Morgunblaðið - 18.08.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.08.1985, Blaðsíða 24
24 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1985 Á myndinni eru vinstúlkurnar Unnur Ösp Stefánsdóttir, Anna Svava Þóróardóttir og Inga Sigurðardóttir. !>ær efndu til hlutaveltu vestur í Frostaskjóli (Vesturbænum) til ágóóa fyrir Rauóa Króss íslands. Söfn- uóu þær tæplega 1100 krónum. Þessir drengir efndu til hlutaveltu til góóa fyrir Blindrafélagió og söfnuóu 1000 krónur. Þeir heita Kristinn Arnar Aspelund, Auóunn Ólafsson og Hilmar Jónsson. Ferðamannastraumur- inn svipaður og í fyrra Ferðamannastraumurinn hingað til lands fyrstu 7 mánuói ársins er mjög svipaður og i síðasta ári og sömu sögu er að segja um júlí bæói árin. í júli nú komu tæplega 1.000 fleiri ferðamenn til landsins en í sama mánuði í fyrra og það sem af er árinu, eru ferðamenn tæplega 8.000 fleiri en í fyrra. í mánaðaryfirliti lögreglustjór- ans í Reykjavík yfir júlí kemur fram, að alls hafi 35.375 (34.504) ferðamenn komið til iandsins, 12.714 (12.145) íslendingar og 22.661 (22.359) útlendingar. Töl- urnar innan sviga eru sambærij legar tölur síðasta árs. Frá áramótum til júlíloka komu alls 107.968 (100.039) ferðamenn til landsins, 48.956 (45.196) fslend- ingar og 59.012 (54.843) útlend- ingar. I júlímánuði komu alls 12.714 íslending&r heim úr ferða- lögum. Ferðamenn frá öðrum þjóðum voru flestir Bandaríkja- menn, 5.535, Þjóðverjar 3.136, Danir 2.461 og Bretar 2.296. Námskeið í skyndihjálp Reykjavíkurdeild Rauða kross fs- lands heldur námskeiö í skyndihjálp sem stendur yfir í fímm kvöld, hefst 20. ágúst nk. og lýkur þann 28. Nám- skeiðið verður haldið í húsnæði RKÍ að Nóatúni 21 og kennt verður frá kl. 20 til 23. Á námskeiðinu verður kennd skyndihjálp við ýmisskonar slys. Auk þess verður kennd blástursað- ferðin og sýndar myndir um skyndihjálp. Námskeiðinu lýkur með verkefni sem hægt er að fá metið t fjölbrautaskólum og iðn- skólum. Allir þátttakendur fá skjal til staðfestingar á þátttöku sinni. (Ór rrétutiikrnningu) Nýjungar í lækn- isfræði á yfir- litssýningu Menningarstofnun Bandaríkjanna á íslandi stendur fyrir yfirlitssýningu á nýjungum í læknisfræði dagana 26. ágúst til 10. september í salarkynnum Domus Medica við Eiríksgötu 1 Reykjavík. Sýningunni er skipt í sex deildir og munu íslenzkir lækna- og hjúkr- unarnemar starfa við hvora kynn- ingardeild. Sýningin er opin daglega frá kl. 14.00 til 22.00 einnig um helgar. Sýningin er öllum opin og starfs- fólki heilbrigðisstofnana sérstak- lega hvatt til að sækja sýninguna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.