Morgunblaðið - 18.08.1985, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.08.1985, Blaðsíða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1985 EUREKA EVRÓPSKIR ráðherrar hafa hleypt af stokkunum samstarfs- áœtlun, sem á að gera Evrópu- mönnum kleift að keppa við Banda- ríkjamenn og Japani á tœknisvið- inu. Francois Mitterrand Frakk- landsforseti stakk upp á þessari áœtlun í apríl til að vega upp á móti tilboði Bandaríkjamanna um að evrópsk fyrirtœki taki þátt í geim- varnarannsóknaráœtluninni SDI- stjörnustríðsáœtluninni“. Mitt- errand kallar evrópsku áœtlunina Eureka, sem merkir “ég hef fundið það“ á forn-grísku. Arkimedes mun hafa hrópað þetta upp yfir sig þegar hann hafði gert merka vísindaupp- götvun. Mitterrand: Ákveðinn. Frú Thatcher: Ákvað að styðja Eureka. Ariane-eldflaug. Áœtlun um evrópskt tœknisamstarf hefur____ verið hleypt af stokkunum itterrand M sagði þegar utanríkis- og tækni- málaráðherrar 17 Evrópuríkja samþykktu Eureka einróma í Par- ís að megintilgangurinn væri að „tryggja tæknilegt sjálfstæði Evr- ópu.“ Hann benti á þá hættu að Evrópuríki gætu dregizt aftur úr í heiminum, ef þau tækju ekki upp tæknisamvinnu. Forsetinn tilkynnti að Frakkar mundu verja einum milljarði franka (um 4,5 milljörðum ísl. kr.) til áætlunarinnar á næstu árum. Talið er að Eureka muni kosta 6,29 milljarða doliara á næstu fimm árum. Tækniráðherra Vestur-Þjóð- verja, Heinz Riesenhuber, sagði, að Bonn-stjórnin mundi sennilega verja jafnvirði 4 milljarða ísl. kr. til Eureka á næstu fjárlögum. Bú- izt er við fjárframlögum frá öðr- um þátttökuríkjum, þ.e. 10 aðild- arríkjum Evrópubandalagsins, Spáni og Portúgai, sem ganga í það 1986, og Noregi, Sviss, Austur- ríki, Svíþjóð og Finnlandi. Þó er ekki vitað hve miklu fé þau muni verja til Eureka. Ráðherrar þátttökuríkjanna sögðu í yfirlýsingu að knýjandi þörf væri á evrópsku tæknisam- starfi. Þeir lýstu því yfir að með áætluninni yrði unnið að því að samræma rannsóknir þeirra og iðnaðaruppbyggingu svo að þær drægjust ekki aftur úr Banda- ríkjamönnum og Japönum og gætu sigrazt á samkeppni þeirra á næstu 20 árum. Þótt geimvísindi komi við sögu í drögum Eureka-áætlunarinnar, er megináherzlan lögð á hagnýtingu tækni í þágu iðnaðar. Samkvæmt henni er stefnt að sameiginlegri framleiðslu á risatölvum, sjálf- virkum verksmiðjubúnaði og fjar- skiptabúnaði. Einnig er rætt um samvinnu á sviði örtölvuverka, leysa, öreinda- geisla, háþróaðrar ljóseðlisfræði og tölvustýrðra véla. Samkvæmt Agnelli: Fiat með í stjörnuáætlun. Kohl: hikandi. Genscher og Dumas ræðast við í París. bandarísku stjörnustríðsáætlun- inni er gert ráð fyrir rannsóknum á öllum þessum sviðum, ekki síður en Eureka. Ef tæknisamvinna Evrópuþjóða á að geta orðið að veruleika verða þær að leysa marga hagsmuna- árekstra og það getur hafa í för með sér margra mánaða samn- ingaviðræður. Til þessa hafa þær náð lengst í tæknisamvinnu með Airbus-farþegaþotunni og Ari- anc-geimflauginni. Von Mitterrands er sú að Eur- eka beri eins mikinn árangur og Ariane. En hann hefur átt við nokkuð ramman reip að draga í baráttu sinni fyrir áætluninni. Aðrar Evrópuþjóðir hafa verið hikandi og um leið hafa þær verið seinar að taka afstöðu til stjörnu- stríðsáætlunarinnar. TOGSTREITA Mitterrand óttast að stjörnu- stríðsáætlunin muni grafa undan trúnni á franska kjarnorkuherafl- ann og hann geti orðið úreltur. Forsetinn hefur hamrað á því að áætlun Bandaríkjamanna muni stórauka tæknilega yfirburði þeirra og Eureka-áætlunin var svarið, sem átti tryggja að Evrópuríki drægjust ekki aftur úr. Á fundi Vestur-Evrópusam- bandsins (WEU) í Bonn í lok apríl lýsti utanríkisráðherra Vestur- Þjóðverja, Hans-Dietrich Gensch- er, yfir eindregnum stuðningi við Eureka. Michael Heseltine, land- varnaráðherra Breta, vildi að til- lögur Bandaríkjamanna yrðu at- hugaðar fyrst og Eureka-áætlunin var lögð til hliðar um hríð. Helmuth Kohl kanzlari lýsti sig fylgjandi stjörnustríðsáætluninni eftir margra mánaða hik, en setti skilyrði fyrir þátttöku Vestur- Þjóðverja. Ýmsir ráðamenn í Bonn hafa óttazt, ekki síður en Frakkar, að einungis Bandaríkjamenn muni hafa gagn af geimvarnaáætlun- inni. Sá uggur hefur verið ríkjandi að Bandaríkjamenn vilji tryggja stuðning Evrópuríkja við áætlun- ina, en síðan meina þeim aðgang að viðkvæmum og mikilvægum upplýsingum, svo að Evrópumenn nái ekki tökum á hinni nýju tækni. Kohl setti því það skilyrði að tryggt yrði að um engan „ein- stefnuakstur" yrði að ræða. Síðan sagði Kohl að Vestur- Þjóðverjar vildu „sameiginlega evrópska afstöðu" til stjörnu- stríðsrannsóknanna og lagði sér- staka áherzlu á samráð við Breta, Frakka og ítali. Hann virtist því vilja halda báðum leiðum opnum: styggja hvorki bandaríska né evr- ópska samherja og hagnast á báð- um. Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra Breta, var einnig tor- trygginn í garð geimvarnaáætlun- arinnar í fyrstu, en lýsti síðan yfir eindregnum stuðningi við hana, eða a.m.k. þann hluta áætlunar- innar er lýtur að rannsóknum. Stjórn hennar lýsti líka yfir ein- dregnum stuðningi við Eureka eft- ir nokkurt hik. Bretar vilja greini-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.