Morgunblaðið - 19.10.1985, Qupperneq 15
MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR19. OKTÓBER1985
15
ILJI
:. 1: r
ekki til þess fallið að auka rás-
festu bílsins þegar hratt er ekið,
t.d. í beygjum. Vegna þess að
enginn mismunun er á milli
drifsins á fram- og afturhjólin
hefur bíllinn tilhneigingu til þess
að svara ekki ekki stýringu í
kröppum beygjum og er öku-
manni hollast að vita af því áður
en hann sest undir stýri.
Hinsvegar veitir fjórhjóladrif-
ið mikið öryggi þegar hált er og
þegar snjóað hefur, auk þess sem
bíllinn helst betur á vegi i roki,
kemst upp bratta sem er venju-
legum bílum ofviða og er dugleg-
ur í aurbleytu.
ökumaður verður alla jafna
lítið var við að aldrifið sé tengt
— bifreiðin virðist jafn lipur og
áður. Þó verður hann var við það
þegar ekið er aftur á bak og lagt
á bilinn. Þá marrar í honum og
hann rykkist til eins og staðið
sé á bremsunni. Þess ber einnig
að gæta að bíllinn eyðir meira
bensíni þegar aldrifið er tengt,
enda segir það sig sjálft að við-
námið eykst þegar drifið er tengt
á öll hjólin. Bremsurnar á bilnum
voru ágætar og skekktist hann
ekkert þegar snöggt var hemlað
og aldrifið tengt, en það hefur
vijað brenna við með aldrifsbíla.
Dýrari gerð (Super) af aldrifs-
Trediunni er búin læstu drifi að
aftan getur það komið sér aldeilis
vel þegar annað afturhjólið spól-
ar eins og stundum kemur fyrir.
Þá fer aflið yfir i hitt hjólið og
það getur komið bilnum úr klíp-
unni.
Fjöðrunin á Tredíunni er
prýðileg eins og reyndar á öllum
Mitsubishi-bilum sem ég hef
ekið. Hún er mjúk án þess þó að
vera stíf og gleypir i sig holur
og mishæðir án þess að farþegar
finni fyrir því. Slaglengdin er
mikil, og ekki sló hann niður þó
ég sigldi á fullri ferð yfir liggj-
andi löggur (hraðahindranir).
í hnotskurn
Mitsubishi Tredia 1800 4WD
er snotur og þægileg fólksbifreið
sem með aldrifi eykur á öryggi
eigendanna þegar færð spillist
og gerir þeim kleift að komast
leiðar sinnar þegar aðrir venju-
legir fólksbilar spóla á hlaðinu
heima.
LÁGAFELLSKIRKJA: Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Messa kl. 14.
Sr. Birgir Ásgeirsson.
GARÐASÓKN: Barnasamkoma i
Kirkjuhvoli kl. 11. Sr. Bragi Friö-
riksson.
BESSAST AÐAKIRK JA: Kirkju-
dagur. Helgisamkoma kl. 14.
Kaffisala kvenfélagsins aö at-
höfninni lokinni. Sr. Bragi Friö-
riksson.
KAPELLA St. Jósefssystra
Garðabæ: Hámessa kl. 14.
FRÍKIRKJAN Hafnarf.: Barna-
samkoma kl. 10.30. Guðsþjón-
usta kl. 14. Sr. Magnús Guö-
jónsson fyrrv. fríkirkjuprestur
prédikar. Aö lokinni guösþjón-
ustu veröur kaffisala kvenfélags-
ins í Góðtemplarahúsinu. Sr. Ein-
ar Eyjólfsson.
KAPELLAN St. Jósefsspitala:
Hámessa kl. 10. Rúmhelga daga
kl. 18.
KARMELKLAUSTUR: Hámessa
kl. 8.30. Rúmhelga daga messa
kl. 8.
HAFNARFJARÐARKIRKJA:
Sunnudagaskóli kl. 10.30. Fjöl-
skylduguösþjónusta kl. 14. Sr.
Ólafur Jóhannesson skólaprest-
ur heimsækir söfnuöinn. Sr.
Gunnþór Ingason.
INNRI-NJARDVÍKURKIRKJA:
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.
