Morgunblaðið - 28.07.1985, Page 27

Morgunblaðið - 28.07.1985, Page 27
hvetjandi. Mér finnst það stund- um hlálegt þegar listamenn sem hljóta viðurkenningu eru bara með derring og láta sér fátt um finnast." — Hvernig ætlarðu að verja styrknum? „Ég ætla í endurhæfingu í Lundúnum. Brezka leikarafélagið er með slíka endurhæfingu á sín- um vegum og ég var svo heppin að fá að taka þátt í henni. Þetta er ekki skóli í eiginlegum skilningi, heldur stofnun sem lætur í té margvíslega þjálfun fyrir starf- andi leikara. Aðsókn er þátttak- endum í sjálfsvald sett, en ég er einstaklega heppin að hafa fengið inngöngu og þurfti undanþágu til, því að þessi endurhæfing er aðeins ætluð félögum í brezka leikarafé- laginu. En ég er staðráðin í að nota þann tíma sem ég hef til um- ráða eins vel og kostur er. Ég hef fengið leyfi hjá Leikfélagi Akur- eyrar og verð ekki með í fyrsta verkefni næsta leikárs. Auk þess að fara til Lundúna langar mig mjög mikið til að komast til Ber- ínar, en þar er mikið um að vera í leikhúslífi. Ég finn það að ég hef þörf fyrir að komast út fyrir landsteinana, sjá eitthvað nýtt, komast í annað andrúmsloft og bæta við mig, og hefði ég ekki fengið leiklistarstyrkinn og lista- mannalaunin hefði ég aldrei drifið mig.“ — Þú trúir á spákonur, en ertu hjátrúarfull? „Nei, ég er ekki hjátrúarfull, en ég hef það alltaf á tilfinningunni að amma mín sé með mér þegar ég er að leika. Þegar ég er illa haldin fyrir sýningar fer ég út í horn dá- litla stund og tala við hana nokkur vel valin orð. Mér finnst það veita mér styrk og hef raunar marg- sinnis orðið þess vör að það gerir það. I Þjóðleikhúsinu vann eitt sinn með mér manneskja sem er rammskyggn. Hún sagði mér einu sinni, að hún sæi alltaf með mér konu sem hún lýsti nákvæmlega. Fremur lágaxin var hún og með óskaplega mikið og fallegt hár. Ég sýndi henni mynd af ömmu minni og spurði hvort þessi kona liktist henni. „Það er hún,“ var svarið. Einu sinni kom ég út af sviðinu og þá veltist þessi sama manneskja um af hlátri. „Fannstu ekki til?“ spurði hún svo. Ég spurði hvað hún væri eiginlega að tala um. „Þú hefðir átt að sjá þegar hún var að koma þér inn á sviðið," sagði hún. „Hún sparkaði í rassinn á þér, enda var víst ekki vanþðrf á því.“ Svo vildi nefnilega til að í þetta sinn var ég venju fremur tauga- óstyrk. Nú orðið reiði ég mig á hana ömmu mína. Ég hef það á tilfinningunni að hún fylgi mér alltaf. Ég á marga hluti sem voru í eigu hennar. Áður en Þóra frænka mín lézt sagðist hún vilja að ég fengi eftir sig ýmsa muni fjölskyldunnar sem tengjast leik- list. Amma mín saumaði sjálf alla sína leikbúninga og skreytti þá. Hún og frænkur mínar áttu líka alls kyns hluti sem tengdust leik- listarstarfinu, perlur, pallíettur, blúndur, grímur, blævængi og skartgripi. Þessu hefur öllu verið haldið til haga og nú kemur það í minn hlut að varðveita þessar ger- semar. Þær koma mér líka að góð- um notum. T.d. á ég flesta þá skartgripi sem amma mín bar, þegar hún lék Kamilíufrúna. Ég á líka óskaplega fallegan jakka sem amma saumaði. Hann er úr ljós- grænu flaueli, alsettur