Morgunblaðið - 28.07.1985, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1985
49
„Foringjar geta alltaf
átt von á að verða
fluttir fyrirvaralaust"
— segir Daníel Óskarsson, yfírmaður Hjálpræðishersins hér
sem skipaður hefur verið æskulýðsleiðtogi í Noregi
Daníel Oskarsson, kapteinn í Hjálpræðishernum, sem yfirumsjón hef-
ur haft með starfi hersins hér á landi svo og í Færeyjum undanfarin 5 ár,
er nú á förum til Noregs, þar sem hann mun gegna embætti æskulýðsleið-
toga í Oslo og nágrenni.
„Ég fékk skipun frá leiðtogum
umdæmisins, ekki alls fyrir
löngu, um að flytja til Noregs og
taka að mér umsjón unglinga-
starfsins í einni deild hersins
þar í landi," sagði Daníel er
hann var inntur nánar eftir að-
draganda flutningsins. Aðspurð-
ur kvað hann foringja hersins
alltaf geta átt von á skipun sem
þessari og því væri erfitt að gera
einhverjar áætlanir varðandi
framtíðina. „Hjálpræðisherinn
reynir þó að taka tillit til þeirra
foringja, sem enn eru með ung
börn á framfæri sínu, svo ekki
verði of mikill þeytingur á fjöl-
skyldunni milli landa, menning-
arsvæða og tungumála," upplýsti
hann.
Þó tel ég að flutningar, sem
þessir, reynist börnum ekki eins
erfiðir og margir halda," sagði
Daníel. „Til að mvnda eru for-
eldrar mínir, þau Oskar Jónsson
og Ingibjörg Jónsdóttir, bæði
foringjar innan hersins, svo
sjálfur ólst ég upp við ferðalög
og flutninga án þess að verða
meint af. Það voru einna helst
tungumálin, sem vildu vefjast
aðeins fyrir manni framan af, en
það fór fljótt af,“ bætti hann við.
„Við hjónin eigum 3 börn, 2
stelpur, sem nú eru 11 og 12 ára
og einn þriggja ára gutta. Báðar
stelpurnar búa enn að þeirri
norsku, sem þær lærðu á þeim
rúmu tveimur árum, sem við
dvöldum þar í landi, áður en við
héldum hingað til íslands. Af
stráknum hef ég heldur engar
áhyggjur. Hann verður eflaust
fljótur að ná tökum á málinu er
út kemur.
Eins og fyrr segir eru foreldr-
ar mínir foringjar innan hjálp-
ræðishersins, svo það má eigin-
lega segja að ég hafi fæðst inn í
þessa hreyfingu," sagði Daníel,
er hann var spurður út í ástæð-
urnar að baki starfsvali hans.
„Ekki var ég þó alla tíð ákveðinn
í að leggja þetta fyrir mig. Það
var eiginlega ekki fyrr en á
menntaskólaárunum, sem ég
fékk þessa köllun og gerði mér
ljóst að mér var ætlað hlutverk á
þessum vettvangi — ábyrgð, sem
ég gat ekki skorast undan,"
bætti hann við.
„Viðfangsefnin eru líka mý-
mörg, herinn starfar nú í 86
löndum heimsins, rekur trúboð,
sjúkrahús og skóla um víða ver-
öld og þá gjarnan í samvinnu við
Alþjóðlega Rauða krossinn. T.d.
starfar systir mín nú, að eigin
ósk, sem trúboði í Panama, en
þar sem og í Indlandi og Afríku
er þörfin einna brýnust," upp-
lýsti Daníel.
„Auðvitað gerir dálítill tregi
vart við sig, þegar maður yfir-
gefur ættlandið," sagði Daníel,
er hann var inntur eftir því
hvaða tilfinningar gerðu vart við
sig, nú þegar dvölin hérlendis
væri á enda. „Barnanna vegna er
þó bæði betra og auðveldara að
flytja fyrr en seinna. Svo er líka
mikill léttir að vita að arftakar
mínir eru fyrirmyndarfólk, þau
Ernst Olsson og Dóra Jónasdótt-
ir Olsson.sem eflaust munu
leggja rækt við starfið, sem hér
er unnið," bætti hann við. Sagð-
ist Daníel að lokum vilja nota
tækifærið og þakka allan þann
velvilja, sem þeim hjónum hefur
verið sýndur í gegnum árin.
