Morgunblaðið - 03.08.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.08.1985, Blaðsíða 2
J 2 B ctytil TíitWÁ Ú A.itírli>cK/hr»M MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1985 ....eu það þarf alltaf að hjálpa Guði eitthvað til loks allt draslið úr skrúfunni. Tog- arinn lak býsna mikið við stýrið hjá skrúfuásnum, en ég átti nokkra poka af sementi heima og við steyptum í skipið þar sem það lak og það gekk. Togarinn var eins og nýsköpu nartogara rn i r. Ég lenti i mörgu á ströndinni. Þegar Eiríkur rauði strandaði var engin byssa til staðar. Við fórum þá tveir vaðbundnir á móti planka frá skipinu sem skipsmenn höfðu bundið i band og reyndu að láta reka í land. Við náðum öllum mönnunum i land, en ansi þurfti nú að vaða langt út. Stundum komu verðmæti með skipunum. Stundum voru þau full af fiski, timbri. Timb- ur var í sumum, kol í sumum, Elisabetu t.d., og alltaf náðist eitthvað. Eitt sinn voru þrír þýskir togarar í landhelgi hér fyrir utan. Gæslan kom aðvífandi. TVeir tog- aranna sigldu á haf en einn beint upp á sand og skáru aftan úr. Sá náðist út, hét Gustav Mayer og varð síðar Gullfoss frá Reykjavík. Hann fórst seinna með allri áhöfn." Þá mætir hann manni í stýrimannsklæðum Er ekki töluvert á sveimi við ströndina? spurði ég. „Jú, það er ýmislegt á sveimi við ströndina, ekki er því að neita. Það eru töluverð brögð að því að það sé reimt hér, svipir dáinna manna og slatti af þeim er labbandi á strönd- inni. Ég held þeir haldi sig eitthvað við gamla strandmannaskýlið. Við vorum eitt sinn fjögur að þilja það innan, og smíða kojur. Við vorum að þræta um það ég og verkstjór- inn, hvort eitthvað væri nú til sem ekki væri sýnilegt. Hann taldi að það væri ekkert til sem væri hulið. Ég var á annarri grein og einmitt um kvöldið þegar verkstjórinn þurfti að ganga örna sinna úti á sandinum, þá mætir hann manni í stýrimannsklæðum. Honum brá víst nokkuð en sannfærðist um að það gæti verið eitthvað annað til en það sem alltaf væri fyrir augunum. Ég hef oft séð ýmislegt svo að mér hefur stundum þótt nóg um. Á tímabili var þetta mikið, sérstak- lega á meðan ég var ungur, en kem- ur oft fyrir ennþá. Það er margt svona sem er dularfullt, en það hjálpaði mér mikið í búskapnum að ég vissi margt fyrir. Mig dreymdi afar einkennilegan draum fyrir stuttu. Þótti mér Lár- us Valdimarsson á Klaustri færa mér tvo blómvendi og tvo miða með miklu skrifuðu á. Þetta voru blóð- rauð blóm og hvít í toppinn og boð- in voru þau að þau væru frá 10 konum á Klaustri. Ég treysti mér ekki að eiga við að ráða þennan draum." Sópaði 10—20 mönnum út „Jú, jú, ég var í siglingum á sín- um tíma. En ég lenti aldrei í neinu slarki í siglingunum, líklega vegna þess að ég drakk aldrei vín. Ég held að ég hafi ekki nema einu sinni lent í almennilegum slagsmálum. Það var í Pálshöll í Vestmannaeyjum. Þar smalaði ég öllu út, gekk ber- serksgang. Þeir voru þar að erta einhvern 14 ára strák, höfðu mann til að yrkja á hann, en ég kom þarna inn og botnaði upp á alla fyrri partana, tók upp hanskann fyrir strákinn. Þetta gekk að ég held vel stráknum i hag, en ég fékk á 'ann út af þessu og þá hljóp á mig berserksgangur. Þeir hafa líklega verið einir 10—20 þarna inni, ef ekki meira. Ég varð ólmur þegar ég ~ • v^r sleginn, þoldi ekki að*vera lam- -inn, þótt mér væri á hinn bóginn alveg sama um ertingar. En mér líkaði illa þegar svona var sest að óvaningi, fannst það ekki sann- gjarnt.