Morgunblaðið - 19.10.1985, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR19. OKTÓBER1985
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 400 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 35 kr. eintakiö.
Oflugur háskóli
forsenda framfara
M enntun og þekking eru
trausustu farartæki til farsællar
framtíðar, bæði fyrir þjóð og
þegna. Háskóli íslands skipar
öndvegið í þeirri farartækja-
smíð, sem hér um ræðir, þó
hvergi nærri sé búið að honum
í samræmi við mikilvægi starf-
seminnar. Svo að segja hvar sem
drepið er niður fæti í margþættu
háskólastarfi, kennslu, rann-
sóknum og vísindastarfi, er fjár-
magns vant.
A hinn bógin gera skattborg-
arar kröfu til vaxandi aðhalds i
ríkisbúskapnum, fyrst og fremst
með þeirri röksemd, að hann
verði, ekki síður en launamaður-
inn og skattborgarinn, að axla
byrðar samdráttar, viðskipta-
halla og erlendrar skuldasöfnun-
ar í þjóðarbúskapnum. Undir
þessa kröfugerð hafa þingmenn
stjórnarflokkanna og ráðherrar
tekið, m.a. með ákvörðun um að
taka frumvarp til fjárlaga næsta
árs til strangrar endurskoðunar
með enn frekari lækkun ríkisút-
gjalda að megimarkmiði.
Ekki er hægt að fullgera
læknadeildarhús, sem stendur
hálfkarað, vegna þess að fjár-
magn skortir til verksins.
Kennsla í lögfræði fer að hluta
til fram í Tónabæ. Rannsókna-
og vísindastarf, sem tengist há-
skólanum, er meira og minna á
hrakhólum. Húsnæði Raunvís-
indastofnunar Háskólans er
löngu sprungið utan af starfsem-
inni. Þannig mætti lengi telja,
en látið verður nægja að minna
á eitt dæmi enn, síðast en ekki
sízt, Þjóðarbókhlöðuna, sem
þjóna á mikilvægu hlutverki i
menningarstarfi framtíðarinn-
ar.
Ef fjárveitingar til Þjóðarbók-
hlöðu, sem þjóðin gaf sjálfri sér
með samþykkt Alþingis 1974, í
tilefni 1100 ára byggðar í
landinu, verða hér eftir sem nú
er áætlað verður byggingin ekki
tilbúin fyrr en um næstu alda-
mót. Ef þingmenn og ráðherrar
hafa hinsvegar einhvern metnað
varðandi þessa byggingu, geta
stjórnvöld ekki sett sér lágreist-
ara markmið en það, að hún
verði fullbúin í upphafi næsta
áratugar. Það er því mörg starf-
semin og mörg framkvæmdin,
sem heyrir undir menntamála-
ráðuneytið, sem hefur brýna
þörf fyrir fjármagn, ef það ligg-
ur á lausu.
Yfirlýsing nýs menntamála-
ráðherra, þessefnis, að ný há-
skóladeild hefji störf á Akureyri
þegar á næsta ári, er góðra
gjalda verð, ef framkvæmd
hennar léttir undir með Háskóla
íslands, svarar hagkvæmnikröf-
um líðandi stundar, en er ekki
einvörðuneu geðbóttaákvörðun.
eyðsla á almannafé. Pram-
kvæmdin verður að sameina þau
tvö sjónarmið, auk þess að vera
réttlætanleg kostnaðarins
vegna, að koma upp háskóladeild
á Akureyri og létta undir með
starfsemi Háskóla íslands í
Reykjavík
Af þeim leiðum, sem ræddar
hafa verið varðandi háskóladeild
á Akureyri, er hugmyndin um
opinn háskóla álitlegust. Hins-
vegar er hugmynd um að koma
upp eins konar framhaldsdeild
þar, í tengslum við háskólann
syðra, í ákveðnum greinum, sem
menn kæmu sér saman um, að
unnt væri að sinna nyrðra. Próf
færu að sjálfsögðu fram með
sömu kröfum og háskólinn gerir
til nemenda sinna í Reykjavík.
