Morgunblaðið - 19.10.1985, Síða 4

Morgunblaðið - 19.10.1985, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR19. OKTÖBER1985 Pétur Blöndal á almennum fundi Kaupþings: Auðveldara nú að kaupa íbúð en fyrir ári síðan „ÉG HEFÐI ekki haldið þennan fund fyrir ári, því þá var miklu erfiðara'að festa sér kaup á íbúð en nú er,“ sagði Pétur Blöndal á fundi er Kaupþing hélt um húsnæðismál ungs fólks á hótel Loftleiðum sl. fimmtudagskvöld. Framsögumenn voru þau Martha Eiríksdóttir íbúðarkaupandi og Baldvin Hafsteinsson lögfræðing- ur. Sérlegir gestir fundarins voru þeir Gunnar S. Björnsson stjórnar- maður í stjórn húsnæðisstofnunar og formaður meistarasambands byggingamanna og Björn Björns- son frá Alþýðusambandi íslands. Martha Eiríksdóttir greindi frá reynslu sinni af fasteignamarkað- „Eðli fjár- festinga fyrirtækja er að breytast“ — segir hagfræðingur Félags íslenskra iðn- rekenda „ÉG HEF það á tilfinningunni að eðli fjárfestinganna sé að breytast. Það er samdráttur í byggingaframkvæmdum og ekki mikið fjárfest í véhim en í staðinn beina menn sjónum sínum meir að óáþreifanlegum fjárfestingum, eins og vöruþróun og markaðs- málum,“ sagði Hjörtur Hjartar, hagfræðingur hjá Félagi ís- lenskra iðnrekenda, í samtali við Morgunblaðið. Hjörtur sagði að þessa dag- ana væru fyrirtækin að senda inn upplýsingar í Hagsveiflu- vog iðnaðarins fyrir fjórða árs- fjórðung. Ekki væri farið að vinna úr þeim upplýsingum en hann kvaðst verða mjög var við þessar breytingar í fjárfesting- um iðnfyrirtækjanna. Hann sagði að þetta væri ánægjuleg þróun og menn sem þetta gerðu væru tvímælalaust á réttri leið. Sem dæmi um þetta nefndi Hjörtur þátttöku fyrirtækja í sýningum erlendis. Slíkt kost- aði verulega fjármuni en skil- aði sér til baka. inum og Baldvin Hafsteinsson fjall- aði vítt og breitt um húsnæðiskaup ungs fólks, auk þess sem hann reyndi að svara þeirri spurningu , hvort auðveldara væri að festa kaup á húsnæði riú en fyrir tuttugu árum. í máli Baldvins kom fram að lána- möguleikar væru mun fleiri nú en fyrir tuttugu árum, en þá hefði verið algengt að útborgun hefði numið 50 til 60% af nafnverði íbúð- ar. „Nú eru lánamöguleikarnir miklu fleiri og því má e.t.v. segja að út- borgun í dag sé miklu lægri en áður, þ.e.a.s. á bilinu 22 til 27%, annað er fjármagnað með lánum og því má velta því fyrir sér hvort ekki sé einfaldlega auðveldara að festa kaup á íbúð í dag en fyrir tuttugu árum,“ sagði Baldvin ennfremur. Flestir þeirra er tóku til máls á fundinum þó sammála um að á móti kæmi að greiðslubyrði lánanna hefði verið miklu minni hér áður þegar lánin bókstaflega brunnu upp I verðbólgubálinu. Hluti Hollendinganna við komuna til Keflavíkurflugvallar í gær. Morgunblaðið/RAX Hollendingar til Keflavíkurflugvallar HOLLENZK kafbátaleitarflugvél kom hingað til lands í gær til þjálfunar áhafnar hennar í kafbátaleit. Með vélinni komu auk áhafnar, vélvirkjar og varaflotafor- ingi hollenzka flotans, Robert Krijger. Hollenzka flugvélin og meðfylgjandi lið er hingað komið til þjálfunar í kafbátaleit samkvæmt samn- ingi þar að lútandi milli ríkisstjórna íslands og Hollands og hófu Hollendingarnir störf sín í gær. Þessi ráðstöfun byggist á 11. grein varasáttmála íslands og Bandaríkjanna frá árinu 1951 og mun varnarliðið fækka í kafbátaleitarflugflota sínum um eina flugvél. Er því ekki um aukin umsvif að ræða vegna þessa. Með hollenzku vélinni