Morgunblaðið - 19.10.1985, Page 16

Morgunblaðið - 19.10.1985, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR19. OKTÓBER1985 Ljósm/Morgunblaðið Boeing 737 þotn yfir Reykjavík. Samskonar þota er nýkomin úr mikilli skoðun í Belgíu og voru hreyflarnir kannaðir sérstaklega. Hreyflar Arnarflugsþotu skoðaðir sérstaklega í dag lýkur C skoðun á Boeing 737 þotu Arnarflugs. Skoðunin, sem hef- ur tekið tvaer vikur, fór fram hjá belgíska flugfélaginu Sabena í Logsuðu vír á stál og messing SILFURSLAGLÓÐ EIRSLAGLÓÐ LÓÐTIN EIR í PLÖTUM MESSING I PLÖTUM EIRRÖR í RÚLLUM MESSING í STÖNGUM Legu- kopar SJÁLFSMYRJANDI BRONSLEGUR MALLORY-EIR FYRIR PUNKTSUDUVÉLAR MESSING-VÍRNET Ryðfrítt stál í stöngum MESSING- UNDIRLEGGSÞYNNUR SILFURSTÁL í STÖNGUM GORM AST ÁLVÍR G. J. FOSSBERG VÉLAVERZLUN HF. Skúlagðtu 63 - Reykjavfk Slmi 18560 Brussel. Arnarfiugsþotan er búin svipuðum hreyflum og þotur sem hafa farist f Manchester á Englandi og í MilWau kee í Bandaríkjunum. Bæði þessi slys má rekja til galla í r hreyflum. f hreyflum Arnarflugsþot- ' unnar var skipt um sömu hluti og ollu áðurnefndum slysum. Hreyflar Arnarflugsþotunnar eru af gerðinni Pratt & Whitney JT8D gerð 9 en í kjölfar slysanna var krafist rannsóknar á hreyfil- gerðum 15—17. Það eru öflugri hreyflar og knýja t.d. stærri Boeing þotu Flugleiða. Flugleið- amenn hafa þegar látið kanna hreyfla sinnar þotu og fannst ekk- ert athugavert við þá skoðun. f lok september gaí Flugmálastjórn Bandaríkjanna og Pratt & Whitn- ey verksmiðjurnar lofthæfnisfyr- irmæli (Airworthiness Directives) þar sem farið er fram á að eigend- ur flugvéla með þessa hreyflateg- und láti sérstaklega skoða bruna- hólf hreyflanna. f brunahólfi þotuhreyfils bland- ast loft og eldsneyti og er kveikt í blöndunni með rafneista. Hreyfill- inn tekur loftið inn að framan- verðu en eldsneytið kemur inn í hann gegnum svonefndar bruna- könnur. Það voru einmitt svona brunakönnur sem sprungu og orsökuðu þau tvö flugslys sem áð- ur voru nefnd. Flugmálastjórn Bandaríkjanna hefur farið ofan í saumanan á viðhaldsskýrslum JT8D hreyfla og telur margar bil- anir í brunahólfum vera meira en næga ástæðu til að skoða hreyfil- tegundina sérstaklega. Alls eru notaðar 30 mismunandi gerðir af brunakönnun í þessari hreyflateg- und. Lárus Atlason tæknistjóri Arn- arflugs sagði í samtali við Morg- unblaðið, að Arnarflug hefði látið skipta um allar brunakönnurnar í hreyflum sinnar þotu um leið og skoðunin fór fram í Brussel. „Þetta er varúðarráðstöfun sem gerð var í ljósi þeirra flugslysa sem hafa orðið undanfarið og má rekja til galla i þessari tegund hreyfla." Lárus sagði að á þessu stigi væri ekkert hægt að fullyrða, að gallaðir hlutir hefðu verið í hreyflum Arnarflugsþotunnar en sagði jafnframt að t.d. bruna- könnurnar yrðu yfirfarnar nánar og endurbyggðar á viðhaldsverk- stæði Sabena flugfélagsins. Arnarflugsþotan, TF VLT hefur tæpa 40 þúsund flugtíma að baki og álíka margar lendingar því hún var aðallega notuð á tiltölulega stuttum flugleiðum áður en hún komst í eigu Arnarflugs. „Við hefðum gjarnan viljað að þessi stóra skoðun hefði farið fram hér á landi, en vegna anna hjá viðhaldsdeild Flugleiða var ekki unnt að koma því við. Það hefur sýnt sig að íslenskir flug- virkjar eru fullfærir um svona stórverkefni jafnvel þó að aðstað- an sé ekki upp á marga fiska," sagði Lárus Atlason. ^?^NDU" ^og selium verS°.