Morgunblaðið - 28.07.1985, Síða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ1985
Viðtal við Leó E. Lövef sem vinnur
að því að koma Isafoldarprentsmiðju til þeirrar
virðingar sem hún naut á árum áður
Blaðamaður hitti
Leó til að ræða við
hann um ísafold
og forvitnast um
hvernig hefði
gengið að rífa
fyrirtækið upp úr
þeirri lægð sem það var í. „Kallaðu
þetta frekar aðstöðu en skrifstofu,"
segir Leó þar sem hann tekur á
móti blm. Hann segist áður hafa
unnið á bæjarfógetaskrifstofunni í
Kópavogi og blm. ályktar að aðset-
ur hans sé ólíkt skrifstofunum sem
hann hafi vanist hjá hinu opinbera
í Kópavogi. Aðstaðan er á efstu
hæð undir súð í Þingholtsstræti 5.
Á löngum vegg er bókaskápur með
verkum öndvegisskálda íslendinga
sem ísafold hefur gefið út á sínum
langa ferli og í horninu er forláta
gamalt skrifborð, sem blm. gefur
sérstakan gaum. „Skrifborðið er
líklega búið að vera hér lengst af,“
segir Leó, „ég mat það mjög mikils
að þegar ég kom inn í þetta fyrir-
tæki fyrir 3 árum þá höfðu eldri
hluthafarnir skilið eftir gömlu
munina sem hafa tilheyrt fyrir-
tækinu frá upphafi. Skrifborðið
finnst mér alveg sérstakur gripur."
Á rætur að rekja til
Hólaprentsmiðju
Það hlýtur að vera ólikt að starfa
sem embættismaður eða sjá um
rekstur stórrar prentsmiðju og
bókaútgáfu — þig hefur kannski
alltaf dreymt um að stjórna slíku
fyrirtæki?
„Það er óhætt að segja að hugur
minn hafi alltaf hneigst til fram-
kvæmda, þar á meðal viðkipta. Þau
störf sem mig langaði til að sinna
innan embættiskerfisins sá ég
fram á að ég fengi ekki fyrr en eftir
mörg ár. Ég hafði ekki þolinmæði
til að vinna lengi innan rikisgeir-
ans án þess ég fengi notið mín. Mig
langaði ekki út i hvað sem var á
sviði framkvæmda eða viðskipta,
það varð einnig að vera verkefni
sem ég teldi verðugt. Og það er
sannarlega verðugt verkefni að
freista þess að koma ísafoldar-
prentsmiðju til þeirrar virðingar
sem hún naut áður fyrr. ísafoldar-
prentsmiðja er orðin gamalt fyrir-
tæki. Hún á auk þess rætur að
rekja til Hólaprentsmiðju því að
stofnandi hennar, Björn Jónsson,
keypti Landsprentsmiðju árið 1886,
en sú prentsmiðja hafði flakkað um
landið frá upphafi prentlistar hér á
landi, að Hó!um.“
Er það kannski hrein hugsjón að
taka við t.d. bókaútgáfunni?
„Að sumu leyti já, faðir minn var
með smávægilega útgáfu og mér
hefur alla tíð fundist öll útgáfa
mjög spennandi, þar með talin
blaðaútgáfa."
Lausafjárstaða
mjög slæm
Hvernig var að taka við fyrir-
tækinu?
„Fyrirtækið átti miklar eignir
þegar ég kom hingað, en lausa-
fjárstaðan var mjög slæm. Ég byrj-
aði á því að panta pappír til að geta
prentað orðabækurnar sem alltaf
seljast jafnt og þétt, þær voru þá
alveg gengnar til þurrðar. Það var
líka þörf á að endurnýja tæki og
vélar sem voru að verða úreltar.
Við keyptum því búnað til tölvu-
setningar og síðast fimmlita prent-
vél, en við vorum með einslita vél
áður, sem var alltof afkastalítil.
Litaprentvélin er sú fullkomnasta
á landinu. Næst ætlum við að
endurnýja tækjakost í bókbandinu
en hann er kominn nokkuð til ára
sinna."
Nú heyrir maður mikið um
endurnýjanir í prentiðnaðinum,
stærri og betri vélar og sífellt auk-
in afköst, er ekki orðin mikil
offjárfesting á þessu sviði?
„Ég held að það hljóti að vera
töluverð offjárfesting en svo er
samt ekki hjá okkur, nema ef vera
skyldi í setningardeildinni, en við
fjárfestum í tölvum sérstaklega
með eitt verkefni í huga, íslensk-
þýsk.a orðabók, sem lengi hafði ver-
ið í vinnslu á kostnað ísafoldar.
Höfundarnir riftu hins vegar þeim
samningi og fóru með bókina til
Arnar og Örlygs.“
Og þið fóruð í mál?
