Morgunblaðið - 18.08.1985, Side 9

Morgunblaðið - 18.08.1985, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1985 B 9 Fjölskyldumynd eftir Flóka. Púkinn í vinstra horninu er fjölskyldufylgjan. „Öllum skrýtnum og skemmtilegum fjölskyldum fylgir fjölskyldupúki.,, skyldumynd sem er hér á boðs- kortinu var ég að vinna að í viku- tíma ásamt öðru. Ég er í semi- trans þegar ég teikna myndirnar mínar, er með ákveðna hugmynd í kollinum, sest niður og vinn myndina áreynslulaust, rétt eins og einhver annar teiknaði fyrir mig, þannig er snilligáfan. Annars verð ég yfirleitt alltaf fúll ef það er ekki eitthvað sem kemur mér á óvart þegar myndin er fullgerð. Þegar ég sé gamlar myndir eftir mig, man ég yfirleitt í hvaða hug- arástandi ég var þegar ég teiknaði þær, hvernig veðrið var úti, hvern- ig ég var klæddur og hvað var að gerast í umhverfinu ... Flóki kemur sér betur fyrir í stólnum og tekur upp dulspekital. „Það er staðreynd að myndum mínum fylgja ákveðnir töfrar. Ég hef margoft heyrt sögur af fólki sem hefur verið í skilnaðarhug- leiðingum eða fjárhagsþrenging- um en eftir að það hefur fest mynd eftir mig upp á vegg hefur allt farið að ganga eins og í sögu. Miðlar hafa sagt mér að frá mynd- um mínum stafi fjólublár litur. Sjálfur hef ég frá fyrstu tíð verið hneigður að göldrum og dulspeki, enda var amma mikil áhugakona um miðilsfundi og ég var farinn að sækja þá með henni áður en ég náði 9 ára aldri. Sem barn varð ég fyrir mystiskum upplifunum, ég og alheimurinn urðum eitt, en þetta hefur elst af mér eins og annað. Annars elska mig öll börn, þegar ég sit á kaffihúsum hópast þau strax í kringum mig, þau sjá líklega að ég er ljúfmenni, og þess vegna forðast ég þau.“ Það er mikið fjölmiðlafár í Listmunahúsinu, Flóki þarf að skreppa niður á neðri hæðina til að sinna öðrum blaðamanni, kem- ur aftur innan stundar sigri hrós- andi og segist hafa getað komið einum góðum frasa frá sér, „hann spurði hvers vegna ég málaði ekki og ég sagðist hafa verið svo óhepp- inn að Jóhannes Kjarval hefði gleymt að>gefa mér litakassa!" Dulspekitalið heldur áfram, Flóki segist muna eftir aftöku sem hann var vitni að í fyrra lífi. „Þetta var um borð í skipi, ég man hvernig sjóliðarnir voru klæddir, sjálfur sat ég og fylgdist með úr tröppum um borð, mér er sérstak- lega minnisstæður böðullinn, hann var svo ungur. Islendingar hafa sérstaklega mikinn áhuga á öllu yfirnáttúrulegu. Ég hef marg- oft tekið eftir því að jafnvel þeir gallhörðustu linast á þriðja glasi, segja afsakandi, „það er nú eigin- lega eitt sem ég hef aldrei getað skýrt..." og segja svo mögnuð- ustu draugasögu sem heyrst hef- ur. Jú, jú ég held ég sé rammgöldr- óttur." — Þú vaktir mikla athygli hér á árum áður þegar þú bjóst með tveim konum í sátt og samlyndi. Stendur sú sambúð enn? „Nei, ég hef elst og misst þrótt- inn. Annars hef ég komist að þeirri niðurstöðu að líklega sé best að búa með fjórum konum, tvær konur verða afbrýðisamar út í hvor aðra, þegar þær eru þrjár, taka tvær sig saman og eru á móti einni, en fjórar, það held ég sé ágætt. Ég hef ekkert á móti fjöl- kvæni eða fjölveri, því ég er ekkert karlrembusvin, hef hitt sex snill- inga um ævina, þar af eru fjórar konur... — Að sjálfum þér meðtöldum ... „Nei, ég er sá sjöundi." — Hvað er svo framundan? „Ég er að vinna sögu um unga stúlku sem kemur mörgu í