Morgunblaðið - 28.07.1985, Page 26
26
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚLl 1985
Frú Stefanía Guðmundsdóttir í Kamelíufrúnni 1906
„Ætternið
er mér
aðhald“
„Nei, það er nú öðru nær. Ég
ætlaði mér aldrei að verða leikari.
Ég hafði bara alls engan áhuga á
leiklist. Að vísu fór ég oft í leikhús
þegar ég var barn og unglingur.
Oftast fór ég með föðursystrum
mínum, Emilíu og Þóru Borg, sem
báðar lifðu og hrærðust í leikhús-
inu. En það hvarflaði ekki að mér
á þeim árum að ég ætti sjálf eftir
að standa á leiksviði. Þegar ég var
innan við tvítugt fluttist móðir
mín til Akureyrar og ég fylgdi í
kjölfarið. Ég fór að vinna þar í
banka og þar var ég þegar formað-
ur Leikfélags Akureyrar kom að
máli við mig og spurði hvort ég
gæti ekki hugsað mér að taka að
mér hlutverk í Swedenhjelms-
fjölskyldunni. Það fannst mér al-
veg upplagt. Ég held að ég hafi
varla hugsað mig um. Mér leizt
svo á að þetta væri ágæt tilbreyt-
ing frá vinnunni í bankanum. Ég
þessum árum lágu viðfangsefnin
ekki á lausu og auðvitað voru það
vonbrigði að fá lítið að gera. Þó
kom það ekkert sérlega illa við
mig. Það voru önnur áhugamál
sem kölluðu, en um þessar mundir
gifti ég mig og eignaðist dóttur.
En ég vildi halda áfram í leiklist-
inni og þegar hlutverkin létu á sér
standa sneri ég mér að leikstjórn
og setti upp sjö sýningar víðsvegar
um landið. Það var skemmtilegt
og ákaflega lærdómsríkt, en það
breytti ekki því að ég var leikkona,
og það sem ég vildi gera var að
leika."
— Og hvernig tókstu því á þess-
um árum að fá ekki tækifæri til að
leika?
„Ég skal segja þér að margir
leikarar verða bitrir af því að þeir
fá ekki hlutverk en einhverra
hluta vegna varð ég aldrei bitur.
Kannski var það af því að ég vissi
Ungir leikarar halda nefnilega að
þeir fljúgi inn á samning og þegar
í ljós kemur að svo er ekki verða
þeir bitrir og leiðir og láta í mörg-
um tilvikum hugfallast. Það ættu
þeir ekki að gera, ekki ef þeir vita
hvað þeir vilja og hafa einlægan
áhuga á að ná árangri í list sinni.
Margir sjá leiklistina í einhverj-
um rómantískum hillingum og
halda að framundan sé dans á rós-
um. Það er blekking. Árangur í
leiklist er fyrst og fremst kominn
undir vinnu og sú vinna er ekki
sízt fólgin í því að aga sjálfan sig.“
— Hefurðu notið þess að vera
barnabarn Stefaníu Guðmundsdótt-
ur og bróðurdóttir Önnu Borg, Þóru
og Emilíu?
„Ekki á þann hátt að ég hafi
verið tekin fram yfir aðra leikara.
Ég hef notið þess þannig að ætt-
ernið hefur verið mér aðhald. Oft
hef ég hugsað sem svo að ég hafi
ekki leyfi til að standa mig illa,
geti ekki leyft mér að verða ætt-
leri. En ég hef oft verið látin
Sunna Borg leikkona
Sunna Borg leikkona
„Leiklistin er ekki númer eitt, tvö og
þrjú í mínu lífi. Ég væri ekki reiðubúin
að fórna öllu í hennar þágu og hef
aldrei verið svo altekin af henni að hún
væri mér eitt og allt. Og þó er hún
það starf sem ég vil helzt sinna og veit-
ir mér óendanlega mikið.
Eðli leiklistar er með þeim hætti að
þegar maður er að leika þá verður mað-
ur að gefa allt sem maður á til.
