Morgunblaðið - 28.07.1985, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚLf 1985
33
Miklir — en ekki ímyndaðir
hagsmunir Suðurnesjamanna
— að afgreiðsla skipa fari fram á Suðurnesjum
MORGUNBLAÐINU hefur borist eft-
irfarandi frá Jóni Norðfjörð, fram-
kvsmdastjóra Skipaafgreiðslu Suður-
nesja, Halldóri Ibsen, formanni stjórn-
ar Landshafnar Keflavíkur-Njarðvíkur,
Karli Steinari Guðnasyni, formanni
Verkalýðs- og sjómannafélags Kefla-
víkur og nágrennis, og Guðlaugi Guð-
jónssyni, formanni stjórnar Vörubfl-
stjórafélags Suðurnesja.
„í tilefni af fréttaflutningi og um-
maelum sem átt hafa sér stað að
undanförnu í blöðum og útvarpi,
vegna greinar um „Rainbow-málið“ í
Víkurfréttum hinn 18. júlí sl., viljum
við undirritaðir koma á framfæri
eftirfarandi athugasemdum og upp-
lýsingum.
1. Haft var eftir Herði Sigurgests-
syni, forstjóra Eimskipafélagsins í
útvarpsfréttum hinn 21. júlí sl., að
Rainbow Navigation væri nú að
kanna hvort afferming gæti ekki
farið fram í Reykjavík og hefði
spurst fyrir um hvort Eimskip vildi
ekki sjá um affermingu fyrir félagið.
í Morgunblaðinu hinn 23. júlí sl.,
kemur fram í viðtali við Hörð, að
umboðsmenn Rainbow Navigation
hafi komið til Eimskips og þreifað
fyrir sér um hvort þeir væru reiðu-
búnir til aö losa þetta skip í Reykja-
vík.
Upplýsingar þær sem hér um ræð-
ir, komu okkur hér á Suðurnesjum
mjög á óvart þar sem aldrei hafði
verið á þetta minnst af umboðs-
manni Rainbow Navigation við
okkur og aldrei hefur komið fram
kvörtun eða óánægja vegna af-
greiðslu skipsins í Njarðvíkum. Um-
mæli Harðar voru borin undir
Magnús Ármann framkvæmdastjóra
hjá Skipamiðlun Gunnars Guðjóns-
sonar sf., sem er með umboð fyrir
Rainbow Navigation og staðfesti
Magnús, að engin beiðni hafi verið
send Eimskip um þetta mál eða
nokkrar þreifingar átt sér stað frá
því að siglingar Rainbow Hope hóf-
ust.
2. í viðtalinu við Hörð Sigurgestsson
í útvarpinu hinn 21. júlí sl., segir
hann að flutningar fyrir Varnarliðið
milli Reykjavíkur og Keflavikur hafi
að verulegu leyti verið í höndum
Suðurnesjamanna.
Hið rétta í þessu máli er, að áður
en siglingar Rainbow Hope hófust,
voru u.þ.b. 40% af þessum flutning-
um í höndum Suðurnesjamanna, en
eftir tilkomu Rainbow, eru um 98%
flutninganna í höndum Suðurnesja-
manna.
3. 1 Morgunblaðinu hinn 23. júlí sl.,
segir Hörður Sigurgestsson orðrétt:
„Mig grunar að þessi skrif í Víkur-
fréttum séu tilkomin til að vernda
imyndaða hagsmuni Suðurnesja-
manna vegna lestunar og losunar á
þessari vöru á Suðurnesjum."
Við teljum næsta víst, að hvorki
Hörður Sigurgestsson né aðrir, haldi
að hagsmunir íslensku skipafélag-
anna varðandi það að fá þessa flutn-
inga aftur í sínar hendur, séu ímynd-
aðir hagsmunir.
Vegna þessa getum við upplýst og
tekið undir orð Emils Páls Jónsson-
ar, ritstjóra Víkurfrétta, sem fram
komu í útvarpsviðtali hinn 21. júlí sl.
að það eru miklir en ekki ímyndaðir
hagsmunir fyrir okkur Suðurnesja-
menn, að afgreiðsla skipa með flutn-
ing fyrir varnarliðið, fari fram í
höfnum hér á Suðurnesjum. Þetta á
ekki síður við um þær sjávarafurðir
sem framleiddar eru hér á Suður-
nesjum, en í dag er mjög stórum
hluta sjávarafurða ekið til Reykja-
víkur, þar sem lestun á þeim fer
fram.
í þessu sambandi teljum við rétt
að taka undir orð Harðar Sigur-
gestssonar þar sem hann hefur sagt
að þaö eigi að losa og lesta skip þar
sem hagkvæmast er.
Þar á hann vafalaust við hag-
kvæmni fyrir fleiri en Eimskip. Við
lítum svo á að það sé hagkvæmast að
afgreiða skip sem næst þeim stað
sem vörurnar eru notaðar eða fram-
leiddar. Hagsmunir Suðurnesja-
manna í þessu sambandi eru fyrst og
fremst fólgnir í þeirri atvinnu og
þeim tekjum sem þessir flutningar
skapa hér á svæðinu. Það vita allir
sem fylgst hafa með málum, að at-
vinnuástand hér á Suðurnesjum hef-
ur farið versnandi á umliðnum ár-
um. Því teljum við það skyldu okkar
Suðurnesjamanna að standa vörð
um þau atvinnutækifæri sem svæðið
getur boðið upp á.
