Morgunblaðið - 18.08.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.08.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR18. ÁGÚST1985 B 15 Rússar hafi svipað varnakerfi í undirbúningi. George Bush varaforseti sagði þegar hann var á ferð í Evrópu fyrr í þessum mánuði að geim- varnaáætlunin og Eureka gætu vel farið saman. Hann kvaðst telja að stjörnustríðsáætlunin væri rannsóknaráætlun, sem lyti ekki eingöngu að kjarnorkuvörnum. En stjórn Reagans virðist enn ekki hafa tekizt að sannfæra Evrópu- menn um að þeir muni fá jafn- greiðan aðgang að fjármunum og tækni og Bandaríkjamenn við rannsóknir á geimvarnavopnum. Ekki hefur tekizt að eyða með öllu ugg Evrópumanna, sem vísa til gamallar reynslu, um að strangar hömlur bandarískra yfir- valda á tæknilegum upplýsingum gætu að engu gert vísindaleg n skipti á upplýsingum, sem þeir 6 telja aðalkost geimvarnaáætlun- arinnar. Bandaríkjamenn hafa oft kvartað yfir vaxandi tækniþjófn- aði Rússa og spurt er hvort niður- stöðum stjörnustríðsrannsókn- anna verði haldið leyndum af ör- yggisástæðum. Þar við bætast efa- semdir Evrópumanna um að áætl- , unin muni ekki ýta undir rann- sóknir á skyldum sviðum í Evrópu. HAGNÝT SAMVINNA Áhuginn á Eureka hefur því aukizt af ýmsum ástæðum og stuðningur Breta er mikilvægur. Þeir spenna bogann ekki eins hátt og Frakkar, leggja áherzlu á hag- nýtt gildi áætlunarinnar og telja árangursríka tækninýtingu mikil- vægari en rannsóknir og úr- vinnslu. í skjali, sem brezka stjórnin birti í tilefni af Parísarfundinum, sagði að skjót viðbrögð við „gífur- legri" tækniógnun Bandaríkja- manna og Japana við Evrópu væru nauðsynleg, en aðalvandi Evrópu- manna væri sá að þeir væru of seinir að hagnýta vísinda- og tækniafrek sín til að framleiða verzlunarvöru í gróðaskyni. Til að það mætti takast þurfi tvennt að koma til. I fyrsta lagi verði að velja við- fangsefni, sem mæti þörfum venjulegra borgara í Evrópu. Unn- ið skuli að hverju verkefni í sam- einingu í því augnamiði að fram- leiða vöru fyrir heimsmarkað og beita margs konar háþróaðri tækni. í öðru lagi skuli ljúka því verkefni að gera Evrópu að einum risamarkaði, sambærilegum við hinn bandaríska, þar sem Eureka geti dafnað. Bretar benda á nokkur við- fangsefni, sem þeir hafa í huga: Sjálfvirkni í samgöngum á landi, flugumferðarstjórn, tölvuútvarpi og póstþjónustu, verksmiðju fram- tiðarinnar búna fullkomnustu tækni sem völ er á, og tæknivæð- ingu heimila; fullkomnari miðlun upplýsinga og afþreyingaefnis og fullkomnari heimilistæki. Samkvæmt hugmyndum Breta eiga framleiðendur háþróaðs tæknivarnings að geta sótt um sérstakt „Evrópuleyfi" að upp- fylltum vissum skilyrðum. Fram- leiðendur verði að sýna að vara þeirra hafi verið framleidd i sam- vinnu við fyrirtæki í a.m.k. einu öðru Evrópulandi. Þeir stinga upp á nýjum fyrirtækjum, samvinnu fyrirtækja til að keppa við banda- riska og japanska keppinauta og eflingu fyrirtækja með ýmsum ívilnunum. Mörg vestur-evrópsk fyrirtæki hafa látið í ljós áhuga á Eureka og munu sennilega einnig vinna að verkefnum fyrir stjörnustríðs- áætlunina. Fjögur stærstu raf- eindafyrirtæki álfunnar hafa ákveðið að verja einum milljarði dala til sameiginlegra rannsókna. Franskt hergagnafyrirtæki og Norsk Data ætla að taka upp sam- eiginlegar rannsóknir. Siemens og franskt fyrirtæki munu kanna framleiðslu á nýrri tölvu og Aero- spatiele í Frakklandi og Messer- schmitt-Bölkow-Blohm í Vestur- Þýzkalandi hafa ákveðið að vinna saman að rannsóknum. „GRÆNT UÓS“ Þegar Eureka var hleypt af stokkunum á fundinum í París í síðustu viku vildu Bretar að fylgt yrði gætilegri og raunsærri stefnu, en Frakkar vildu skjótar aðgerðir, og lítill árangur náðist þrátt fyrir einróma samkomulag um sjálfa áætlunina. Le Monde birti frétt um fundinn undir fyrir- sögninni „Grænt ljós en lítill áþreifanlegur árangur". í forystugrein benti blaðið á að jákvæð niðurstaða fundarins minnti á athugasemd bandaríska gamanleikarans Woody Allens: „Svarið er já, en um hvað var eig- inlega spurt?“. Hægrablaðið Le Figaro sagði að mörg vandamál væru óleyst. Á fundinum áréttaði Genscher, utanríkisráðherra Vestur-Þjóð- verja: „Eureka er nauðsyn — með eða án stjörnustríðsáætlunarinn- ar. Eureka kemur ekki í staðinn fyrir stjörnustríðsáætlunina og ekki þarf að velja á milli þessara tveggja kosta.“ Áfundinum var í aðalatriðum mótuð sú stefna, sem Eureka-rík- in fram að næsta fundi tækniráð- herranna í Bonn 15. nóvember. Þangað til fjallar nefnd sérfræð- inga um fjármögnun áætlunarinn- ar og hugmyndir fyrirtækja og rannsóknarstofnana um evrópsk verkefni. Ráðherrarnir taka síðan afatöðu til þessara hugmynda á Bonnfundinum og þá munu málin skýrast. GH Borðtennisskóli Námskeiö fyrir byrjendur og lengra komna í íþróttahús- inu Ásgerði, Garöabæ, dagana 21. — 27. ágúst. Tveir af fremstu þjálfurum landsins leiðbeina þeir Stefán Kon- ráösson og Albrecht Ehmann. Spaðar og kúlur á staö- num. Innritun í síma 43132 Stjarnan notar Butterfly borðtennisspaöa. Kalmar Portal Stílhreint ---- fallegt — a i CZD — d—il II f?=Ss Kalmar Portal eldhúsiö er eldhús fyrir þá, sem vilja stílhreint og sterk- legt en jafnframt vandaö eldhús. Portal eldhúsiö er fáanlegt í hvítu og eik, í hæö 210 sm eöa í fullri lofthæð. í sýningarsal okkar sýnum viö margar geröir innréttinga, viö flesta hæfi. Lítiö viö eöa fáiö heimsendan bækling. :iiiiiiiiii*iii.i ..........ilúm ....L...ÉÉ, ] Kalmar Skeifan 8 Reykjavík Sími 82011 lfiö höf>um hœkkað vextina! 18 mánaða Sparincikningar Búnaðarbankans bera óumdeilanlega hæstu vextina. fi BÍNAÐARBANKINN \f V TRAUSTUR BANKI TIMABÆR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.