Morgunblaðið - 03.08.1985, Page 1
Frídagur
verslunarmanna
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST1985
BLAÐ
en það þarf alltaf að
hjálpa Guði
eitthvað til
Gísli á Melhól í Meðallandi sóttur heim
Hugað að gömlu íhöldunum hjá dýralækninum.
Ghli i Melbóli rið bluta af bókasafni sínu.
Hugað að gömlu áhöldunum hji dýralækninum.
Inga iír Ejjum skoðar forlita sósukönnu. sem bún festi kaup i
bji Gísla i liðíega 100 kr.
Gísli á Melhól Tómasson, kaupmaður og
bóndi í Leirvallasveit í Meðallandi í Vest-
ur-Skaftafellssýslu, er einn af elstu og
reyndustu kramvörukaupmönnum landsins
og líklega einn sá síðasti núlifandi af
gamla skólanum. Gísli á Melhól hefur unn-
ið mikið um œvina, byggt og bœtt. Hann var
þrekmenni lengst af œvinni, er nœr 88 ára
gamall, eldhress en það sem háir honum er
lúi í fótum. Hann hefur löngum séð meira
en gengur og gerist í hversdagslífinu og œtt-
arbogi hans er með því skrautlegra sem einn
maður getur ætlast til. Já, ég er kominn
af Göngu-Hrólfi," sagði Gísli, „þetta er allt
rakið til Noregskonunga, Svíakonunga og
Dana, í minni ætt eru menn eins og Ragnar
Loðbrók, Sigurður Fáfnisbani og fjöldi
feiri konunga sem ég kann nú ekki að
nefna, það var svo mikið af fylkiskonungum
þá, nú og svo má nefna fyrsta biskup ís-
lands, Gissur í Skálholti, Sæmund fróða,
Magnús prúða og Loft ríka á Möðruvöll-
um, þetta eru allt frœndur mínir. “
ísli á Melhól
er þjóðsagna-
persóna.
Hann er að
mörgu leyti
næmari en
aðrir menn.
Hann hefur
lent í ýmsu og
má nefna að á
sínum tíma þegar hann reri á ára-
skipi þá fyllti eitt sinn áraskipið og
töldu allir skipverjar að nú væri
lífinu lokið, en Gisli á Melhól var
ekki á sama máli. Hann þreif stórt
trog sem var stærra en svo að væri
með góðu á eins manns færi að
svipta til og frá, en með þessum
stóra bala jós Gísli á Melhól bátinn
og barg lífi sinu og félaga sinna að
þeirra sögn. Gísli sagðist hins veg-
ar aðeins hafa aðstoðað Ólaf
Ormsson.
Það má nefna, að Gfsli á Melhól
var eitt sinn sem oftar að sinna
skyldustörfum. Hann var að bera
kol í hús og kvaðst vera orðinn ansi
leiður á því undir lokin að þurfa
hvort tveggja i senn að bera pok-
ana og ryðja stöðugt draugum frá
sér, en þar kvað hann á ferð 12
menn sem höfðu farist með stórri
jullu sem var á hlaðinu í Sandaseli.
Við heimsóttum Gfsla á Melhól og
röbbuðum við hann um kramvöru-
búðina, lífið og tilveruna.
Fólk hefur gaman
af gömlum kompum
„Ég held að ég muni ekki al-
mennilega hvenær ég byrjaði versl-
un, líklega í kringum 1947—1948,
sagði hann. Fyrst var ég með útibú
fyrir kaupfélagið. Svo setti kaupfé-
lagið upp útibú á Efri-Ey og þá fór
ég að versla sjálfur hér uppi á loft-
inu. Fólk á ferð, fólk í hreppnum og
í næstu sveitum verslaði við mig.
Það er að skemmta sér, fara hring-
inn hér í sveitinni og koma við.
Fólk hefur gaman af að koma I
svona smá gamiar kompur. Nú orð-
ið kaupi ég aðallega inn hjá Is-
lensk-erlenda, Tóbakinu og svo
Kaaber en áður hjá Sambandinu.
Ég hef gaman af að versla. Það er
skemmtilegra en að gera ekkert.
Ég hef verið að vinna við ýmislegt
annað, en þegar ég hætti búskap
1965 og synir mínir tóku við, Ragn-
ar og Tómas, þá fór ég að rækta
Leiðvelli. Þar er ég með mitt fé.
Leiðvellir fóru í eyði 1944 af sandi,
sást hvergi í gras, en sandurinn
fauk smátt og smátt af og þetta
lagaðist. Áður, þegar búið var þar,
gaf túnið 80 hesta af sér, en nú
gefur það af sér 5000 bagga vél-
bundna eða um 1000 hesta. Ég hef
verið að rækta þetta upp í ellinni
mér til gamans en á nú aðeins fáar
kindur eftir, 13 ær, þó húsin sem ég
var búinn að byggja upp séu fyrir
300 kindur. Ég held að kvóti minn
sé 99 ær.“
Konurnar hafa gaman
af að fitla í
ströngunum
„Jú, jú, það er opið hjá mér allan
sólarhringinn. Þegar einhver kem-
ur og langar að versla, þá opna ég.
Fólk úr Reykjavík kemur oft
hingað til mín. Hér geta konurnar
fitlað í ströngunum og hafa gaman
af því. Það er alltaf einhver sala,
jöfn. Veltan er um 200 þús. kr. á ári
undanfarin ár. Ég geri upp einu
sinni á ári. Margt hef ég unnið um
ævina. Ég var dýralæknir hér þar
til læknir kom að Klaustri, frá 16
ára aldri. Aðallega hef ég sinnt
hestavönun. Hana lærði ég hjá
dýralækni úti í Mýrdal. Svo hef ég
verið á RangárvöIIunum og í Land-
eyjunum. Það feilaði aldrei hjá mér
aðgerð og varð aldrei neitt að nein-
um hesti og þó eru það mörg
hundruð hestar, sem ég er búinn að
taka úr. Það hefur líka margt drif-
ið á dagana hér í sambýlinu við
ströndina. Ég tók t.d. einu sinni að
mér fyrir Gæsluna að koma einum
togara út. Við höfðum að koma
honum út. Þeir höfðu verið með
troll úti að reyna að ná silung, tel
ég víst, en skipið margfyllti af sjó.
Við dældum öllu úr og hjuggum