“ Borðaði út fóðurarfínn „Þú spurðir mig að því hvenær ég væri fæddur. Ég fæddist 25. ágúst 1897 hér í Meðallandi í miðbænum á Syðri-Steinsmýri. Ég missti for- eldra mína fjögurra ára, pabbi lenti undir skipi sem hvolfdi við Mýrdal, fékk lungnabólgu og dó. Móðir mfn var holdsveik, hét Elín Oddsdóttir, en faðir minn Tómas Gíslason, Norðurgötu við Mýrdal, lærður húsasmíðameistari og mublumeistari, var þjóðhagi í eðl- inu. Mamma var flutt til Reykja- víkur þegar ég var fjögurra ára frá okkur 4 systkinum. Hún dó f Reykjavík 7 árum síðar og er graf- in í gamla kirkjugarðinum. Ég var fluttur að Suðurgötu f Mýrdal til Heiðmundar heitins Hjaltasonar. Faðir minn og hann voru bræðra- synir og kona hans var hálfsystir föður míns. Þar var ég í tvö ár eða þar til ég var búinn að borða út föðurarfinn. Þá var það að fólk í Búlandsseli bauðst til að taka mig til sín fyrir ekki neitt, bláfátækt fólk norður í fjöllunum. Það hefur að mestu verið í eyði siðan 1918. Þar var ég fram að fermingu, svo fór ég að Hrífunesi fermingarárið, þá í Skálmárbæjarhraun í Álfta- veri í eitt ár en síðan til sjós f Garðinum og sumarið eftir var ég í Búlandsseli. 16 ára fór ég síðan til móðurbróður míns að Sandaseli. Þar var ég i 14 ár til heimilis. Á sjónum eftir jól og til Jónsmessu, suður í Garði fyrst í Höfnunum, þá í Reykjavfk á kútter síðar, og einn- ig á þrímastra skonnortu og togur- um. En í Vestmannaeyjum var ég 1918 til 1920 á Njálnum. Ég fór á skútu f Reykjavik, var síðast á sjó sem fiskilóðs og flatningsformaður með þýskum togarasjómönnum sem nú eru að fiska i salt. Ég kenndi þeim að verka f salt. Það gekk mjög vel. Við fiskuðum ágæt- lega. En ég fór að búa 1927, fyrstu tvö árin í Sandaseli. Svo fluttist ég að Lágu-Kotey, þar sem Einar Sig- urbjörnsson, faðir Sigurbjarnar biskups bjó, en ég fékk hans part og var þar þangað til við fluttum að Melhól 1928“ „Þeir buðu konu og skip en ég fór heim til Guðnýjar“ »Jú, ég sigldi með Þjóðverjunum á þeim tima. Við sigldum oft þá 6 mánuði sem ég var með þeim. Það gekk vel. Það var skemmtilegt að vinna með þeim og ég held að þeim hafi líkað við mig. Þeir vildu munstra mig á skip til veiða á Hvítahafinu, vildu gera mig að stýrimanni og lofuðu mér skipi sfð- an til að þjáifa mig upp í að verða skipstjóra, töldu mig gott efni f skipstjóra. En ég hafði ekki áhuga á því. Meira að segja buðu þeir mér konu, vel efnaða konu til þess að festa mér ytra. En ég átti kærustu heima á Islandi, kærustu sem sfðar varð konan mfn, Guðnýju Runólfs- dóttur, og ég fór heim og við eign- uðumst sex börn, þrjá drengi og þrjár stúlkur. Þegar ég kom að Melhól var bærinn úr torfi, torfkofi úr mold og torfi, enginn veggur var úr grjóti og engin plata af járni, enginn girðingarspotti á jörðinni og baðstofan hrundi ofan í gólf að morgni dags haustið eftir að við fluttum. Ég er eiginlega búinn að byggja bæinn upp tvisvar, byggði fyrst baðstofu á sínum tíma upp á gamla móðinn úr grjóti, torfi, járni og tré, Var í henni í nokkur ár, en þetta hús, sem nú er, byggði ég 1939. Hluta af húsinu síðar, vestan Þar segir Njáls saga laukrétt frá Rétt er það, hér eru sögufrægar slóðir. Hér barðist Kári við Brennumenn og hafði Björn í Mörk sér til aðstoðar. Hérna við Breiða- lækjargljúfur er klettur mikill og þeir Kári og Björn höfðu hann að baki, þar böröust þeir saman, höfðu áður barist f Granagiljum beint á móti Skaftárdal. Ég man að beinagrindur voru að blása þar upp þegar ég var strákur. Þar segir Njáls saga laukrétt frá þótt sumir vísindamenn vilji gera lítið úr ts- lendingasögunum og láta f það skfna, að þær séu raup og rokur. Ugglaust hafa þær verið færðar í stílinn á stöku stað, en ég held að þær séu mikið réttar. Svo drap Kári Glúm norður af Efri-Ey. Þar var hann heygður. Glúmshaugur er kallaður þar. Hér hafa átök ver- ið og víðar. Mér hefur likað vel að búa