Morgunblaðið - 18.08.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.08.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1985 B 17 Sigurjón Jóhannsson um 1930, yfir- vélstjóri á Esjunni. Bentshús í Flatey. Svarta húsið er Vertshús sem eitt sinn var veitingahús í eynni. Sigurjón og kona hans, Jóna G. Þórðardóttir, með barnahópinn sinn. F.v.: Jón, Olafur, Sigríður, Jóhann Sigurjón, Ari, Erla, Jóna og Guðmundur. Arnarfell Um brúðkaup Hann segir mér að móðir hans hafi fæðst í Stykkishólmi, alist upp í Þormóðsey en flutt ungling- ur til hálfsystur sinnar, Sigriðar Johnsen, og frá henni giftist hún. „í Flatey giftust menn með pomp og pragt á þeim árum,“ segir Sig- urjón. „Ég var viðstaddur margar slíkar veislur sem krakki. Þegar Ögmundur Ólafsson skipstjóri giftist Guðnýju dóttur Hallbjarn- ar Bergmanns, sambýlismanns okkar, þá var mikil veisla. Ég man að mamma bað pabba að skrifa vísu í gestabókina hjá brúðhjón- unum. Nokkru seinna kallaði hann á mig inn í herbergi og sagði „Hvernig finnst þér þessi?" Ég hlustaði, hlóp fram til mömmu og fór með vísuna fyrir hana og man að henni líkaði hún vel. Vísan er svona: það. Við fórum oft krakkarnir til að gefa huldufólkinu gjafir til að hafa það gott. Stelpurnar gáfu þeim pjötlur en við strákarnir fal- lega steina. Mamma týndi einu sinni lyklum að útiskemmu sem öll matvæli heimilisins voru geymd í. Það var leitað að lyklunum allan daginn en þeir fundust ekki. Um nóttina dreymir mömmu að til hennar kemur kona og segir við hana: „Valborg mín, lyklarnir eru bak við grastoppinn í stéttinni við flata steininn." Mömmu varð svo mikið um að hún vaknar og þýtur út um miðja nótt, þreifar á bak við grastoppinn og þar voru lyklarnir. Þetta þótti merkilegt." Jólahald í Flatey Það er hálfrökkur í svalri kirkj- unni og það gerir mér auðveldara að fylgja Sigurjóni á ferðum hans aftur í fortíðina og þegar hann tekur að rifja upp jólahald Fiatey- inga í bernsku sinni á ég auðvelt með að sjá fyrir mér jólatréð, sem búið var til úr sívalri spýtu með álmum á. í stofn og álma voru boruð göt sem fyllt voru með lúsa- lyngi og best þótti að hafa sem mest af rauðum berjum á lynginu. Það er bros í augum Sigurjóns þegar hann segir mér frá mömmu sinni þar sem hún bograði við að skreyta tréð með körfum og kram- arhúsum úr mislitum pappir, fylltum af sælgæti. Allt skraut hafði hún búið til sjálf og jólatréð varð hið fegursta sem Sigurjón hefur enn augum litið. Börnin fengu heila appelsinu og heilt epli hvert, en slíkt sælgæti var annars aldrei á borðum. Jóhann Arason skútuskipstjóri gaf börnum sínum leikföng sem hann hafði sjálfur dundað við að smíða á löngum vetrarkvöldum. Og ekkert mátti gera eftir að heilagt var klukkan sex á aðfangadag, nema að ganga í kringum jólatréð. Þannig var jóla- haldið á flestum heimilum í Flat- ey, aðeins misjafnlega mikið borið í það, eftir efnum og ástæðum. „En okkar efnahagur var góður," sagði Sigurjón. Þið kœru brúðh jón, er tenffist tryyydatxmdum oy treystið yuði lifs á œvibraut Af huya hreinum óskum við í öndum að ykkur ei maeði soryir, ból né þraut Varð að ósk sinni „Þegar ég var strákur i Flatey," heldur Sigurjón áfram, „þótti fal- legt að konur væru vel í holdum. Konurnar gengu því í mörgum og víðum pilsum. Þorbjörg Ólafsdótt- ir, kona Magnúsar verts í Vertsh- úsi, var kona fljót að hugsa. Eitt sinn sat hún á hækjum sér og var að hella olíu á þríkveik, svokallaða „temaskínú". Þá kviknaði skyndi- lega í öllu saman í höndunum á henni. Þá greip hún á augabragði upp þykk og efnismikil pilsin og skellti yfir logann og kæfði allt saman. Þótti mönnum mikið til um snarræði hennar. Þessi sama kona hafði, þegar hún var um tví- tugt, gengið Helgafell og óskað sér. Þegar hún lá banaleguna kall- aði hún mömmu til sín og bað hana að votta að síðasta ósk sín kæmi fram. Hún hafði óskað sér að hún yrði alla æfi heilsugóð og það var hún, einnig að hún yrði fremur veitandi en þiggjandi í líf- inu og það kom fram. Loks hafði hún óskað sér að fá hægt andlát. Mamma gat vottað að sú ósk rætt- ist einnig því Þorbjörg leið útaf í svefni.“ Munstraður á skútu Nú snéri Sigurjón talinu að föð- ur sínum. „Pabbi minn hóf sinn skipstjóraferil á ísafirði á ein- möstrungum. Svo gerðist hann skipstjóri hjá Pétri Ólafssyni á Patreksfirði og síðan skipstjóri í Flatey hjá Guðmundi Bergsteins- syni. Á veturna vann hann við seglasaum og útbúnað seglskip- anna. Vertíðin byrjaði eftir páska og stóð fram í ágúst. Ég var fyrst munstraður á seglskútuna Arney frá Flatey árið 1914, þá 16 ára gamall. Pabbi var skipstjóri á Arney. Sjómennskan var mér ægi- lega erfið í fyrstu. Ég ældi svo af sjóveiki að það mátti litlu muna hvort þorskurinn dró mig út eða ég dró hann inn. Mér gekk ekki mjög vel að fiska til að byrja með en pabbi hjálpaði mér stundum að laga beituna og sagði við mig: „Þú verður svo að hjálpa þér sjálfur Siggi minn, þá hjálpar guð þér.“ Aðra aðstoð fékk ég ekki. Oft á tíðum dró Jón bróðir, sem líka var háseti á Arney, kolvitlausan fisk meðan ég fékk ekki neitt. Það var áberandi munur á hve menn voru fisknir. Ég varð þó með tímanum í betra meðallagi fiskinn. Ég hafði gaman af því þegar pabbi var að ná góðum fiskimönn- um frá öðrum skipstjórum á vet- urna. Þá gaf hann þeim alltaf kaffi og koníak, en hann hafði aldrei nema lítið í karöflunni.“ Fæðið á skútunum „Fæðið á skútunum var agalegt. Það var viktað út vikulega. Það gerði skipstjórinn auðvitað. Þar á meðal púðursykur út á grautinn. Mamma bakaði alltaf rúgbrauð fyrir okkur feðgana þrjá. Brauðið geymdum við í saltstíunni. Þegar það var orðið grænt af myglu, eft- ir svona hálfan mánuð, þá skoluð- um við bara af því í sjó og átum það svo. Fisksoðning var tvisvar á dag. Hver maður skaffaði sinn bita og það var oft erfitt hjá kokknum að sjá til þess að hver maður fengi sinn bita. En hann gerði sitt besta því annars komu skipverjar og létu ófriðlega, jafn- vel lömdu hann. Kokkurinn var yf- irleitt maður sem ekki var hægt að nýta til annars." Nú kímdi Sig- urjón og var greinilega hálft um hálft að gera að gamni sínu. „Skipstjórinn var eins og kon- ungur í ríki sínu,“ heldur Sigurjón áfram. „Það sem hann sagði var lög. Sumir skipstjórar urðu af þessu mjög derringslegir en pabbi féll aldrei í þá gryfju. Hann gat að vísu verið harður í horn að taka en alla jafna var hann ljúfmenni mikið. Hann var fiskikonungur Vestfjarða í mörg ár. Allir hans hásetar báru ótakmarkaða virð- ingu fyrir honum.