Morgunblaðið - 18.08.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.08.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1985 B 29 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 14—15 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS 'VA* UJrW 'lJ If Tilraunin við Tjörnina Hallgrímur Sveinsson, Hrafnseyri skrifar. Ágæti velvakandi. Fjaðrafok það og uppistand sem verið hefur í kringum þennan blessaða Tjarnarskóla sem fyrir- hugað er að stofnsetja á hausti komanda, hefur ekki farið fram hjá neinum. Auðvitað orkar flest tvímælis þá gert er og má svo einnig vera um stofnun þessa einkaskóla. En hvers vegna menn þurfa að láta svona við þessar ágætu konur sem standa fyrir þessari nýbreytni, er eiginlega lítt skiljanlegt. Ef þetta mistekst hjá konunum, er vandséð að nokkru sé spillt í raun. Fari hins vegar svo að skóli þessi komist á þann rekspöl sem aðstandendur hans ætlast til, verður ekki annað séð en Tjarnarskólinn geti orðið til góðs, því þá geta menn nefnilega séð svart á hvítu hvers hinum opinbera grunnskóla er vant á ýmsum sviðum. Auðvitað verður þetta fyrir- myndar skóli ef allt gengur að óskum. Kennarar, kennslutæki og aðbúnaður allur vonandi fyrsta flokks. Og þá verður gaman fyrir Vestfirðinga til dæmis, sem trú- lega eru aftast i röðinni í upp- byggingu skólamála hér á landi, að geta barið upp á hjá mennta- málaráðuneyti og farið fram á betri skóla hjá sér með tilvísun til Tjarnarskólans. Og þegar dyrum verður upp lokið, er ekki að efa að undinn verður bráður bugur að því að bæta meðal annars úr því við- varandi ástandi sem er á margra vitorði hér á kjálkanum, að það er aðeins til í einum grunnskóla á Vestfjörðum eitthvað sem hægt er að kalla skólabókasafn. í grunn- skólalögum frá 1974 eru þó fortakslaus ákvæði um að skóla- bókasafn skuli vera eitt megin- hjálpartækið í öllu skólastarfi í landinu. Og Velvakandi minn, þú sem aldrei sefur á verðinum. Sumum hér um slóðir finnst meir en mál til komið fyrir okkar ágæta menntamálaráðherra að fara aö skyggnast um eftir ástæðum fyrir því, hvers vegna vestfirsk ung- menni hafa farið svo miklar hrak- farir við útskrift úr grunnskólan- um og raun ber vitni. Ár eftir ár virðast Vestfirðingar nefnilega vera langlægstir á samræmdum prófum 9. bekkjar. Skyldi það geta verið, Velvakandi, að það sé orðið tímabært að gerð sé alvöru úttekt á því í hverju vandi vestfirskra grunnskóla er raunverulega fólg- inn. Það er vitað að Vestfirðingar standa undir þó nokkuð stórum hluta af hinum góðu lífskjörum sem margir njóta hér á landi. Það verður því að ætla að þetta frum- framleiðslufólk eigi skilið góða skóla fyrir börn sín. Fari svo að Tjarnarskólinn opni augu manna fyrir þeim staðreyndum sem hér hafa verið nefndar, hefur ekki til einskis verið af stað farið. Til- raunin við Tjörnina mun e.t.v. verða til þess að ráðamenn skilji að það vantar ýmislegt í hinu opinbera grunnskóla. Aukið fjár- magn er þar á meðal, þó hér skuli alls ekki undir það tekið að hægt sé að laga alla hluti i skólakerfinu með peningum frekar en annars staðar. En ætli menn að veita meira fé í þennan þátt samfélags- ins, verður það að koma úr sam- eiginlegum sjóði landsmanna. Annað gengur tæplega upp f okkar þjóðfélagi. Bréfritari er á því að Tjarnarskólinn geti orðið fyrirmyndarskóli, en hann verður væntanlega til húsa í gamla miðbæjarskólanum. Þessir hringdu . . . Ekki neyðar- ástand á barnaheimilum H.K. hringdi: Ég hélt það vantaði starfsfólk á barnaheimili borgarinar, en svo virðist ekki vera. Þegar lýst var yfir neyðarástandi og að sennilega yrði að loka nokkrum barnaheimilum 