Morgunblaðið - 19.10.1985, Síða 6

Morgunblaðið - 19.10.1985, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR19. OKTÓBER1985 Island hf. Ekkert sjónvarp á fimmtu- dagskveldi, þess í stað um- ræðan á rás 1 um stefnuræðu Steingríms Hermannssonar for- sætisráðherra á hinu háa Alþingi. Ymsir eru þeirrar skoðunar að slíkt stjórnmálakarp komi þeim lítt við. En hugsum okkur að þess- ir sömu menn sitji á fundi með stjórnendum þess fyrirtækis er þeir vinna hjá og þar sé rætt um kaup og kjör, aðbúnað starfs- manna og atvinnuöryggi, dagvistarmál einstæðu mæðranna er vinna hjá fyrirtækinu, eftirlaunamál svo eitthvað sé nefnt. Ætli hinn almenni starfs- maður myndi sofna á slíkum fundi? Nei, hann myndi spærra eyrun svo fremi honum væri annt um hag sinn og sinna. Þegar við hlýðum á Steingrím Hermannsson flytja stefnuræðuna erum við í raun að hlýða á stjórnarformann fyrirtækisins. Síðan koma aðrir ráðherrar úr stjórn þess og loks ýmsir fulltrúar hluthafa og starfsmanna, er ýmist lofa stjórn- endurna eða lasta. Að mínu mati ætti að gefa frí í fyrirtækjum, stofnunum og skólum, svo menn gætu rætt og tekist á um stefnu- ræðu forsætisráðherra. Lýðræðið verður ekki virkt af forminu einu saman, heldur af því aðhaldi sem hinn almenni maður veitir stjórn- endunum. Það er enginn munur á ráðherra sem kastar skattpening- um til gæludýra sinna og gælu- verkefna og stjórnarmanni fyrir- tækis er spreðar fjármunum. Útvarp frá Alþingi er því einn mikilvægasti dagskrárliður ríkis- fjölmiðlanna, því þar gefst hinum almenna borgara færi á að sitja stjórnarfund í því mikla fyrirtæki, er hann tekur þátt í að reka. Umrœðan: Ég verð að segja eins og er að mér fundust stjórnarmennirnir að þessu sinni ábyrgðarmiklir í tali og stunduðu lítt að éta hálfmeltar tuggur uppúr ársskýrslum fyrri ára. Þannig fjallaði Steingrímur fyrst og fremst um fjárhagsmál fyrirtækisins og boðaði almennt aðhald en vék lítt að vandkvæðum einstakra starfsmanna eða starfsmannahópa. Þorsteinn Pálsson, fulltrúi stærsta hluthafans í almenn- ingshluthafafélaginu, áleit að al- mennt gætti of mikillar svartsýni hjá starfsmönnum og stjórnend- um, bjartari tímar væru framund- an. Jóhanna Sigurðardóttir, er tel- ur sig væntanlega fulltrúa starfsmanna, átaldi fyrrum fjár- málastjóra fyrir að greiða 40 milljónir á borðið fyrir áfengis- útsölu fyrirtækisins á sama tíma og hann lækkaði framlag þess til varna gegn fíkniefnum úr einni milljón niður í rösk 600 þúsund. Taldi Jóhanna að fíkniefnavandi meðal yngri starfsmanna yxi dag frá degi. Og svo var það Guð- mundur J. Guðmundsson, fulltrúi eins starfsmannafélagsins, sem sagði frá því að hann keypti gjarn- an ákveðinn gosdrykk í sjoppu fyrirtækisins. Þessi gosdrykkur hefði kostað fyrir nokkru 20 krón- ur, svo hefði hann farið í 22 krón- ur, þá upp í 26 krónur og síðast uppí 30 krónur. Guðmundur spurði starfsmanninn í sjoppunni hvernig stæði á þessum öru hækk- unum ... Það gera þessar launa- hækkanir, var svarið. Lýsti Guð- mundur megnustu óánægju með þá staðreynd að á meðan venju- legir starfsmenn fyrirtækisins fengju 4,5% launahækkun þá hækkaði sjoppueigandinn gosið um 30%. Hótaði Guðmundur að gos. Já, það gengur á ýmsu hjá almenningshlutafélaginu íslandi. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / SJÓNVARP Fastir liðir „eins og venjulegau — léttur fjölskylduharmleikur ■ Pyrsti þáttur 05 létts íslensks — fjölskyldu- harmleiks hefst í sjón- varpi kl. 21.05 í kvöld. Þættir þessir ganga undir nafninu Fastir liði „eins og venjulega". Q0 hleypa af stokk- — unum fræðslu- þáttum í sjónvarpi um móðurmálið. Fyrsti þátt- urinn var sýndur sl. mánu- dagskvöld en hver þeirra verður endursýndur á laugardögum kl. 16.00. Fyrsti þátturinn fjallar um framburð. Alls eru þættirnir tíu talsins. Umsjónarmaður er Árni Böðvarsson, málfarsráðu- nautur Ríkisútvarpsins. í þáttunum er útskýrt hvernig einstök hljóð myndast þegar við tölum og sýndar skýringarmynd- ir af talfærum og hreyf- ingum þeirra. Notaðar eru „Hljóðstöðumyndir, ís- lensk málhljóð" eftir Jón Júlíus Þorsteinsson sem var kunnur kennari í Ól- afsfirði og á Akureyri og brautryðjandi í beitingu hljóðaðferðar við lestrar- kennslu. Leikurinn gerist að mestu í þriggja eininga raðhúsi í smáborgaraborg á íslandi. Fylgst er með þremur ólíkum fjölskyld- um sem ráðhúsið byggir — í gleði og harmi, starfi og leik. Aðstoðarmaður Árna við þættina er Margrét Pálsdóttir en upptöku stjórnaði Karl Sigtryggs- Þarna er á ferðinni ofur venjulegt fólk nema hvað hinni hefðbundnu hlut- verkaskipan kynjanna, sem við venjulegt fólk höfum átt að venjast gegn- um tíðina, hefur gjörsam- lega verið snúið við, þ.e. konur hafa töglin og hagldirnar og stjórna þjóðfélaginu. Þær sitja í ráðfreyju- stólum, eru forstýrur, lag- anna verjur, sitja Frímúr- arafundi og þjást af kvennagrobbi á meðan karlarnir halda sig kúgað- ir heima við — sjá um börn og buru og fá föður- sýkisköst. Þetta ástand er þó engan veginn afleiðing jafnréttisbaráttu eða kvennabyltingar, síður en son. Móðurmálið — framburður ■MBi Verið er að Arnar Jónsson, Jóhann Sigurðarson og Júlíus Brjánsson í hlutverkum sínum I „Fastir liðir eins og venjulega". svo, því svona hefur þetta ævinlega verið — frá örófi alda, konu fram af konu. Höfundur „harmleiks- ins“ eru Edda Björgvins- dóttir, Helga Thorberg og Gísli Rúnar Jónsson. í aðalhlutverkum eru: Júlíus Brjánsson, Ragn- heiður Steindórsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Sig- rún Edda Björnsdóttir, Arnar Jónsson, Hrönn Steingrímsdóttir, Bessi Bjarnason, Heiðar örn Tryggvason og Guðmund- ur Klemenzson en auk þeirra kemur fjöldi ann- arra leikara fram í hinum ýmsu þáttum. Upptökur fóru fram í maí og júní 1985 í upptök- usal sjónvarpsins, auk nokkurra útiatriða er tek- in voru í Reykjavík og Hafnarfirði. Alls eru þættirnir sex talsins og verða þeir sýndir hálfs- mánaðarlega. Hver þáttur verður endursýndur síð- degis á sunnudegi, helgina eftir frumsýningu. Staupasteinn — fyrsti þáttur ■■ Nýr gaman- 35 myndaflokkur — hefst í sjón- varpi í kvöld kl. 20.35. Hann ber heitið Staupa- steinn (Cheers) og er sá Gestir og gangandi á Staupasteini. Efst eru þau Ted Danson og Shelley Long og í miðið sitja þau Sam gestgjafi og Díana. ættaður frá Bandaríkjun- um. í aðalhlutverkum eru Ted Danson og Shelley Long. Þættirnir gerast á krá einni í Boston þar sem Ted gestgjafi, fyrrum íþróttakappi, ræður ríkj- um. Þarna er gestkvæmt mjög og misjafn sauður í mörgu fé. Þýðandi er Guðni Kol- beinsson. ÚTVARP LAUGARDAGUR 19. október 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Tónleikar, þulur velur og kynnir. 7.20 Morguntrimm. 7M Islenskir einsðngvarar og kórar syngja. 8.00 Fréttir. Dagskrá 8.15 Veðurfregnir. Tónleikar 8.30 Forustugreinar dagblað- anná. Tónleikar 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Oskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynnir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál. Endurtek- inn þáttur Guövarðar Más Gunnlaugssonar frá kvöldinu áöur. 10.10 Veðurfregnir. Óskalðg sjúklinga, framhald. 11.00 Bókaþing. Gunnar Stefánsson dag- skrárstjóri stjórnar kynning- arþætti um nýjar bækur. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. Tónleikar. 1220 Fréttir. 12.45 Veöur- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 13.50 Hér og nú. Fréttaþáttur I vikulokin. 15.00 Miðdegistónleikar. a. Sónata i g-moll op. 27 tyrir einleiksfiðlu eftir Eugene Ysaye. Gidon Kremer leikur. b. .Mouvements du Cæur", sönglög I minningu um Chopin ettir Henri Sauget, Francis Poulenc, Georges Auric, Jean Francaix, Léo Preger og Darius Milhaud. Joseph Rouleau syngur. Claude Savard leikur á pl- anó. 15.40 Fjölmiðlun vikunnar. Esther Guðmundsdóttir flyt- ur. 15.50 Islenskt mál. Gunnlaugur Ingólfsson flytur þáttinn. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 1620 Listagrip Þáttur um listir og menningarmál. Umsjón Sigrún Björnsdóttir. 17.00 Framhaldsleikrit barna og unglinga: , Ævintýraeyj- an“ effir Enid Blyton. Annar þáttur af sex. Þýöandi: Sig- riður Thorlacius. Steindór Hjörleifsson bjó til flutnings I útvarp og er leikstjóri. Leik- endur: Halldór Karlsson, Arni Tryggvason, Kristln Anna Þórarinsdóttir, Þóra 16.00 Móðurmálið — Fram- burður. 1. hlutverk varanna I hljóð- myndun. Endursýning. 16.10 Iþróttir og enska knatt- spyrnan. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 19.20 Steinn Marcó Pólós. (La Pietra di Marco Polo.) Fjórði þáttur. Italskur fram- haldsmyndaflokkur fyrir börn og unglinga. Þættirnir gerast I Feneyjum þar sem nokkrir átta til tólf ára krakkar lenda ( ýmsum ævintýrum. Þýö- andi Þurlöur Magnúsdóttir. 19SO Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Staupasteinn. (Cheers.) Nýr flokkur — Fyrsti þáttur. Bandarlskur gamanmyndaflokkur. Aðal- hlutverk: Ted Danson og Shelley Long. Þættirnir ger- ast á krá einni I Boston þar sem Ted gestgjafi, fyrrum Iþróttakaþpi, ræður rlkjum. Friðriksdóttir, Nlna Sveins- dóttir og Asgeir Friðsteins- son. Sögumaður: Jónas Jón- asson. Aður útvarpað 1960 og 1964 17.30 Skagfirska söngsveitin syngur þjóðlög raddsett af Hallgrlmi Helgasyni, Jóni Asgeirssyni og Björgvin Valdimarssyni og lög eftir Bjarna Þorsteinsson, Ingunni Bjarnadóttur, Pál Isólfsson, Björgvin Valdimarsson og Gunnar Reyni Sveinsson. Stjórnandi: Björgvin Þ. Valdi- marsson. Planóleikari: Ólafur Vignir Alberlsson. LAUGARDAGUR 19. október Þarna er gestkvæmt og misjafn sauður I mörgu fé. Þýðandi Guöni Kolbeinsson. 