verða 30 manns, áhafnir og vélvirkjar. Áætlað er að skipta um flugvél mán- aðarlega og áhöfn aðra hverja viku, en vélvirkjar verða hér 28 daga í einu. Hoílenzka sveitin verður undir yfirstjórn varnarliðsins. Þing BSRB í næstu viku: Kristján situr áfram en kosið um nýja varaformenn GERT ER ráð fyrir að Kristján Thorlacius, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, verði endurkjörinn formaður sambandsins til næstu þriggja ára í lok sambandsþingsins, sem hefst á þriðjudaginn. Ekki er reiknað með að stungið verði upp á öðrum formanni, skv. upplýsingum sem Morgunblaðié hefur aflað sér. Hins vegar er víst, að BSRB mun kjósa sér nýjan varaformann á þinginu, því Haraldur Steinþórs- son, 2. varaformaður sambandsins og framkvæmdastjóri þess, hefur ákveðið að láta af störfum. Helst er talið að kona verði kosin í stað Haraldar og eru mestar líkur á að það verði annað hvort Sigurveig Sigurðardóttir hjúkrunarfræðing- ur eða Guðrún Arnadóttir meina- tæknir, sem var formaður verk- fallsstjórnar BSRB í verkfallinu í fyrrahaust. Báðar eiga sæti í stjórn sambandsins. Þá er og talið víst, að kosið verði um hvort Haraldur Hannesson, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar, eða Albert Kristinsson í Hafnarfirði verði 1. varaformaður sambandsins. Því embætti gegnir Albert nú og hefur gert undanfarin ár. Víst er talið að talsverðar breyt- ingar verði á aðalstjórn banda- lagsins, meðal annars vegna fyrir- sjáanlegrar úrsagnar Kennara- sambands ísiands frá og með næstu áramótum. Fulltrúar KÍ í aðalstjórn BSRB hafa undanfarin ár verið þeir Haraldur Steinþórs- son og Haukur Helgason skóla- stjóri. Það mun hafa komið ýmsum samstarfsmönnum Kristjáns „Versta klúður sem ég hef upplifað — segir franski kvikmyndaleikstjórinn Agnés Varda um Kvikmyndahátíð kvenna „Hátíöin hefur algjörlega mis- heppnast, það eru örfáar hræður sem koma til að sjá myndirnar. Þetta er það versta klúður sem ég hef upplifað,“ sagði Agnés Varda, franskur kvikmyndaleikstjóri, á blaðamannafundi í gær. Varda er gestur Kvikmyndahátíðar kvenna í Reykjavik en fjórar mynda henn- ar voru sýndar á hátíðinni, sem lauk í gær. „Ég skil ekki hvers vegna franskar myndir njóta ekki meiri vinsælda á íslandi. Mér skiist að ösin sé aldrei meiri á mynd- bandaleigunum en þegar von er á franskri mynd í sjónvarpinu. Þetta þykir mér miður, því af mörgu góðu er að taka. Menn virðast hafa fengið þá röngu hugmynd um franskar myndir að þær séu langdregnar og at- burðarásin hæg,“ sagði Varda. Agnés Varda hlaut fyrr á þessu ári eftirsóttustu verðlaun, sem veitt eru á kvikmyndahátíð- inni í Feneyjum, Gullljónið. Það var fyrir myndina Ekkert þak, engin lög, sem sýnd var á kvik- myndahátíð kvenna í Stjörnu- bíói. Verðlaunin geymir Varda uppi á ísskáp heima í eldhúsi sínu, þar sem hún segir þau sóma sér bezt. Varda sagðist jafnan reyna að koma hversdagsleikanum á framfæri í myndum sínum, en úr Agnés Varda á blaðamannafundinum í gær. yrði eins konar skáldskapur. 