Morgunblaðið - 03.08.1985, Qupperneq 17
MORGUNBLAiMÐ, LAUGAKDAGUK 3. AGUST 1985
Jö IV
„ Viðskiptin fara eftir póiitíkinni
— segir Þorsteinn Óskarsson hjá Verzlun Sigurðar Pálmasonar á Hvammstanga
U
Fri Hrammstanga
Morgunblaðið/Snorri Snorrason
og fyrirtækja skila sér eðlilega því
þessir aðilar eru mjög skilvísir.
Við sendum út reikninga til 300
aðila á mánuði og Kiddý hand-
skrifar alla reikningana upp á
gamla móðinn. Það er verið að
hraðskrifa hér í búðinni allan dag-
inn má segja. Jú, mér finnst
skemmtilegt að vera í versluninni,
hlakka alltaf til að fara í búðina
þegar ég kem úr fríum og reyndar
hlakka ég til hvers dags í búðinni.
Þetta er afslöppuð búð, vona ég og
við reynum að hafa til svona það
sem er innan okkar ramma í vöru-
sviðinu.
Jú, við lokuðum um tíma í gos-
inu en opnuðum 1. október eftir
gos. Þá komum við hingað heim
með 7 gáma af vörum og 2 með
búslóðina okkar. Við héldum að
það yrði rólegt, en það var nú al-
deilis vinna. Við vorum þriðja
búðin, sem opnaði eftir gos á eftir
kaupfélaginu og Axel skó.
Frá marsmánuði til september
gosárið, þá vorum við með versl-
unina Verðandi í Tryggvagötu í
Reykjavík í 6 mánuði, tókum það
fyrirtæki á leigu til 5 ára, en að
komast heim aftur skipti öllu
máli. Það var erfið verslun í Verð-
anda, lítið um bílastæði og allt
önnur stemmning en hér, það var
erfiður tími. Hér er góð stemmn-
ing í búðinni. Menn stoppa að vísu
minna en áður, það er meiri hraði
á öllu en oft er gantast og glatt á
hjalla, afslappað og gott, hvort
sem verið er að selja, spjalla eða
rukka."
Fóru að sofa aftur
gosnóttina
Ég spurði þau Kiddý og Boga að
því hvort það væri rétt að þau
hefðu verið vakin gosnóttina forð-
um, en farið að sofa aftur. Þau
brostu bæði og kváðu það rétt.
Kiddý hafði svarað í símann þar
sem þeim var sagt að það væri
byrjað gos austur á eyju. Bogi
hafði svarað þeim tíðindum með
löngu jái. Þau fóru á fætur og
hittu sitt fólk, skoðuðu eldstöðv-
arnar og fóru síðan niður á
bryggju. Boga leist ekki á sjólagið
og sagði: „Kiddý mín, við skulum
bara fara að sofa, þetta verður
ábyggilega búið þegar við vöknum
í fyrramálið." Og þau fóru að sofa,
örugglega eina fólkið á eyjunni
sem lét sig hafa það eins og á stóð
og líklega er leit að svo yfirveguðu
fólki í heiminum, en Kiddý sagðist
þó ekkert skilja í að hún hefði tek-
ið þessa uppástungu góða og gilda.
Grein:
Árni Johnsen
þroskaheftur og stundum nokk-
uð mikilúðlegur útlits. Gárung-
ar létu Púlla hringja í Boga, en
um leið og Bogi heyrir hver er í
símanum, leggur hann símtólið
til hliðar og segir: „Pabbi, það
er síminn til þín.“
★
Einn athafnamaður í Eyjum
kom í Eyjabúð á mikilli ferð og
þannig hafði stokkast að hann
skuldaði þar talsvert eins og
gengur. Hann keypti fötur og
sitthvað fleira og sveiflar síðan
upp peningum til að borga þær,
nokkur hundruð krónum sem
hann var að versla fyrir.
„Ertu bara með aura?“ sagði
Bogi í rólega taktinum.
„Það er gott að sjá,“ bætti
Siggi Gúmm við, en hann hafði
unnið nokkuð fyrir fyrirtæki
mannsins, „það er bara borgað
kontant."