21.05 Fastir liðir .einsog venju- lega“. Fyrsti þáttur. Höfundar: Edda Björgvinsdóttir, Helga Thorberg og Glsli Rúnar Jónsson. Leikmynd: Gunnar Baldursson. Tónlist: Vil- hjálmur Guðjónsson. Stjórn upptöku: Viöar Vlkingsson. Aðstoðarleikstjóri: Viðar Eggertsson. Leikstjóri: Glsli Rúnar Jónsson. Myndataka: Egill Aðalsteinsson. Hljóð: Baldur Már Arngrlmsson. Lýsing: Ingvi Hjörleifsson. Myndbandsvinnsla: As- mundur Einarsson. Aðalhlut- verk: Júllus Brjánsson, Ragnheiöur Steindórsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Arnar Jónsson, Hrönn Steingrlms- dóttir, Bessi Bjarnason, Heiðar Örn Tryggvason og Guðmundur Klemenzson en 18.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19J5 Stungið I Stúf. Þáttur I umsjá Davlðs Þórs Jónsson- ar og Halls Helgasonar. 20.00 Harmonlkuþáttur. Um- 20.30 Smásaga 21.05 Einsöngur I útvarpssal. Þurlður Baldursdóttir syngur Slgaunaljóð op. 55 eftir Antonin Dvorák. Kristinn örn Kristlnsson leik- ur á planó. 2120 Vlsnakvöld. Þáttur Glsla Helgasonar auk þeirra kemur fjöldi ann- arra leikara fram I hinum ýmsu þáttum. „Fastir liðir“ er léttur fjöl- skylduharmleikur sem á sér að mestu stað I þriggja ein- inga raðhúsi I smáborgara- borg á Islandi. Við fáum að fylgjast með þremur óllkum fjölskyldum sem þetta raö- hús byggja — gleöi og harmi — starfi og leik. Hver þáttur verður endursýndur slðdegis á sunnudegi, helgina eftir frumsýningu. 21.35 Tværriðuhetjur. (Two Rode Together.) Bandarlskur vestri frá 1961. Leikstjóri John Ford. Aðal- hlutverk: James Stewart og Richard Widmark. Lögreglu- maður og liösforíngi eru fengnir til að fylgja landnem- um inn á lendur indlána til aö heimta hvlta fanga úr höndum þeirra. Þýöandi Jón 0. Edwald. 23.30 Dagskrárlok. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. 22.15 Veðurfregnir. Orð kvöldsins. 22.30 A ferð með Sveini Ein- arssyni. 23.05 Danslög 24.00 Fréttir 00.05 Miðnæturtónleikar. Um- sjón Jón Örn Marinósson. 014» Dagskrárlok. Nætur- útvarp á rás 2 til kl. 03.00. LAUGARDAGUR 19. október 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Sigurður Blöndal. 14.00—16.00 Laugardagur til lukku Stjórnandi: Svavar Gests. 16.00—17.00 Listapopp Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 17.00—18.00 Hringborðið Stjórnandi: Magnús Einars- son. Hlé 20.00—21.00 Llnur Stjórnandi: Heiðbjörl Jó- hannsdóttir. 21.00—22.00 Djassspjall Stjórnandi: Vernharður Linn- et. 22.00—23.00 Bárujárn Stjórnandi: Sigurður Sverr- isson. 23.00—24.00 Svifflugur Stjórnandi: Hákon Sigur- jónsson. 24.00—03.00 Næturvaktin Stjórnandi: Margrét Blöndal. (Rásirnar samtengdar að lokinni dagskrá rásar 1.) SJÓNVARP (

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.