1. september ætlaði ég að slá tvær flugur í einu höggi. Ég á níu mánaða gamalt barn og hafði heitið sjálfri mér að fara ekki út að vinna frá barninu strax en þá komu auglýsingar frá þessum stofnunum svo mér datt í hug að kannski gæti ég unnið og hugsað um barnið mitt um leið. Þegar börn eru á bilinu 8 mán- aða til 2 ára byrja þau að læra ýmislegt og mótast því mikið á þeim árum. Mér var því illa við að fara frá barninu á þessum viðkvæma tíma. Ég hef reynt að fá vinnu á tveimur barnaheimil- um en á báðum stöðum hefur mér verið sagt að ekki sé æski- legt að börn séu á barnaheimil- um hjá mæðrum sinum. Ég veit að það hefur verið farið framhjá þessari reglu svo nú spyr ég: Éf neyðarástand rfkir er þá ekki hægt að gera undantekningu á ofangreindu? Ég ætlaði að reyna á einu barnaheimili i viðbót og fái ég sama svar þar sannfærist ég endanlega um að neyðar- ástand ríkir ekki á þessum stofnunum. Hjóli stolið Guðlaug hringdi: Litill frændi minn, níu ára gamall, var um daginn á ferð á Skúlagötunni á nýju hjóli sem hann átti. Hann brá sér inn f leiktækjasal og skildi hjólið eftir fyrir utan á meðan. Þegar hann kom út aftur var búið að stela hjólinu. Þetta er BMX-hjól, gult og svart að lit. Ef einhver skyldi verða var við gripinn, er hann beðinn um aö hringja i sima 34627 eða hafa samband við lögregluna. Þakkir til baðvarðar Piltungur hringdi: Mig langar að koma á fram- færi þakklæti til baðvarðarins f íþróttahúsinu í Vestmannaeyj- um, hans Elliða. Hann er ein- staklega þægilegur og kurteis við alla sem koma í iþróttahúsið. Það heyrist ekkert í Jónínu Eldri kona hringdi: Við erum hérna þrjár full- orðnar konur sem höfum lengi fylgst með morgunleikfiminni í útvarpinu. Okkur finnst Jónína Benediktsdóttir ágæt en það er bara verst að það heyrist ekkert i henni fyrir skröltinu í honum Stefáni. Hún hefur auðvitað ekki eins sterka rödd og hann Valdi- mar. Væri ekki hægt að lagfæra þetta? ífbM oa M FEWUMSJ MEÐ EEWmmöÐINNI 15.736 Flug og bíll verð kr. 15.736 miðað við 4 í bíl, barnaafsláttur kr. 7.100. Brottför laugardag. 15.736 Flug og bíll miðað við 4 í bíl verð kr. 15.736. barnaafsláttur kr. 7.100. Brottför föstudaga. STOKKHÓLMUR 19.309 Flug og bíll verð kr. 19.309 miðað við 4 í bíl, barnaafsláttur kr. 8.800. Brottför föstudaga. Flug og bíll verð kr. 14.861 miðað við 4 í bíl, barnaafsláttur kr. 6.700. Brottför laugardaga. Flug og bíll verð kr. 13.251 miðað við 4 í bíl, barnaafsláttur kr. 5.800. Brottför fimmtudaga. 14.861 13.251 13.251 Flug og bill verð kr. 13.251 miðað við 4 í bíl, barnaafsláttur kr. 5.800. Brottför fimmtudaga. LUXEMBOURG 14.S24 Flug og bíll verð kr. 14.524 miðað við 4 í bíl, barnaafsláttur kr. 6.700. Brottför alla föstudaga og laugardaga. 15.443 Flug og bill verk kr. 15.443 miðað við 4 í bíl, barnaafsláttur kr. 6.700. Brottför föstudaga. KAUPMHÖFN 16.578 Flug og bíll verð kr. 16.578 miðað við 4 í bí!, barnaafsláttur kr. 7.600. Brottför laugardaga. I FRANKFURT 14.467 Flug og bíll verð kr. 14.467 miðað við 4 í bíl, barnaafsláttur kr. 6.700. Brottför sunnudaga. SALZBURG Flug og bíll verð kr. 12.244 miðað við 4 í bíl. barnaafsláttur kr. 5.200. Brottför miðvikudaga. 12.244 1 [ WTSKU SUMARHUSINa. ... I OBERALLGAU Oberallgáu tilheyrir Bæjaralandi, sem af mörgum er talið eitt fegursta hérað Þýskalands. Bæjaraland er skógi vaxið, með djúpa dali, tignarleg fjöll og gömul fögur þorp. Flug/bíll/íbúð: Hjón með tvö börn (viku kr. 14.045,- per mann. Ma. er innifalið söluskattur og kaskótrygging v/bíls. [rfSFERÐA llSjll MIÐSTODIIM AÐALSTRÆTI 9 S. 28133

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.