Morgunblaðið - 28.07.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.07.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ1985 þú stígur gæf uspor á Hugmyndin að HEUGA gólfteppum í formi 50 x 50 cm flísa hefur marga kosti: ir ENDINGIN MARGFÖLDUÐ, slitblettir óþarfir, flísarnar fluttar til innbyrðis. ir Laghentir leggja þær sjálfir og færa húsgögnin til eftir hendinni. ir Engar áhyggjur af blettum: flísin er tekin upp, færð til eða endurnýjuð. ir Auðvelt að breyta og/eða bæta. ★ Fastlíming er óþörf. T.d. þessir völdu HEUGA: I.B.M., SKÝRR, Gjaldheimtan, Husgagnahöllin. HEUGA hentar þér, eins og milljónum annarra um víða veröld. MorglinbMM/Úiru Ágúntwon Frú Molliné fri París og Guðrún Vigfúsdóttir i fsafirði rsða um handvefn- að. Túlkurinn Katrín Jónsdóttir, sem nú stundar nim í lögfreði í París og er nibýliskona frú Molliné, þurfti lítið að túlka þegar stollurnar ræddu hand- brögðin og uppsetningu vefsins. Frú Molliné frá Parfs: Kynnir sér hand- vefnað á ísafirði af í Frakklandi. Hún er nú nýbyrj- uð á vef sem vinna á að öllu leyti með gömlu aðferðunum og verða eingöngu sauðalitir notaðir. Þá byrjar hún á að spinna hvern lit úr reifinu sem síðan fer beint í vefinn. Myndefnið er skógarvegur að vetri unnið úr sauðalitunum, frönskum og íslenskum. Myndin verður svo á kynningarsýningu við opnun verslunar með afurðir handiðnaðarfólksins í París. Þegar fréttaritari Morgunblaðs- ins hitti frú Molliné að máli á ís- afirði í dag var hún ásamt túlki sínum, Katrínu Jónsdóttur, að skoða myndir hjá Guðrúnu Vig- fúsdóttur af ýmsum verkefnum Guðrúnar. Frú Molliné var afar hrifin af framleiðslu Guðrúnar, enda er tal- ið að Guðrún og stöllur hennar á ísafirði séu jafnvel komnar lengra í handvefnaði en nokkrir aðrir að- ilar á Norðurlöndum. Hún sagði að |>ótt vefnaðurinn sem slíkur væri svipaður í öllum löndum væri sú tækni við framleiðsluna sem Guðrún Vigfúsdóttir beitti langt um fremri en hjá þeim í Frakk- landi. Meðal annars hefur Guðrún á að skipa hönnuðum og sauma- konum ásamt verslun, sem gerir það að verkum að hún heldur öll- um þráðum í eigin hendi, en í Frakklandi eru vefnaðarkonur vanalegar einar á báti. Hugmyndir frú Molliné eru m.a. þær að sameina bestu handverks- konur í Frakklandi til sameigin- legra átaka. Þess má geta að lokum að Guð- rún Vigfúsdóttir hefur kennt vefn- að hér á ísafirði um 40 ára skeið af miklum krafti og ennþá hlakk- ar hún alltaf til næsta dags með nýjum og spennandi verkefnum. Salan á framleiðsluvörum henn- ar gengur mjög vel og hefst ekki undan núna að afgreiða pantanir auk þess sem mikið hefur verið að gera í verslun hennar hér á ísa- firði. ÍJIfar Kína opnað fyrir út- flytjendum Peking. AP. KÍNASTJÓRN befur ákveóið að auðvelda Kínverjum búsettum utan Kína, sem eru um 20 milljónir tals- ins, að heimsækja föðurland sitt með því að afnema kvöð um vega- bréfsáritun. Kvöðin fellur úr gildi 1. ágúst og á við ferðamenn þá sem koma í viðskiptaerindum og til þess að heimsækja ættingja og vini. Aðeins þeir Kínverjar sem hyggjast setjast að í landinu munu þurfa á vegabréfsárítun að halda. ísmfirti, 24. júlf. ÞESSA dagana gistir ísland frönsk handiðnaðarkona, frú Molliné frá París. Erindi hennar er að kynna sér garnframleiðslu úr íslenskri ull og leita lausnar á vanda sem hún býr við vegna slita í uppistöðuþráðum vefnaðar þegar eingirni er notað. Frúin hefur skoðað ullarverk- smiðjuna Álafoss í Mosfellssveit, en þegar hún leitaði upplýsinga um við hvern hún ætti að ræða vegna vandans í vefnaðinum var henni ein- dregið ráðlagt að ráðfæra sig við Guðrúnu Vigfúsdóttur á ísafirði, sem mun vera meðal fremstu hand- vefnaðarkvenna á Norðurlöndum. Frú Molliné hefur unnið úr ull frá því í síðari heimsstyrjöldinni, að hún byrjaði að spinna á rokk úr ólituðu ullarbandi til nota í vefstól sinn. Fyrst var einungis um auka- vinnu að ræða, en 1970 fór hún á eftirlaun. Þá einbeitti hún sér að því að koma á fót fyrirtæki til að þróa og kenna gamlar hannyrðir. Hún hefur nú yfir að ráða 15 heimasmíðuðum vefstólum, 4 listvefnaðarstólum (gobelin), auk rokka og áhalda til knipplinga- gerðar og bókbands. Nýlega hefur hún gert samning við Parísarborg um þróunarverkefni í handiðnaði. Næsta árið munu starfa hjá henni fjórar vefnaðarkonur auk hönnuð- ar og á að reyna að þróa handverk fyrir atvinnulausa, sem mikið er Kynnist stórkostlegri náttúrufegurð og fjölskrúðugri menningu í Grænlandsferð Faranda 12.-19. ágúst Farandi kynnir fyrirhugaða ævintýraferð til Grænlands dagana 12.-19. ágúst. Flogið verður með Flugleiðum til Narssarssuaq og síðan farið með báti þaðan til Narssaq, þar sem gist verður á vönduðu hóteli. Innifalið í verði er fullt fæði, íslensk fararstjórn, ferð á Kvanefjellet og stórskemmtilegt þjóðlagakvöld. I boði eru dagsferðir í Bröttuhlíð, Garða, Julianeháb og til Hvalseyjar. Verð: kr. 27.300.- Ifarandi Vfeslurgötu 5. simi 17445
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.