Morgunblaðið - 18.08.1985, Blaðsíða 10
10 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1985
Ein af hljómpiötuverslunum Reykjavíkur. MorKunblaðið/fijarni
Hljómplatan
aö deyja út?
- eyöileggur rás 2 plötusölu? Framboöiö of míkiö?
Söluhæstu plötur sumarsins
eru komnar i u.þ.b. 3000
eintök. Árin 1978—1979
seldust vinsælustu plöturnar í
10—15.000 eintökum. Poppar-
inn veltir því fyrir sér hvort
hljómplatan sé aö deyja út.
„Ekki vil ég taka svo djúpt í
árinni," segir Guömundur Símon-
arson hjá Fálkanum. „Hljóm-
plötusalan er 100% hærri nú en í
fyrrasumar og þaö hefur veriö
fínt aö gera." Sjálfsagt er plötu-
sala ágæt en þess ber aö geta aö
framboöiö er mikið. Fæstar ís-
lensku hljómplatnanna standa
undir sór og flestir listamann-
anna gefa sinar plötur út sjálfir,
eru þar af leiöandi margir meö
drjúgan skuldabagga á heröun-
um, sem kannski þola ekki alltof
mikinn þunga. Hljómplötur þess-
ara svokölluöu nýliöa á mark-
aönum seljast lítiö. Hver er
orsökin? Of mikiö framboö?
Hræösla kaupenda viö aö kaupa
eitthvaö nýtt? Þurfa menn aö
vera búnir aö spila í bransanum i
10 ár til aö geta selt eigin tónlist?
„Þaó er greinilegt aö nýju
listamennirnir eiga í vök aö verj-
ast. Fólk kaupir þaö sem þaó
treystir aö sé gott frekar en aö
taka einhverja áhættu," segir
Guömundur.
Gróskan í íslenskri plötuútgáfu
er gífurleg og frá 22. apríl hafa
komið út 12—15 plötur meö ís-
lenskum listamönnum. Framboð-
iö er örugglega í meira lagi. Hvaö
meö rás 2? Dregur hún úr plötu-
sölu?
„Þaö tel ég,“ segir Kristján
Sigurjónsson, þáttageröarmaöur
á rás 2. „Fólk tekur vinsælustu
lögin upp úr útvarpinu í staö þess
aö kaupa hijómplötuna meö upp-
áhaldslaginu. Rás 2 er í gangi all-
an daginn, alltaf meö tónlist í út-
varpinu og þaö er nægur
skammtur fyrir marga."
Kristján heldur áfram: „Það er
samt ýmislegt fleira sem kemur
til. Fólk gefur sér einfaldlega ekki
jafn mikinn tima til aö setja plötu
á fóninn og áöur. Horfir kannski
frekar á videó eða fer í kvik-
myndahús. Á þessum vígstööv-
um er líka gott úrval."
Víkjum aftur aö íslenskum
flytjendum sem flestir gefa sínar
plötur út sjálfir. Vilja hljómplötu-
útgefendur ekkert með þá hafa?
Hverjir eru möguleikar nýliöa aö
komast á samning?
„Þaö er reginmisskilningur aö
viö viljum ekkert meö þá hafa,"
segir Jón Ólafsson hjá Skífunni.
„Hins vegar er þaö deginum Ijós-
ara aó listamennirnir veröa aö
kunna aó semja tónlist sem líkleg
er til vinsælda. Annars selst plat-
an ekki." Svo mælir hljómplötu-
útgefandinn.
Kittý meö Oxsmá. Móöurást
meö Possibillies. Left Right meö
Drýsli og Ung og rík meö P.S. og
Co. Allt eru þetta lög sem notiö
hafa mikilla vinsælda í sumar og
hafa náö hátt á vinsældalista rás-
ar 2, sem enn sem stendur er
stærsti vinsældalisti landsins.
