Morgunblaðið - 28.07.1985, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1985
51
Sigmar Björnsson, setjari. Myndin er líklega tekin í þriðja
áratugi þessarar aldar.
hafanna eru skrifuð þar, en hluthafarnir eru: frú
Borghildur Björnsson, August Flygenring, kaup-
maður í Hafnarfirði, Gunnar Egilson, skipamiðlari
í Reykjavík, Jón Hermannsson, lögreglustjóri,
Ólafur Johnson, kaupmaður, Pétur J. Thorsteins-
son, kaupmaður, og Sveinn Björnsson, yfirdóms-
lögmaður.
ísafoldarprentsmiðja fjárfesti nýlega í nýrri fimmlita prentvél og hér stendur Leó E. Löve við hana.
Guðmundur Gíslason, verkstjóri bókbandsdeildarinnar, stendur hér hjá
skurðarhníf sem er meira en aldargamall. Guðmundur hefur unnið alla sína
starfsævi hjá ísafold og verkstjóri á undan honum var faðir hans, Gísli
Guðraundsson.
þeir hafa efni á. Við höfum tekið
þann kostinn að leggja áherslu á að
bæta þjónustuna og gæði prent-
verksins og er nýja prentvélin liður
í þeirri viðleitni."
Hvað með bókaverslun fsafold-
ar?
„Bókaverslunin er dótturfyrir-
tæki prentsmiðjunnar, ég hef lítið
komið nálægt rekstri hennar. Þar
stjórnar fólk með áratuga reynslu í
hóka- og ritfangasölu. Verslunin er
miklu minna fyrirtæki og ég hef
ákveðið að einbeita mér að
Prentsmiðjunni og útgáfunni og
það er meira en nóg.“
Nú verða bráðum liðin 100 ár síð-
an Björn Jónsson reisti ísafoldar-
húsið í Austurstræti og síðan hefur
prentsmiðjan aðeins flutt sig um
set einu sinni, en það var árið 1943
þegar hún flutti hingað í Þing-
holtsstrætið. — Finnst þér nokkuð
vera kominn tími til að flytja aft-
ur?
„Jú það er kominn tími til að
flytja. Við höfum sótt um lóð í nýja
miðbænum ásamt Nýja kökuhús-
inu og hefur borgarstjórinn gefið
okkur fyrirheit um úthlutun. Þar
er ætlunin að reisa húsnæði fyrir
alla starfsemina á einu gólfi, en
það er mjög óhagstætt að starfa á
fimm hæðum eins og hér.“
Hrakspár í upphafi
Þegar þú lítur til baka, hafa
þessi þrjú ár ekki oft verið erfið?
„Svo sannarlega hefur róðurinn
oft verið þungur og tekið meira á
mann en æskilegt er. En svona eru
viðskipti oft á tíðum, maður verður
að leggja mjög hart að sér, en ef
allt gengur vel er líka von á ríku-
legri uppskeru. Ég hef fengið mjög
góðan stuðning, til dæmis frá
Landsbankanum. Það sem skiptir
hins vegar höfuðmáli er að hér er
traust og gott starfsfólk."
Var það ekki ókostur fyrir þig í
byrjun að þekkja ekki betur til
prentstarfsemi?
„Að sumu leyti finnst mér kostur
að koma úr mjög ólíkri grein vegna
þess að ég hef dugandi samstarfs-
fólk og mínir hæfileikar og mennt-
un nýtast þá á þeim sviðum sem
það sinnir ekki. Kannski var það
vegna þessa sem ég varð var við
hrakspár utanaðkomandi manna í
upphafi, nema það hafi verið hinn
algengi mórall að vonast til að illa
gangi hjá öðrum."
Ertu bjartsýnn á framtíðina?
„Ég er bjartsýnn og trúi því að
okkur hafi tekist að snúa blaðinu
við og reksturinn skili hagnaði.
Síðasta ár var okkur til dæmis
mjög hagstætt. Ef við getum sýnt
hagnað getum við einnig veitt
starfsfólki okkar betri aðstöðu og
hærri laun — fyrirtæki verða að fá
að hagnast. Ég held að það hafi létt
okkur róðurinn að þetta er svo gró-
ið fyrirtæki og með góðu sam-
starfsfólki tekst þetta vonandi, því
auðvitað geri ég ekki neitt einn.“
Síðbúin kveðja:
Asgrímur
Ásgeirsson
Andlát vinar míns og frænda,
Ásgríms Ásgeirssonar, kom mér
eins og fleirum á óvart. Hann
lagði ungur frá landi að leita land-
anna miklu og út í hið stóra stríð,
sem kallast mannlíf og kom heill í
höfn að lokum. Hann var virkur
og styrkur í starfi fyrir íslenska
sjómenn allt frá unglingsárum til
hinsta dags. Hann vann sig af einu
skipinu á annað yfir á Esju og
Heklu og til starfa í Landhelgis-
gæslunni, þar sem hann vann sig
til mannaforráða. Hann var sonur
hinna gagnmerku hjóna Ásu Jóns-
dóttur og Ásgeirs Sigurðssonar
skipstjóra, sem gat sér m.a. frægð
fyrir siglingu sína á Esjunni til
Petsjamo í upphafi síðari heims-
styrjaldarinnar. Móðir mín og
Ásgeir skipstjóri voru systkina-
börn. Kallaði ég móður Ásgeirs
jafnan Afabjörgu, en hún hét
Ingibjörg. Ásgrími kynntist ég ár-
ið 1946, en þá var hann á strand-
ferðaskipinu Súðinnni. Kallaði
hann mig frænda sinn og vissi ég
ekki þá neitt um frændsemi við
hinn vasklega sjómann, en frænd-
seminnar naut ég þá strax og æ
síðan, m.a. í vinalegu viðmóti
hans.