Það verður að tryggja að þeir
kennarar sem veljast til
kennslu- og fræðistarfa, ef af
háskólanum nyðra verður, upp-
fylli þær kröfur sem gerðar eru
til starfsbræðra þeirra í Reykja-
vík og erlendis. Dómnefnd verð-
ur að skera úr um hæfni þeirra,
líkt og annarra kennara Háskóla
íslands. í sem fæstum orðum
sagt: tryggja verður að þeir
nemendur sem að kjósa að
stunda háskólanám á Akureyri,
hljóti ekki síðri menntun en
skólasystkini þeirra sunnan
heiða. Náist þetta markmið ekki
er betra heima setið en af stað
farið.
Þau fög, sem kæmi helzt til
greina að kenna á Akureyri, eru
enska, tölvutækni ýmiskonar og
viðskiptafræði, en viðskipta-
fræðideildin syðra er yfirfull og
æskilegt að létta á henni.
Minna má á að þegar fer fram
takmörkuð kennsla á Akureyri
fyrir læknanema, en þar starfa
allmargir sérfræðingar á sjúkra-
húsi. Vísirinn að kennslu á há-
skólastigi á Akureyri er því
þegarfyrir hendi.
En allt myndi þetta kosta
stórfé. Þessvega verður, eins og
allt er í pottinn búið, varðandi
aðhald í ríkisbúskapnum og
ákvörðun um enn frekari niður-
skurð ríkisútgjalda við fjárlaga-
gerð komandi árs, að rökstyðja
tímasetningu háskóladeildar á
Akureyri sterkum hagkvæmni-
rökum.
Að sögn háskólarektors
minnkar ekki kostnaður á hvern
nemenda, þegar skólaeiningar
eru smærri, en hann er nú talinn
að minnsta kosti 80 þúsund
krónur á ári.
En hvað sem úr verður hlýtur
það að vera keppikefli stjórn-
valda, atvinnulífsins og almenn-
ing að hlú að Háskóla íslands,
því öflugur háskóli er ein megin
forsenda framfara lítillar þjóð-
ar.
jtosm&ö máD
Umsjónarmaöur Gísli Jónsson 309. þáttur
Við hljótum að stjórna tölv-
unni, en tölvan ekki okkur.
Skelfilegt er að sjá tölvuprent-
aðan texta, þar sem engar
kommur (engir broddar) eru
hafðar yfir þeim sérhljóðum
sem þær eiga að hafa: á, é, í, ó,
ú og ý. Naumast getur tækni
nútímans staðið ráðþrota
frammi fyrir því verkefni að
hafa þarna rétta stafi. Hitt
verður að flokkast undir vilja-
leysi, og þess konar athæfi er
fljótt að smita út frá sér. Auð-
lærð er ill danska, segir mál-
tækið. Börnum og unglingum
þykir rétt að taka tölvuskrif-
aðan texta sér til fyrirmyndar.
Umsjónarmaður minnist
þess að hafa lesið nafnaskrá út
úr tölvu. Þar var einn maður
nefndur Hunn, og vafðist lengi
fyrir umsjónarmanni að ráða í
þessa nafngift. Maðurinn
reyndist heita Húnn, og ber þá
mikið í milli í framburði. Það
er líka dálítill munur á því
hvort kona heitir Bara eða
Bára, Asa eða Ása, eða hvort
karlmaður heitir Barður eða
Bárður, Mar eða Már. Þá skipt-
ir nokkru hvort menn jata eða
játa einhverju, og ekki stendur
á sama hvort íveruhús er skali
eða skáli.
Nokkur munur er á þeim at-
höfnum að fletta og flétta og
verulegur munur á vel og vél.
Vélbundinn er ekki endilega
sama og vel bundinn. Máli
skiptir hvort kona heitir Rosa
eða Rósa, og nokkur munur er
á folunum og fólunum. Eins er
ekki sama hvort meybarn er
skírt Runa eða Rúna, og Husa-
vik er heldur kollótt stafsetn-
ing fyrir Húsavík. Ef ég væri
hestur, stæði mér ekki á sama
hvort ég héti Mosi eða Mósi.