Kveðjuhóf hafa verið haldin
um allt land að undanförnu fyrir
Daníel Óskarsson og konu hans
Anne Gurine, sem einnig er for-
ingi innan hjálpræðishersins.
Síðasta kveðjusamsætið verður
haldið nk. þriðjudagskvöld kl.
20:30 í samkomusal Hjálpræð-
ishersins í Reykjavík.
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
Skúrarnir viÖ Gullfoss.
Þarflausir
skúrar við
Gullfoss
Sclfossi 24. júlí.
Hreinlætisaðstaða fyrir ferða-
menn við Gullfoss er fengin eins og
stendur. Skammt frá fossinum, við
veginn, standa skúrar sem bera
merki þcss að hýsa salerni eða
hreinlætisaðstöðu, a.m.k. eru alþjóð-
leg merki þar um negld á skúrana.
Sú aðstaða stendur hins vegar eng-
um til boða vegna þess að þegar bet-
ur er að gáð eru dyr á þeim negldar
aftur.
Skúrar þessir eru til hinnar
mestu óprýði þar sem þeir standa
og þjóna engum tilgangi. Leið-
sögumenn sem fara með ferða-
mannahópa í rútubílum að Gull-
fossi segjast haga ferð sinni þann-
ig að viðdvöl sé höfð á Geysi, þar
sem er mjög góð hreinlætisað-
staða, annaðhvort áður en komið
er að Gullfossi eða strax eftir dvöl
þar.
Fullvíst má telja að umsagnar-
aðilar s.s. Ferðamálaráð, Náttúru-
verndarráð og Landvernd myndu
ekki mæla með uppsetningu skúra
sem þessara við Gullfoss á frið-
lýstum svæðum eða við náttúru-
perlur landsins enda hæpin kynn-
ing á uppbyggingu ferðamanna-
þjónustu.
Sig. Jóns.
Höfðar til
.fólksíöllum
starfsgreinum!
1. Veðdeild Iðnaðarbanka islands hf. býður út
verðtryggð skuldabréf, 2. flokk 1985,
kr. 25.000.000,00. Verðgildi hvers bréfs er
kr. 50.000,00 og eru bréfin 500 talsins.
2. Bréfin verða fyrst og fremst afhent:
a) Byggingaverktökum íbúðarhúsnæðis og
framleiðendum einingahúsa, í skiptum fyrir
verðtryggð skuldabréf á hendur kaupendum
fasteigna.
b) Fyrirtækjum, sem vilja selja skuldabréf á
verðbréfamarkaði með milligöngu banka.
3. Viðskiptamenn selja bréfin á verðbréfamarkaði og
ræðst sölugengi bréfanna því af ávöxtunarkröfu
markaðarins.
4. Bréfin verða gefin út á nafn og bera 2% fasta vexti
p.a. Afborganir höfuðstóls og vextir eru verðtryggðir
samkvæmt lánskjaravísitölu. Bréfin eru til 5 ára,
með jöfnum árlegum afborgunum. Gjalddagar eru
10. júlí ár hvert, í fyrsta sinn
10. júlí 1986.
5. Greiðslustaðir afborgana eru afgreiðslustaðir
Iðnaðarbanka íslands hf. og getur kröfuhafi vitjað
greiðslu gegn framvísun bréfs. Sé þess óskað,
mun bankinn sjá um innheimtu bréfsins og ráðstafa
afborgunum samkvæmt ákvörðun eiganda, honum
að kostnaðarlausu. Einnig má fela öðrum bönkum
eða sþarisjóðum bréf til innheimtu. Verði
afborgunar ekki vitjað á réttum gjalddaga, mun
Veðdeildin greiða kröfuhafa dagvexti frá gjalddaga
bréfsins til greiðsludags, og eru vextirnir hinir sömu
og á almennum sparisjóðsreikningum, eins og þeir
eru á hverjum tíma.
6. Til tryggingar bréfunum eru eignir og tekjur
Veðdeildar Iðnaðarbanka íslands hf., auk ábyrgðar
bankans sbr. 36. gr. reglugerðar fyrir bankann nr.
62/1982.
7. Skattaleg meðferð bréfanna fer að gildandi reglum
um skattalega meðferð skuldabréfa. Bréfin eru
stimpilfrjáls.
8. Útibú bankans taka við umsóknum og veita nánari
upplýsingar.
Reykjavík, 24. júlí 1985,
Iðnaðaitankinn