Almennur safnaöarsöngur. Ein-
söng syngur Ragnheiður Guö-
mundsdóttir söngkennari.
Organisti Gróa Hreinsdóttir.
Fundur meö foreldrum ferming-
arbarna aö lokinni guösþjónustu.
Sr. Þorvaldur Karl Helgason.
YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA:
Barnastarf kl. 11. Guösþjónusta
kl. 14. Almennur safnaöarsöng-
lags Austfjarða samþykkti
áskorun til þingmanna Austur-
lands að vinna ötullega að bættu
skipulagi samgangna innan
fjórðungs — þar sem um eina
atvinnuheild sé að ræða og
bættar samgöngur forsenda
framfara í atvinnumálum.
Þá varaði fundurinn við
hugmyndum um aukna skatt-
heimtu af neysluvörum almenn-
ings og ítrekaði fyrri mótmæli
varðandi sérsköttun skrifstofu-
og verslunarhúsnæðis.
Þá samþykkti aðalfundur
Kaupmannafélags Austfjarða
ennfremur eftirfarandi:
„Fundurinn mótmælir þeim
áiögum sem áformað er að setja
á tölvubúnað. Telur hann að það
muni hafa alvarlegar afleið-
ingar á tölvuvæðingu fyrirtækja
og þar með afkomu þjóðarheild-
arinnar.
Fundurinn fordæmir að flutn-
ingsfyrirtæki I eigu ríkisins
mismuni verslunarfyrirtækjum
í fjórðungnum í verðlagningu
vöruflutningsgjalda á sama
tíma og það þiggur stórfé af
fjárlögum til að standa undir
rekstrinum.
Jafnframt krefst fundurinn
þess að markvisst verði unnið að
jöfnun vöruverðs og flutnings-
kostnaðar í land.nu enn frekar
en nú er.
Benda má á að vörur fram-
leiddar úti á landsbyggðinni, t.d.
landbúnaðarvörur, eru undan-
tekningarlaust verðjafnaðar á
sama tíma og landsbyggðin
verður meira og minna að bera
flutningskostnað frá Reykjavík.
Fundurinn skorar á viðskipta-
ráðherra að hann beiti sér fyrir
því að endurskoðun laga um
verslunaratvinnu og samvinnu-
félög verði hraðað og fullt tillit
verði tekið til tiliagna Kaup-
MorgunblaSift/Ólafur
Stjórn Kaupmannafélags Austfjarða, talið frá vinstri: Elís Guðnason, Eskifírði; Sigurður Grétarsson, Fellabæ;
Gunnar Hjaltason, Reyðarfírði, formaður; Ásgeir Valdimarsson, Egilsstöðum og Brynjar Júlíusson, Neskaupstað.
Landsbyggðaryerzlunin
á undir högg að sækja
— segir Gunnar Hjaltason formaður Kaupmannafélags Austfjaröa
KgiLsstödura, 13. október.
AÐALFUNDUR Kaupmannafé-
lags Austfjarða var haldinn á Eg-
ilsstöðum í gær — þar sem Gunn-
ar Hjaltason á Reyðarfírði var
endurkjörinn formaður félagsins.
„Landsbyggðarverslunin á
undir högg að sækja um þessar
mundir," sagði Gunnar Hjalta-
son í stuttu spjalli við tíðinda-
mann Mbl. að aðalfundi loknum.
„Veltuhraði vörunnar er ákaf-
lega hægur hér úti á lands-
byggðinni og því er allt birgða-
hald mjög erfitt — auk þess sem
flutningskostnaður er víða
þrándur í götu. Hins vegar er
það staðreynd að meðalálagn-
ingin hefur þrátt fyrir allt lækk-
að hér sem annars staðar í kjöl-
far frjálsrar álagningar."
Aðalfundur Kaupmannafé-
ur. Einsöng syngur Ragnheiöur
Guömundsdóttir söngkennari.
Organisti Gróa Hreinsdóttir.
Fundur meö foreldrum ferming-
arbarna aö lokinni guösþjónustu.
