Morgunblaðið - 18.08.1985, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1985
B 13
lega tryggja að þeir dragist ekki
aftur úr Frökkum og Þjóðverjum.
Bretar setja það skilyrði fyrir
stuðningi við geimvarnaáætlunina
að samið verði um hugsanlega
uppsetningu geimvarnavopna og
að tilgangurinn verði að efla „fæl-
ingarstefnu", en grafa ekki undan
henni. Nokkrir brezkir ráðherrar
hafa óttazt að áætlanir um varn-
arvopn í geimnum geti valdið
hættulegri röskun á hernaðar-
jafnvægi austurs og vesturs.
„UNDIRVERK-
TAKAR“
í raun hafði Ronald Reagan for-
seti tryggt stuðning frú Thatch-
ers, Kohls og Yasuhiro Nakasones,
forsætisráðherra Japans, fyrir
leiðtogafundinn í Bonn í vor, en
allir leiðtogarnir nema Reagan
létu öll í ljós efasemdir á fundin-
um. Bettino Craxi, forsætisráð-
herra Ítalíu, sagði: „Við viljum
ekki bara búa til teppi og skrúfur í
geimförin."
er tók í sama streng og Frakkar
þegar hann lýsti því yfir að
tryggja yrði „beztu heilum" Evr-
ópu rannsóknaraðstöðu, svo að
ekki þyrfti að óttast að þeir yrðu
ginntir til Bandaríkjanna.
Leiðtogar Evrópubandalagsins
Iýstu síðan yfir eindregnum
stuðningi við Eureka í Mílanó í
júnílok og það kom nokkuð á óvart
vegna fyrri efasemda Breta og
Vestur-Þjóðverja. Þá var ákveðið
að bjóða ríkjum utan bandalags-
ins þátttöku í Eureka.
Þrátt fyrir stuðninginn við Eur-
eka hefur Evrópumönnum þótt
freistandi að ganga að tilboði
Bandaríkjamanna um að evrópsk
fyrirtæki og rannsóknarstofnanir
taki að sér verkefni fyrir geim-
varnaáætlunina, sem miðar að því
að koma uppi geimvopnakerfi er
geti eytt eldflaugum og kjarna-
oddum áður en þau nálgast skot-
mörk sín. Slíkt kerfi mundi
tryggja Bandaríkjamönnum yfir-
burði í vígbúnaðarkapphlaupinu,
en binda enda á „óttajafnvægi",
Líkan af franskri Hermes-geimferju, sem var skotið
með evrópskri Ariane-eldflaug.
Franskir vísindamenn í geimstöðinni f Toulouse.
Mitterrand gramdist að Reagan
kallaði Evrópumenn „undirverk-
taka“ í geimvarnaáætluninni.
Hann taldi að hann hefði fengið
staðfestingu á efasemdum um að
undirtylluhlutverk Evrópumanna
mundi leiða til nokkurrar veru-
legrar „hátæknivæðingar" í Evr-
ópu.
Eftir fundinn gat Mitterrand
sagt að enginn hefði skuldbundið
sig til þátttöku í geimvarnaáætl-
uninni og að ekki væri öll von úti
um að Eureka-áætlunin yrði að
veruleika. Reagan gat sagt að
samherjar Bandaríkjamanna
væru að fylkja sér um áætlun, sem
þeir hefðu talið hugaróra einu ári
áður.
í Bonn varaði Mitterrand við
hættu á „atgervisflótta" frá
Vestur-Evrópu þegar Bandaríkja-
menn færu að verja 26 milljörðum
dala, sem ætlaðir væru til stjörnu-
stríðsrannsókna. Hann sagði að
Vestur-Evrópubúar yrðu að „varð-
veita auðlegð þekkingar sinnar,
tækni og vitsmuna" og virkja
hæfni sína með Eureka.
Ýmis ágreiningur Frakka og
Vestur-Þjóðverja jókst þegar
Reagan var í Vestur-Evrópu og
hann var m.a. reynt að leysa með
yfirlýsingu Genschers utanríkis-
ráðherra um stuðning Bonn-
stjórnarinnar við Eureka. Gensch-
sem hefur tryggt „vopnaðan frið“ í
40 ár.
