Morgunblaðið - 18.08.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.08.1985, Blaðsíða 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1985 Fiat er fyrsta stórfyrirtækið í Vestur-Evrópu, sem opinberlega heitir þátttöku í báðum áætlun- um, þótt fleiri fyrirtæki hafi áhuga. Agnelli sagði að þátttaka í stjörnustríðsáætluninni mundi hafa „tröllaukin áhrif" á Fiat og „framtíðarþróun háþróaðrar tækni“ í Evrópu. „Evrópa stendur utan við flestar áætlanir Penta- gons (bandaríska landvarnaráðu- neytisins), en þetta er stórkostlegt tækifæri." sagði hann. Þótt stjörnustríðsáætlunin hafi endurvakið gamla tortryggni Frakka í garð Bandaríkjamanna er ekki þar með sagt að þeir dragi kosti stjörnustríðsáætlana og geimvarnakerfa í efa eins og ýms- ir aðrir. Mitterrand forseti neitar því að Eureka sé stefnt til höfuðs geimvarnaáætluninni og kveðst vilja að Eureka bæti hana upp og veiti henni samkeppni. Hann hef- ur gætt þess að útiloka ekki mögu- leika á þátttöku Frakka í áætlun- inni í framtíðinni og leyft frönsk- um fyrirtækjum að gera samninga um rannsóknir við bandarísk fyrirtæki. Ef Evrópuþjóðir ákveða að taka þátt í bandarísku rannsóknar- áætluninni af heilum hug má vera að þeim takist að koma í veg fyrir að þær dragist of langt aftur úr í tæknikapphlaupinu, en ólíklegt er að þeim takist að brúa bilið með Eureka-áætluninni. Hún hefur talsverða kosti frá evrópsku sjón- armiði, en vafi leikur á því hvort fyrir hendi er vilji til að hrinda henni í framkvæmd, þrátt fyrir hina einróma j'firlýsingu í París á dögunum. ÓTTI EVRÓPU Það sem Mitterrand óttast er að Bandaríkjamenn þurrausi Evrópu af hugmyndum á sviði nýrrar og háþróaðrar tækni, án þess að sam- starf við þá stuðli á nokkurn hátt að aukinni hæfni Evrópumanna. Hann óttast að Bandaríkjamenn muni nota Evrópu, færi sér í nyt beztu tæknistofnanir álfunnar, án þess að nokkuð komi í staðinn. Af- EUREKA fyrir 20 árum og áhrifanna muni gæta í iðnaði. Helzt lítur út fyrir að geim- varnaáætlunin verði mesta tækni-, vísinda- og iðnaðarátak aldarinnar og það er pólitísk stað- reynd, sem ekki verður gengið fram hjá, hvað sem líður efasemd- um um hernaðarhliðar hennar. Áætlunin virðist óstöðvandi og Evrópumenn hafa talið varhuga- vert að hafna þátttöku í henni, þar sem þá gætu þeir orðið utangátta og eftirbátar annarra í háþróaðri tækni. Vestur-Evrópubúum hefur fundizt þeir standa frammi fyrir erfiðu vali: að fylkja sér um geimvarnaáætlunina og raunveru- lega gefa Bandaríkjamönnum frjálsar hendur, eða veðja á Eur- eka, þótt hugmyndirnar á bak við þá áætlun séu óljósar og þoku- kenndar. Jafnvel Mitterrand reyn- ir að halda báðum leiðum opnum, þrátt fyrir baráttuna fyrir Eur- eka. Bandaríkjamenn hafa reynt að færa sér í nyt efasemdir Evrópu- manna um eigin getu og telja sig hafa náð verulegum árangri. Þeir hafa sniðgengið evrópsk stjórn- völd og snúið sér beint til fyrir- tækja, sem kynnu að hafa áhuga á rannsóknarverkefnum, og segja að undirtektir hafi verið mjög góðar, nema í Frakklandi. „Evrópumenn vilja ekki hafna í rusalatunnu sög- unnar," sagði bandarískur tals- maður. SAMKEPPNI Þar sem horfur eru á gífurlegri tæknibyltingu vegna stórfelldra fjárveitinga