Morgunblaðið - 19.10.1985, Síða 21
MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR19. OKTÓBER1985
21
Glenys, eiginkona Kinnocks. „Lík-
ust stjörnu úr Dynasty.“
harðlínuræðu Scargills á þingi
Sambands námamanna (NUM)
þremur dögum áður, hve illa
Verkamannaflokknum gekk í þess-
um aukakosningum.
Tveimur mánuðum síðar fór
Kinnock til Blackpool til fundar
við leiðtoga verkalýðsfélaganna.
Þar fékk hann að vita sér til sárrar
raunar, að Samband verkalýðs-
félaganna (TUC) hefði samþykkt
með naumum meirihluta að styðja
tillögu, þar sem þess var krafizt
að næsta ríkisstjórn, sem Verka-
mannaflokkurinn myndaði,
greiddi NUM allar sektir, sem því
hefði verið gert að borga vegna
kolaverkfallsins.
Kinnock gerði sér aftur á móti
fulla grein fyrir því, að áform um
afturvirk lög af þessu tagi myndu
gera að engu möguleika Verka-
mannaflokksins í þingkosningum,
þegar að þeim kæmi. Hann snerist
því gegn tillögunni og tók að undir-
búa beina árás á þá, sem standa
yzt til vinstri í Verkamanna-
flokknum, í þeim tilgangi að ein-
angra þá og draga úr áhrifum
þeirra.
Kinnock vissi, að með þessu ætti
hann eftir að koma mönnum mjög
á óvart. Þá gerði hann sér jafn-
framt grein fyrir því, að enda þótt
Arthur Scargill. Hrópaður niður.
tillaga námumanna yrði sam-
þykkt, þá myndi hún ekki fá þá
tvo þriðju hluta atkvæða, sem
nauðsynlegir væru, til þess að hún
yrði tekin upp í stefnuskrá flokks-
Scargill miður sín
Þegar til kom reyndist þessi
aðferð mjög vel. Scargill, sem var
sýnilega miður sín vegna gagnrýni
Kinnocks á flokksþinginu, reyndi
að komast að til þess að svara.
En svo fór að hann varð að yfirgefa
ræðustólinn undir hæðnishrópum.
Sá meðbyr, sem Kinnock hlaut,
varð nægur til að draga úr ósigri
hans með tilliti til þess, að tillagan
var samþykkt. Fyrirsagnir blað-
anna sýndu næsta dag hve kænn
Kinnock hafði verið. Með því að
skírskota beint til kjósenda, yfir
höfuð róttæklinganna í Bourne-
mouth, hafði honum tekizt að
staðfesta forystu sína á afgerandi
hátt.
Einn sólarhringur getur verið
langur tími í stjórnmálum, ekki
hvað sízt í þeim eldum, sem loga
á þingi brezka Verkamannaflokks-
ins. Kinnock mátti þola ósigur
strax eftir umræðuna um tillögu
námumanna, því að þá samþykkti
Tony Benn. Útbrunnið kerti?
þingið ályktun um stuðning við
herskáa vinstri sinna í Liverpool,
sömu mennina og Kinnock hafði
gagnrýnt hvað ákafast daginn áð-
ur.
En sá ósigur reyndist þó aðeins
smámunir við hliðina á því, sem
áður hafði gerzt og vafalítið á eftir
að hafa í för með sér að þessu þingi
Verkamannaflokksins verður skip-
að á bekk með mikilvægustu árs-
þingum flokksins um árabil.
Eins og er virðast mennirnir yzt
til vinstri í flokknum hafa ein-
angrazt á þann hátt, að óhugsandi
hefði þótt fyrir einu ári. í fram-
kvæmdaráði flokksins er þó enn
fámennur hópur manna, sem lítur
á Kinnock sem svikara, en það er
eftirtekarvert, að sumir kunnir
menn úr þessum hópi hafa snúið
við blaðinu. Þannig studdi Michael
Meacher, sem eitt sinn var lýst
sem „staðgengli Tony Benns",
Kinnock nýverið í atkvæða-
greiðslu. Nú er Meacher álitinn
svikari af vinstri harðlínumönnun-
um. Þannig á Benn að hafa sagt
við hann síðar: „Það, sem þú hefur
gert, á eftir að íþyngja samvizku
þinni það sem þú átt eftir ólifað."
