Morgunblaðið - 03.08.1985, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1985
B 15
VERALDLEGAR SUNNUDAGSPREDIKANIR
Kynslóð
sem grætur
draum sinn
Eitt af því sem við veltum fyrir
okkur nú er hvernig til hafi
tekizt um uppeldi barna- og ungl-
inga frá því um miðja öldina að
uppeldisvenjur breyttust.
Framundir
. miðja öld giltu
eftir Asgeir hinar hefð-
Jakobsson bundnu uppeld-
isvenjur þjóðar-
innar og þær voru einfaldar og
reglurnar fáar en þeim var fylgt,
aldrei neitt hringl eða vangavelt-
ur. Þegar afbrotið var ljóst var
einnig ljóst hvernig bregðast
skyldi við því og barnið fór ekki í
neinar grafgötur um það heldur.
Hinar hefðbundnu uppeldis-
venjur þjóðarinnar byggðust á því
sem kalla má hörkuna sex. Það
orðtæki er sótt í lóðaöngla, sem
voru númeraðir eftir stærð og
hörku og önglar númer sex voru
stórir og stinnir. Gömul kona und-
ir Þríhyrningi heyrði vestfirzkan
kaupamann nota þetta orðtak,
þegar ung og fönguleg kaupakona
kom á bæinn: „Nú gildir harkan
sex.“
Gamla konan gaf enga skýringu
á orðtakinu eða vildi ekki gefa
hana, en gat þess þó, að það hafi
víst verið eitthvað sem snerti
kaupakonuna, sem átti að stækka
og harðna og minna myndi ekki
duga en harkan sex. Eflaust er
þetta orðtæki komið á orðabókar-
seðla frá gömlu konunni og það er
mjög þægilegt til að tákna með
hörku í ýmsum efnum og er þá
óþarft að hafa í huga hugsanlega
meiningu kaupamannsins fremur
en upphaflega merkingu, að ganga
í hægðum sínum eða hrökkva upp
af skaftinu.
Þær voru sem sagt fáar uppeld-
isreglurnar á fyrri hluta aldarinn-
ar og þeim fylgt eftir með hörk-
unni sex í hinu almenna uppeldi
og einnig allri kennslu barna og
unglinga.
A vetrum, um skólatíma, giltu
tvær hátternisreglur: barnið átti
að læra lexíurnar sínar undir
morgundaginn strax og það kom
úr skólanum, þá mátti það fara út
að leika sér en vera komið í hús
um kvöldmat og um kvöldið hlýddi
móðirin barninu yfir lexíurnar.
Móðirin jagaðist í barninu ef
henni þótti slæleg kunnáttan:
„Ætlarðu að verða henni móður
þinni til skammar í skólanum,
hvað heldurðu að kennarinn hugsi
um heimili þitt ef þú lærir ekki
lexíurnar þínar, hver heldurðu að
beri skömmina."
Þegar svo einkunnabókin kom
og tölur voru lágar kom málið
fyrir föðurinn og barnið þurfti
ekki að vera í neinum vafa um
refsinguna, hún var einföld og af-
dráttarlaus, ef um strák var að
ræða, kippt niður um hann buxun-
um og hann hýddur.
Sama gerðist ef um óknytti var
að ræða. Móðirin bað fyrir sér og
grét en faðirinn hýddi. Siðareglur
voru mjög einfaldar: Þú skalt ekki
stela, ekki hrella gamalt fólk eða
kvelja dýr og haga þér skikkan-
lega við kennarana.
Og samfélagið ól upp börnin
með foreldrunum og kennurunum.
111 hegðan var almennt fordæmd,
það afsakaði hana enginn, heldur
sameinuðust allir um að skikka til
börn og unglinga, svo að þeir yrðu
hvorki sjálfum sér né samfélagi
sínu til vandræða. Það þótti
sjálfsagt að sá sem stóð barn að
illri hegðan hirti það á staðnum,
ef hann var þess umkominn, eða
drægi að organdi heim til foreldr-
anna, sem tóku þá málið í sínar
hendur og þökkuðu manninum
fyrir með virktum sem velgerð-
armanni barnsins.
Ef til vill hefur samvinna og
samstaða foreldra, kennara og
samfélagsins valdið mestu um að
það er staðreynd, sem við, er mun-
um tvenna tímana og höfum sam-
burð, getum vottað, að það tókst
almennt betur til um uppeldi
barna — og unglinga — en nú ger-
ist.