hér á þessu svæöi, en ekki var Kötlugosið 1918 nein skemmtun. Þá var ég 21 árs, hvort sem ég fæ að lifa annað Kötlugos eða ekki. Yfirleitt hefur mér gengið vel. Við vorum samhent hjónin og okkur gekk vel. Hún hjálpaði mér mikið, konan mín. Það hjáipaði okkur mikið þegar sjólegt var úti í Reynishverfi, þá átti ég alltaf víst skiprúm hjá Finnboga Einarssyni bónda í Prestshúsum. Hann var Þad rar beimilislegt á hlaöi Melhóls, en glugginn á annarri bæð er á rerslun Gísla. náfrændi minn. Þetta var spurning um að bjarga sér þegar færi gafst. Það var ekki annað að gera. Guð hjálpar þeim sem hjálpar sér sjálf- ur. En það þarf alltaf að hjálpa Guði eitthvað til. Það erum við að gera þegar við erum að rækta og prýða okkar góðu og fallegu jörð sem öllu framfleytir er anda dreg- ur og lifir. Tel að menn fæðist trekk í trekk „Ekki hef ég verið neitt sérstak- lega pólitfskur. Ég hef að vísu allt- af haldið mfnu striki i þeim efnum. En ég tel að maðurinn verði alltaf að leggja sig eitthvað fram sjálfur, að það sé ekki hægt að heimta allt af öðrum. Til þess erum við í þess- um heimi að vinna, bæta og prýða og það á að vera okkar hlutskipti. Ég er þeirrar skoðunar að menn fæðist trekk í trekk, ég hef ýmis- legt fyrir mér f þessum efnum og þegar ég kom til Englands, Þýzka- lands og Skotlands þurfti ég enga leiðsögn, gat ratað um allt til þeirra húsa sem ég ætlaði til, hvernig sem á því stendur. Ég held að menn komi endurbættir til hins nýja lífs eftir mismiklar dvalir og flakk milli lífstiða. Menn læri á báðum stöðum. Oft hef ég fyrirhitt framliðna menn og fengið hjá þeim ýmsar upplýsingar, en þá er eins og ekkert bagi mál, ekkert tunguvandamál sé til staðar. Ég held að reynslan setjist að í undir- vitundinni og þannig komi okkar yfirburðamenn eftir langa þjálfun. Ég held t.d. að ritningin sé miklu sannari en menn vilja vera láta. Allir stríðsspádómarnir hafa kom- ið fram. Þeir eru átakanlega réttir, hvað sem öllu túlkunaratriði lfð- ur.“ Veröldin er ekki stjórnlaus „Einu sinni áttu stúlkur hér börn að gamni sínu. Þetta kom til tals við séra Valgeir. Hann hafði afar slæmt álit á stúlkunum fyrir tiltækið. Ég sagði að skrifað stæði að Guð gæfi lífið og börnin og út af hverjum þeim fæddust. Hvernig á að fara með þetta? spurði ég. Allar sálir eru af Guði fyrirhugaðar og hvenær þær fæðast. Þetta taldi séra Valgeir að mætti ekki taka svona bókstaflega í ritningunni. Gísli á Melbóli í rerslun sinni á lottinu. við, árið 1954. Þetta er eiginlega byggt eftir minni teikningu. Þeir samþykktu alltaf rissin mín á teiknistofunni en hér hef ég byggt flestöll hús sjálfur og mikið hefur verið byggt úr rekatimbri. Reka- viðurinn var sagaður með stórvið- arsög og það voru góðir grannar, sem hjálpuðu mér að saga. Hér hefur verið gott að búa, ágætt. Það var sagt, að ég flytti í versta kotið f hreppnum á sínum tíma og ég sagðist vita það, en sagði að það væri hægt að gera það að höfuðbóli hvort sem ég bæri gæfu til þess eða ekki.“ Morgunblaðið/Árni Johnsen Eins og krabbinn „Það hefur gróið geysilega hér eftir að ræktun hófst fyrir alvöru á 4. áratugnum með girðingum og sáningu. Oft hefur þetta verið barningur gegn ótrú ýmissa, en hér er fyrirtak til ræktunar. Jú, vfsur hef ég gert af og til, alltaf kastað fram visum við ýmis tækifæri. Það var t.d. fyrir skömmu að hér voru prestskosn- ingar. Og þegar ég mætti á kjör- stað þá hljóp ég ekkert upp tröpp- urnar eins og maður hefði nú ein- hvern tíma gert. Það er fótlúi. Þá sagði ég: Lukkan oft mér léði lið er leitaði langt til fanga. En nú má ég út á hlið eins og krabbinn ganga.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.