Morgunblaðið - 28.07.1985, Qupperneq 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ1985
UNGLINGAKNATTSPYRNAN
5. flokkur — B-riöill:
Þýðingarmikill
leikur hjá
Selfossi og FH
FH-ingar sigruöu
Selfott. 23. júlf.
í GÆR, 22. júlí, fór fram leikur
Selfoss og FH í íslandsmóti 5.
flokks í knattspyrnu. Leikurinn
var nokkuð þýðingarmikill báðum
liöum, Selfoss þurfti að vinna til
að eiga möguleika á að komast í
úrslit og FH-ingar líka til aö
gulltryggja sig í úrslitin.
Bæöi liöin léku vel framan af og
var þá nokkuð jafnræöi með þeim
og staöan í hálfleik 0—0 var
sanngjörn. í stöari hálfleik tóku
FH-ingar frumkvæöiö og sóttu
meira.
Fljótlega í síöari hálfleik geröu
FH-ingar fyrsta markiö og var þar
aö verki Auðunn Helgason.
Nokkru seinna skoraöi Ólafur
Ólafsson annaö mark FH og Krist-
inn Kristinsson þriöja markiö. Öll
mörkin þrjú uröu til eftir skemmti-
legan leik FH-inga og virtust strák-
arnir hafa gott auga fyrir samleik
og knattmeöferö þeirra var á köfl-
um mjög góö.
Selfossliöiö átti góö sóknar-
tækifæri og sköpuóu oft hættu viö
mark FH. Þaö geröist þegar þann-
ig tókst til aö framherjarnir fengu
góöa bolta sem gerðist of sjaldan.
Meö örlítið meiri samleik Selfoss-
liösins heföi staöan getaö oröið
önnur í lokin.
Nokkrir áhorfendur fylgdust
meö leiknum og áttu FH-ingar sór
góöan stuöningsmenn utan vallar
sem fylgdu þeim á leikinn. Hvöttu
þeir liö sitt óspart og hrósuóu fyrir
frammistööuna. Þetta varö til þess
aö stuöningsmenn Selfoss gerðu
slíkt hiö sama og uröu ýmsar oröa-
hnippingar utan vallar, þó allt í
gamni, en einn þýóingarmikill þátt-
ur í unglingaknattspyrnunni er aö
foreldrar fylgi sínum mönnum á
leiki og hvetji þá til dáöa. Sig. Jóns.
• Ægir Már Þórisson, fyrirliði
Selfyssinga.
Við áttum
góð tækifæri i
Salfosti. 23. júlí.
„VIÐ áttum góð tækifæri í þess-
um leik, en þau nýttust okkur
bara ekki,“ sagði Ægir Már Þór-
isson, fyrirliöi Selfoss, eftir leik-
inn við FH. „Ég veit ekki hvers
vegna okkur tókst ekki að skora,
þaö vantaöi herslumuninn."
Ægir sagöi aö þaö væri góóur
áhugi í lióinu, en þaö vantaöi aö
fleiri strákar kæmu á æfingar.
Sig.Jóna.
Sigurlaun
FH-inga voru
Tívolíferð
• Róbert
FH.
Magnússon, fyrirliði
Soltoui, 23. júli, 19*5.
„MÉR fannst þessi leikur ág»t-
ur,“ sagöi Róbert Magnússon,
fyrirliöí FH-liðsins, eftir leikinn
við Selfoss. Róbert var aö vonum
ánægöur með sigurinn og sagðí
að þeir hefðu aöeins tapaö einum
leik, sem var fyrsti leikurinn í fs-
landsmótinu á móti Tý.
FH-liðið er efst í B-riöli meö 14
stig eftir leikinn viö Selfoss og ör-
uggt í úrslitin. Róbert sagöi aó þaö
æfðu svona 25—30 strákar og
þaö væri góö stemmning í liöinu.
Hann sagöi aö þaö heföi hvatt
þá mikiö að fyrir leikinn var þeim
lofuö tívolíferö ef þeir ynnu og þaö
tókst.
Sig.Jóns.
„Mjög skemmtilegt“
— segir Jóhann Torfason í knattspyrnuskóla ÍBÍ
Morgunblaöið/Valur
• Tvíburabræðurnir Gísli og Kristján Þór Kristjánssynir, 8 ára.
Kristján Þór Kristjánsson:
Knattspyrnuskóli knatt-
spyrnuráös ísafjarðar er starf-
ræktur nú í annað sinn og þá
einnig undir stjórn Jóhanns
Torfasonar. Skólinn er einkum
ætlaöur fyrir krakka 6—10 ára
og hefur þessi nýbreytni veriö
mjög vinsæl meðal þeirra
yngstu.
50 drengir og 12 stúlkur tóku
þátt í skólanum aö þessu sinni,
hann stendur í þrjár vikur, eöa
alls 15 kennslustundir. Skólinn
hefur veriö starfræktur á gras-
vellinum viö Torfnes þar sem er
aö skapast góö aöstaða.
