Morgunblaðið - 28.07.1985, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 28.07.1985, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1985 55 Urslitaleikirnir í Norðurlandsriðli 4. og 5. flokks í vikunni • Þórir Áskelsson, Þóraari, hefur hór skallad aó marki í leiknum vió KA. Þórir er númer 10. Kristinn skoraði þrjú fyrir KA — KA sigraði 3:1 og fer í úrslitakeppnina ÞÓR nœgði einníg jafntefli í 4. flokki gegn KA til aó fara í úrslita- keppnina. En KA sigraði í leikn- Um, 3:1, og KA-strákarnir leika því í keppninni, sem annaðhvort veröur á Akureyri eöa í Kópavogi. Þórsarar sóttu meira fyrri hluta leiksins og um miöjan fyrri hálfleik fengu þeir vítaspyrnu er markvörö- ur KA braut á Sverri Ragnarssyni. Þórir Áskelsson skoraöi örugglega !úr vítaspyrnunni. Staöan oröin 1:0 fyrir Þór. Leikurinn jafnaöist mikiö eftir markiö en eina hættulega færiö fram aö leikhléi fékk Þórsar- inn Sverrir Ragnarsson, en hann skaut naumlega framhjá. KA-menn voru mun ákveönari í síðari hálfleiknum. Þórsarar fóru þá aö „kýla“ boltann fram úr vörn- inni, lítiö var um spil. Þaö var eins og þeir ætluöu bara aö halda for- skoti sínu. Um miðjan seinni hálfleikinn skoraöi Kristinn Magnússon fyrsta mark KA, en hann skoraði öll þrjú mörk liðsins í leiknum. Fyrsta markiö geröi hann meö skoti af stuttu færi eftir þvögu. Kristinn skoraöi annaö mark sitt stuttu síöar. KA átti þá skot í þverslá, boltinn skoppaöi til baka og þá kastaöi Kristinn sér fram og skallaöi glæsilega í netiö. Mjög vel gert hjá þesum unga leikmanni. Þriöja og síöasta mark KA og Kristins kom tíu mínútu fyrir leiks- lok. Hann fékk knöttinn til hliðar viö markiö og renndi honum fram- hjá markveröinum. Þórsararnir sóttu meira síöustu minúturnar. Áttu þá skot í þverslá og annaö i stöng en þeim tókst ekki aö skora. KA-liöiö var mjög jafnt, en mest áberandi var auövitaö Kristinn Magnússon í síöari hálfleiknum. Hjá Þór var meðalmennskan rikj- andi. ÚRSLIT ALEIKIRNIR í Noróur- landsriölum 4. og 5. flokks í knattspyrnu fóru fram á Þórsvelli á Akureyri á fimmtudagskvöldið. Þór og KA áttust þar viö. Þórsarar sigruöu, 3:2, í ö.flokki og komust þvi í úrslit — og KA sigraöi, 3:1,1 4. flokki og fer því í úrslitakeppn- ina í þeim aldursflokki. Tíöinda- maður Morgunblaösina var viö- staddur leikina á Þórsvellinum á fimmtudagskvöldið og er frásögn hans af því sem þar geröist hér á síöunni. Kristinn Magnússon: „Ágætur leikur“ „NEI, ég átti ekki von á að vinna þennan leik, en eftir að við jöfn- uðum byrjuðum við á fullu og þá kom þetta allt saman,“ sagöi Kristinn Magnússon, hetja 4. ftokks KA, eftir sigurinn á Þór. „Þórsarar voru betri fyrri hluta leiksins en viö unnum sanngjarnan sigur. Þetta var ágætur leikur og þetta er búiö aö ganga vel hjá okkur í sumar, en viö erum ekki búnir aö spila nógu mikiö á móti sterkum liöum." Hvaö heldurðu um úrslita- keppnina? „Þjálfari okkar, Þorvaldur Þor- valdsson, sem þjálfaö hefur liö í yngri flokkunum fyrir sunnan, segir aö KA og Þór séu meö sterk liö miðaö viö liöin fyrir sunnan og aö viö eigum góöa möguleika á aö standa okkur vel i úrslitunum." • Kristinn Magnússon • Þórir Askelsson Þórir Áskelsson: „Nýttum ekki færin“ „ÞAD var agalega slakt aö vinna þetta ekki. Aö missa þetta svona niöur,“ sagöi Þórir Áskelsson, Þórsari, eftir tapiö gegn KA í 4. flokki. „Viö nýttum ekki færin okkar og leikir vinnast ekki ef færin eru ekki nýtt. Þaö var lélegt aö fá þessi mörk á okkur. Viö hættum aö spila er viö skoruöum markið og slök- uöum allt of mikiö á. Viö vorum betri í þessum leik, fannst mér, vorum harðari og á undan í bolt- ann. Viö höfum oft spilaö mikiö betur í sumar en þaö er eins og óheppnin elti okkur alltaf þegar viö spilum á móti KA.