Morgunblaðið - 03.08.1985, Síða 3

Morgunblaðið - 03.08.1985, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1985 B 3 Börn og barnabörn og aðrir ættingjar aem vorv heíma i Mel- bóli þegar okkur bar að garði. Hreppstjórasnýta með tilþrifum upp á gamla móðinn. Ég var meðhjálpari séra Val- geirs um langan tíma. Alls var ég meðhjálpari í 54 ár eða þar til séra Valgeir hætti, en fyrst var ég hjá séra Bimi O. Björnssyni, ættuðum frá Akureyri. Ég held að Biblían standist allar árásir og líklega er hún það eina, sem aldrei er hægt að eyðileggja. Veröldin er ekki stjórnlaus og eitthvað tekur í tauminn áður en Biblían verður eyðilögð. Hver annar en Guð þá í orðsins fyllstu merkingu? Það göfugasta sem almættið hefur skapað er frelsarinn. En þegar maður veltir fyrir sér hvað sé göfugast í mannheimum, þá get- ur verið flóknara að fást við málið. Elska skaltu náungann eins og sjálfan þig og ef svo væri, þá mundi margt verða auðveldara. En líklega er erfitt að koma mannkyn- inu á réttan kjöl. Handaverkin nú eru ógurleg, þýðingarlaus mann- dráp, flugvélar sprengdar í loft upp, saklaust fólk myrt. Þetta er voðalegt framferði. Og trúmálin eru misjöfn. Sumir telja það dýr- mætt að drepa menn eins og Val- hallarmenn á sínum tíma. Þannig eru margar hliðar á málinu. Maður einn spurði mig fyrir skömmu hvað ég hefði verið að gera að undanförnu. Ég svaraði: Alltof sjaldan að ég hygg að hver einn gái að sínu. Oftast ég í leti ligg á lágu fleti mínu.“ Á móti sundurdrætti ungs og gamals fólks „Ég hef alltaf verið gamansam- ur og léttlyndur, lít alltaf björtum augum á lífið þó það sé brokk- gengt. Ég held að léttlyndið lengi lífið. Það stendur i Biblíunni: Heiðra skaltu föður þinn og móður svo þú verðir langlífur í landinu. Þessa kenningu má rækta meira með ungu fólki. Og fullorðna fólkið ber að sjálfsögðu ábyrgð á þessari ræktun. 6 ára fór ég á ball i fyrsta skipti og byrjaði að læra dans með Krist- ínu Ingileifsdóttur, sem lengi vann í Alþingishúsinu. Ég er ekki hlynntur sorteringu á ungu og gömlu fólki. Allt fólk á samleið. Mörg börn eiga gamla fólkinu að þakka bænirnar sínar. Ég er á móti kynslóðabilinu, sundurdrætt- inum. Það er eðlilegast að gamla fólkið getið verið á sínum stað, þar sem það hefur eytt kröftum sínum. Það fær þá ekki eins á tilfinning- una, að það sé að bíöa eftir enda- lokunum. Annars held ég að spek- ina megi draga saman í þessari kunnu og sígildu vísu: Trúðu á tvennt í heimi tign sem æðsta ber. Guð í alhe:-ns geimi og guð í sjálfum þér. Og er menn tryðu þessu og lifðu eftir því, þá væri meiri reisn yfir mörgu. Hitt er svo að það er alltaf gaman að gantast aðeins í orði og ég hef haft gaman af slíku. Ég hef ágæta trú á unga fólkinu í dag. Flest er það vel upp alið, úrvals- fólk, ef rétt er að farið. En það er þjóðarmein, lítilsvirðingin fyrir peningunum og lítilsvirðingin fyrir eignarréttinum. Menn eiga að temja sér að bera virðingu fyrir eignarrétti annarra, en það er mikið af ágætisfólki sem nú er að alast upp í landinu. Minn stíll má segja að hafi verið að reyna að halda í tauminn, reyna að hafa stjórn á hlutunum eins og hægt er og gera náunganum greiða ef ég hef getað.