4. Það er augljóst að tilkoma Rain-
bow Navigation-skipafélagsins hefur
veitt okkur ómetanlega reynslu og
tækifæri til aö sýna fram á það, að
afgreiösla gámaskipa er mjög vel
framkvæmanleg hér á Suðurnesjum.
Það er von okkar að í framtíöinni
virði skipafélögin hagsmuni okkar
og að gott samstarf geti tekist um
losun og lestun gámaskipa hér á
Suöurnesjum, ekki síst með tilliti til
þess, að Hafskip og Eimskip hafa í
samvinnu við Suðurnesjaménn kom-
ið á fót vöruafgreiðslum, til mikilla
hagsbóta fyrir viðskiptaaðila sína.
Þrátt fyrir þessar vöruafgreiðslur
hafa þessi skipafélög ekki séð
ástæðu til að losa hér úr skipum sin-
um almennar vörur enn sem komið
er a.m.k. þó að hér sé um að ræða
vörumagn sem skiptir þúsundum
tonna á ári hverju.
5. Að lokum þetta.
Greinaskrif í Víkurfréttum um
Rainbow málið hafa óneitanlega
vakið mikla athygli og komið á stað
umræðum manna á meðal og í fjöl-
miðlum.
Við teljum það ekki á okkar færi,
að taka efnislega afstöðu til þess
sem í greininni kemur fram enda
þekking okkar á innviðum þessa
máls ekki nægilega mikil.
Umræðurnar hafa þó opnaö augu
manna fyrir því að í þessu máli eru
fleiri hagsmunaaðilar á íslandi held-
ur en skipafélögin. Það skal þó fús-
lega viðurkennt, að hagsmunir
skipafélaganna eru stórir I þessu
máli. Við lýsum fyllsta stuðningi við
það sjónarmið að íslensku skipafé-
lögin hafi a.m.k. jafnan rétt til þess-
ara flutninga á við bandarísk félög,
eins og þau hafa farið fram á, en
ítrekum jafnframt þá skoðun okkar,
að afgreiösla þeirra skipa sem flytja
vörur fyrir Varnarliðið, eigi að fara
fram hér á Suðurnesjum."
Við hjá Flugleiðum vildum gjarnan bjóða þeim Hans og Grétu í
átthagana í Winterberg. Á meðan við reynum að hafa uppá þeim
systkinum gerum við okkur að góðu að bjóða þér og fjölskyldu þinni
í sannkallaða ævintýraferð á slóðir Grimmsbræðra.
Nútíma þægindi, í rótgrónu umhverfi.
Þið fljúgið til Frankfurt eða Luxemborgar, og akið með rútu eða
bílaleigubíl til Dorint-sumarhúsaþorpsins. Þar getum við boðið
ykkur glæsilega smáíbúð, smekklega fjölskylduíbúð eða sumarhús
fyrir allt að 6 manna fjölskyldu. Það þarf að sjálfsögðu ekki að taka
það fram að íbúðunum og sumarhúsunum fylgja öll þægindi,
eldhús, sími, litasjónvarp, að ógleymdri veröndinni eða svölunum
sem alltaf eru sólarmegin í tilverunni. Ekki sakar að umhverfi þessa
sígilda en nýja sumarhúsaþorps eru skógi vaxnar hlíðar.
Fararstjóri fram í fingurgóma.
En „leyndarmálið" okkar geymum við samt þar til síðast. Það er
Rudi Knapp, fararstjórinn okkar. Sértu í einhverjum vafa um hvort
þú eigir að fara í úti- eða innisundlaugina, hvernig þú komist á
golfvöllinn, í keiluspilshúsið eða á krána - leysir Rudi úr því. Við
ætlum að láta Rudi það eftir að leiða ykkur í allan sannleika um
skemmtigarðinn (með bátum, leiktækjum og rússíbönum), eða
safarí-garðinn (með fílunum, nashyrningunum, Ijónunum og tígris-
dýrunum), því hann hefur bara gaman af því.
Við lofum þér ævintýraferð, og stöndum líka við það. En ef
ævintýrin væru eins og lífið í Dorint - sumarhúsaþorpinu í
Winterberg - er eins víst að sagan um Hans og Grétu hefði aldrei
gerst. Hvernig er líka hægt að villast þegar Rudi Knapp er annars
vegar?
Dæmi um verð: Heildarverð fyrir 4 manna fjölskyldu í 2 vikur er kr.
71.496.- (flug, íbúð, börn á aldrinum 2-11 ára), þá á eftir
að draga frá afslátt vegna barnanna kr. 13.400.- Verðið samtals er
58.096.- eða kr. 14.524.- á mann. Flugvallarskattur er ekki
innifalinn.
Frekari
upplyslngar
um Dorlnt-
sumarhusaþorpld
f Wlnterberg velts
sðluskrltstotur
Fluglelfta.
umboðsmenn og
terfteskrltstoturnsr
^^^^^Mallt sm
MliHjHj UL UILIU VANTADI
VAR GODUR FARARSTJORim