Sr. Þorv. Karl Helgason.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Muniö skólabíl-
inn. Æskulýös- og fjölskyldu-
guösþjónusta kl. 14. Þess er
vænst aö fermingarbörn og for-
eldrar þeirra sæki guösþjónust-
una. Fundur með ísraelsförum
mánudagskvöldiö kemur kl.
20.30 í Kirkjulundi. Sóknarprest-
ur.
KIRKJUVOGSKIRKJA: Messa kl.
14. Sr. Jón Árni Sigurösson
kveður söfnuöinn. Sóknarnefnd-
in.
SANDGERÐI: Barnaguðsþjón-
usta í grunnskólanum kl. 11.
Sóknarprestur.
ÚTSKÁLAKIRKJA: Barnaguös-
þjónusta kl. 13.30. Sóknarprest-
ur.
HVERAGERDISKIRKJA: Barna-
guösþjónusta kl. 11. Sr. Tómas
Guömundsson.
KOTSTRANDARKIRKJA: Messa
kl. 14. Sr. Tómas Guðmundsson.
AKRANESKIRKJA: Breyttur
messutími. Barnasamkoma kl.
10 árdegis. Messa kl. 11 árdegis.
Sr. Björn Jónsson.
SIGLUFJARDARKIRKJA: Barna-
guösþjónusta í dag, laugardag
kl. 11. Messaö aö Baröi í Fljótum
kl. 11 sunnudag. Sr. Vigfús Þór
Árnason.
ÓLAFSFJARÐARKIRKJA:
Messa kl. 14. Sr. Vigfús Þór
Árnason á Siglufirði og kirkjukór
Siglufjaröarkirkju undir stjórn
Anthonys Baley syngur. Sókn-
arprestur.
Bláskógar
Ármúla 8, s: 686080
mannasamtaka íslands.
Fundurinn fagnaði þeim
árangri sem náðst hefur varð-
andi verðbólguna og lætur í ljós
ósk um að landsmönnum takist
að varðveita það sem áunnist
hefur.
Varað er við villandi ummæl-
um um að verslunin í landinu
búi nú við betri kjör en aðrar
atvinnugreinar landsins.
Fundurinn lýsir eindregnum
stuðningi við áform um að
skjóta fleiri stoðum undir at-
vinnulíf í fjórðungnum. Komi
ekki til ný atvinnutækifæri er
veruleg hætta á búseturöskun.
Enn á ný krefst fundurinn
þess að nú þegar verði inn-
heimtuaðilum söluskatts greidd
þóknun af innheimtu hans. f
gegnum verslunina er stærsti
hluti hans innheimtur og telur
fundurinn það ekki sæmandi ís-
lensku þjóðfélagi að þjóðnýta
heila atvinnugrein á sama tíma
og aðrir fái verulega þóknun
fyrir sambærilega innheimtu
ýmissa gjalda.
Skorar fundurinn á öll þau
hagsmunasamtök sem inn-
heimta söluskatt að taka sig
saman um aðgerðir til að ná
fram þessari réttlætiskröfu.
Fundurinn telur að stjórn Kf
ætti að hafa forgöngu um þessar
aðgerðir i fullri samvinnu við
aðra sem hagsmuna eiga að
gæta."
Að loknum aðalfundinum í
gær var efnt til námskeiðs um
möguleika á því að draga úr
vörurýrnun í verslunum sem
Helgi Baldursson, kennari við
Verslunarskóla fslands, stýrði.
Og að námskeiði loknu þáðu
fundarmenn veitingar í boði
Kaupmannasamtaka íslands —
en Gunnar Snorrason, formaður
samtakanna, sat aðalfundinn
ásamt framkvæmdastjóra.
Kaupmannafélag Austfjarða
var stofnað 1978 og munu félag-
ar nú vera um 50 talsins. Um 30
félagar sátu aðalfundinn að
þessu sinni. Á síðasta sumri tók
félagið í notkun eigið orlofshús
að Staffelli við Langavatn.
Auk Gunnars Hjaltasonar
sitja nú í stjórn Kaupmannafé-
lags Austfjarða: Brynjar Júlíus-
son, Neskaupstað; Elís Guðna-
son, Eskifirði; Sigurður Grét-
arsson, Fellabæ og Ásgeir
Valdimarsson, Egilsstöðum.
— Ólafur