„Já, þetta kemur þægilega á
óvart,“ heldur Bogi áfram.
„Haldiði að maður vaði
eitthvað í peningum á miðri
vertíð," segir athafnamaðurinn
á háu nótunum og bregst hinn
versti við.
„Nei, maður hefur nú orðið
illilega var við það,“ sagði Bogi
þá um leið og maðurinn struns-
aði út úr Eyjabúð.
„Á þessum stað fara vidskiptin al-
gjörlega eftir því hvernig kaupin ger-
ast í pólitíkinni," sagði Imrsteinn
Óskarsson, verzlunarstjóri í Verzlun
Sigurðar Pálmasonar á Hvamms-
tanga, sem er hið veglegasta vöruhús
með mörgum deildum. „Því er nefni-
lega þannig varið þegar framsókn-
armenn eiga í hlut að fáist varan ekki
í kaupfélaginu þá er hún hreiniega
ekki til á staðnum. Það sama má
reyndar segja um sjálfstæðismenn.
Ef þeir fá ekki það sem þá vantar hjá
okkur láta þeir það yfirleitt eiga sig
frekar en að fara í kaupfélagið."
— Og þeir sem hvorki eru fram-
sóknarmenn né sjálfstæðismenn?
„Þeir sigla milli skers og báru í
þessu eins og öðru.“
— Hvernig er að vera í sam-
keppni við kaupfélagið?
„Það er erfitt. Um „stóra bróður"
gilda önnur lögmál en um frjálsan
atvinnurekstur. „Stóri bróðir"
skákar í skjóli aðstöðu og fjár-
magns sem einkaaðilar hafa engan
aðgang að en verða þó að keppa við.
Það er því ekki lítið ánægjuefni
fyrir okkur hér að fá í hendur
niðurstöður verðlagskönnunar þar
sem Verðlagsstofnun gerði sam-
anburð á verði 55 vörutegunda í sjö
verzlunum, á Hólmavík, Sauðár-
króki, í Búðardal, á Blönduósi og á
Hvammstanga, í Verzlun Sigurðar
Pálmasonar og í Kaupfélagi
V-Húnvetninga. Athugað var
hváða vörur væru á hæsta verði í
viðkomandi verzlun og hverjar
væru á lægsta verði og svo meðal-
verðið. Við komum í öllum atriðum
betur út úr þessari könnun en
kaupfélagiö. Við erum sjaldnar
með hæsta verð og oftar með
lægsta verð og hjá okkur var varan
oftar undir meðalverði og í fleiri
tilvikum á meðalverðinu. Niður-
stöður þessarar könnunar munu
koma okkur að góðu haldi ( sam-
keppninni við kaupfélagið, en við
gerum fleira til að laða að við-
skiptavini en að halda niðri vöru-
verði.“
— Hvernig farið þið að því?
„Við höfum verið með sérstakar
tilboðsvikur og þá erum við með
ákveðnar vörutegundir á allt að
helmingi lægra verði en annars.
Þessi nýbreytni hefur fengið mjög
góðar undirtektir og við stefnum að
því að hafa slíkar tilboðsvikur tvær
í mánuði. Við erum líka nýbyrjuð á
því að bjóða upp á kaffi og meðlæti
siðdegis á föstudögum, en ( lok
vinnuvikunnar er mest um að vera
hér í verzluninni. Þessar móttökur
eiga vinsældum að fagna og það er
greinilegt að fólk hefur gaman af
að safnast hér saman, gera sér gott
af því sem veitt er og blanda geði.
Karlarnir eru fegnir því að geta
fengið sér sæti og spjallað við
náungann á meðan konurnar
verzla. Yfirleitt er það frúin sem
sér um innkaupin en húsbóndinn
nennir ekki að fylgja henni því ef
hann á sér undankomuleið."
— Verzlun Sigurðar Pálmasonar
er með alla algenga nauðsynjavöru
en rekur líka sláturhús.