Fyrrverandi stuðningsmenn
Benns eins og Frances Morrel, Ken
Coates, Tom Sawyer og Ken Liv-
ingstone tala nú um að bygga brýr
innan Verkamannaflokksins og að
koma upp vinstri fylkingu þar, sem
ynni samt sem áður ekki að því
að grafa undan forystu flokksins.
„Ef þið viljið hreinsa flokkinn hve
stór myndi hann þá verða? Við
getum ekki sigrað með því að for-
dæma Kinnock," er haft eftir Liv-
ingstone.
Benn útbrunnið kerti?
Benn sjálfur, sem eitt sinn var
eftirlæti flokksmanna, virðist vera
útbrunnið kerti. Hann lét til sín
heyra, en áheyrendur voru ekki
nándar nærri eins hrifnir af hon-
um og áður. „Ég var vanur að
halda, að Tony héldi fram skoðun-
um, sem byggðar væru á siðferðis-
kennd, en ég held að það sem hann
gerir nú sé aðeins byggt á þeirri
ósk að grafa undan Kinnock," er
haft eftir einum af fyrrverandi
stuðningsmönnum Benns.
Svo er að sjá sem bilið milli
harðlínumanna og hinna hóf-
samari á meðal vinstri manna í
Verkamannaflokknum sé í raun-
inni orðið óbrúanlegt. Einn af
reyndari mönnum flokksins komst
svo að orði er hann sagði í fáum
orðum álit sitt á flokksþinginu, að
með því hefði Neil Kinnock komið
fram á sviðið, sem leiðtogi flokks-
ins. Óvíst væri þó um það gagn,
sem af því myndi leiða fyrir flokk-
inn í heild. „Það er löng leið eftir
ófarin, en við eygjum að minnsta
kosti möguleika á því að berjast
til sigurs og mynda næstu stjórn."
Enginn þarf þó að vera í vafa
um, að takmark Kinnocks sjálfs
er að verða forsætisráðherra í
Bretlandi. „Kosningar vinnast á
árum en ekki vikum," sagði hann
á þingi Verkamannaflokksins og
minnti fulltrúa þar á það, sem
hann hafði sagt í Brighton fyrir
tveimur árum, eftir að hann var
kjörinn leiðtogi flokksins. „Það
má ekki vera til nein sú starfsemi
innan Verkamannaflokksins, sem
er ofar þeim tilgangi að sigra
andstæðinga okkar.“
(Þýtt og nokkud stytt
úr The Observer.)
AP/Símamynd
Knútur Hallsson, fulltrúi fslands, á
menningarráðstefnunni í Búdapest
flytur rsðu sína á fimmtudag.
Þingið er haldið til að ræða
menningarmál, sér í lagi í Evrópu.
En sakir deilna, sem upp komu um
mannréttindi ipilli Tyrkja og Búlg-
ara annarsvegar og Grikkja og
Kýpurbúa hins vegar, hefur drjúg-
ur tími farið í að ræða þau mál.
Ráðstefnan er haldin í tengslum
við Helsinkisáttmálann frá 1975
þar sem kveðið er á um öryggis-
mál, afvopnun, samvinnu á sviði
efnahagsmála, menningarmál og
mannréttindi. Utan Evrópuríkja
eiga aðeins Bandaríkin og Kanada
fulltrúa á ráðstefnunni. Fulltrúar
35 ríkja sitja ráðstefnuna.
Greenpeace
til Nýja-
Sjálands
Papeete, Frönsku Pólynesíu, 18. október. AP.
SKIP Grænfriðunga, Greenpeace,
sneri í gær í átt til Nýja-Sjálands tií
að fá gert við rafalinn, sem bilaði í
síðustu viku, en skipið hefur undan-
farið verið á Suður-Kyrrahafi vegna
mótmælaaðgerða náttúruverndar-
samtakanna við kjarnorkutilraunum
Frakka á Mururoa-eyju.