Bandaríkjamanna hafa margir evrópskir kaupsýslu- menn og vísindamenn keppzt um að fá að taka þátt í stjörnustríðs- rannsóknunum. Keppni um nýjar uppfinningar er miskunnarlaus og mestu tækniframfarir verða jafn- an á sviði vígbúnaðarrannsókna. Geysistórir markaðir munu opn- ast og mikið er í húfi. Nú í vikunni sagði forstjóri Fiat-bílaverksmiðjanna á Ítalíu, Giovanni Agnelli, að Fiat væri reiðubúið til þátttöku í rannsókn- um Bandaríkjamanna, en mundi reyna um leið að fá að taka þátt í Eureka. „Ég tel báðar áætlanirnar framkvæmanlegar, en við ætlum fyrst að taka þátt í þeirri banda- rísku, því að hún er komin á ör- uggan fjárhagslegan grundvöll, nógu margir starfsmenn vinna að henni og hún hefst fljótlega," sagði hann. Vopn gegn gervihnöttum, sem unniö er aö samkvæmt stjörnustríðsáætluninni. leiðingin geti orðið sú að grund- vellinum verði kippt undan Evr- ópu á tæknisviðinu. Utanríkisráð- herra Frakka, Roland Dumas, seg- ir: „Samstarf samherja, sem standa ekki á jafnréttisgrundvelli, verður hvorki varanlegt né árang- ursríkt." Á liðnum árum hafa margar beztu hugmyndir Evrópumanna borizt yfir Atlantshaf og stuðlað að aukinni velgengni bandarískra fyrirtækja. Því hefur verið spurt hvort geimvarnaáætlunin sé að- eins enn eitt dæmið um „ein- stefnu" og „atgervisflótta". Menn eins og Agnelli, forstjóri Fiat, vísa aftur á móti á bug þeim ótta Mitterrands og annarra að Evrópumenn verði aðeins „undir- verktakar" í geimvarnaáætlun- inni. „Ég samþykki ekki tal um nýlendutengsl og lít frekar á þetta sem hugmynd um samveldi," segir hann. Jacques Chirac, borgarstjóri Parisar, hefur hvatt til þátttöku í geimvarnaáætiuninni og gagnrýnt „neikvæða og öfgafulla" afstöðu Mitterrands. Hann telur einsýnt að Bandaríkjamenn verði að halda áfram með áætlunina, þar sem Fri leiötogafundinum í Bonn. Reagan ræöir viö Nakasone. Aörir i myndinni: Mulroney, Mitterrand, Kohl, Thatcher og Delors, formaöur stjórnarnefndar Evrópubandalagsins. Skólaritvélar Olynpia ritvélarnar eru allt í senn skóla-, ferða- og heimilisritvélar. Ódýrar og fáanlegar í mörgum gerðum. Carma áreiðanleg vél, búin mörgum vinnslum sem aðeins eru á stœrri ritvélum. TraveUer de Luxe fyrirferðaiítn og léttbyggð vél sem þolir auðveldlega hnjask og ferðalög. Begina C rafritvél með leiðréttingar- búnaði. Fisléttur ásláttur auk annarra kosta stórra skrifstofuritvéla þótt Regina sé bœði minni og ódýrari. Ekjaran Vestur-Þýskaland: Hryðjuverka- kona tekin Fraakfurt, 16. ágiut AP. VEfíTIJR-ÞÝSKA lögreglan skýrði frá því i dag aö hryðjuverkakonan Martina Klump, sem talin er heyra hryðjuverkasamtökunum Rauða her- flokknum (RAF) til, hefði verið handtekin vegna gruns um aðild að morði i bandarískum hermanni f síðustu viku. Hermaðurinn, Edward F. Pim- ental, var myrtur aðeins nokkrum klukkustundum áður en sprengja sprakk í herstöð bandarfska hers- ins skammt frá Frankfurt fyrir viku. Að sögn lögreglunnar er nú ver- ið að kanna hvort hugsanlegt sé að félagar úr Rauða herflokknum hafi notað persónuskilríki Pim- entals til að komast inn á umráða- svæði bandaríska hersins í þeim tilgangi að koma sprengjunni fyrir í bíl þar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.