perlu- saumi. Því miður veit ég ekki hvaða hlutverk hún lék í þessum jakka. Mér þykir óumræðilega vænt um þessa hluti og lít á það sem ljúft skyldustarf að gæta þess að þeir haldist í fjölskyldunni. Maðurinn minn, Þengill Valdi- marsson, er smiður og hann er að búa sig undir að smíða sérstaka hirzlu til að geyma þessa muni i. Með því að varðveita þá eins vel og kostur er, ætla ég að viðhalda fjöl- skylduhefðinni. Fyrir mér eru þeir táknrænir, tákn um rætur mínar og þá þjónustu við leiklistina sem ég hef tekið í arf.“ VIÐTAL: ÁSLAUG RAGNARS MYNDIR: FRIÐÞJÓFUR JA, MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ l9fe 27 „Einangrun utan frá sparar rúm — segir Richard Briem arkitekt Morgunblaðið/Bjarni Við Suðurgötu 33 er verið að reisa nýtt parhús og er þaó einangrað utan frá, en venjan er að einangra hús innan frá hér á landi. Sögðu eigendur að einangrun utan frá sparaði mikið pláss og einnig væri hún vörn gegn veðri og alkalískemmdum. PARHÚS er í byggingu við Suður- götu 33 í Reykjavík og eru þar að verki tveir arkitektar, sem eru að byggja yfir sig og fjölskyldur sín- ar, þeir Richard Briem og Sigurð- ur Björgúlfsson. Þeir nota fremur nýstárlega aðferð, einangra hús sín utan frá, en hér á landi er hin hefðbundna aðferð að einangra innan frá og tekur það gjarnan upp mikið pláss, u.þ.b. 10 cm. „Venjulega eru veggirnir ein- angraðir að innan með plastein- angrun og síðan er múrað á þá,“ sagði Richard í samtali við Mbl. „í seinni tíð hefur færst í vöxt að einangra að utan. Flest hús sem einangruð hafa verið að utan hafa verið klædd svo hægt sé að lofta með klæðningunni. Síðan hefur verið brugðið á að pússa á einangrunina, annað- hvort með akrýl-múr eða með venjulegri biöndu, sementi og sandi, eins og við höfum gert hér. Þá erum við með 70 mm polyurithan-einangrun. Síðan kemur sterkt net sem fæst með sérstökum nöglum og töppum sem festir eru inn í vegginn. Síð- ast er múrað á. Netið er öflug- ara en gengur og gerist og meiri festing er í því. Veður eru mjög breytileg og er þetta því góð veð- urhlíf um leið. Við gerum þetta fyrst og fremst til að verja steinsteyp- una betur en hægt væri með hinni hefðbundnu aðferð, ein- angrun innan frá. Burðarvirkið verður því ekki fyrir barðinu á veðurbreytingum, þenslu vegna hitabreytinga og regni. Einnig er þetta vörn gegn alkalí- skemmdum. Einangrunarkröfurnar hafa aukist svo gífurlega á seinni ár- um og er ómögulegt að hafa alla þessa einangrun innan í húsinu því það tekur upp mikið pláss. Maður þyrfti a.m.k. að gera ráð fyrir tíu cm á hverjum vegg ef maður myndi einangra innan frá. Ég geri ráð fyrir að kostn- aðurinn og tíminn, sem fer í verkið, sé hinn sami og ef við hefðum einangrað innan frá.“ VTÐ TRUUM ÞVIEKKI E >s (D Viö trúum þvíekki að þú viljir bíða mánuðum saman eftir hœstu ávöxtun sparifjár þíns. Þess vegna bjóðum við hœstu vexti Innlánsreiknings með Ábót strax á fimmtudaginn á alltþað fésem þú leggur inn fyrir mánaðamót. Að hika er sama og að tapa. Á VAXTATINDINN MEÐ OKKUR ÚTVEGSBANKINN RÁÐGJAFINN VÍSAR VEGINN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.