“ Frostaveturinn mikli „Ég fór úr Flatey vorið 1918 eft- ir frostaveturinn mikla. Þann vet- ur gekk ég á ís úr Flatey inn í Svefneyjar, Hvallátur og inn í Skáleyjar. Við vorum að drepast úr kulda á leiðinni og urðum við félagarnir að passa uppá nefið hver á öðrum, ef það hvítnaði urð- um við að leggja við það snjó, en við sluppum allir með ókalið nef en fengum stundum um veturinn kalsár á eyru og hæla. Þá var brætt vax í bréf og sett volgt við og það tók úr mesta sviðann." Til náms í Reykjavík „Ég fór suður til Reykjavíkur til náms um vorið. Mér leiddist voða- lega í Reykjavík fyrst, fór einför- um, en það gekk yfir og siðan hef ég aldrei fundið til leiðinda. Ég lærði járnsmíði hjá Bjarnhéðni heitnum Jónssyni, sem vélsmiðjan Héðinn heitir eftir. Það var harð- ur tími námsárin. Ég fékk frítt húsnæði og fæði hjá meistaranum en öðrum nauðsynjum sá ég fyrir sjálfur af sumarvinnunni." Vínsali „Þegar ég fór í Vélstjóraskólann var ég til sjós á sumrin. Þá smygl- aði ég víni og seldi fyrir sem svar- aði því sem ég þyrfti á að halda yfir veturinn. Þegar ég hafði náð því drakk ég afganginn af víninu sjálfur. Þetta gekk vel hjá okkur þegar ég var á GuIIfossi. Þar var ég fyrst yfirkyndari (donkiman) og fjórði vélstjóri. Þá sigldi skipið fastar ferðir milli Reykjavíkur, Kaupmannahafnar og Leath. Við æfðum, tveir kyndarar, samsöng á fírplássinu og sungum á knæpum í Kaupmannahöfn þeg- ar okkur vantaði fyrir öli.Við sungum aðallega íslensk tvi- söngslög t.d. „Friðþjófur og Björn“ og fleira." Bræðurnir „Við þekktum danska fjöl- dskyldu sem við fórum stundum í ferðalög með, m.a. í skógarferðir. Við fórum þá í hestvagni sem tveir hestar gengu fyrir. Hestarnir hétu „Bræðurnir". Þegar við áðum leysti húsbóndinn hestana frá og sagði: „Jæja Bræður, nú megið þið fara í skóginn að fá ykkur bita.“ Svo hurfu þeir. Þegar við tókum saman dótið og hugðum á heim- ferð, þá kallaði húsbóndinn: „Bræður, komiði nú.“ Þá komu hestarnir steinþegjandi og stilltu sér fyrir vagninn svo ekki þurfti annað en lyfta kjálkanum til að festa þá við vagninn." Dreymt fyrir andláti „Ég lauk vélstjóraprófi 1923, þá hélt ég áfram á Gullfossi sem fjórði vélstjóri. Síðan fór ég á gufuskipið Esju sem annar vél- stjóri og var þar til 1930. Eitt sinn á þeim árum var ég á línufiskiríi. Þá dreymir mig eina nótt að við erum allir kojufélagarnir með kerti á kojustokknum hjá okkur. Allt í einu slokknar á kertinu hjá kokknum, eftir nokkra stund slokknar á kertinu hjá stýrimann- inum og rétt á eftir slokknaði á kertinu hjá mér. Þegar við komum í land fékk kokkurinn þær fréttir að faðir hans sé dáinn. í næstu ferð fékk stýrimaðurinn sömu fregnir og í þriðju ferð var röðin komin að pabba minum." Atvinnumál „Sænsk íslenska frystihúsið fal- aðist eftir mér til vinnu skömmu eftir að það var stofnað um 1930. Ég fór þangað til starfa, tók við af þýskum kafbátavélstjóra sem var orðinn slæmur á taugum og varð að hætta störfum. Þar með hætti ég á sjónum um langan tíma.“ Hjónaband „Ég var þá líka giftur maður og kominn með börn. Ég kynntist konunni minni, Jónu G. Þórðar- dóttur, árið 1924. Þá var hún „stuepige" hjá Mogensen apótek- ara á Hverfisgötunni. í þá daga voru húsmæður strangar. Þar sem ég var í siglingum komst ég fljótt í álit hjá frú Mogensen og það gerði kærustunni auðveldara að fá frí til að fara út með mér. Við Jóna giftum okkur 1925 og settum saman bú að Barónsstíg 12 í Reykjavík. Við höfum því verið gift í 60 ár og eigum saman sjö börn.“ Enn af atvinnumálum „Árið 1938 varð ég íshússtjóri í Borgarnesi. Þar byggði ég hús og átti heimili í fjögur ár. Þá náði Sænsk íslenska í mig aftur. Þegar Fiskiðjuverið var stofnað gerðist ég þar vélstjóri fram til ársins 1950. Svo réði ég mig á Arnarfell og var þar yfirvélstjóri þar til ég

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.