ERFITT VAL
Evrópuþjóðir hafa haft af því
áhyggjur að þær séu óðum að
dragast aftur úr Bandaríkja-
mönnum á tæknisviðinu og þeim
hefur sýnzt að geimvarnaáætlunin
geti aukið þetta bil. Þær hafa
einnig áhyggjur af þeirri röskun,
sem gæti orðið á hernaðarjafn-
væginu.
Stjörnustríðsáætlunin hefur
valdið nokkurri misklíð í NATO,
þessi misklíð getur aukizt og Eur-
eka mun ekki eyða henni. Ef hún
eykst kunna Evrópumenn að fær-
ast nær þeirri afstöðu Rússa að
stjörnustríðsáætlunin geti fært
vígbúnaðarkapphlaupið á nýtt
stig. Hugsanlegt er að risaveldin
nái ekki samkomulagi um árásar-
flaugar og e.t.v. mun ríkja nokkurt
jafnvægisleysi næsta áratug, jafn-
vel lengur.
Ekki hefur borið mjög mikið á
áhyggjum Evrópumanna af
geimvarnaáætluninni, þar sem
þeir virtust lengi vel sammála um
að hugmyndin væri ekki fram-
kvæmanleg. Hins vegar hafa þeir
ekki verið í vafa um að áætlunin
geti ýtt undir stórfelldar tækni-
framfarir eins og Apollo-áætlunin
Kvintett Siguröar Flosasonar, Gunnlaugur, Friðrik, Sigurður, Eyþór og Tómas.
Jazztónleikar í
Norræna húsinu
FIMM tónlistarmenn íslenzkir
halda á mánudagskvöld, annað
kvöld, jazztónleika í Norræna hús-
inu. Tónleikarnir hefjast klukkan
20.30 og verða ekki endurteknir.
Leiðtogi þessa kvintetts og að-
alhvatamaður tónleikanna er
altsaxófónleikarinn Sigurður
Flosason, sem staddur er hér á
landi í sumarfríi frá námi í
Bandaríkjunum. Til liðs við sig
hefur hann fengið þá Eyþór
Gunnarsson á píanó, Friðrik
Karlsson á gítar, Gunnlaug Bri-
em á trommur og Tómas R. Ein-
arsson á kontrabassa. Tónlistin
sem kvintettinn mun flytja er
fremur ný af nálinni og eru höf-
Gódandagim!
undar hennar meðal annars
Wayne Shorter, Mike Brecker og
David Liebman.
(FiétUtilkynning)
Páll Ásgeir
Tryggvason
sendiherra
í Rúmeníu
PÁLL Ásgeir Tryggvason sendi-
herra, afhenti hinn 7. þ.m. Nicolai
('eausescu forseta Rúmeníu trún-
aðarbréf sitt sem sendiherra ís-
lands í Rúmeníu með aðsetur í
Moskva.
(Fréttati lky n n i ng)
Sælkeraklúbbur
Veraldar:
Gefur úr bókina
kartöflur og
rótarávextir
SÆLKERAKLÚBBUR Veraldar
hefur geflð út bókina Kartöflur og
rótarávextir. í bókinni er að flnna
milli 80 og 90 uppskriftir að rétt-
um úr kartöflum og ýmsum öðrum
rótarávöxtum.
Þetta er í fyrsta skipti sem
gefin er út bók um fjölbreytilega
matreiðslu á þessum hráefnum
og er bæði um að ræða sjálf-
stæða rétti og einnig meðlæti
með margvíslegum mat.
Bókin Kartöflur og rótar-
ávextir eru 64 blaðsíður og
prýdd fjölda litmynda. Hún er
áttunda matreiðslubókin í Sæl-
kerasafni Veraldar, sem Skúli '
Hansen matreiðslumeistari á
Arnarhóli ritstýrir.
(Or fréttatilkynning.)
KOSIAGRIPIR
Á ÖÆNJUGÓÐU VERÐI
Gjafavörudeíldin okkar er pekkt fyrir vandaðar
og vel hannaðar vörur. Vikuna 19—23. ágúst veitum
við allt að 50% afslátt af fjölda eigulegra gripa.
Trévörur: skálar, bretti og bakkar
Gjafavörur: glös og krúsir, diskamottur,
bakkar og margt fleira
Einnig veitum við 10% kynningaæafslátt af nýjustu
Marimekko haustvörunum — en aðeins þessa viku!
KRISTJfln
SIGGEIRSSOfl HF.
LAUGAVEG113, REYKJAVIK, SÍMI 25870
>,
O