verk á skammri ævi, segi í myndskreyttu máli frá lífshlaupi hennar og „himnaför". Svo er ég að mynd- skreyta sögu fyrir danskt forlag. Annars er ég tiltölulega planlaus, fer ef til vill eitthvað að ferð- ast..." VJ sínar einkum í bók sinni „Totem and Taboo“. Nú þykja margar kenningar hans um þessi efni hæpnar, en þær eru engu að síður skemmtilegar og margar þeirra eru vissulega tímabærar nú á dög- um þegar niðurkoðnun lífshvat- anna er tekin að minna talsvert á það ástand, sem Freud telur að hafi einkennt „hina frumstæðu hjörð“, þar sem persónuleg með- vitund, mat og smekkur var aðeins stöðluð, óljós og hvarflandi hóp- meðvitund, einkalíf ekkert og tengsl milli manna og kvenna minna helst'á það sem kennt er við búfjárlíf. Það er vissulega íhugunarvert hvernig þau hugtök sem Freud notar um lífshvötina, kynhvötina, „Eros“ og „Liebe“ hafa koðnað niður í klámiðnaði nú á dögum á skilningsstig „hjarðar- innar“. Með stöðlun og útþurrkun einkalífs hafa mótast forsendur fyrir hóplífi og hópsál múgsins. „Die Zunkunft einer Illusion" kom út í nóvember í Leipzig, Vín og Zúrich 1927. Hér ber ritgerðin heitið „The Future of an Illusion", endurprentun eftir 21. bindi heild- arútgáfunnar. Þróun trúarbragða Hans Kung fjallar um kenning- ar Freuds um uppkomu og mótun trúarbragða í riti sínu „Éxistiert Gott“ (Múnchen 1978). Kung segir að þessi rit Freuds einkennist af heiðarleika í umfjöllun um trú- arbrögð, sem klerkar mættu margt af læra. í þessu riti um framtíð „tálsýnarinnar" byggir Freud á frumkenningum og hug- myndum Darwins um mann- hjörðina, sem hafi lifað í árdaga, „Totem und Taboo" er meira og minna reist á Darwinskenning- unni. Eins og áður er vikið að eru kenningar Freuds um „föðurinn" og hjörðina hæpnar og þar af leið- andi hugmyndir hans í þessari rit- gerð um þróun trúarbragða. Trúarbrögð voru að skoðun Freuds „tálsýn", sem mannkynið hlyti að losna við með aukinni þekkingu og vísindalegum rann- sóknum og með einfaldri sálgrein- ingu. Guðshugmyndin er því hreint rugl samkvæmt þessum kenningum, reist á mennskri kvöl og óskhyggju, mótuð gegnum ald- irnar af mismunandi viðhorfum og ótal samfélagslegum þáttum og nauðsyn. Freud tekur margt frá Feuerbach og Marx, en hann beitir sálfræðilegri þekkingu sinni í þessari umfjöllun og ritar því um efnið af meiri myndugleika. í stað trúarbragða kemur „vís- indatrú" Freuds, vísindin og skynsemin voru leiðin. Hann er al- gjör afneitari, en strangheiðarleg- ur afneitari og allar ódýrar lausn- ir eru honum fjarri. Heimar Freuds voru heimar skynsemishyggju, vísindahyggju og borgaralegra viðhorfa 19. ald- ar, efahyggju og að nokkru afneit- unar á þeim skoðunum sem ekki verða vegnar og metnar Jarðlig- um skilningi". Svið, sem ekki verða rökrædd né stikuð, fremur en svið skáldskapar og lista, sem eiga sér upphaf í þeim hugmyndum, sem Freud afneitar algjörlega. Áhrif kenn- inga Freuds um „tálsýnina" urðu mikil að því leyti að þau styrktu þá sem töldu sig afneitara og stuðluðu þannig að aukinni af- kristnun. Ok siömenningarinnar „Das Unbehagen in der Kultur“ kom út í Vín 1930. Þessi þýðing er tekin eftir heildarútgáfunni 21. bindi. „Civilization and its Dis- contents“. Þýðing þessarar rit- gerðar var flutt í ísl. þýðingu I Ríkisútvarpinu árið 1984 af Sigur- jóni Bjömssyni og nefndist „Undir oki siðmenningarinnar". Freud tók