
að handritasafnið hefur ekki ver-
ið rannsakað sem skyldi. Þar eru
til miklar skrár, stórt herbergi
sem skrárnar fylla, bæði prentað-
ar og skrifaðar. Þar þyrfti maður
að vinna í nokkra mánuði, þó ekki
væri nema til að leita af sér grun,
hvort þarna séu einhver íslensk
handrit, því það hefur aldrei ver-
ið gert. Einnig hafa bæst við
skrár yfir skjalasafnið, sem ekki
voru til þegar Norðurlandamenn-
irnir voru þarna.“
Eru einhverjar líkur á að þarna
finnist eitthvað?
„í hreinskilni sagt hef ég ekki
mikla von um, að í Vatikansafn-
inu leynist íslensk handrit, til
dæmis handrit tslenskra forn-
sagna. Þá skoðun byggi ég fyrst
og fremst á því, að slíkt hefði
vakið athygli. Menn hefðu áreið-
anlega hrokkið við hefðu þeir
rekist á handrit frá íslandi, það
hefði verið svo óvenjulegt. Það er
vitað um eitt íslenskt handrit
þarna, sem er fremur ómerkilegt,
uppskrift af Grallaranum. En
auðvitað þarf að leita af sér allan
grun.
Hins vegar er ég hér um bil
viss um, að maður sem væri
þarna í nokkra mánuði myndi
finna áður óþekkt skjöl sem
varða ísland. Skjalasafnið hefur
aldrei verið kannað sérstaklega
með ísland í huga. Við höfum
gert út leitarmenn frá þessari
stofnun á opinber söfn í Evrópu-
Iöndum og ég tel ekki síður
ástæðu til að leita í söfnum Páfa-
garðs. Ég held að þarna hljóti að
leynast einhver skjöl eða bréf
varðandi ísland sem ekki hafa
komið fram.
En að lokum má nefna, að síð-
asta daginn sem ég var í safninu
fann ég í gamalli skrá getið um
Írjú eða fjögur bréf, sem vörðuðu
sland. Þessum bréfum var óljóst
lýst en eitt þeirra var dagsett
1389 og varðaði biskupa á íslandi.
Ekkert páfabréf er til prentað frá
því ári. Mér gafst ekki tími til að
leita að sjálfum bréfunum, en fól
séra Bullivant að athuga þau
nánar. Ég hef ekki enn fengið
svar frá honum. Ef ekki er villa í
skránni er hér líklega um eitt-
hvað að ræða sem ekki hefur
birst áður. Ég vona vissulega að
ég hafi fundið þarna eitthvað
bitastætt, og ef svo er gæti það
orðið hvati til frekari rannsókna
okkar Islendinga í Páfagarði."
Sv.G.