Morgunblaðið - 19.10.1985, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR19. OKTÓBER1985
7
Reykjavíkurborg fær þrjú
Kjarvalsmálverk að gjöf
REYKJAVÍKURBORG hefur borist
að gjöf þrjú málverk eftir Jóhannes
S. Kjarval. Voru gjafirnar afhentar
við opnun Kjarvalssýningar á
Kjarvalsstöðum á þriðjudaginn síð-
astliðinn.
Annars vegar er um að ræða
tvö málverk, sem Eyrún Guð-
mundsdóttir ekkja Jóns Þor-
steinssonar íþróttakennara gaf,
„Ofar skýjum„ og „Þingvalla-
bóndinn". Hins vegar var Kjarv-
alsmálverk frá árinu 1926, „Andi
öræfanna", sem var dánargjöf
Rannveigar Norðdahl, sem systir
hennar Guðrún Norðdahl afhenti.
Að sögn Davíðs Oddssonar, borg-
arstjóra, verða verkin varðveitt á
Kjarvalsstöðum, að minnsta kosti
fyrst um sinn, en síðan væntan-
lega valinn staður á einhverjum
stofnunum borgarinnar, eftir at-
vikum.
Við opnun sýningarinnar á
Kjarvalsstöðum afhentu bílstjór-
ar á Bifreiðastöð Reykjavíkur
blómakörfu til minningar um
Kjarval, en á sínum tíma málaði
Kjarval verk sem ber nafnið
„Blómakarfa frá BSR“. Þeir sem
Einar Hákonarson, stjórnarformaður Kjarvalsstaða, veitir viðtöku dán-
argjöf Rannveigar Norðdahl, „Andi öræfanna“, og það er systir gefand-
ans, Guðrún Norðdahl, sem afhendir gjöfina.
afhentu körfuna voru Þorvaldur tuttugu árin og Ingimar Einars-
Þorvaldsson, sem var eins konar son, sem einnig fór í ófáar öku-
einkabílstjóri Kjarvals síðustu ferðir með meistarann.
Þórarinn Eldjárn
er „Margsaga“
— stofnar nýtt forlag til að gefa út bækur sínar
„MARGSAGA" heitir nýtt smá-
sagnasafn eftir Þórarin Eldjárn. Það
er fyrsta bók forlagsins Gullbringu,
sem hyggst sérhæfa sig í að gefa út
bækur eftir Þórarin, að því er segir
í fréttatilkynningu.
„Margsaga" er sjöunda bók Þór-
arins, sem áður hefur gefið út fjór-
ar kvæðabækur, smásagnabókina
„Ofsögum sagt" og skáldsöguna
„Kyrr kjör“.
„Margsaga" geymir 15 sögur, þar
af tvær, sem birst hafa opinber-
lega áður. Sögurnar eru fjölbreyti-
legar að efni og stíl og gerast flest-
ar í nútímanum. „í útjaðri sumra
sagnanna," segir í fréttatilkynn-
ingunni, „má greina drög að
óskráðri harmsögu Kjögx-ættar-
innar, en að öðru leyti tengjast þær
ekki innbyrðis, ef undan er skilið
að „Ég“ er atkvæðamikill í mörg-
um þeirra, en að vísu sjaldnast
samur við sig.
Titlar nokkurra sagna gefa ef
til vill hugmynd um yrkisefnin,
t.d. Yxu víur, ókvæða við, Sauma-
vélin, Perlur frá Hermanni Kjögx
eru bestar, Völin á mölinni, Mað-
urinn er það sem hann væri, í
kaffi í Bolungavík, Litla stund hjá
Hansa og Eigandinn.
„Margsaga" er 94 blaðsíður.
Káputeikningu annaðist Sigrún
Eldjárn, ljósmyndun Guðmundur
Ingólfsson. Prisma setti og prent-
aði eftir frumdiski höfundar,
Arnarfell batt.
Atli Ingólfsson.
Ljóstur — ný Ijóðabók
eftir Atla Ingólfsson
ÚT ER komin hjá Forlaginu Ijóða-
bókin Ljóstur eftir Atla Ingólfsson.
Atli er ungur tónlistarmaður, ættaður
úr Njarðvíkunum. Hann hefur stund-
að tónlistarnám jafnframt háskóla-
námi hér heima en dvelur nú við nám
í tónsmíðum á Ítalíu.
Fyrir skömmu hlaut hann tón-
listarverðlaun Ríkisútvarpsins til
ungra tónlistarmanna. Ljóstur er
fyrsta ljóðabók Atla en áður hafa
birst eftir hann ljóð í blöðum og
tímaritum. f bókinni eru 30 ljóð og
hafa fæst þeirra birst áður.
f fréttatilkynningu Forlagsins
segir m.a.: „Skáldskapur Atla er
lágvær og íhugull, fullur næmleika
og þekkingar á list ljóðsins.
Myndvísi hans er öguð og sjóngáf-
an skörp, hvort heldur hann yrkir
um nálægðina eða einsemdina, ef-
ann, óttann eða annað það sem
lýstur hinar innri sjónir. Hér yrkir
þroskað skáld sem tekið verður eft-
ir.“
Ljóstur er prentað hjá Fjölritun
Rirm'r 1"""*'*’• 1 v n
Fyrsta eintakið af „Margsaga" gefíð út. Talið er, segir Þórarinn Eldjárn, að
hér hafí í fyrsta skipti tekist að festa á fílmu sjálft útgáfuaugnablik íslenskr-
*»r hók»r
BÚS6A6NABÖLLIK
BÍLDSHÖFÐA 20 - 110 REYKJAVÍK* 91-81199 og 81410