Morgunblaðið - 19.10.1985, Side 25

Morgunblaðið - 19.10.1985, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR19. OKTÓBER1985 25 Um réttinn til aö ganga í dauðagildrur eftir dr. Hermann Sveinbjörnsson Umferðarvika í Reykjavík er nýafstaðin. Þrátt fyrir mikinn áróður í fjölmiðlum og sérstakt átak á vegum lögreglunnar virtist slysatíðni ekki lækka að neinu ráði. Þó tókst að halda síðasta degi umferðarvikunnar, föstudeg- inum 11. októbej, slysalausum hvað snertir meiðsli á fólki. Árekstrar voru þó síst færri en vanalega og hafði fjölgað ef eitt- hvað var, m.a. vegna aukins fjölda af aftanákeyrslum. Margar af þessum aftanákeyrslum voru við dauðagildrurnar illræmdu — gangbrautir án stöðvunarljósa — sem stjórnvöld ætlast til að öku- menn leiði alsaklaust fólk í. Mörg alvarlegustu slysin í umferðinni á síðustu árum hafa orðið á gang- brautum, einkum á börnum og gamalmennum. Gildrurnar eru helzt þar sem gangbraut (án ljósa) liggur yfir tvær samsíða akreinar, eins og t.d. í Lækjargötu við Menntaskólann eða á Hverfisgötu við Þjóðleikhúsið. Ein gildran er t.d. við Sundaborg, þar sem algeng- ast er að ekið sé á 70—80 km hraða á klst. Með stuttu millibili hafa orðið mjög alvarleg slys á börnum í Lækjargötu á umræddri gang- braut. í báðum tilfellum hafa börnin gengið grandalaus út á götuna í hvarfi við bíl sem stöðvað hefur á annarri akreininni, og síðan orðið undir bíl sem ætt hefur yfir gangbrautina á hinni akrein- inni. „Gangbrautarrétturinn“ Umferðaryfirvöld tala um „gangbrautarréttinn" og vísa til Hermann Sveinbjörnsson. „Ég reyni aö foröast í lengstu lög að stööva sem fyrsti bíl við gang- braut yfir tvær samsíða akreinar — jafnvel þó að gangandi vegfarend- ur ætlist eindregið til þess. Ég ætla mér ekki að ganga með þá sam- viskubyrði að hafa leitt saklausan vegfaranda í dauðagildru.“ skyldu ökumanna til að virða þann rétt. En sá „réttur" endurheimtir ekki aftur dýrmætt líf saklauss barns sem tillitssamur ökumaður hefur alls óviljandi leitt út í dauða- gildruna með því að stöðva við gangbraut þar sem eru tvær sam- síða akreinar. Alveg eins og lög sem ekki er hægt að framfylgja eru gagnslaus, þá er óraunhæfur réttur verri en enginn. Það er lítið gagn í að vera í rétti ef miklar líkur eru á að maður láti lífið við að neyta hans. Sumir vegfarendur eru svo gegnsýrðir af hinni fölsku öryggistilfinningu, sem áróður umferðaryfirvalda leiðir af sér, að menn bókstaflega strunsa út á gangbrautir þess fullvissir að ökumenn muni klossbremsa eins og hendi væri veifað. Ég reyni að forðast í lengstu lög að stöðva sem fyrsti bíll við gangbraut yfir tvær samsíða akreinar — jafnvel þó að gangandi vegfarendur ætlist ein- dregið til þess. Ég ætla mér ekki að ganga með þá samviskubyrði að hafa leitt saklausan vegfaranda í dauðagildru. Hvert er verðmæti lífs og lima? Ýmsar vísbendingar eru til varð- andi peningalegt mat samfélagsins á lífi og limum hvers einstaklings. Við könnumst öll við það að um- ferðarljós eru yfirleitt ekki sett upp á gatnamótum fyrr en alvarleg slys hafa náð einhverri lágmarks- tölu á ári. Með því að líta á sam- hengið milli kostnaðar við um- ferðarmannvirki og slysatíðni má fá allgóða vísbendingu um verð- mæti hvers einstaklings gagnvart samfélaginu. Ekki hef ég tölur fram að færa máli mínu til stuðn- ings í þessu efni, en alkunnugt er þó að bætur vegna slysa og örorku eru hlálega lágar hér á landi miðað við það sem gengur og gerist á Vesturlöndum. Á