Morgunblaðið - 18.08.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.08.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ; SUNNUÐAGUR 18. AQÚBT1985 B 5 um Jóns Pálssonar. Sem prestur var séra Eggert skyldurækinn með afbrigðum en hann var sjald- an „biblíufastur" og fór ekki ávallt stranglega eftir fyrirmælum kirkjunnar né kennidómsins. Því sagði hann einhverju sinni: „Þegar ég skíri barn, gifti hjón eða jarða framliðna sleppi ég öllum kjána- skap úr handbókinni." Var hann þá spurður: „Hvaða kjánaskapur er það?“ „Kjánaskapur," sagði séra Eggert. „Hvort það er. Eða hvað er þetta til dæmis, sem ætl- ast er til að lesið sé yfir brúðhjón- unum: „Með sótt skaltu börn þín fæða o.s.frv.? Þarf að segja nokk- urri konu það að hún muni verða eitthvað lasin um það leyti, sem hún elur barn? Ætli hún megi ekki búast við því, eins og aðrar konur. Og hvað þýðir að segja næturgömlu barni, að það sé fætt í synd eða dauðum manni, að hann verði að mold, er eigi upp að rísa? En svona eru nú fyrirskipanir kirkjunnar. Margar þeirra eru kjánaskapur, og því fer sem fer um trúna." Séra Eggert var lærður maður. Einhverju sinni kom til hans þýsksur prófessor að Vogsósum og áttu þeir tal saman á latínu. „En hann flaskaði einu sinni á því,“ sagði séra Eggert, „að nota þolfall í stað þágufalls. Ekki var það gott.“ Galdramaðurinn í Vogsósum Annar nafntogaður klerkur sat á Vogsósum, séra Eiríkur Magn- ússon, sem kallaður var galdra- maður og af fara margar sögur. Hann dó 1716. Rafn Bjarnason segir okkur að hann sé fimmti maður frá séra Eiríki og hann kann af þessum forföður sínum margar sögur. Eitt sinn komu Tyrkir í Selvog. Eiríkur var þá staddur í verslun í Hafnarfirði. Hann bað búðarpiltinn að vera fljótan að afgreiða sig, það væru komnir gestir í Selvog. Leið hans heim lá vestan við Svörtubjörg sem kölluð eru. Hann hlóð vörðu fram á Svörtubjörgum, fremst á bjarginu og mælti svo um að með- an steinn standi yfir steini f vörð- unni muni ekki ófriður granda Selvogi. Kvaðst Rafn muna eftir jarðskjálfta þegar flestir hlaðnir veggir hrundu en varðan stóð það af sér. Rafn kvað gámalt fólk hafa sagt sér að varðan hafi ekki breyst neitt frá því það mundi fyrst eftir. Hleðslur eru þó yfirleitt fljótar að hrynja í jarðskjálftum, sérstak- lega við fjöll. í síðasta jarðskjálfta sagði Rafn að allar vegghleðslur í Herdísarvík hafi hrunið og einnig hrunið úr fjallinu en varðan hans Eiríks hafi ekki haggast. Hún er nú orðin a.m.k. þrjú hundruð ára. Fólk úr söfnuði séra Eiríks hafði áhyggjur af sáluhjálp hans eftir dauðann, þar sem hann var þekktur fyrir fjölkynngi. En Ei- ríkur sagði að þeir gætu séð það hvort hann færi vel eða illa við jarðarförina. Ef hann færi vel ætti að vera heiðskírt veður og gera skúr á meðan athöfnin stæði yfir. Svo áttu að koma tveir fuglar og setjast á kirkjuburstina meðan á athöfninni stæði og þeir myndu rífast. Ef sá svarti hefði betur færi hann illa en vel ef sá hvíti hefði betur. Þetta gekk allt eftir og sóknarbörnum séra Eiríks til mikillar gleði hafði hviti fuglinn betur. Eitt sinn komu tveir strákar til séra Eiríks og báðu hann að kenna sér galdur. Fór hann þá með þá út í fjós, þar sem gömul kona, hálf- blind og vesöl, var fyrir. Hann hvíslaði að þeim að hann skyldi kenna þeim galdur ef þeir dræpu kerlinguna. Þá sagði annar að það væri nú ekki mikið, þetta væri hrörlegt gamalmenni. Hinn sagð- ist ekki vinna það fyrir galdur að drepa konuna. Þá sagði séra Eirík- ur: „Þér kenni ég en hinum ekki, hann svífst einskis." Rafn lét það fylgja sögunum að séra Eiríkur væri grafinn fyrir lr?'Ái WjVaí kr.'Ví.'i i.r.'íi B <1 V * fleytt í land. Þetta voru köntuð tré, stórir viðir og borðviður, allt til kirkjubyggingar pantað eftir útreikningum Sigurðar. Veglegasta guðshús í sýslunni Þessi kirkja, sem og aðrar kirkj- ur á Strönd í seinni tíð, var byggð fyrir áheitafé til kirkjunnar. Ný- byggð var þessi kirkja talin veg- legasta guðshús í sýslunni. Árið 1968 var byggt utan um grindina sem reist var 1887. Þá var kirkjan endurbyggð og sett á hana nýtt eirþak og fengið í hana nýtt pfpu- hafði sérstakan sjóð í hinum al- menna kirkjusjóði. Úr þeim sjóði er tekið fé til endurbyggingar og viðhalds kirkjunni. Ur sjóðnum hefur einnig verið lánað til endur- byggingar fátækari kirkjum. Sjaldan hljótt við ströndina Það er