1 myndunum væri venjulega fullt af mótsögnum, eins og í lífinu sjálfu. „Ég reyni að fjalla um við- fangsefnið með þeim hætti að það verði tilefni hugleiðinga um ýmis mál,“ sagði Varda. Hún segist notast að hluta við at- vinnuleikara í myndum sínum, en einnig almúgafólk, sem þá er í sínu rétta umhverfi. Kveðst hún gera það í þeim tilgangi, að það sem hún kallar „áferð myndar- innar", verði nær raunveruleik- anum. Varda hefur verið sögð upp- hafsmaður frönsku nýbylgjunn- ar, en fyrstu myndinni lauk hún árið 1954. Eru myndir Varda orðnar 27 talsins og kemur hún víða við í þeim. Kveðst hún vera kvenréttindakona, en myndir sínar væru þó margar mjög óskyldar allri kvenréttindabar- áttu. Kveðst hún taka upp mál- stað karla ef því væri að skipta og ef hún teldi réttindum þeirra misboðið. Varda segist aldrei fjalla um ofbeldi ofbeldisins vegna í mynd- um sínum, og deildi á þær teg- undir kvikmynda, þar sem skotið er inn senum til að viðhalda lág- kúrulegum hvötum áhorfandans, eins og hún orðaði það. Sagði hún það særa stolt sitt og móðga þegar kvikmyndir væru auglýst- ar með því að bregða upp mynd- um af sterkum strákum með byssu. Slíkar myndir kvað hún vera lýðskrum, þær væru ekki gerðar af áhuga og þar ætti engin tjáning sér stað af hálfu leik- stjórans. Á blaðamannafundinum lét Agnés Varda í ljós vonbrigði með hversu fáir sóttu Kvikmyndahá- tíð kvenna, sem hún sagði mis- heppnaða. Allt annað væri upp á teningnum á samsvarandi sam- kundum í útlöndum, alls staðar annars staðar sem hún hefði komið á hátíð af þessu tagi hefði áhugi verið mikill fyrir kvik- myndum kvenna. Gagnrýndi hún að ekki skyldi hafa verið settur íslenzkur texti á verðlaunamynd sína Ekkert þak, engin lög, og sagðist hafa sent hingað handrit að myndinni í því skyni. Thorlacius á óvart þegar ljóst var að hann myndi gefa kost á sér til endurkjörs sem formaður BSRB næstu þrjú árin. Almennt var talið fram eftir sumri að Kristján myndi láta af formennsku í banda- laginu á þinginu nú, enda er hann nú 68 ára og verður orðinn 71 árs þegar næsta kjörtímabili lýkur. Kristján sagðist í gær engar yfir- lýsingar hafa gefið um áfram- haldandi starf sitt í BSRB, hvorki af né á, enda væru engin framboð í BSRB. Uppstillinganefnd, sem kosin væri á hverju þingi, réði um hverja væri kosið. „Þing BSRB ræður hverjir fara með forystu bandalagsins," sagði Kristján. Úrsögn Kennarasambands ís- lands verður væntanlega helsta hitamál þingsins. Stjórn BSRB mun leggja fram tillögu á þinginu um að allsherjaratkvæðagreiðsla félaga KÍ um úrsögnina verði endurtekin - en slíkum tilmælum hefur stjórn Kennarasambandsins tvívegis synjað áður. Þá verða væntanlega hressilegar umræður um verkfallið síðastliðið haust og kjarabaráttu undanfarinna ára. Þingið verður sett í ráðstefnusal stjórnarráðsins í gömlu Rúg- brauðsgerðinni við Skúlagötu kl. 10 á þriðjudagsmorguninn. Þeim degi verður varið til umræðna um skýrslu stjómar, reikninga, laga- breytingar (m.a. væntanlega úr- sögri KÍ) og fleira. Ekki færri en 140 þingfulltrúar af 216 munu starfa í átján nefndum um jafn mörg mál á miðvikudaginn en á fimmtudaginn verður tekið til við að afgreiða mál. Þann dag verður gert hlé á þingstörfum svo fulltrú- ar geti tekið þátt í útifundum á kvennafridaginn. Föstudagurinn verður notaður til afgreiðslu mála og síðan verða kosningar á laugar- dagsmorgun. Þinginu lýkur að vanda með síðdegisboði fjármála- ráðherra. Á BSRB-þingi á Starfsmannafé- lag ríkisstofnana flesta fulltrúa, 48, en síðan kemur Kennarasam- band íslands með 33 fulltrúa. Þar á eftir kemur Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar með 26 full- trúa, þá Hjúkrunarfélagið með 15 fulltrúa og loks Félag símamanna með 12 fulltrúa. Önnur félög hafa færri en tíu fulltrúa á þingi Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.