Morgunblaðið - 03.08.1985, Page 14
14 B
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1985
a DRornNS.i>ra
Umsjón:
Séra Auóur Eir Vilhjálmsdóttir
Ásdís Emilsdóttir
Svavar A. Jónsson
Stúdentamótið í
Reykjavík 1985
Þeir Jóhannes Tómasson og Gunnar H.
Ingimundarson hafa tekið saman efni
fyrir síðuna í dag sem fjallar um nor-
ræn kristileg stúdentamót. Þau eru
haldin til skiptis árlega á Norðurlönd-
unum. Samkvæmt því ætti mótið að
vera haldið á íslandi 5. hvert ár, en
vegna sérstöðu landsins m.t.t. fjar-
lægðar og kostnaðar eru 10 ár síðan
það var haldið hér síðast.
Það hefur tæpast farið fram
hjá nokkrum manni, að mikið
stendur til í Reykjavík dagana 5.
til 11. ágúst næstkomandi.
Þá daga stendur yfir Norrænt
kristilegt stúdentamót í Nes-
kirkju. Undir yfirskriftinni
Kristur og vandi okkar, munu
um 150 erlendir stúdentar og um
70 Islendingar hlýöa á fyrir-
lestra og taka þátt í umræðu-
hópum er kryfja málefnið til
mergjar. Ef til vill mun ýmsum
finnast umræðuefni mótsins
heldur dapurlegt, svona fyrst í
stað. En þegar betur er að gáð,
er málefnið ekki svo fjarri lagi.
Upp á skandinavísku ber mótið
heitið „Kristen í krisetider“ og
varpar það væntanlega skýrara
ljósi á innihald umræðunnar.
Það þarf ekki að fara langt til að
sjá fyrir augum sér kvöl og pínu,
einskonar krepputima, þar sem
fátækt, óréttur, ofbeldi og hvers
kyns neyð steðjar að samfélög-
um og einstaklingum. Ef til vill
þekkjum við sjálf fólk sem geng-
ur sinn veg án sýnilegs tilgangs i
einsemd og kviða fyrir framtið-
inni. Sum okkar hafa gengið
gegnum efnahags- og sálarlega
„krepputíma" i námi og starfi.
Jafnvel í kristnilifinu koma upp
erfiðleikatímabil.
Á Norræna kristilega stúd-
entamótinu verður einmitt fja.ll-
að um þessi málefni, ásamt ýms-
um öðrum. Það þýðir ekki að
láta sem ekkert sé, við verðum
að horfast í augu við vandann,
þótt okkur kunni stundum að
finnast framtíðin dökk og lífið
jafnvel tilgangslitið.
Mótsgestir ætla þó ekki að
velta sér upp úr því sem veldur
vandanum, heldur hvernig koma
megi auga á kristnidóm á slíkum
vandamálastundum. Á Norræna
kristilega stúdentamótinu verð-
ur reynt að benda á hvernig ein-
staklingurinn finnur Guð og
hverju hann svarar þegar til
hans er leitað.
Á mótinu verður væntanlega
að finna svör við ýmsum spurn-
ingum og vangaveltum og þar
má spyrja enn frekar. Sérfróðir
menn um málefni kirkju og
kristni verða mótsgestum til
halds og trausts.
Og hvernig fer svona mót
fram?
Að morgni dags verður biblíu-
KRISTEN I KRISETIDER
Nordiskt studentmöte Reykjavík, ísland
5-11 augusti 1985.
lestur, þar sem farið er í samein-
ingu yfir ákveðna kafla Biblí-
unnar og þeir brotnir til mergj-
ar, til að kanna innihaldið.
Umræðuhópar, sem starfa
seinni hluta dags tvo mótsdag-
ana, fá sitt hvert málefnið til
umfjöllunar eftir fyrirlestur
„sérfræðings í faginu". Hóparnir
verða takmarkaðir að stærð, svo
hver og einn einstaklingur fái
notið sin, lagt sitt af mörkum tii
umræðnanna, sjálfum sér og
öðrum til uppbyggingar f trúnni.
Frístundir hér og þar og öðru
hvoru i dagskránni verða vel
nýttar til að efla samfélag nor-
rænna manna. Það sem helst
snýr að okkur, sem ekki erum
skráðir þátttakendur Norræna
kristilega stúdentamótsins eru
opnu kvöldsamkomurnar í Nes-
kirkju. Þær hefjast kl. 20.30 alla
mótsdagana.
Auk hugvekju, sem mætir pre-
dikarar skiptast á um að flytja,
verður mikill almennur söngur.
Mótsstjórnin vonast til að sem
flestir hafi tök á að koma til
þeirra samverustunda, enda
verður yfirskrift mótsins, sem
erindi á til allra, þar f hávegum
höfð. Mótinu mun svo ljúka með
útvarpsguðsþjónustu kl.13.30
sunnudaginn 11. ágúst.
Dagskrá Norræna kristilega
stúdentamótsins lítur þannig út:
Mánudagur 5. ágúst:
17.15 Opnunarsamvera
20.30 „Med Jesus í uppgörelsen"
Jóh. 3:1—16.
Þriðjudagur 6. ágúst:
. 9.45 Biblíulestur „Fyrir hásæti
himins"
17.45 Þjóðhátíðarkvöld
20.30 Aðalfyrirlestur, „Bibeltro-
het í kristid".
20.30 „Med Jesus in i förlátels-
en“ Jóh. 8:10-12.
