Morgunblaðið - 19.10.1985, Side 36

Morgunblaðið - 19.10.1985, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR19. OKTÓBER1985 INGIMAR ÓSKARSSON 9 ÁRA Þetta er ekkert mál“ Richard Chamberlain í hlutverki Raouls Wallenberg Mér finnst alveg frábært að fá að leika Raoul Wallen- berg og var reyndar búinn að berj- ast fyrir því í þrjú ár að fá þetta hlutverk, sagði Richard Cham- berlain sem loksins fékk ósk sína uppfyllta að leika Raoul í sjón- varpsmynd, en hann á að hafa bjargað þúsundum ungverskra gyðinga undan ofsóknum nasista. Sonur Arne, Christopher, Arne með dóttur Diönu { fanginu, Diana og dóttir Arne, Katinka. Diana Ross gengin í hnapphelduna??? N gengur það fjöllunum hærra að ástin blómstri milli Diönu Ross og norska milljóna- mæringsins Arne Naess. Þau voru nýlega saman á ferð i Noregi og kunnugir sögðu að það hefði ekki farið á milli mála að hér væri alvara á ferð. Hvort sem fótur reynist fyrir þessum sögusögnum eða ekki, birt- um við nokkrar myndir úr veislu þar sem þau voru og Arne kynnti hana fyrir ólafi Noregskonungi og móður sinni........aha! Yoko Ono ** sínum Seam Hluti garðsins tileinkaður minningu Johns Lennon Yoko Ono opnaði forma- lega „Stawberry Field“ hluta af „New York Central Park“ fyrir skömu. Hún gaf eina milljón dollara í að gera garðinn sem veglegastan, planta mismunandi gróðri í hann o.s.frv. Þessi hluti garðsins var uppáhaldsstaður Johns Lennon til gönguferða. Auk framlags Yoko lögðu hinir ýmsu aðilar sitt af mörkum, gróður kom m.a. frá Hollandi, Sovétríkjunum og Ítalíu. Formleg tileinkun garðsins í minningu John fór fram á tíu ára afmæli Sean Ono Lennon, syni bítilsins, sama dag og faðir hans hefði orðið 45 ára. Eftir athöfnina var haldið heim, þar sem Sean bauð 100 skólasystkinum sín- um í afmælisveislu. Maður þarf ekki að vera hár í loftinu til að hjálpa við söltunina. Að minnsta kosti finnst honum Ingimar Óskarssyni 9 ára snáða þetta ósköp lítið mál og bara skemmtilegt. Hann býr á Fáskrúðsfirði og núna þegar hvað mest hefur verið að gera í söltuninni hefur hann iðulega rétt systur sinni Guðlaugu hjálparhönd. Launin eru mis- munandi tjáði hann blaðamanni, fara eftir vinnuafköstunum. Vinir hans eru líka iðnir við söltunina og í fyrra vann Ingimar við þetta þegar hlé gafst frá skólanum. Já það er óhætt að segja að krakkarnir á Fáskrúðsfirði láti sér hlutina ekki fyrir brjósti brenna og séu vinnusamir og dug- legir. Richard Chamberlain í hlutverki Kaouls Wall- enberg með vinkonu sinni leikinni af Al- ice Krige. Bibi Anderson í hlutverki Maj von Dardel móður Raouls Wallenberg. fclk í fréttum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.