*" )lutafélogum a Kaupver8 nafnverös Kaupverö m.v. lOOkr. nafnverös Leikfanga-grís Jæja, héma kemur þá uppskrif Af eigin reynslu veit ég að þetta h< um, bæði til að sofa með og eins kem nánar inn á það á eftir. Stærðinni ráðið þið sjálf, en þægileg lengd er um 45 senti- metrar og ummál andlits á stærð við undirskál. Það má nota allskonar efni, svo sem einlitt, rósótt eða röndótt bómullarefni, vatteruð (stungin) efni ýmiskonar, og síðast en ekki sízt pluss eða loð efni allskonar sem mikið er til af núna í flestum vefnaðarvörubúðum. Nú svo má hafa andlitið úr bleiku filtefni eða einlitu lérefti, en þá er betra að strauja gróft flíselín aftan á. Sem sagt, möguleikarnir eru heilmargir, það er ykkar að velja. En svona byrjum við: Klippið tvö hringlaga stykki, til dæmis undan undirskál. Mælið ummál hringsins og klipp- ið efnið svo það nái utan um hringinn og hafið tvo sentimetra að auki til að sauma saman, og lengdina getið þið haft 45 senti- metra eða eftir smekk. Svo byrjum við á andlitinu. Þar þarf að sjálfsögðu nef, augu og munn. Þetta má búa til úr afgöngum úr einlitu efni eða filti. En ennþá skemmtilegra er að hafa „alvöru" trýni og augu. í tómstundabúðinni Litum og föndri á Skólavörðustíg fæst þetta hvort tveggja og kostar lítið. Fæst efalaust einnig í fleiri tómstundabúðum. Trýnin eru úr plasti og augun sömuleiðis í ótal stærðum og gerðum. Eyrun eru gerð úr tvöföldu efni, einlit eða úr sama efni og búkurinn, og þrædd á „höfuðið“. in sem ég lofaði í síðustu Dyngju. fur orðið vinsælt leikfang hjá börn- :il gagns sem geymslustaður, en ég Þegar andlitið er búið þarf að ganga frá afturendanum, og innan á hann er einnig straujað flíselín. Saumið mjóa skásniðna ræmu, snúið henni við og þið hafið „rófu“, sem fest er á aftur- endann. Þá er það búkurinn. Saumið efnið saman á langveg- inn frá báðum hliðum, en skiljið eftir op í miðjunni. Snúið á röng- una og saumið höfuð og aftur- enda á. Vendið aftur og fyllið með púðafyllingarefni eða svampkurli, gangið frá opinu. Útbúið höldu til að hafa ofan á. Úr þessu verður skemmtilegur leikfangagrís. En svo er auðvelt að gera annað. í stað þess að loka saumfarinu að neðan má láta þar á rennilás, annaðhvort venjulegan eða svokallaðan franskan rennilás (rennilásalím- band). Grísinn er þá ekki fylltur með neinu, en þess í stað er betra að strauja einnig gróft flíselín innan á efnið í búknum. Grísinn getur þá verið eins og taska til að hafa lítil leikföng í, eða og það gerir mikla lukku, að nota grís- inn undir náttfötin og hengja hann upp á snaga rétt hjá rúm- inu. Eins og þið sjáið er um marga möguleika að ræða. Byrjið bara, og ef það er eitthvað sem vefst fyrir ykkur þá skrifið þig bara til Dyngjunnar og ég reyni að leysa málið. Gangið ykkur vel. Með kveðju, Jórunn. Y tri-Akraneshrepp- ur hundrað ára Akrmnetá, 17. oklAbef. UM ÞESSAR mundir eru liðin 100 ár frá því Innri-Akraneshreppur varð sjilfstætt sveitarfélag. Hreppsbúar munu minnast þessara tímamóta á margvíslegan hátt. Sérstök afmælis- nefnd hefur starfað að undanförnu, og mnn hún efna til afmælisfagnaðar í félagsheimili hreppsins, Miðgarði, sunnudaginn 3. nóvember næstkom- andi. Á dagskránni verður auk kaffi- samsætis, rakin saga hreppsins í stuttu máli og Jón Báröarson, fyrr- verandi skólameistari, rekur minnis- stæða viðburði í hreppnum frá fyrri timum. Einnig verður til skemmtun- ar söngur og kvæðalestur. Á næsta ári er síðan fyrirhugað að gefa út ritverk í tilefni aldarafmæl- isins og mun saga hreppsins verða þar rakin í stórum dráttum og ýmsir núverandi og fyrrverandi hreppsbú- ar rita minningar sínar frá fyrri tíð. Áfmælisnefndin er skipuð eftirtöld- um mönnum; Anton Ottesen, oddviti Ytra-Hólmi, Ragnheiður Guðmunds- dóttir, Ásfelli, og Fanney Sigur- geirsdóttir, Völlum. Nefndin væntir þess, að sem flestir af núverandi og fyrrverandi íbúum hreppsins, sjái sér fært að mæta til afmælisfagnað- arins í Miðgarði sunnudaginn 3. nóv- ember næstkomandi klukkan 14.30. JG.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.