Morgunblaðið - 19.10.1985, Side 13

Morgunblaðið - 19.10.1985, Side 13
MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR19. OKTÓBER1985 13 arson er vísað til Bókmenntaþátta Matthíasar Johannessen sem ný- lega eru komnir út. I þeim gerir Matthías sér far um að sjá Sturlu í nýju ljósi, sýna átök lífs og listar, og ætti enginn að missa af því að kynnast viðhorfum hans, að minnsta kosti ekki þeir sem láta sig varða fornan arf okkar og mikilvægi hans í samtímanum. Meðal nýrri ljóða í Hólmgöngu- ljóðum er þetta smáljóð: þú ertfrosnar vakir aðventulaus deyjandi augu Þetta ljóð fjallar um dauða Haraldar, föður skáldsins. Annað ljóð er um dauða móður hans, önnu. Þessi tvö ljóð og fleiri í Hólm- gönguljóðum fá mig til að minnast dálítils kvers sem Matthías hefur sent frá sér í takmöruðu upplagi: Flýgur örn yfir, útg. Skákprent. Kverið er m.a. til vitnis um vel heppnaða tilraun skálds sem oft hefur verið mælskt, jafnvel mæl- skara en við hefðum óskað, til að einskorða sig við hugmynd, „draga fram kjarna" eins og skáldið kemst sjálft að orði í stuttum og gagnorð- um eftirmála. Árangurinn kemur fram í fáum orðum þar sem fágun ræður ríkjum, vilji til að hreinsa ljóðið af öllu utanaðkomandi og láta það birtast í líkingu lítillar I perlu, sem stundum má finna i stórri skel. Eftirfarandi sýnishorn verður að nægja, en síðar mun gefast tilefni til að víkja að Flýgur örn yfir: Langur er þessi koss sólar og fífils gul bros við veginn. Annar hluti Hólmgönguljóöa hinna nýju er nýr ljóðaflokkur þar sem er „gengið á hólm við tíma og tortímingu". í skáldskap Matt- híasar Johannessen hefur slík hólmganga alltaf verið brýn. Að- dáunarverð er sú aðferð skáldsins að bregða ljósi á stundleik okkar með því að gera nálæga sögu Róm- verja; stuðst er við ævisögu Anton- íusar eftir Plútark sem skrifuð var á fyrstu öld eftir Krist. Eins og segir í skýringum er „tíminn þurrkaður út“, fjallað um „atburði og örlög okkar tíma“. Þetta er ákaflega vandasamt i skáldskap, en kemur sífellt fyrir í skáldskap Matthíasar Johannessen, ekki síst í leikritum hans. Man ekki einhver Sókrates? Fyrsta ljóðið segir til dæmis frá Antoníusi þar sem hann stendur „yfir Brútusi / á akrinum / við Vorsabæ / sviptir af sér / purpuraskikkjunni / og leggur yfir hann / dauðan". Burtséð frá sög- unni kemur viðleitni höfundar fram f nítjánda ljóði, lokaljóði flokksins: Ég smíða bát úr ljóðum mínum ogsiglibrimölduna inn hjarta þitt. í öðrum hlutanum eins og í öðrum ljóðum sem teljast viðbætir í Hólmgönguijóðum og sömuleiðis ljóðunum í Flýgur örn yfir er ljós breyting ytra borðs ljóða Matt- híasar Johannessen, áframhald- andi þróun. Kappkostað er að vera eins hnitmiðaður og kostur er, forðast orð sem standa einungis orðanna vegna. Hugmyndin birtist í allri nekt sinni, en alltaf með það að leiðarljósi að máliö er í eðli sínu upphaf og endir ljóðsins. Málið er verkfæri skáldsins og það er þrátt fyrir allar skírskotanir eða vísanir það sem úrslitum ræður. Þarna