Það þýðir ekki að ætla sér að blekkja
áhorfendur með einhverjum
brögðum. En leiksviðið er eitt og lífið
sjálft er annað.“
Þetta segir Sunna Borg leikkona sem
nú er komin suður yfir heiðar ásamt
félögum sínum í Leikfélagi Akureyrar
þeirra erinda að sýna Reykvíkingum
söngleikinn „Piar‘ á vegum Hins
leikhússins í Gamla bíói. Leikurinn
hlaut frábærar viðtökur á fjölunum
fyrir norðan og var sýndur yfír fjörutíu
sinnum áður en ákveðið var að fara
með hann suður. Edda Þórarinsdóttir
fer með titilhlutverkið, leikur og syngur
hlutverk Edith Piaf, en Sunna
er í hlutverki aldavinkonu „spörfugls-
ins“, gleðikonunnar Toine.
Og Sunna heldur áfram:
„Það skiptir mig miklu máli að
vera innan um fólk og kannski er
það einmitt nálægðin við aðrar
manneskjur sem ég met mest og
hef mesta þörf fyrir. f leiklistinni
fæ ég útrás fyrir þessa þörf. Það
fer ekki hjá því að samstarfið á
sviðinu verði mjög náið. Maður
svo að segja kemst að kviku
mannlífsins. Ekki einungis með
því að starfa með hinum leikurun-
um, leikstjóranum og því fólki
sem starfar að þeirri sýningu sem
er verið að koma upp hverju sinni,
heldur með því að túlka þá per-
sónu sem maður er að leika. Það
sem e.t.v. er mest heillandi við
leiklistina er það aö túlka mann-
eskju sem er ekki maður sjálfur.
Þannig gefst tækifæri til að upp-
lifa persónuleika sem oft á tíðum
eru í mótsögn við mann sjálfan.
Það veitir mér innsýn í þætti í
mannlegu eðli sem ég myndi ekki
kynnast ella. Og það er einmitt
það sem ég sækist fyrst og fremst
eftir í þessu starfi. En leikara-
starfið hefur ýmsar aðrar hliðar,
sem eru ekki svo alvöruþrungnar
heldur beinlínis skemmtilegar.
Það er alltaf gaman að vinna í
leikhúsi. Starfið er mjög fjöl-
breytt, ekki sízt í litlu leikhúsi
eins og því sem starfrækt er á Ak-
ureyri. Aðstæðurnar þar krefjast
þess að fáar hendur vinni mikið
verk og oft á tíðum er nauðsynlegt
að leikarinn sinni ýmsu sem lýtur
ekki beinlínis að því hlutverki sem
hann á að túlka á sviðinu. Þá
skiptir miklu máli að góður fá-
lagsandi sé rikjandi og hann er
svo sannarlega fyrir hendi hjá
Leikfélagi Akureyrar."
— Þú ert af helztu leikaraætt
landsins. Varð það til þess að þú
fórst út í leiklist?
hafði ekkert sérstakt við að vera
utan vinnutíma, hafði svo sem
engu að sinna nema sjálfri mér. Á
þessum tíma var þetta áhuga-
mannaleikhús og mér fannst ég
vel geta reynt þetta eins og hver
annar, en ég setti það alls ekki í
samband við alvörustarf. Eftir að
sýningum á Swedenhjelms-fjöl-
skyldunni lauk voru mér fengin
hlutverk i tveimur öðrum leikrit-
um ogbar með var áhuginn vakn-
aður. Ég fór suður og hóf nám í
Leiklistarskóla Þjóðleikhússins og
lauk þaðan prófi 1970. Að svo
búnu lék ég Ragnheiði Brynjólfs-
dóttur í Skálholti Kambans í sjón-
varpinu. Síðan fékk ég Rotary-
styrk og fór til Ameríku, þar sem
ég stundaði nám við leiklistardeild
háskólans f Georgíu i eitt ár. Þeg-
ar ég kom heim lék ég í kvikmynd-
inni Lénharði fógeta og fékk siðan
nokkur minni háttar hlutverk. Á
alltaf að það ætti eftir að koma að
mér. Ég hef alltaf þakkað guði
fyrir að hafa ekki þjáðst af þessari
heiftarlegu afbrýðisemi sem háir
svo mörgum listamönnum og þá
ekki sízt leikurum. Ég er bara svo
lánsöm að þekkja ekki þessa til-
finningu hjá sjálfri mér. Stundum
hef ég hugsað sem svo að ég hljóti
að vera eitthvað skrýtin, en ég hef
alltaf getað samglaðst kollegum
mínum þegar þeim vegnar vel.
