Morgunblaðið - 18.08.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.08.1985, Blaðsíða 18
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 18. AGÚST 1986 a B kútu- jómaður nýr heim varð 67 ára og hætti sjómennsku. Þá gerðist ég ráðsmaður við Stúd- entagarðana, sá um rekstur þeirra þar til Félagsstofnum stúdenta tók við fyrir nokkrum árum. Eftir það hef ég dundað við smíðar heima.“ Hiti læknar bakveiki „Þegar ég byrjaði í siglingum aftur var ég orðinn slæmur í baki og kominn með hálfgerða „sletti- löpp“. Við sigldum m.a. til Bras- ilíu. Við höfðum útbúið okkur sundlaug á dekkinu með því að strengja segl á milli lunningar og lestarlúgu og dæla heitum sjó þar í. I þessu lágum við á öllum frí- vöktum eftir að komið var yfir miðbaug. Mér batnaði í bakinu og eftir þessa ferð hafði ég ekki „slettilöpp" lengur og hef ekki fengið hana síðan." Sögur afAra Steinssyni Nú fara Sigurjón og Guðmund- ur sonur hans að hugsa sér til hreyfings. Þegar út er komið er tekin af þeim mynd á kirkju- tröppunum og í samræðunum við þá feðga er við röltum niður túnið frá kirkjunni kemur í ljós að Guð- mundur er allra manna fróðastur um ættir manna, þeirra er lifðu við Breiðafjörð á síðustu öld. Hann rekur af mikill íþrótt saman ættir frægra manna í Flatey og segir m.a. frá frændsemi Ara Steinssonar langafa síns og Matthíasar Jochumsonar skálds. Sigurjón bætir um betur og segir frá því að Ari hafi verið laun- skytta á sel. Það hafi verið tilefni þess að Matthías ljóðaði á hann og sagði: „Veifaði hnellinn hvössum dör“. En Ari var slunginn og hafði smíðaö bát sinn þannig að hann gat falið byssuna í stefninu. Hann hafði svo snæri frá neglu upp í stýrislykkju sem hann batt selina í og dró uppundir botn bátsins ef að honum var komið. Einu sinni var hann að fara með bréf til Stykkishólms og sáu menn þá á hólunum í Flatey að hann hafði skotið sel. Þá var gerður út bátur til að eita hann og grípa glóðvolg- an, en þegar menn komu að bátn- um sem Ari stöðvaði þegar í stað, hafði hann dregið selinn undir Dætur Ögmundar Ólafssonar skipstjóra, Guðlaug, Birna og Guðmunda, en fjölskylda þeirra á nú neðri hæð hússins þar sem Sigurjón fæddist og ólst upp. kjöl og falið byssuna í stefninu. Þegar þeir ásökuðu hann um að hafa skotið sel spurði Ari þá hvort þeir héldu hann slíkan mann að henda byssunni i sjóinn og hirða ekki selinn. Þeir gátu hvorki fundið selinn né byssuna og gátu því ekkert aðhafst og urðu að fara við svo búið. Leiðir skiljast Nú skiljast leiðir um sinn. Feðg- arnir halda niður í þorpið til að skoða gömlu húsin og rifja upp gamlar minningar en ég fer inn til mín að hita kaffi. Það var svo um- talað að ferðalangarnir kæmu við í kaffisopa áður en þeir færu frá eynni. Klukkuna er tekið að halla i fjögur þegar þeir koma. Veður er hlýtt og í fjarska grillir í flóabát- inn Baldur þar sem hann skríöur framhjá Sýrey áleiðis til Flateyj- ar. Feðgarnir gera stuttan stans við kaffidrykkjuna. Ég geng með þeim í sólskininu niður á Tröll- enda þar sem Sigurjón og Viktor reyktu sér til óbóta forðum. Nú er þarna komin höfn. Þegar farþeg- arnir eru komnir um borð lætur Baldur úr höfn. Skipið verður minna og minna þar til að lokum að það hverfur og samtal okkar Sigurjóns verður minning ein. Hlý og lifandi um- ræða verður svipul minning sem pár með kúlupenna á hvit blöð varðveitir frá algerri gleymsku. Á sama hátt verða æskustöðvarnar æ ógreinilegri fyrir sjónum Sigur- jóns þar til að lokum að þær renna að fullu saman við blámóðu Breiðafjarðar. á A99. « y\eisl \AuV^ «i í1 ída&'*SJvsaV Það stendur mikið til hjá Björgunarsveit Ingólfs í Reykjavík. í dag tekur sveitin í notkun nýjan björgunarbát og torfærujeppa. Það verður aldeilis líf í tuskunum og margt til gamans gert. • Hátíðin hefst með því að Davíð Oddsson, borgarstjóri flytur ávarp og gefur hinum nýja og glæsilega björgunarbáti nafn. • Að nafngift lokinni mun séra Sigurbjörn Einarsson, biskup, fyrsti formaður Slysavarnardeildar Ingólfs, vígja bátinn. Þegar hér verður komið sögu fer heldur betur að koma hreyfing á björgunarsveitarmenn og þeir munu sýna listif sínar: Þeir klifra eins og fjallageitur utan á SVFÍ húsinu, tylla sér eins og fuglar á þak hússins og skjóta þaðan neyðarblysum; Þeir leika sér að því að velta gúmmí- björgunarbátum og koma þeim á réttan kjöl áftur; Þeir kafa eins og selir niður á sjávarbotn og skjóta þaðan neyðarblysum; Þá munu þeir leyfa yngri borgurunum að renna sér í björgunarstól, sem settur verður upp í tilefni dagsins, og sýna nokkra af hinum velþjálfuðu björgunarhundum sveitarinnar. Ekki má gleyma því að slökkviliðið kemur og sýnir hin mikilvirku tæki sín og svo verða auðvitað öll helstu björgunartæki sveitarinnar til sýnis. Sveitinni hafa verið gefnar 1000 Svalafernur sem allir krakkar sem koma fá ókeypis meðan birgðir endast. Eldra fólkið vill auðvitað kaffi og því verða slysavarnakonur með rjúkandi kaffi og gómsætar kökur á boðstólum (fyrir sanngjarnt verð) í samkomusal SVFÍ-hússins. INGÓLFSHÁTÍÐIN ER FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA BJÖR&UNARSVFiTM MGÚLFUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.