Allir flytjendurnir gefa út sinar
plötur sjálfir. Fá þessir listamenn
ekki útgefanda eöa vilja þeir ekki
útgefanda? Þaö viröist vera ým-
ist eöa. Sjónarmiö listamannsins
er yfirleitt eitthvaö á þessa leiö:
Ef ég gef mína plötu út sjálfur, þá
ræö ég nákvæmlega öllu og verö
aö taka afleiöingunum sjálfur. Ég
ræð hvaöa lög eru meö, hvernig
umslagið er, hvenær platan kem-
ur út og svo framvegis. Útgef-
andinn hefur náttúrulega sölu-
sjónarmiöin í augsýn allan tím-
ann. Setur plötuna á markaöinn
þegar honum finnst vera rétti
tíminn, ákveöur útlitiö. Listamaö-
urinn er sjaldnast í aöstööu til aö
mótmæla. Þeir sem vilja ekki út-
gefanda viröast því frekar vilja
tapa stórfé en dansa eftir höföi
útgefandans. Þaö er þó greini-
legt aö útgefendum getur skjátl-
ast þegar skynbragö á tóniist,
sem líkleg á aö vera til vinsælda,
er annars vegar eins og dæmin
meö Oxsmá, Pétri Stefáns og
fleirum sanna. En þaö hlýtur aö
vera eðlilegt. Tónlist er jú mjög
svo afstætt hugtak og smekkur
mannanna misjafn.
Hvaö gera menn í neyö sinni
meö skuldabaggann á bakinu?
Ganga í hús meö plötuna og
bjóöa til sölu líkt og jólakort?
Yfirleitt ekki. Sumir treysta sér
hreinlega ekki í þaö og finnst þeir
taka niður fyrir sig meö því aö
hálf biöja fólk um aö kaupa
sköpunarverkiö.
„Mór sýnist þetta nú samt vera
ein vænlegasta leiöin," segir
Kristján Sigurjónsson á rás 2.
„Listamaöurinn neyöist til aö
troöa tónlistinni upp á fólk meö
einum eöa öörum hætti."
Sem fyrr segir grípur listamaö-
urinn sjaldnast til þessa úrræöis
og Popparanum er til efs að
þetta sé sú aöferö sem íslenskir
popparar vilji beita til aö koma
efni sinu inn á íslensk heimili.
Þeim þykir sjálfsagt skömminni
skárra aö skera allan kostnaö
niöur eins og hægt er. Sleppa því
aö hafa umslag í litum, sleppa
vönduöu textablaöi, reyna aö
gera þetta eins ódýrt og hægt er
án þess þó aö þaö komi niöur á
listinni. Eöa þá hreinlega aö tapa
stórfé á útgáfunni og fara á sjó-
inn ...
IL *
■ILTTTll
XflF* TOW
Hér birtir Popparinn tvær myndir af hinni
sönnu Madonnu í léttum uppstillingum.
Sverrir Stormsker hefur ekki setiö auðum höndum síðustu árin. All-
tjent ekki hvaö afköst viö lagasmíöar varðar. Sverrir segist eiga um
500 lög á lager. Popparinn gerirað sínum orö bóndans í Hrunamanna-
hreppnum: Geri aðrir betur.
Sverrir Stormsker
á aöeins 500 lög!
Sverrir Stormsker (eöa er hann
farinn aö kalla sig Sverri Vind-
land?) segist hafa samiö um 500
lög um ævina og þau öll til á
snældum! Geri aörir betur. Aöeins
16 þeirra hafa komist á plast, en í
sumar kom sem kunnugt er út
plata hans „Hitt" er annaö mál og
inniheldur hún margar gullfallegar
melódíur. f spjalli viö Popparann í
sumar sagöist Sverrir vera búinn
að ákveða efniö fyrir næstu sex
breiöskífur og gott ef hans næsta
veröur ekki eingöngu meö rólegum
lögum.
Madonna hvaða?
Agnarögn um Madonnu:
Madonna
í heitir fullu nafni Madonna Louise Ciccone
og fæddist 1960.
Madonnu
langaöi lengi vel aö veróa nunna. Hún heföi
kannski oröiö Nunnan syngjandi númer
tvö.
Madonna
lék í 8 mm kvikmynd vinar síns áriö 1972
og lét þá spæla egg á mallakútnum. Hún
fékk ekki Óskar frænda af einhverjum
ástæöum.
Madonna
var næstum þvi orðin bakraddarsöngvari
fyrir Patrick Hernandez nokkurn sem söng
Born to Be Alive i denn. Hún þáði ei starf-
ann.
Madonnu
ku líka vel viö unga, kvenlega menn.
Madonna
afþakkaði kvöldveröarboö meö Michael
Jackson og Quincy Jones á þeim forsend-
um aö þaö yröi sjálfsagt hundleiöinlegt.
Madonna
drekkur Tab frekar en aöra gosdrykki og
tyggur sykurlaust jórturleður af eldmóö
(línurnar sko!).
Madonna
og Popparinn hafa aldrei hist.
Umsjón/Jón Ólafsson