Morgunblaðið - 19.10.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.10.1985, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK STOFNAÐ1913 236. tbl. 72. árg. LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Ítalía: Leiðtogar ræða um nýja stjórn Búist er við samsteypustjórn sömu flokka Róm, Ítalíu, 18. október AP. ÍTALSKIR stjórnmálamenn ræða nú myndun nýrrar stjórnar og líklegast talió, að sömu flokkar og áður muni standa að henni. Achille Lauro-málið varð til þess, að Bettino Craxi, forsætisráðherra, sagði í gær af sér fyrir sína hönd og stjórnarinnar en stjórn hans hefur setið næst lengst allra ríkisstjórna á Ítalíu frá stríðslokum. Leiðtogar helstu stjórnmála- flokkanna á Italíu ræddust við í dag og átti Ciriaco de Mita, for- maður Kristilega demókrata- flokksins, sérstakan fund með Giovanni Spadolini, varnarmála- ráðherra, en flokkur hans, Lýð- veldisflokkurinn, dró sig út úr stjórnarsamstarfinu og varð það til þess, að Craxi sagði af sér. Spadolini sakaði Craxi um að hafa ekki rætt við sig þegar ákveðið var að leyfa Palestinumanninum Mohammed Abbas að fara úr landi. Reynt verður að koma sam- an stjórn sömu flokka og áður en þeir eru kristilegir demókratar, sósíalistar, lýðveldisflokksmenn, sósíaldemókratar og frjálslyndir. Búist er við, að Francesco Cossiga, Bettino Craxi Spánn: Meirihluti með NATO Madrid, Spáni, 18. október. AP. MEIRIHLUTI Spánverja er nú í fyrsta sinn hlynntur því, að þjóðin verði áfram í Atlantshafsbandalag- inu. Kemur það fram í skoðanakönn- un, sem birt var í gær, fimmtudag. í skoðanakönnuninni, sem gerð var fyrir vikuritið „Cambio 16“, voru 5.000 manns inntir álits á aðild Spánverja að NATO og voru 38% henni hlynntir en 34% and- vígir. 28% vildu ekki svara. 1 fyrri skoðanakönnunum hefur meiri- hlutinn verið andvígur aðildinni. Feiipe Gonzalez, forsætisráðherra sósíalistastjórnarinnar, hefur heitið að efna til þjóðaratkvæða- greiðslu um aðildina einhvern tíma fyrir næstu kosningar, sem verða um mitt næsta ár. Spánverjar urðu 16. aðildarþjóð Atlantshafsbandalagsins í maí 1982, þegar Miðflokkasambandið var við völd, en þá börðust sósíal- istar gegn aðildinni. Síðan hafa þeir snúið við blaðinu og er Gonz- alez nú einn af einörðustu stuðn- ingsmönnum NATO. forseti, feli einhverjum formlegt stjórnarmyndunarumboð á mánu- dag. I afsagnarræðu Craxis í gær sakaði hann Bandaríkjastjórn um óviðeigandi framkomu við ítölsk yfirvöld í Achille Lauro-málinu. Sagði hann, að bandarísk flugvél hefði rofið ítalska lofthelgi með því að fylgja eftir án leyfis egypsku flugvélinni frá Sikiley til Rómar og auk þess hefðu bandarískir hermenn verið með yfirgang við ítalska hermenn. Gætir nú nokk- urrar gremju á Ítalíu í garð Bandaríkj amanna. Suður-Afríka: Mamike Moloise með ættingja sínum fyrir utan fangelsið í Pretoríu þar sem sonur hennar var ekki að vera með honum síðustu stundirnar og var að aftökunni lokinni sagt að hún fengi að lík hans yrði grafið. AP/Sfmamynd hengdur. Fékk hún vita eftir viku hvar Hneykslun og reiði yfir aftöku Moloise Pretoriu, Jóhannesarborg og víóar, 18. október. AP. BLÖKKUMAÐURINN og skáldið Benjamin Moloise var hengdur í dag og sinntu stjórnvöld því í engu þótt einstaklingar og ríkisstjórnir víða um heim hefðu beðið honum griða. Moloise hafði verið fundinn sekur um að ráða af dögum svartan lögregluþjón að fyrirmælum Afríska