Hins vegar hef ég oft orðið vör við
öfund í minn garð og það hefur
farið illa í mig.“
— Þú segist alltaf hafa vitað að
það ætti eftir að koma að þér.
„Já. Ég skal segja þér að ég á
vinkonu sem hér á árum áður var
alltaf hjá spákonum. Ég hafði
engan sérstakan áhuga á þessu
spákonuvafstri, en samt fór ég nú
yfirleitt með henni. Og auðvitað
hlustaði ég á það sem spákonurn-
ar höfðu að segja. Svo var það einu
sinni að hún fór með mig til Amy
Engilberts. Þá held ég að ég hafi
verið 25 ára. Amy sagði að það
yrði ekki fyrr en eftir 10 ár að mér
færi að ganga vel í leiklistinni.
Það fannst mér nú einum of langt
gengið, en þarna komst ég nú að
því að ég lagði trúnað á það sem
spákonur sögðu því að ég varð
öskuvond. „Eftir 10 ár! Ertu vit-
laus! Ég kem sko aldrei aftur til
þín,“ æpti ég á hana. En ég trúði
þessu enda kom í ljós að þetta var
rétt hjá henni. Því segi ég líka oft
við nýútskrifaða leikara að þeir
skuli ekki halda að hlutverkin
komi á silfurfati. Þetta taki allt
sinn tíma, a.m.k. í flestu tilfellum.
gjalda þess að vera Borg. Mig hef-
ur stundum sviðið undan því að
þegar mér vegnar vel er kannski
sagt: „Já, þú ert nú líka Borg.“ Þá
er verið að gefa í skyn að vel-
gengnin sé því að þakka en ekki
því sem ég legg sjálf af mörkum.
Á tímabili kvað svo rammt að
þessu að ég var í alvöru að hugsa
um að hætta að skrifa mig Borg og
kenna mig við Geir föður minn.
Nú er ég fegin að hafa ekki látið
flæma mig út I það. Ég er hreykin
af því að vera Borg og ég er sú
eina í fjölskyldunni núna sem er
leikari."
— Þú fékkst nýlega leiklistar
styrk úr sjóði sem stofnaður var í
minningu ömmu þinnar. Er hugsan-
legt að ætternið hafi ráðið einhverju
í sambandi við þá styrkveitingu?
„Nei, það er a< og frá. Á liðnum
árum hafa ótalmargir leikarar
fengið styrk úr þessum sjóði, en í
stjórn hans hefur aldrei verið
neinn úr fjölskyldunni. Ég er full-
komlega sátt við það að hafa feng-
ið styrk úr þessum sjóði, en það
væri ég ekki ef mér hefði ekki
hlotnast hann vegna minna eigin
verðleika heldur vegna þessara
fjölskyldutengsla. Nýlega fékk ég
líka listamannalaun og þótti vænt
um þau. í leiklistarstyrk og lista-
mannalaunum felst ákveðin viður-
kenning og ég sé enga ástæðu til
að láta sem slíkt skipti mig ekki
máli. Mér þykir ósköp vænt um að
fá viðurkenningu. Ég er áreiðan-
lega ekki ein um það að líta svo á.
Það er mannlegt að kunna að meta
viðurkenningar. Þær eru líka