Það sýndist ekki sitt hverjum í
fyrra tíma undir hefðbundnum
venjum og siðum; allir aðilar, sem
höfðu áhrif á uppeldi, voru sam-
mála um hver ætti að vera hegð-
unarmáti barna og unglinga og
hjálpuðust að við að kenna barn-
inu þann hegðunarmáta og eins
var það að allir þessir aðilar, for-
eldrar, kennarar og samfélagið,
voru á einu máli um, hvað teljast
skyldi refsivert afbrot og það bæri
að refsa barninu; öll vorkunnsemi
væri af hinu illa og barninu til
skaða. Það var ekki um að ræða
þann tvískinnung, sem nú ríkir, ef
eitthvað þarf að taka til hendi í
uppeldismálum, hvort heldur er
almennt eða ráða framúr vanda
einstaklings. Strax eru komnir
ótal spekingar í málin og sýnist
sitt hverjum og upphefst yfir-
þyrmandi kjaftæði, þar sem sér-
fróðir menn tala uppúr sinni
skólabókinni hver. Heilbrigð
skynsemi og reynsla og heilbrigt
mat á þeim forsendum kemur ekki
til álita, heldur einvörðungu upp-
eldisfræði úr bókum.
Svo var það í þennan tíma að til
var illt innræti, en sú staðreynd
samlifsins er ekki lengur viður-
kennd, að menn fæðist misjafnir
að innræti. Það var afturámóti
viðurkennt áður fyrr og þótti af-
leitt þegar þess varð vart að barn
eða unglingur var illt í sér og það
voru gerðar ráðstafanir til að fást
við það, þótt ekki væri beinlínis
um neitt afbrot að ræða. Það var
til, að koma slíku barni fyrir hjá
góðu og guðhræddu fólki f sveit,
eða hjá verkstjóra eða formanni,
sem vitað var að höfðu gott lag á
unglingum, og það hjálpaði mikið
til í þessu efni, að unglingar kom-
ust á mótunarárunum í félag full-
orðinna í störfum og drógu þá
dám af alþýðufólki þess tíma, sem
ekki mátti vamm sitt vita í neinu
og fordæmdi illmennsku; þeir
menn urðu utangarðsmenn.
Líklega er ekkert lengur til
jafnmannbætandi og gott til eyð-
ingar ills innrætis en sjóveiki, sjó-
hræðsla, vökur og örmagna við
vinnu.
Það hefur enn ekki fundizt nein
uppeldisaðferð, sem hægt sé að
fullyrða að sé sú bezta mögulega,
en það er margt, sem bendir til að
hefðbundna uppeldið fyrrum sé
skárra en sérfræðingauppeldið nú.
Trúlega er ekki enn þekkt nein
haldbetri uppeldisaðferð en
rassskelling og þrælavinna.
Framhald nssta sunnudag.
Klipptu út auglýsinguna og geymdu hana.
VELDU ÞER SIQRHIYND KVÖLDSIHS
GJÖRÐU SVO VEL
Til aö auðvelda þér valið á bíómynd kvöldsins birtum
við hér lista yfir 50 stórmyndir. Einhver þeirra er
örugglega myndin sem þú vilt sjá í kvöld eða
næstu kvöld.
Ef þú ert búinn að sjá þær allar, þá eigum við
sjöhundruð titla til viðbótar. Já, þú last rétt
sjöhundruð titla.
Fyrir þá sem vilja taka fleiri en eina spólu í einu
minnum við á tilboð mánaðarins.
Komdu eða hringdu og náðu þér í stórmynd
kvöldsins.
HÖFÐATÚNI 10, SÍMI 21590
1. Romancing the Stone
2. Unfaithfully Yours
3. Thunder and Lightning
4. Bloodsimple
5. Missing In Action
6. Ordeal by Innocence
7. Falcon and The Snowman
8. Blue Thunder
9. Scarface
10. High Road to China
11. Karate Kid
12. The Hit
13. Electric Dreams
14. An Officer and a Gentleman
15. Silkwood
16. Splash
17. Marathon Man
18. Lassiter
19. The Ambassador
20. The Natural
21. Rhinestone
22. 48 stundir
23. Under the Volcano
24. The year of living dangerously
25. Trading Places
26. Little Darlings
27. The Day of the Jackal
28. Diva
29. Richie
30. Against all odds
31. Taxi Driver
32. Gorky Park
33. Tank
34. A Woman in Red
35. Gloria
36. Class
37. Silent Partner
38. Nýttlíf
39. Húsið
40. Með allt á hreinu
Einnig ýmsir vinsælir þættir s.s.
1. Return to Eden
2. Evergreen
3. Lace I og II
4. Empire Inc
5. Power game
6. Deception
7. Ellis Island
8. Atlanta Child Murders
9. Falcon Crest
10. Once Upon a time in America
Gott úrval barnaefnis.