þjóðarráðsins. Ríkis- stjórnir á Vesturlöndum hafa brugðist mjög hart við aftökunni og þykir flestum einsýnt, að refsiaðgerðir gegn Suður-Afríkustjórn verði nú enn hertar. „Ég bjóst ekki við því, að ríkis- stjórnin gæti verið svona mis- kunnarlaus," sagði Mamike, móðir Moloise, við fréttamenn fyrir utan ríkisfangelsið í Pretoriu þar sem sonur hennar var tekinn af lífi í morgunsárið. Hafði hún beðið um að fá að vera með syni sínum síð- ustu stundirnar en var bannað það. 15 mínútum eftir að Moloise var líflátinn fékk móðir hans að fara inn í fangelsið og kom þar að kistu með líki sonar síns. Var henni sagt, að yfirvöldin ætluðu að sjá um greftrunina og að hún fengi að vita það eftir viku hvar sonur hennar yrði grafinn. Benj- amin Moloise var dæmdur fyrir að drepa svartan lögregluþjón árið 1982 og játaði hann við yfirheyrsl- ur, að hann hefði gert það að skip- un Afríska þjóðarráðsins, skæru- liðasamtaka svartra manna. Síðar dró hann játninguna til baka og kvaðst hafa verið þvingaður til að gefa hana. Á mánudag hafnaði P.W. Botha, forseti, beiðni um ný réttarhöld og stjórnvöld létu sem vind um eyru þjóta áskorun Bandaríkja- stjórnar, ríkisstjórna Evrópu- bandalagsins og Sameinuðu þjóð- anna um að Moloise yrði sýnd miskunn. Desmond Tutu, biskup, sagði það mundu draga úr spennu milli kynþáttanna ef stjórnvöldin sýndu miskunnsemi í þessu máli en allt kom fyrir ekki. Til mikilla óeirða kom víða í Suður-Afríku í dag vegna aftöku Moloise. Ríkisstjórnir á Vesturlöndum hafa harmað aftöku Moloise og Neyðarástand í rúm- enskum raforkumálum Búkarest, Rúmeníu, 18. október. AP. RÚMENSK stjórnvöld hafa lýst yfir neyðarástandi í raforkumálum og hefur stjórn þeirra verið látin í hendur hernum. Tveimur ráðherrum hefur verið vikið úr embætti af þessum sökum. Að loknum fundi fram- „miklum og langvarandi þurrk- kvæmdanefndar rúmenska um“ og „alvarlegri vanrækslu" kommúnistaflokksins voru tveir ráðherrar, Ion Avram og Nicolae Busui, reknir úr embætti en þeir fóru með raforkumálin. í til- kynningu frá Nicolae Ceausescu, forseta, sagði, að neyðarástandið f raforkumálunum stafaði af við rekstur kolakyntra raforku- vera. í opinberum skýrslum hef- ur komið fram, að vegna lítilla og lélegra kola, varahlutaskorts og vélarbilana sé raforkufram- leiðsla þessara vera ekki nema 60% af áætlaðri framleiðslugetu. Kolakynt orkuver sjá Rúmenum fyrir þriðjungi raforkunnar en vatnsaflsstöðvar og olíukyntar fyrir því, sem á vantar. Á síðasta vetri var ástandið í raforkumálunum sérstaklega slæmt. Var þá mörgum verk- smiðjum lokað, upphitun húsa takmörkuð og einnig rafmagn til ljósa og bannað var að nota einkabíla í samtals 75 daga. Benjamin Moloise mótmælt henni mjög ákaflega. Laurent Fabius, forsætisráðherra Frakklands, stóð þögull í eina mínútu fyrir utan suður-afríska sendiráðið í París og steytti hnef- ann að byggingunni til að mót- mæla „þessu hneykslanlega líf- láti“. Ríkisstjórnir Bandaríkjanna, Bretlands, Hollands, Vestur- Þýskalands og bresku samveldis- löndin og fleiri hafa lýst hryggð sinni vegna aftökunnar og er nú þegar farið að huga að frekari refsiaðgerðum gegn stjórnvöldum í Suður-Afríku. Á utanríkisráð- herrafundi Norðurlandanna, sem haldinn var í Kaupmannahöfn, var samþykkt að ríkisstjómir land- anna beittu sér einnig fyrir refsi- aðgerðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.