Ástvinum Ásgríms bið ég Guðs
blessunar á svo örlagaríkum tíma-
mótum.
Þorkeli Valdimarsson
Kveðjuorð:
Guðmundur B. Jóns-
son Hafnarfirði
Fæddur 3. janúar 1967
Iláinn 21. júlí 1985
Það er vor 1984. Sumarfólkið er
að hefja störf hjá Hafnarfjarð-
arbæ. Við byrjuðum sama daginn.
Höfðum aldrei hist. Þetta var upp-
hafið að kynnum okkar við Guð-
mund Björn, eða'Gumma eins og
við kölluðum hann. Núna er
Gummi búinn að yfirgefa okkur og
skarð fyrir skildi.
Kunningsskapurinn byrjaði svo
sem ekki merkilega, en átti eftir
að leiða til kynna sem ekki gleym-
ast. Við áttum nánast ekkert sam-
eiginlegt, tíu ára aldursmunur og
ólík viðfangsefni. Þegar fólki hins
vegar geðjast að öðru fólki„skiptir
aldurinn litlu máli. Kunnings-
skapurinn byggði á því, enda þró-
aðist hann fljótt í trausta vináttu.
Gummi kom oft að heimsækja
okkur á Sléttahraunið. Þá átti
hann það til að búa til kaffi, gefa
Jóni Steinari, syni okkar, að
borða, eða klæða hann ef til stóð
að fara út. Allt upp á sitt ein-
dæmi. Fólk sem heimsækir mann
gerir yfirleitt ekki svona nokkuð
nema því finnist það vera eins og
heima hjá sér. Þannig vonum við
altént að Gumma hafi liðið hjá
okkur.
Sumarið sem við kynntumst
fórum við oft að veiða saman á
kvöldin. Veiddum stundum, stund-
um ekkert. Það skipti í rauninni
litlu, það er félagsskapurinn sem
máli skiptir, enda leið okkur vel.
Þegar vetur gekk í garð og veiði-
tíminn var úti héldum við áfram
að hittast. Við töluðum um veiði-
ferðir næsta sumars, eða leystum
vandamál heimsins og mannanna.
Gerðum það oft. Það er sjaldgæft
að kynnast 17 ára unglingi sem
hefur jafn mikinn tilfinninga-
þroska og innsæi á tilfinningar
annarra og Gummi hafði. Það er
heldur ekki á hverjum degi sem
maður hittir jafn barngóða menn,
enda hændist Jón Steinar ekki
meira að öðrum utan fjölskyld-
unnar. Auk þess að vera fram-
úrskarandi góður drengur, þá
bjuggu í Gumma hæfileikar sem
ekki eru öllum gefnir. Hann átti
það til dæmis til að mála og skera
í tré.
Það er á stundum sem þessari
sem maður gælir við hugmyndir
um framhald eftir vistina hér. í
trausti þess að svo sé, þá trúum
við því, að hann haldi áfram að
hugsa um leiðir til að bæta mann-
lífið. Við höldum áfram hérna
megin, enn um sinn.
Guðmundur Rúnar og Ingibjörg
Hann Gummi er dáinn og farinn
síná leið. Leiðina sem enginn veit
hvar endar. Leiðina til Guðs. En
hann Gummi mun lifa í hjörtum
svo margra hér jörðu og þar mun
hann vafalaust verða langlífur,
þótt að ekki hafi hann verið það í
lifanda lífi.
Ég þekkti Gumma i stuttan
tíma. I rétt rúmt ár, en það var
nóg til þess að kynnast því hve
yndisleg persóna hann Gummi
var. Svona hlýr og góður. Og þó að
ég hafi þekkt hann Gumma í
svona stuttan tíma þá á ég eftir að
sakna hans. Og það mun alltaf
verða ákveðið tómarúm í hjarta
mínu, það pláss sem Gummi átti
og mun eiga það sem eftir er.
Ég bið góðan Guð að blessa alla
ættingja og vini hans Gumma og
styrkja þá í hinni miklu sorg.
Élsku Gumma, honum þakka ég
fyrir samveruna hérna á jörðinni
en mín heitasta ósk er sú að nú líði
honum vel, því að þá verður auð-
veldara að sætta sig við orðinn
hlut.
Guðný
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með góð-
um fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði, að berast í síðasta lagi
fyrir hádegi á mánudag og hlið-
stætt með greinar aðra daga. í
minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Þess skal
einnig getið, af marggefnu til-
efni, að frumort Ijóð um hinn
látna eru ekki birt á minningar-
orðasíðum Morgunblaðsins.
Handrit þurfa að vera vélrituð og
með góðu línubili.