Frakkar neituðu skipinu um
leyfi til að fara til hafnar á Tahiti.
Skipstjórinn, Jonathan Castle,
sendi frönsku landstjórninni á
Tahiti skeyti í gær og kvaðst hafa
ákveðið að leita til Auckland á
Nýja-Sjálandi til þess að fá gert
við rafalinn.
Eiginkona sovésks sendifulltrúa í Genf:
Staðin að
búðarhnupli
Gcnf, 18. október. AP.
EIGINKONA eins sovésku sendi-
fulltrúanna í viðræðunum, sem um
þessar mundir fara fram í Genf til
að undirbúa fund Reagans og Gor-
bachevs, var staðin að verki í gær,
fimmtudag, er hún stakk inn á sig
snyrtivörum að andvirði 500 ís-
lenskra króna.
Konan var ekki nafngreind, en
þjófaverðir í snyrtivöruverslun-
inni héldu henni eina klukkustund
og gerðu henni að greiða 1.200
krónur í sekt fyrir athæfið, að því
er segir i svissneska dagblaðinu Le
Matin.
Talsmaður sovésku sendinefnd-
arinnar, Vladimir Evdokouchin,
kvaðst ekki hafa vitað af atburðin-
um og neitaði að segja nokkuð um
málið.
Konan var gripin í þann mund
sem hún ætlaði að ganga út úr
versluninni og sögðu gæslumenn
aðspurðir að þá hefði grunað kon-
una um græsku, þar sem hún eyddi
óeðlilega löngum tíma í að skoða
snyrtivörur.
Þegar hún var gripin framvísaði
hún diplómatavegabréfi. Þar stóð
að hún væri hagfræðingur á vegum
sovésku sendinefndarinnar.
Með hnúum og hnefum
AP/Sfmamynd
Silvester Stallone (til vinstri), sem þarna leikur Rocky
Balboa, slær Dopph Landgren, I hlutvcrki rússneska
hnefaleikarans Ivans Drogo, þrumu höggi. Myndin er
tekin af hnefaleikaatriði í spánnýrri kvikmynd, „Rocky
IV“, sem tilbúin verður innan skamms.
Menningarráðstefnan í Búdapest:
Ræða Sovétmanna vek-
Búdapest, 18. október. AP.
FULLTRÚI Sovétmanna á menning-
arráðstefnunni, sem nú er haldin í
höfuðborg Ungverjalands, Búdapest,
hélt í dag ræðu, þar sem hann hvatti
þátttakendur til samstarfs á sviði
menningarmála. Fulltrúi Banda-
ríkjamanna kvað ræðuna vekja vonir
til að árangur næðist á ráðstefnunni.
Fulltrúi íslendinga, Knútur
Hallsson, flutti ræðu á ráðstefn-
unni í gær og var jafnframt fund-
arstjóri.
Tölvusýrður eldur á
kyndli Frelsisstyttunnar
New York, 18. október. AP.
Lokið hefur verið við gerð eidsins
sem í framtíðinni skal loga á kyndli
Frelsisstyttunnar, en hann hefur verið
hannaður af frönskum vinnuhópi sem
beitt hefur nýjustu tölvutækni við gerð
hans. Það tók Frakkana næstum ár
að fullgera eldinn, sem er á stærð við
smábfl.
Vinnuhópurinn byrjaði á því að
ljósmynda og mæla út gamla eldinn,
sem Frakkinn Auguste Bartholdi
hannaði á sínum tíma og byggði á
því að ljósi var varpað á koparplötur.
Upplýsingarnar voru jafnóðum
skráðar inn á tölvur og notaðar við
uppsetningu nýja eldsins sem skal
líkjast eldi Bartholdis í einu og öllu.
Allir málmar sem notaðir hafa verið
til smíðinnar eru þeir sömu og fyrr,
en gamli eldurinn hefur nú verið
settur á Innflytjendasafnið sem er
undir stöpli styttunnar.
ur vonir um árangur