„Já, og í sláturhúsi okkar er
slátrað allt árið. Við höfum getað
boðið upp á kjöt af nýslátruðu um
jólaleytið og margir virðast standa
í þeirri trú að þetta sláturfé sé
miklu vænna en það sem slátrað er
að hausti. Það er ekki svo. Við
slátrum því fé um jólaleytið sem
hefur ekki náð meðalþunga á
haustin. Þetta eru lömb sem þá eru
langt undir meðalþunga en eru orð-
in væn þegar líður að jólum. Þetta
hefur auðvitað augljósa kosti í för
með sér en ástæöan fyrir því að
þessi háttur er ekki hafður á víðast
hvar er sú að kerfið er ekki þannig
að menn sjái sér hag i þvi. Við
leggjum mikið upp úr þvi að kjötið
sé sem bezt þegar það kemst til
neytendans og flytjum það í kælibíl
með upphengingarútbúnaði á neyt-
endamarkað en stöflum því ekki í
venjulega flutningabila eins og al-
gengast er.“
— Segir slík viðleitni ekki til sín
í auknum viðskiptum?
„Jú, en fyrirtækið hefur lagt í
fjárfestingar. T.d. var flutt í nýtt
verzlunarhús árið 1981 og lausa-
fjárstaðan er slæm þar sem við
höfum ekki aðgang að nauðsynlegri
í Verslun Sigurðar Pálmasonar á
Hvammstanga starfar Jónína Arn-
arsdóttir.
„Það er alveg ágætt að vinna
hér,“ sagði Jónína, „ég er tiltölu-
lega nýbyrjuð en vann áður í fisk-
húsinu hér á Hvammstanga í hálft
ár. Launin eru svipuð en vinnan er
skárri. Ég er með rúm 17 þúsund á
mánuði. Hvernig gengur að lifa af
því? Alveg ágætlega, en ég þarf
fyrirgreiðslu og það stendur okkur
fyrir þrifum. Fengjum við sams-
konar fyrirgreiðslu og kaupfélagið
hefur aðgang að væri samkeppnin
barnaleikur."
— Og hverjir eru viðskiptavin-
irnir?
„Að mestu leyti er það fólk sem
kemur hingað að jafnaði. Þetta er
svona 1800 manna markaður og
ætli viðskiptavinir okkar nálgist
ekki að vera þriðjungur þar af. Við
höfum gert ráðstafanir til að laða
að ferðamenn og í þeim tilgangi
settum við upp nýja deild í verzlun-
inni í vor. Við lögðum áherzlu á
lágt vöruverð og erum t.d. með
lopapeysur á 2—300 kr. lægra verði
en gengur og gerist í Reykjavik,
þannig að hagkvæmt væri fyrir
ferðamenn að leggja smálykkju á
leið sína og kaupa slikan varning
hér. Við vorum í sambandi við þá
sem annast flutning á ferðamönn-
um um landið og var búið að ganga
frá því að hingað kæmu langferða-
bílar frá Guðmundi Jónassyni
tvisvar í viku. Af því tilefni ætluð-
um við að hafa opið utan hins
venjulega afgreiðslutima, en svo
fór þetta allt út um þúfur þegar til
átti að taka. Þá komu bílstjórarnir
til sögunnar og sögðust ekki hafa
viðkomu hér nema þeir fengju allt
að 10% af innkomunni. Svona að-
ferðir komu okkur í opna skjöldu
og við tókum þá ákvörðun að ganga
ekki að þessu þannig að þessi verzl-
un nýtur ekki góðs af erlendum
ferðamönnum eins og sakir
standa," sagði Þorsteinn Óskars-
heldur ekki að borga fæði og hús-
næði þar sem ég bý heima. Ég veit
ekki hvað ég verð lengi í þessu en
mér hefur líkað vel það sem af er.
Bæði er vinnan hreinlegri og ekki
eins þreytandi og í fiskhúsinu og
það er líka skemmtilegt að um-
gangast fólkið sem hingað kemur.
Flesta þekki ég en þó ekki alla.“
Á.R.
son.
Á.R.
Betra að rinna í verzlun
— segir Jónína Arnarsdóttir í Verzlun
Sigurðar Pálmasonar á Hvammstanga