að skrifa þessa rit- gerð sumarið 1929 eftir að hann lauk við „Die Zunkunft einer Illus- ion“. Efnið fjallar um andstæður hvatalífs og siðmenningar. Freud hafði lengi íhugað þessi efni og með ritgerðinni gerði hann upp hug sinn varðandi stöðu mann- kynsins um það leyti, sem ritgerð- in var skrifuð. Eftir hverju sækj- ast menn? Hvað kröfur gera þeir? Hvað kjósa þeir sér? Hvað er eft- irsóknarvert? Svarið er skýlaust. Þeir leita hamingjunnar, þeir vilja vera hamingjusamir.. Viðleitni þeirra er tvennskonar, jákvæð og neikvæð. Þeir krefjast þrautalauss lífs og lausnar frá öll- um óþægindum og á hinn bóginn nautna, ánægju og fyllingar. Um- hverfið er andstætt þessari leit manna að hamingju. Mönnum er ógnað af hrörnun eigin líkama — af umhverfinu, hamförum nátt- úruafla og slysa og af öðrum mönnum. Aðferðir manna við að forðast óþægindi eru margvíslegar — einangrun eða þátttaka í sam- félagi, sem vinnur að almanna heill — en fyrst og fremst leitast menn við að forðast eigin þján- ingu. Grófasta aðferðin er neysla efna sem vekja sælukennd, menn þekkja einnig svipað sæluástand í sjúklegri maníu.“ Freud fjallar einnig um þá nautn, sem menn öðlast við skap- andi vinnu, listsköpun og rann- sóknir vísindamanna og heila- brota hugsuða. Skapandi lista- menn eru ekki stórt brotabrot mannkynsins og þvi fara flestir á mis við þá nautn, sem þeim hlotn- ast. Freud telur ástina, kynnautn- ina æðstu nautn mennskrar til- veru, að elska og vera elskaður eða elskuð er að hans mati öllum gefið og samkvæmt hans kenningum sterkust hvata. Siðmenningin er blómstur mannkynsins, en einnig kveikjan að óhamingju þess. Með því að gerast verndarar siðmenningar- innar mögnum við einnig þau öfl, sem vilja hana feiga. Togstreita hvatalífs og siðmenningar veldur stöðugri spennu í samfélögum og í sál hvers einstaklings. Siðmenn- ingin kostar höft. Fegurð, hrein- leiki og regla eiga að vera einkenni siðmenningarinnar. En þetta allt er á kostnað hinna heftu hvata og árásargirni, sem Freud telur upp- runalega. Þegar menn koma sér saman um að hefta hvatir sínar og græðgi hófst siðmenningin og grundvöllur hennar er leitun eftir réttlæti, að lög megi segja fyrir um hegðun mannanna. Ef engin höft eru á græðgi og árásargirni breytast menn í villidýr og sam- félag þeirra verður frumskógur siðmenningarleysis, tortryggni og haturs. Freud ræðir um þær hug- sjónir sem ganga fram hjá „erfða- syndinni" blundandi villidýrinu í djúpum undirvitundarinnar og telja að maðurinn sé fæddur „góð- ur“. Slíkar hugsjónir enda alltaf í andstæðu sinni. Freud varð dauðahvötin ljósari eftir því sem hann kafaði dýpra í mennska sál. Hún er nátengd eyðingarhvöt og árásargirni. Höfuð andstæðurnar voru að hans dómi Eros og dauð- inn. Hvati siðmenningarinnar er óskin um líf tegundarinnar. Höf- undur ræðir síðan um sektar- kennd og samvisku sem hann telur kveikju allrar siðmenningar og lykilinn að viðhaldi hennar. Boðorðið „elska skaltu náunga þinn eins og sjálfan þig“ er æðsta boðorðið, lykilboðorðið, sem Freud telur að verði ekki framfylgt. Þessi ritgerð er meðal merkustu ritgerða Freuds sem fjalla um fé- lagsfræðileg og jafnframt sál- fræðileg efni. Allar rannsóknir Freuds miðuðust við það að mað- urinn mætti þekkja sjálfan sig og öfl þeirra djúpa, sem ríkja í mannheimi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.