“ Þór vann 32 í skemmtilegum leik og fer í úrslitin • Höskuldur Þórhallsson Höskuidur Þórhallsson: „Góður leikur“ „ÞETTA var góður leikur og bar- áttan var góö hjá báðum liöum,“ sagöi Höskuldur Þórhallsson, leikmaöur 5. flokks KA, í samtali viö Morgunblaöiö eftir leikinn viö Þór. „Viö áttum alveg eins aö geta unniö. Mér fannst fyrsta mark Þórs ekki vera mark, ég held aö boltinn hafi ekki fariö einn fyrir línuna. Ég er ánægöur með árangur okkar í sumar en viö töpuöum fyrir KS og vorum mjög slakir þá.“ • Guömundur Benediktsson Guðmundur Benediktsson: „Ætluðum í úrslitin“ “VIÐ ætluðum okkur í úrslitin og vorum ákveönir í aö berjast fyrir því allir sem einn,“ sagöi Guó- mundur Benediktsson, leikmaöur 5. flokks Þórs, eftir sigurinn á KA, en hann skoraði fyrsta mark liös síns og fiskaði vítaspyrnuna sem sigurmarkið var gert úr. „Mér fannst viö vera miklu betri, sérstaklega í fyrri hálfleik og átti von á aö viö myndum vinna þenn- an leik. Okkur hefur gengiö vel en gerðum jafntefli á móti Tindastól og vorum lélegir í þeim leik.“ — Hvernig lýst þér á úrslita- keppnina á Akranesi? „Viö ætlum okkur ekki minna en þriöja sætiö þar.“ ÞÓRSURUM nægói jafntefli í 5. flokki til aö komast í úrslita- keppnina. Fyrir leikinn á fímmtu- dag, sem var sá síðasti í riölinum, höföu Þórsarar tapað einu stigi (gert jafntefli viö Tindastól), en KA tapaöi tveimur (tapaöi fyrir KS). Þórsarar sigruöu 3:2 og komust því í úrslitakeppnina, sem veröur á Akranesi. Ekkert var skoraö i fyrri hálfleik, en Þórsarar sóttu meira. Einu sinni björguöu KA-strákarnir á línu og Þór átti einnig skot í þverslá. Strax í byrjun siöari hálfleiks skoruðu Þórsarar, Guömundur Benediktsson skoraöi þá beint úr hornspyrnu. KA sótti síðan meira eftir markiö og skömmu síöar jafn- aöi Hilmar Ólafsson fyrir KA af stuttu færi. Staöan oröin jöfn, 1:1. Leikurinn var jafn þaö sem eftir var. Er tíu mínútur voru eftir skor- aöi Þór sitt annaö mark og þá skoraöi Steindór Gíslason beint úr aukaspyrnu meö góöu skoti utan af velli til hliöar. Á sömu minútu jafnaöi KA aftur og þá skoraöi Ivar Bjarklind meö skalla. Þessi stór- skemmtilegi leikmaöur skaliaöi þá í netiö af stuttu færi eftir þvögu í teignum. Þegar tvær minútur voru eftir var dæmd vitaspyrna á markvörö KA sem braut á Guömundi Bene- diktssyni innan teigs. Ur vítaspyrn- unni skoraöi Steindór Gíslason ör- ugglega og var sigur Þórs þvi i höfn. Leikur liöanna var góöur og skemmtilegur í báöum liðum eru margir efnilegir leikmenn sem ör- ugglega eiga eftir aö láta mikiö aö sér kveöa í framtíöinni. Hjá KA var ivar Bjarklind bestur, en hjá Þór var Steindór Gislason bestur. • Þessi mynd var tekin ( leik Hvatar og Völsungs í 4. flokki ís- landsmótsins á Blönduósi fyrir stuttu. Völsungar sækja aö marki heimamanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.