Jóhann hefur veriö aö hug-
leiöa aö koma á fót ööru nám-
skeiði um mánaóamótin júlí/ág-
úst fyrir sama aldur.
Jóhann hefur sjálfur veriö í
meistaraflokksliði ÍBl sem leikur í
2. deild og þjálfaö 1. deildar liö
kvenna svo þaö má segja aö
hann dvelji á knattspyrnuvellin-
um nú öllum stundum.
„Þaö hefur veriö mjög
skemmtilegt aö vera meö þess-
um ungu krökkum, áhuginn skin
úr hverju andliti og leikgleöin
leynir sér ekki,“ sagöi Jóhann og
bætti viö „það veröur aö hlúa vel
aö þeim yngstu ef árangur á aö
nást og þaö eru mörg efni sem
maður getur séö hér á vellinum
og oft ótrúlegt aö sjá framfarir
þessa unga fólks".
Aöstoöarmaöur Jóhanns er
bróöir hans, Gunnar.
5! Ég
skoraði
t vö“
Morgunblaöiö/Valur
• Torfi Jóhannsson
„Pabbi
bestur“
segir Torfi
Jóhannsson
„ÉG SKORA sæmilega af mörk-
um á æfingum," sagði Torfi Jó-
hannsson, einn af þeim sem eru
í knattspyrnuskóla KRÍ á ísa-
firði.
„Ég byrjaöi aö æfa fyrir þrem-
ur árum og ætla aö halda áfram
og vera betri en pabbi (sonur Jó-
hanns Torfasonar) þó hann sé nú
ágætur. Uppáhaldsliöið er ÍBÍ en
ég held aö þeir komist ekki upp í
1. deild núna. Asgeir Sigurvins er
uppáhaldsleikmaöurinn en af ís-
lenskum er pabbi bestur," sagöi
Torfi Jóhannsson sem ætlar svo
sannarlega aö feta í fótspor föö-
ur síns í knattspyrnunni.
TVÍBURARNIR Gísli og Kristján
Þór Kristjánssynir, 8 ára, voru
mjög áhugasamir viö æfingarn-
ar og gáfu sér varla tíma til að
ræða við blaöamann. „Viö byrj-
uðum að æfa fótbolta fyrir
tveimur árum,“ sagði Kristján
sem haföi orð fyrir þeim félög-
um.
„Þaö er mjög gaman á nám-
skeiðinu og viö ætlum aö halda
áfram að æfa fótbolta næstu árin
og komast í ísafjaröarliöiö. Viö
æfum mest á malarvellinum nýja
sem kominn er í Hnífsdal þar
sem viö eigum heima,“ sagöi
Kristján Þór.
„Ég skoraði tvö mörk áöan er
viö lékum á móti þessum í rauöu
skyrtunum," sagöi Kristján. „Ég
skoraöi ekki núna en ég hef oft
skoraö í leikjunum, þegar viö
skiptum i lið,“ sagöi Gísli.
Þeir bræöur sögóust halda
mest upp á ÍBÍ og væri Jói Torfa
bestur, af erlendum leikmönnum
héldu þeir mest uþp á Jesper
Olsen sem leikur meö Manchest-
er United. Síöan voru þeir roknir
og komnir á fulla ferö.
Morgunblaóiö/Valur
• Hluti nemanda skólans sem voru á æfingu er blaðamann Morgunblaðsins bar að garði: Efri röð frá
vinstri: Torfi Jóhannsson, Gísji Kristjánsson, Pétur Magnússon, Jón Smári Jóhannsson, Magnús
Einarsson, Eyjólfur Þráinsson, Ármann Múli Karlsson, Haukur Davíösson og Gunnar Torfason, aöstoð-
arþjálfari. Neðri röð frá vinstri: Jón Hálfdán Pétursson, fsak Kristjánsson, Einar Jóhannsson, Ómar
Freyr Ómarsson, Shiron Þórisson, Atli Rúnarsson, Friörik B. Guðmundsson, Kristján Þór Kristjánsson
og Aöalbjörn Tryggvason. Fyrir aftan stendur Jóhann Torfason, þjálfari.
Jón Hálfdán Pétursson:
„Ég skora ekki alltaf ‘
„ÉG byrjaði að æfa í fyrra,“
sagði Jón Hálfdán Pétursson,
sem sagöist ætla að halda
áfram og jafnvel komast í ÍBÍ.
„Ég skoraöi ekki núna, en á
síöustu æfingu geröi ég tvö,
maöur skorar ekki alltaf bara
stundum. Everton er mitt uppá-
haldsliö af erlendum, en ÍBÍ aö
sjálisögóu hér á landi, og ég von-
ast til aö þeir komist upp í 1.
deild. Uppáhaldsleikmaóur ís-
lenskur er Ragnar Margeirsson,
hann er ofsagóöur, annars er
Ásgeir Sigurvinsson sá besti er-
lendis. Skemmtilegasta sem ég
geri er aö vera í fótbolta og þá
sérstaklega á grasinu," sagöi Jón
Hálfdán aö lokum.
Morgunblaöiö/Valur
• Jón Hálfdán Pétursson