“ Ekki sársauka- laust samband dýra og manna „Jú, það er víst að samband dýra og manna er ekki sársaukalaust. Ég hef oft reynt það. Eitt sinn I Sandaseli vantaði mig hest til þess að ríða til Víkur. Það var enginn hestur á lausu nema Skjóni, hest- ur, sem enginn hafði ráðið við. En ég freistaði þess og ég reið honum til Víkur. Það gekk ekkert átaka- laust fyrir sig og gekk á ýmsu, en ég var sá fyrsti sem hann laut og við urðum aldavinir. Ég var reynd- ar eini maðurinn sem hann gegndi um sína ævi. Eftir að leiðir okkar skildu löngu síðar og við hittumst, kom hann brunandi til mfn og lag- ði snoppuna í höndina á mér. Þeg- ar ég leiddi hann og vissi að leiðir myndu skilja, þá fann ég tugtugt til þegar ég sleppti Skjóna og varð að ýta honum frá mér. Við vorum miklir mátar. Við treystum hvor öðrum, hvort sem var I vatnaferð- um eða öðru. Hann og hann Jarpur minn, sem var undan Skjóna, voru einstakar skepnur. Mér var sama, hvort ég var á þeim eða bát, þegar ég reið vötnin. Eg reið Jarp mínum í silungsveiði. Það var flugvatn, óvíða vætt, en ég lagði frá hestin- um á sundi.“ Menn skyldu varast fordómana Jú, minn skóli hefur verið lífið sjálft. Ég var aðeins þrjá og hálfan mánuð í skóla fyrir fermingu, í farandskóla. Ég hef lært það sem ég kann af handtökum hversdags- leikans og ég á mikið af bókum sem ég hef einnig lært af. Ég tel mig bókavin, og ég hef lesið oft lengi nætur, mest fræðibækur. Ég á allar fræðibækurnar íslensku. Það hefur reynst mér vel að vera bókavinur og það hefur verið gagn- kvæmt. En það er alltaf margt sem kem- ur til og margt sem er á ferli og menn skyldu varast fordómana. Fordómarnir eru dýpið, sem er hættulegast að reyna við.“ Grein: Árni Johnsen Gaman að götusölunm — segir Bjarki Tryggvason í Amaro EINI karlmaðurinn sem er innan- búðar í Amaro er Bjarki Tryggva- son sem margir kannast við frá því að hann var dægurlagasöngvari. „Já, það er rétt. Ég söng með Póló í gamla daga og síðan með Ingimar Eydal í Sjallanum. En starfið hér í Amaro er framtíð- arstarf. Ég byrjaði fyrir nokkrum mánuðum og veiti forstöðu herra- og sportvörudeildinni. Við erum þrjú í þeirri deild. Ég sé um inn- kaupin og til aðstoðar við af- greiðsluna hef ég tvær konur. Mér líkar þetta ágætlega og það er afskaplega skemmtilegt að standa úti á götu og selja vegfar- endum þessa vöru sem við erum með á sérstaklega hagstæðum kjörum í tilefni af hundadagahá- tíðinni. Það er bráðsniðugt að fara með varninginn út á götu. Bæði er það gaman að ræða við þá sem eiga leið um göngugötuna og svo renna vörurnar út eins og heitar lummur,“ sagði Bjarki og þegar spurt var um launakjör hans sagði hann: „Ég kvarta Bjarki Tryggvason í hundadaga- búningi. Hvergi betri kjör en hér •> i' Elísabet Hailgrímsdóttir — segir Elísabet Hallgrímsdóttir í bókabúð Jónasar á Akureyri FYRIR utan Bókabúð Jónasar í göngugötunni stóðu afgreiðslu- stúlkur í nýstárlegri múnderingu og seldu leikföng, bækur og ritfóng f gríð og erg. „Það er bráðskemmtilegt að standa í þessu,“ sagði Elísabet Hallgrímsdóttir. „Það er einmitt þetta sem vantaði hér á Akureyri — virkilegt líf og fjör í miðbæinn, enda er greinilegt að fólkið kann að meta þessa nýbreytni. Kannski verður hundadagahátíð- in til þess að þeir sem verzla hér við götuna fara að selja varning- inn úti í auknum mæli. Ég man ekki eftir öðru eins fjölmenni hér í miðbænum síðan 17. júní, enda seljum við grimmt." „Hefurðu verið lengi í bókabúð- inni?“ „Ég er búin að vera hér í fjögur ár samfellt og kann afskaplega vel við þetta starf. Það er ekki sízt vegna þess að vinnuveitand- inn er alveg sérstaklega góður. Á sínum tíma vann ég í Kaupfélagi verkamanna og einnig hjá KEA og í Sjallanum, en hvergi hef ég orðið vör við betri kjör en hér í bókabúðinni. Ég vinn frá kl. 1 til 6 og fæ fyrir það 22 þúsund á mánuði sem er ágætt miðað við venjuleg laun fyrir þessa vinnu, enda borgar fyrirtækið eins og ég hefði að baki 7 ára starf.“ Á.R. MMTSUBISHM GALANT framhjóladrifinn kjörgripur Það eru einmitt bílarnir frá MITSUBISHI sem njóta mestra vinsælda hérlendis. Verð frá kr. 527.100. 50 ARA REYNSLA í BÍLAINNFLUTNING OG ÞJONUfcTU M MITSUBISHI MOTORS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.