orðið æði kvöldsett þegar Rafn fylgir okkur til kirkju. Það er enn það bjart að unnt er að taka mynd af meðhjálparanum á kirkjutröppunum. Áð því loknu snýst hann á hæl og tekur að handleika kirkjulyklana. Við stöndum norpandi á kirkjutröpp- unum á meðan í kuldastrekkingn- um, horfum á dökk rigningarský og hlustum á beljandi hafið. „Það er sjaldan hljótt við ströndina," segir Rafn um leið og hann opnar kirkjudyrnar. Þetta er ekkert venjulegt hús Það er hljótt inni í guðshúsinu og ósjálfrátt stígur maður varlega niður á rautt gólfteppið. í fordyri kirkjunnar er innrömmuð bæn eftir Sigurð Pálsson vígslubiskup, skrautrituð af kaþólskum nunnum og hefst svo: Þetta er ekkert venjulegt hús, heldur himinn á jörðu. Því Drottinn himnanna býr hér. Gamlir munir Rafn leiðir okkur inn i helgi- dóminn. Altaristaflan er eftir Sig- urð Guðmundsson málara frá ár- inu 1865. Litirnir eru þó enn bjart- ir og skírir. Númerataflan er einn- ig frá 1865. Hún hangir á vegg í horninu til vinstri handar þegar inn er komið. Þar stóð áður kórinn og söng. 1968 var byggt söngloft. Kirkjan er öll þiljuð með við en í gömlu kirkjunni var að sögn Rafns blá hvelfing með gylltum stjörnum sem honum fannst mik- ill sjónarsviptir að. í lofti hanga þrjár ljósakrónur. Sú í miðið er úr skornu gleri, keypt í Þýskalandi og er eitthvað á annað hundrað ára gömul. Kirkjan á einnig kaleik frá þrettándu öld, gefinn af Ivari Hólm Vigfússyni, góðan og vegleg- an grip. Kaleikurinn er talinn vera þýskur og fundist hefur þar i landi kaleikur sem steyptur er i sama mót og kaleikur Strandarkirkju. Kransar úr glerperlum 1 skrúðhúsi hanga á vegg sér- kennilegir kransar tveir, gerðir úr glerperlum þræddum á band svo þær mynda ýmiskonar mynstur. Slíkir kransar voru lagðir á leiði fyrirmanna fyrri tíma og mundi Rafn eftir þremur slíkum frá því hann var barn. Annar kransinn i skrúðhúsinu var lagður á leiði séra Eggerts Sigfússonar sem var prestur í Vogsósum og dó 1908. Eftir dauða hans tilheyrði Strand- arkirkja Arnarbælisprestakalli. Séra Tómas Guðmundsson i Hveragerði þjónar kirkjunni nú. Af séra Eggerti Þegar séra Eggert dó höfðu myndast um hann margar sagnir. Sumt af því er skráð í Austantór- Altaristafla Sigurðar milara: Upprisan. Strandarkirkja í dag. Strandarkirkja um 1940. verið mikið hækkaður að hún verst langtum betur en áður sand- inum að utanverðu." Þorvaldur Thoroddsen kemur að Strandarkirkju sumarið 1883. Seg- ir hann að Strandarkirkja, sem svo margir heiti á, standi nú ein fjarri byggð á kringlóttum gras- fíeti (kirkjugarði) sem vindurinn hefir rifið sandinn frá, svo hátt sé niður af honum til allra hliða en enginn garður í kring. Ferö í Strandarkirkju Það var kvöld eitt fyrir skömmu að blaðamaður Morgunblaðsins og ljósmyndari tóku sér ferð á hend- ur suður í Selvog til að skoða hina fornfrægu Strandarkirkju. Rafn Bjarnason bóndi í Þorkelsgerði I, sem er annar bær frá kirkjunni, er meðhjálpari í kirkjunni og manna fróðastur um hana. Hann hafði lofað að sýna kirkjuna og spjalla við blaðamann. Það er vindasamt á þessum slóðum og brimhljóðið frá strönd- inni lætur hátt í eyrum þegar gengið er heim að bænum. Fjórir hundar eru mjög uppveðraðir af gestakomunni. Rafn kannast við gefið loforð og býður komu- mönnum í bæinn. í stofunni eru Strandarkirkja 1887. tvær stórar myndir af Strandar- kirkju og gamalt orgel úr kirkj- unni. Rafn tekur aðra myndina ofan af veggnum og segir okkur að timburkirkju þessa hafi ömmu- bróðir sinn, Sigurður Arnórsson snikkari, smíðað árið 1887 með að- stoð eins lærlings. Þeir félagar héldu til í skúr meðan á smíðinni stóð. Bróðir Sigurðar, Árni, bjó þá í Þorkelsgerði I. Hann átti renni- bekk og var það mikið hagræði fyrir kirkjusmiðinn að geta notað hann. Timbrið fékk hann beint frá Noregi, það kom á skútu og var orgel frá Vestur-Þýskalandi. Rób- ert A. Ottósson hafði veg og vanda af orgelsmíðinni erlendis, tók sjálfur nákvæmt mál af því rúmi sem orgelinu var ætlað. Rafn Bjarnason leggur á það mikla áherslu að það væri óframkvæmanlegt fyrir fámennan söfnuð eins og nú er í Selvogs- hreppi, um 14 manns, að halda kirkjunni sómasamlega við ef ekki kæmi til áheitaféð. Árið 1887 voru í Selvogshreppi rúmt hundrað manns svo fólki þar hefur fækkað mikið. Strandarkirkja hefur og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.