Fimmtudagur 8. ágúst:
9.15 Dagsferð um Þingvelli,
Gullfoss, Geysi og Skál-
holt.
20.30 Söngsamvera, „Hvers-
dagsganga með Jesú“,
Post: 16:25-34.
Föstudagur 9. ágúst:
9.45 Bibliulestur, „Vem kan
bestá?"
16.30 Umræðuhópar.
20.30 „Med Jesus i sorgen", Jóh.
11:17-29.
Laugardagur 10. ágúst:
9.45 Biblíulestur, „Ur det stora
lidandet".
16.30 Umræðuhópar.
20.30 „Med Jesus i den ytersta
krisen", Lúkas 16:19—31.
Sunnudagur 11. ágúst:
9.00 Þjóðháttastund.
9.45 Bænahópar.
13.30 Útvarpsguðsþjónusta,
„Med Jesus ut í várlden".
15.30 Mótsslit.
Eins og fram hefur komið er
öllum velkomið að skrá sig á
mótið eða mæta á opnu kvöld-
samkomurnar f Neskirkju sem
hefjast öll kvöld kl. 20.30.
Kvöldin 5.—10. ágúst verða opnar samkomur f Neskirkju sem hefjast kl. 20.30.
Reykjavík 1975:
Fámenna félagið með fjölmenna mótið
Norrænt, kristilegt stúdenta-
mót, sem haldið var í Reykjavík
árið 1975, var heilmikill hand-
leggur fyrir fámennt félag. Einu
til tveimur árum áður en mótið
skyldi haldið urðu menn varir
við mikinn áhuga frænda frá
Norðurlöndunum og var ljóst að
þeir myndu fjölmenna. Enda
flykktust hingað liðlega 1100
norrænir gestir á ýmsum aldri,
námsmenn og fyrrum náms-
menn, sem allir vildu sjá hvernig
stúdentamót á sögueynni færi
fram.
Kristilegt stúdentafélag sá um
allan undirbúning. Segja má að
nær allir félagsmenn hafi þar
verið virkir. Settar voru á lagg-
irnar hinar ýmsu nefndir, dag-
skrárnefnd, húsnæðisnefnd,
tækninefnd, velferðarnefnd,
fjáröflunarnefnd og hvað þær nú
allar hétu. Þinguðu nefndar-
menn í heilt ár og reyndu að sjá
fyrir allt er þyrfti að undirbúa
fyrir slíkt ót. Upphaflega var
ráðgert að mótið færi fram í
Menntaskólanum við Hamra-
hlíð, en þegar ljóst var hvílíkur
fjöldi þátttakenda myndi verða
var ákveðið að flytja allt móts-
haldið í Laugardalshöllina. Svo
vel stóð á þar, að ekkert var um
að vera þessa ágústdaga, en
menn urðu að vera röskir við til-
tektir að loknu móti svo að Höll-
in gæti hýst árlega vörusýningu.
Undirbúningurinn fólst nátt-
úrulega í því að kanna ferða-
möguleika, matarþjónustu og
allt það, semja um þessa hluti og
síðan var mikið starf unnið við
fjáröflun. Þessi norrænu mót
njóta jafnan einhvers styrks frá
hinum norræna menningar-
málasjóði, en þar að auki var
reynt að nýta vinnu sjálfboða-
liða til hins ýtrasta. Þeir lágu
ekki á liði sínu og voru fram-
leiddar lopapeysur í tuga- og
hundraðatali og aðrir munir
seldir minjagripaþyrstum út-
lendingum. Með þessu tókst að
tryggja að fámennt félag lenti
ekki í neinum halla, enda varð
raunin sú að nokkur hagnaður
varð að loknu uppgjöri.
Óhætt er að halda fram að
mótið hafi farið fram samkvæmt
áætlun. Þarna voru margir
málflytjendur, kennimenn lærð-
ir og leikir frá ðllum Norður-
löndunum. Nokkuð var um mótið
fjallað í blöðum enda kannski
ekki oft sem 1000 til 1500 manns
safnast saman á kristilegu móti
á íslandi, en kvöldsamkomur
mótsins voru opnar almenningi.
Að mótinu loknu tóku um 400
manns þátt í ferðum um landið
sem KSF skipulagði einnig. Það
sem reyndar vakti kannski
mesta athygli síðasta dag móts-
ins var svæsin matareitrun.
Kjúklingakássa var borðuð upp
til agna næstsíðasta kvöldið og
hafði þær afleiðingar, að mikil
örtröð varð á salernum. Urðu
sumir illa veikir og varð hálfgert
neyðarástand á spítölum borgar-
innar. Allt fór þetta þó vel og úr
því að kássan var etin upp til
agna var ekki hægt að finna
neinn sökudólg.
Þátttaka KSF í þessum mót-
um hefur verið misjöfn gegnum
árin og var slíkt mót hér fyrst
haldið 1950. Félagsmönnum er
það mikils virði að hafa sam-
band við systurfélög á hinum
Norðurlöndunum, en öll eiga
þessi félög það sameiginlega
markmið að koma kristnum
boðskap á framfæri meðal
námsmanna. Slíkt er m.a. gert
með þessum mótum og verður
svo einnig nú, en auk þess hafa
félögin fjölbreytta dagskrá
sumar og vetur. Þrátt fyrir að
mótið að þessu sinni verði ekki
svo fjölmennt sem fyrir 10 árum
binda menn vonir við góðar
stundir og að þeir sem sæki bibl-
íulestra og samkomur fari þaðan
ríkari en þeir komu.