er um að ræða nýbreytni frá fyrstu útgáfu Hólmgönguljóða, en boð- skapurinn hinn sami, veruleikinn vrkir og hann verður ekki flúinn. Þrfr hjúkninarfræðingar til Eþíópíu: íslenska hjálparstarfid hefur borið góðan árangur — en því verður að halda áfram, segja Hjálparstofnunarmenn ÞRÍR íslenskir hjúkrunarfræðingar héldu í fyrri viku suður til Eþíópíu til starfa næstu sex mánuði. Þaö eru þær Anna Gyða Gunnlaugsdóttir, Gyða Baldursdóttir og Ólöf Más- dóttir. Þær leysa af hjúkrunarfræð- ingana fjóra, sem fóru til Eþíópíu í ársbyrjun á vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar en eru nú komnar heim fyrir nokkru. Þær Anna, Olöf og Gyða starfa í mjög afskekktu þorpi á háslétt- unni norður af höfuðborginni Addis Ababa. Samgöngur við stað- inn eru mjög erfiðar og á rigning- artíma er ekki hægt að komast þangað nema í þyrlu. Frá þorpinu er hvorki síma- né talstöðvarsam- band við umheiminn, að því er segir í fréttatilkynningu frá Hjálparstofnuninni. „íslensku hjúkrunarfræðing- arnir hafa unnið mikið starf á þessum slóðum," segir þar enn- fremur. „Þeir hafa séð um matar- gjafir, bólusett þúsundir barna, veitt hverskonar læknisaðstoð og fylgst með næringarástandi íbú- anna ... Gífurleg örtröð hefur verið við sjúkraskýli íslending- anna og hefur vinnudagurinn, frá 8 á morgnana og fram á kvöld, ekki nægt til að sinna öllum þeim, sem þangað koma. Sjúkraskýlið er nú orðið svo þekkt í héraðinu, að fólk leggur á sig dagsferðir til að njóta aðstoðar Islendinganna. Svo gott orð hefur farið af íslenska hjúkrunarfólkinu í Eþíópíu, að sér- staklega hefur verið leitað eftir að fá það til landsins." Hjálparstofnun kirkjunnar mun halda áfram að reyna að sinna þeim hjálparbeiðnum, sem hafa borist að undanförnu. Stofnunin telur að með hjálp Islendinga hafi verið dregið úr þjáningum hundr- uða þúsunda manna og þeim fleytt yfir erfiðasta hjalla þurrkanna. f fréttatilkynningunni segir: „Nú hefur rignt talsvert í flestum hér- uðum landsins og standa vonir til að uppskera geti orðið einhver í nóvember og desember á þeim svæðum, sem fengu sáðkorn í tæka tíð. Það er hinsvegar ljóst, að langt fram eftir næsta ári verður að halda áfram aðstoðinni, svo ekki fari í sama farið aftur. Hjálpar- stofninin hefur að undanförnu unnið að athugun á aðstoð við vatnsboranir og fleiri verkefni á grundvelli hjálpar til sjálfshjálp- ar. Hjálparstarfið í Eþíópíu er stærsta einstaka verkefnið, sem Hjálparstofnun kirkjunnar hefur unnið að, og hefur það tvímæla-^ laust borið mikinn árangur.“ Morgunblaöið/Omar Valdimarsson Eþíópískar mæður með börn sín í sjúkraskýli kirkjunnar norðan við Addis Ababa. í lok kvennaáratugar skorum viö á konur að leggja nióur störf þann 24. október nk. Til að fylgja fram kröfunni um bætt launakjör kvenna. Adda Bára Sigúsdóttir, veöurfræöingur. Aöalheiður Bjarnfreðsdóttir, form. Sóknar. Anna Benónýsdóttir, simavörður. Anna Borg, skrifstofumaður. Anna Sigurðardóttir, verkakona. AnnaSiguröardóttir, Kvennasögusatnið AnníG. Haugen, félagsráðgjafi. Arna Jónsdóttir, fóstra. Arndís Steinþórsdóttir, viðskiptafræöingur. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, prestur. Álfheiður Ingadóttir, blaðamaður. Asthildur Ólafsdóttir, skrifstofumaöur. Bergþóra Einarsdóttir, blaöamaöur. Björg Einarsdóttir, rithöfundur. Edda Björgvinsdóttir, leikkona. Elin G. Ólafsdóttir, kennari. Elisabet Gunnarsdóttir, kennari. Erna Hauksdóttir, formaöur Hvatar. Gerður Steinþórsdóttir, borgarfulltrúi. Guölaug Pétursdóttir, verkakona. Guölaug Teitsdóttir, kennari. Guðríður Elíasd., form. Framtíðarinnar. Guörún Agnarsdóttir, alþingismaöur. Guörún Ágústsdóttir, borgarfulltrúi. Guðrún Árnadóttir, meinatæknir. Guðrún Backmann. Guðrún Erla Geirsdóttir, myndlistarkona. Guörún Gísladóttir, bókavöröur. Guörún Halldórsdóttir, skólastjóri. Guðrún Helgadóttir, alþingismaður. Guðrún Jónsdóttir, skrifstofumaður. Guðrún Jónsdóttir, borgarfulltrúi. Guðrún K. Óladóttir, skrifstofumaður. Guðrún Ögmundsdóttir, cand. comm. Halldóra J. Rafnar, blaöamaóur. Helga Backmann, leikkona. Helga Birna Gunnarsdóttir, þroskaþjálfi. Helga Thorberg, leikkona. Hildur K jartansdottir, saumakona. Hólmfríður R. Árnadóttir, útbreiðslustjóri. Ingibjörg Sólrún Gisladóttir, borgarfulltrúi. Ingibjörg Hafstad, kennari. Ingibjörg óskarsdóttir, skrifstofumaöur. JóhannaSigurðardóttir, alþingismaöur. Jónina Leósdóttir, varaþingmaöur. Katrín Fjeldsted, læknir. Kicki Borhammar, blaöamaöur. Kolbrún Jónsdóttir, alþingismaöur. Kristín Halldórsdóttir, alþingismaöur. Kristín Kvaran, alþingismaður. Kristin Mántylá, skrifstofumaður. Lára V. Júlíusdóttir, lögfræöingur ASi. Linda Rós Michaelsdóttir, kennari. Magdalena Schram, blaöamaöur. Margrét Pála Ólafsdóttir, fóstra. Maria Pétursdóttir, skólastjóri. Ragna Bergmann, formaður Framsóknar. Rannveig T raustadóttir, þroskaþjálfi. Ragnhildur Guðmundsd., form. simamanna. Salome Þorkelsdóttir, alþingismaður. SigríöurTh. Erlendsdóttir, sagnfræðingur Sigriöur Kristinsdóttir, sjúkraliöi. Sigríður Dúna Kristmundsd., alþingismaöur. Sigríöur Skarphéðinsdóttir, iönverkakona. Sígrún Aspelund, skrifstofumaöur. Sigrún Ágústsdóttir. Sigrún Eldjárn, myndlistarkona. Sigurbjörg Sveinsdóttir, bókavöröur. Sjöfn Ingólfsdóttir, saumakona. Snjolaug Kristjánsdóttir, verkakona. Sólveig Brynja Grétarsdóttir, bankamaöur. Stella Stefánsdóttir, verkakona. Unnur Jónasdóttir, skrifstotumaöur. UnnurStefánsdóttir, fóstra. Valborg Bentsdóttir, skrifstofumaöur Valdis Bjarnadóttir, arkitekt. ValdísGaröarsdóttir, skrifst.st. Valgeröur Siguröardóttir, skrifstofumaöur. Vilborg Haröardóttir, blaðamaður. Þóra Friðriksdóttir, leikkona. Þorbjörg Samúelsdóttir, verkakona. Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri. Þórunn Gestsdóttir, form. landssambands sjálfstæöiskvenna. Þórunn Theódórsdóttir, formaður starfsmannaf. Kópavogs. Mætum allar á útifundinn á Lælgartorgi kl. 14 sama dag Sýnum samstöðu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.