Morgunblaðið - 19.10.1985, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR19. OKTÓBER1985
5
Ágúst Petersen listmáUri.
Listmunahúsið:
Morgunblaðið/ól.K.M.
Myndefnið sæki ég
mest úr náttúrunni
— segir Ágúst Pedersen listmálari sem
opnar málverkasýningu í dag
LISTMÁLARINN Ágúst Petersen
opnar í dag málverkasýningu í List-
munahúsinu við Lækjargötu undir
nafninu „Tilraun með tilgerðar-
leysi“. Ágúst, sem hefur haldið fjölda
einkasýniga bæði hér á landi og
erlendis auk þess sem hann hefur
tekið þátt í fjölda samsýninga, stund-
aði nám hjá Birni Björnssyni á árun-
um 1930 til 1931. Síðar var hann við
nám í Myndlistaskólanum í Reykja-
vík frá árunum 1946 til 1953 og haföi
sem aðalkennara Þorvald Skúlason
listmálara. Árið 1955 fór Ágúst í
námsferð til Frakklands og Bret-
lands.
Ágúst sýnir að þessu sinni 54
olíumálverk, sem flest eru ný auk
nokkurra eldri verka sem þó aldrei
hafa verið sýnd áður. „Myndefnið
sæki ég mest úr náttúrunni og til
mannsins," sagði Ágúst „Ætli það
sé ekki sjávarsíðan sem sækir
sterkast á mig, enda þekki ég hana
best því ég er fæddur og uppalinn
í Vestmannaeyjum og sæki mynd-
efni í myndir mínar frá þeim tíma
enn í dag. Það er vegna áhrifa, sem
virkuðu þá sterkt á mig og þó langt
sé um liðið koma þau alltaf við og
við upp í hugann og þá reyni ég
að festa þau á léref tið.“
- Hvað hefur helst áhrif á list-
sköpun þína ?
„Sterk upplifun frá einhverju í
umhverfinu, það er mergur máls-
ins. Ást og skilningur á málverki,
það er hægt að ná furðu langt á
tilfinningunni en skynsemin verð-
ur að vera með til að hægt sé að
mála.“
- Leitar þú fyrirmyndar hjá
öðrum málurum ?
„Nei, ég held mig við mitt og
rækta minn garð. Reyni að vera ég
sjálfur. Ég hef gaman af að skoða
verk gömlu meistaranna en ég verð
ekki fyrir neinum ákveðnum áhrif-
um frá þeim, nema þá helst frá
Munk, sem heillar mig mest. Munk
með alla sína sálfræði, sem er
nauðsynleg til að geta náð fram
réttum karakter í því sem verið
er að fást við, en þú sérð engann
dæmigerðann Munk hér hjá mér.“
- Þú notar talsvert föla pastel-
liti í myndum þínum.
„Já, það er satt en það er ekki
meðvitað. Pastel áhrifin verða til
eftir því hvert viðfangsefnið er og
ég er afar ánægður með það. Svo
má ekki gleyma að pastel áferð
tengist oft lýrik, sem ekki er
verra.“
- Ert þú alltaf að mála ?
„Já þannig líður mér best. Alltaf
að berjast við að koma einhverju
frá mér, sem tekst ekki alltaf en
takist það þá er mikil gleði. Eg
reyni að halda mínu striki. Reyni
að gera betur og betur og leitast
við að hafa fjölbreytni í myndun-
um. Málari sem sýnir fjölbreytni
í verkum sínum er alltaf í framför,
vinnur á og er stöðugt að þróast
sem listamaður. Það hefur verið
sagt um mig að ég sé ákaflega
persónulegur málari og það þykir
mér vænt um að heyra," sagði
Ágúst Petersen að lokum.
Sýning Ágústs er opin alla virka
daga frá kl. 10:00 til 18:00. Laugar-
daga og sunnudaga frá kl. 14:00 til
18:00. Lokað mánudaga. Sýning-
unni lýkur 3. nóvember.
Listasafn íslands:
UiOUIOtUll lk91llllU>9«
Sýning á öllum verkum
Kjarvals í eigu safnsins
LISTASAFN Islands minnist aldar- sem iafnframt er mikil heimild áverpsorð og Selma Jónsdótt
LISTASAFN Islands minnist aldar-
afmælis Jóhannesar Sveinssonar
Kjarval með sýningu á 132 verkum
og eru það öll þau verk, sem safniö
á eftir hann. Meðal verka á sýning-
unni eru tvö olíumálverk, sem
Eyrún Guðmundsdóttir, ekkja Jóns
Þorsteinssonar, færði safninu að
gjöf á afmæisdegi Kjarvals s.l.
þriðjudag. Þá hefur safnið látið
gera bók með Ijósmyndum af verk-
unum á sýningunni og upplýsingum
um tilurð listaverkana og með
hvaða hætti þau bárust safninu.
„Þetta er í fyrsta sinn, sem
Listasafn Islands lætur gera bók,
sem jafnframt er mikil heimild
um verk í eigu safnsins," sagði
Selma Jónsdóttir listfræðingur
og forstöðumaður safnsins. I
bókinni sem jafnframt er sýnig-
arskrá er ýtarleg skrá yfir ævi-
feril Kjarvals, einkasýningar
sem hann hélt og samsýningar
sem hann tók þátt í auk þess
skrá yfir tímaritsgreinar og
bækur, sem skrifðar hafa verið
um hann. Getið er um rit eftir
Kjarval og helstu söfn hér á landi
og erlendis sem eiga verk eftir
hann. Menntamálaráðherra
Sverrir Hermannsson ritar
áverpsorð og Selma Jónsdóttir
skrifar formála.
Af þeim 132 verkum sem eru
á sýningunni eru 58 teikningar
og vatnslitamyndir. Þá eru á sýn-
ingunni allar andlitsmyndir
Kjarvals af austfirðingum sem
einungis hafa verið sýndar einu
sinni áður í heild sinni, árið 1972
í Kjarvalshúsi á Seltjarnarnesi.
I tilefni sýningarinnar verður
gefið út plakat með einni af
andlistmyndunum. Sýningin sem
opnar i dag verður opin fra '14:00
til 22:00 öll kvöld fyrsta hálfa
mánuðinn.
MorKunblaöiö/Júlíus
Selma Jónsdóttir forstöóumadur Listasafns íslands, Bera Nordal safnvörður, Jóhannes Jóhannesson listmálari,
Guðmundur Benediktsson myndhöggvari og Karla Kristjánsdóttir deildarstjóri við aðra myndina af tveimur
sem safninu barst að gjöf á afmælisdegi Kjarvals.
SYNING
17
i dag, 19. okt. frá kl. 10—1'
GJörið svo vel og lítið inn
Við sýnum eldhúsinnréttingar, innihurðir, fataskápa, viðarþiljur eða allt í
íbúðina eða húsið.
Notum eingöngu 1. flokks hráefni. Fagmenn með 20 ára reynslu verða á
staðnum.
Miele
Nú bjóðum við
einnig
hin vönduðu
vestur-þýsku
JPinnréttingar
Skeifan 7 - Reykjavík - Símar 83913 -31113
eldhústæki.
Keramikheiluborð blástursofna, ör-
bylgjuofna, viftur, stjórnborð, upp-
þvottavélar. Samræmt útlit.
Við mælum með Míele
Annað er málamiðlun