Þá þætti mér töluverðu máli
skipta hvort mér væri borin á
brýn syndarmennska eða sýnd-
armennska. Og auðvitað heitir
tölvan tölva, hvorki tolva né
talva. Sigurður Nordal bjó
þetta nýyrði til, i staðinn fyrir
e.computer.
★
Eftir þennan nöldurspistil
langar mig til að hafa eitthvað
fallegt og gef þá margfrægum
Fjölnismönnum orðið. í inn-
gangsorðum rits þess, sem þeir
eru kenndir við, segir svo (með
nútímastafsetningu):
„Annað atriði, sem við aldrei
ötlum að gleyma, er fegurðin.
Hún er sameinuð nytsemdinni,
— að svo miklu leyti sem það
sem fagurt er ætíð er til nota,
andlegra eða líkamlegra, —
eða þá til eflingar nytseminni.
Samt er fegurðin henni eftir
eðli sínu öngvanveginn háð,
heldur svo ágæt, að allir menn
eiga að girnast hana sjálfrar
hennar vegna. Eigi nokkurt rit
að vera fagurt, verður fyrst og
fremst málið að vera svo
hreint og óblandað eins og orð-
ið getur, bæði að orðum og
orðaskipun, og þar sem nýjar
hugmyndir koma fram,og þörf
er á nýjum orðum, ríður á, að
þau séu auðskilin, og málinu
sem eðlilegust. Það er ljósara
en um þurfi að tala, hvað það
er áríðandi, að hafðar séu gæt-
ur á málunum, hvurt sem þau
eru skrifuð eða töluð. Með
þeim hefir mannlegt frjáls-
ræði afrekað meira en nokkr-
um öðrum hlut. Málið er eitt af
einkennum mannkynsins, og
æðsti og ljósasti vottur um
ágæti þess, og málin eru höf-
uðeinkenni þjóðanna. Engin
þjóð verður fyrri til en hún tal-
ar mál út af fyrir sig, og deyi
málin deyja líka þjóðirnar, eða
verða að annarri þjóð; en það
ber aldrei við, nema bágindi og
eymd séu komin á undan. Því
hróðugri sem íslendingar
mega vera, að tala einhverja
elstu tungu í öllum vestur-
hluta Norðurálfu, er ásamt
bókmenntum Islendinga og
fornsögu þeirra er undirstaða
þeirra þjóðheiðurs; og því
heldur sem reynslan ber vitni
um, hvað hægt er að verja
hana skemmdum; því ágætari
sem hún er, og hæfari til að
auðgast af sjálfrar sinnar efn-
um — þess heldur ættu menn
að kosta kapps um, að geyma
og ávaxta þennan dýrmæta
fjársjóð, sameign allra þeirra
sem heitið geta íslendingar. —
Samt er ekki nóg, að málið sé
hreint og ekki blandað neinni
útlensku. Orðin í málinu sjálfu
verða líka að vera heppilega
valin og samboðin efninu sem í
þeim á að liggja, og sama er að
segja um greinir og greina-
skipun, og í stuttu máli skipu-
lagið allt, í hvaða ritgjörð sem
er. Ennfremur verða menn að
varast, að taka mjög dauflega
til orða, annars er hætt við, að
nytsamasta efni verði vanrækt
og fyrirlitið af góðfúsum les-
ara ..."
★
Þannig skrifuðu Fjölnis-
menn 1835, og hverjir voru
hinir margfrægu menn sem
kenndir voru við tímarit sitt?
Má ég aðeins bregða á glens?
Ég spurði einu sinni um það á
skriflegu prófi í skólanum,
hver hefði verið síðasti lands-
höfðingi á íslandi. Eitt svarið
var svona: „Það var nú einn af
Fjölnismönnum. En það var
ekki Jónas Hallgrímsson, ekki
Tómas Sæmundsson, ekki
Konráð Gíslason, heldur
hinn“! Þarna dugði sem sagt
ekki útilokunaraðferðin til
fulls sigurs, en réttnefndir
voru Fjölnismenn, þótt Brynj-
ólf Pétursson vantaði. Um
hann orti Grímur Thomsen
erfiljóð, og er þessi fagra vísa
upphaf þeirra:
I djúpi hugans kænn að kafa
kom með perlur hann að landi;
geislum skyggn og skarpur andi
skaut á rökkur myrkra stafa;
hverja réð hann rún sem vildi,
en — reikning hjartað aldrei skildi.