sama hátt er ég hræddur um hið frumstæða fyrir- komulag, sem gangandi (og hjól- andi) vegfarendum er boðið upp á hér á landi, beri vott um sorglega brenglað mat samfélagsins á verð- mæti lífs og lima hvers einstakl- ings. Eins og „í svört- ustu Afrflíu“ Á allmörgum stöðum í borginni hefur verið komið upp sérstökum umferðarljósum við gangbrautir, og er það til fyrirmyndar. Erlendis sér maður ekki gangbrautir nema við gatnamót (með ljósum) eða við sérstök umferðarljós fyrir viðkom- andi gangbraut. Samgönguráð- herra sagði nýlega í sjónvarpi að fara þyrfti inn i „svörtustu Afríku" til að finna hliðstæðu við íslenzkt vegakerfi. Liklegt er að þar megi finna gangbrautir eins og hér yfir miklar umferðaræðar án umferð- arljósa Nú eru Islendingar orðnir nr. 2 í heiminum í bílaeign miðað við fólksfjölda. Af því leiðir að umferðarþunginn er í mörgum tilfellum langt umfram getu gatnakerfisins, einkum með tilliti til öryggis. Það fer ekki vel saman að vera með bifreiðaeign sem nálg- ast það sem er í Bandaríkjunum en vegakerfi og umferðarmenn- ingu sem líkist því sem gerist í Afríku. Burt með dauða- gildrurnar Við getum haldið „gangbrautarr réttinum" til streitu og höfðað Oi' löghlýðni og siðferðis á sama tíma og ekki er talið borga sig að setja upp sérstök umferðarljós við stór- hættulegar gangbrautir (brýr eða undirgöng eru að sjálfsögðu hin fullkomna iausn), en allar aðrar gangbrautir yfir samsíða akreinar ætti að afmá og afnema. Þá fyrst verða stjórnvöld ekki sökuð um að innprenta gangandi vegfarendum algerlega falska öryggistilfinn- ingu, og þá fyrst er hægt að segja að við sýnum í verki að við metuiír- líf samborgara okkar sem skyldi. Höfundur er deildarstjóri í idnaðar- ráduneytinu. Gídeonfélagið og Hið íslenska Biblíufélag: Efna til ritgerðar- og myndasamkeppni I TILEFNI af ári æskunnar 1985 meðal 10 ára skólabarna um efni efnir Gídeonfélagið og Hið ís- úr Nýja testamentinu. Fyrir nokkru lenska Biblíufélag til sameiginlegr- afhentu Gídeonfélagar og félagar ar ritgerðar- og myndasamkeppni I Hinu íslenska Biblíufélagi 10 ára Gídeonfélagar afhenda 10 ára skólabörnum úr Austurbæjarskóla Nýja testamentið með Davíðssálmum við hátíðlega athöfn í Hallgrímskirkju. börnum úr Austurbæjarskóla Nýja testamcntið og Davíðssálma ásamt upplýsingabæklingi um samkeppn- ina. Tilgangurinn með þessari samkeppni er að hvetja börnin til að lesa og hugsa um frásagnir Nýja testamentisins og til þess, með aðstoð foreldra, skólakenn- ara, presta og annarra æskulýðs- leiðtoga, að endursegja í máli og myndum frásagnir ritningarinn- ar. Þau börn sem þátt taka í samkeppninni skulu senda rit- gerðir sínar og/eða myndir/ myndasögur fyrir 1. janúar nk. til Hins íslenska Bibliufélags. Verðlaun verða veitt fyrir bestu ritgerðirnar og myndirnar, en verðlaunin verða meðal annars viku dvöl í sumarbúðum kristi- legu félaganna og æskulýðsstarfs þjóðkirkjunnar víðsvegar um landið. Hverjir hljóta verðlaun verður tilkynnt á biblíudaginn 2. febrúar næstkomandi. Nú á ári æskunnar eru liðin 445 ár frá því Nýja testamentið kom fyrst út á íslensku, en það var árið 1540. Gídeonfélagar á Islandi hafa úthlutað Nýja testa- mentinu með Davíðssálmum til allra skólabarna í landinu allt frá árinu 1954 og hafa því allir íslendingar á aldrinum 10 til rúmlega 40 ára eignast bókina. (Tr fréttatilk jnningu) Börnin blaða í Nýja testamentinu. Moiyunblaðid/Bjarni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.