„Átti von á
hærri bótum“
Leó E. Löve á skrifstofu sinni í Þingholtsstræti 5.
„Hefur stundum
tekið meira á mann
„Við fórum í mál vegna þess að
við höfðum þegar lagt út í mikinn
kostnað við verkið. Málið var tví-
þætt, annars vegar fórum við fram
á skaðabætur sem þeir höfðu neit-
að að borga okkur, en hins vegar
sökuðu þeir okkur um seinagang og
kröfðust bóta. Dómur var kveðinn
upp nýlega og unnum við málið.“
Og þú ert væntanlega ánægður
með þann dóm?
„Ég hafði satt að segja vonað að
okkur yrðu dæmdar hærri bætur.
Dómurinn hljóðaði upp á 1.300 þús-
und en við höfðum farið fram á 7,5
milljónir. Sú upphæð sem við fáum
er lítið meira en prentsmiöjan hef-
ur þegar lagt til þessa verkefnis og
er þá ekki meðtalið allt vaxtatap.
Engar bætur fást heldur vegna
aukafjárfestingar, fyrir verkefna-
missi prentsmiðjunnar, svo ég tali
nú ekki um að hugsanlegur hagn-
eður af útgáfunni var þar með úr
sögunni."
Það er semsagt hart barist um
stærstu bitana í bókaútgáfunni?
„Það er mjög mikil samkeppni,
enda eru útgáfurnar margar. Það
sem gerir þessi viðskipti svo
áhættusöm sem raun ber vitni er
að mikið fjármagn er lagt undir
fyrir aðeins eina vertíð — fyrir jól-
in. Samkeppnin þá er geysileg við
að koma bókunum á framfæri og
kynna á þessum eina árstima.
Það er mjög mikill kostur að
vera með bæði bókaútgáfu og
prentsmiðju, þær styrkja hvor
aðra. Bókaútgáfan tryggir
prentsmiðjunni vinnu ef minna er
um utanaðkomandi verkefni og
þannig eru meiri möguleikar á að
halda hámarksnýtingu á vélunum.
Við stefnum ekki að því að auka
bókaútgáfuna að neinu marki,
höldum okkur við ca. 5—10 titla á
ári. Bókaverð hefur lækkað og ég
vona að við getum haldið verðinu
niðri því bækur verða að vera á
viðráðanlegu verði fyrir almenn-
ing.“
Hvernig velur þú bækur til út-
gáfu?
„Endanlega ákvörðun tek ég
sjálfur, en við leitum til sérfróðra
manna. Ég hef haft það að leiðar-
ljósi að taka ekki aðrar bækur til
útgáfu en þær sem ég hef sjálfur
trú á. Því hvernig sem fer þá getur
maður ekki skellt skuldinni á ein-
hvern annan. Það hefur komið fyr-
ir að ég hef gefið út bækur sem ég
hef vitað fyrirfram að ekki skiluðu
hagnaði, en þá hefur mig hins veg-
ar langað mikið til þess eða fundist
þörf á að gefa viðkomandi bók út.“
„Mikið um undirboð
í prentiðnaði
Hvað með prentiðnaðinn, er ekki
samkeppnin gífurleg þar?
„Þar er ekki síður mikil sam-
keppni og markaðurinn er mjög
erfiður. Það skýtur dálítiö skökku
við, því að prentsmiðjur hafa flest-
ar meira en nóg að gera en þrátt
fyrir það er mjög mikið um undir-
boð, menn bjóða hreinlega lægra en
ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA er án efa eitt elsta starfandi iðn-
fyrirtœki hér á landi. Prentsmiðjuna stofnaði Björn Jónsson árið
1877 og eins og nafnið gefur til kynna var prentsmiðjan keypt
hingað til lands til þess að prenta vikublaðið ísafold. ísafold var
ein öflugasta prentsmiðja og bókaútgáfa landsins framan af þess-
ari öld og átti hún þá sannarlega sitt blómaskeið. En halla tók
undan fœti hjá prentsmiðjunni og árið 1982 seldu flestir eldri
hlutfhafarnir sinn hlut og við fyrirtœkinu tók ungur lögfrœðingur,
Leó E. Löve.
Björn Jónsson stofnaði ísafoldar-
prentsmiðju árið 1877, en þá hafði
hann gefið út ísafold um þriggja ára
skeið. Hann hætti störfum hjá prent-
smiðjunni eftir að hann varð ráð-
herra 1909.
ísafoldarhúsið byggði Bjöm Jóns-
son árið 1886 og var prentsmiðjan
þar staðsett til ársins 1943. ísafold
prentaði Morgunblaðið lengi fram-
an af og var afgreisla blaðsins í litlu
húsi við hlið prentsmiðjunnar.
en æskilegt er“