★
Auk þess legg ég til að orðið
myndband verði nú einhaft í
málinu í stað latnesku sagnar-
innar video.
P.S. Nýtt heimilisfang umsjón-
armanns er Smárahlíð 7 I Ak-
ureyri.
Enn mikil aukning í
mjólkurframleiðslu
Mjólkurframleiðslan í september-
mánuði var 10.202 þúsund lítrar sem
er 1.152 þúsund lítrum meira en í
sama mánuði í fyrra, eða 12,7%
aukning. Mjólkurframleiðslan fyrstu
níu mánuði ársins var 89.665 þúsund
lítrar, en var 85.683 þús. Itr. sömu
mánuði í fyrra og er aukningin 4,6%.
Vegna þess hvernig stendur á inn-
viktunardögum verður að draga 3-6%
frá aukningunni til að fá réttan
samanburð á milli september nú og
í fyrra.
Aukningin í september er mest
sunnanlands og vestan, þar sem
hún er á bilinu 20-27%. Norðan-
lands er aukningin örfá prósent,
og að teknu tilliti til mismunandi
innviktunardaga á milli ára er hún
engin í raun hjá flestum staerri
samlögunum. Aukningin er fyrst
og fremst vegna árferðissveiflna.
Haustið er milt og beit góð sunn-
anlands en í fyrra var leiðinleg tíð
um þetta leyti. Á Norðurlandi var
aftur á móti hagstæð tíð í fyrra,
en ekki nú. í samtölum við for-
svarsmenn helstu mjólkursamlag-
anna í gær kom í ljós að mjólkur-
framleiðslan hefur farið minnk-
andi allra síðustu daga, og búast
þeir við að hún jafni sig á næstu
vikum.
I september varð 4% samdrátt-
ur hjá mjólkursamlaginu á Húsa-
vík en aukning hjá öðrum helstu
samlögunum: Reykjavík 21,8%,
Borgarnes 26,7%, Búðardalur
27,5%, Selfoss 20,4%, Hvamms-
tangi 8,3%, Blönduós 5,9%, Sauð-
árkrókur 5% og Akureyri 2,7%.
Framleiðslan fyrstu níu mánuði
ársins varð þessi hjá eftirtöldum
samlögum (talið í þúsundum lítra):
Reykjavík 3.375 (4,3% aukning),
Borgarnes 8.071 (6,3%), Búðardal-
ur 2.589 (7,7%), Selfoss 32.418
(3,4%), Hvammstangi 2.367
(6,1%), Blönduós 3.427 (3,8%),
Sauðárkrókur 7.366 (7,3%), Ákur-
eyri 17.526 (1,5%), Húsavík 5.221
(1,2% )ogHöfn 1.434 (3,4%).
Hafnarborg með sýn-
ingu á verkum Kjarvals
í TILEFNI af því að liðin eru 100 ár
frá fæðingu Jóhannesar S. Kjarval,
efnir Hafnarborg, menningar- og
listastofnun Hafnarfjarðar, til sýn-
ingar á myndum Kjarvals sem eru í
eigu Hafnfirðinga, í húsi stofnunar-
innar í Strandgötu 34. Sýningin
verður opnuð í dag, laugardag, kl. 17.
Á sýningunni eru 50 myndir, þar
af 12 sem voru á 50 ára afmælis-
sýningu Kjarvals 1935 í Mennta-
skólanum í Reykjavík. Myndirnar
eru frá ýmsum stöðum á landinu,
af álfum og huldufólki, og ýmsar
fantasíur. Elsta myndin er frá
Hallormsstað, máluð árið 1914, en
sú yngsta er frá 1965 úr hrauninu
sunnan Hafnarfjarðar. Einnig er
sjálfsmynd Kjarvals á sýningunni.
Málverkasýningin stendur til 3.
nóvember og verður opin daglega
frák. 14 til 19.
(Fréttatilkynning)