Morgunblaðið - 19.10.1985, Side 42
42
MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR19. OKTÓBER1985
~bC) C 1985 Universat Press Syndicate
/, 'Abiu til 75cwspera. örygq
Með
morgunkaffinu
Ertu kominn til þess að
biðja hana systur mína að
koma út að ganga með þér?
— Segðu honum pabba þín-
um að þig vanti systur.
HÖGNI HREKKVÍSI
„t>A0 KOðTAR SPIKA HEIL ÓSKÖV AB
ei_TA &ÍLA!"
Ráðherraskipti og reiðarslög
Kjósandi skrifar:
Það sem nú hefur gerst í sam-
skiptum milli ráðherra og ríkis-
stjórnar annarsvegar og kjósenda
hennar og stuðningsmanna hins-
vegar er orðið meira mál en svo,
að það verði afgreitt á einn veg —
með því að hrista höfuðið.
Stjómmálalífið hér á landi er
orðið svo yfirþyrmandi og ógeð-
fellt, að kjósendur hljóta að hugsa
sig tvisvar um, áður en þeir gera
nokkrum manni þann greiða að
ganga til kjörstaðar í næstu kosn-
ingum, hvenær sem þær verða —
allra síst sjálfum sér.
Tökum dæmi: Fráfarandi fjár-
málaráðherra gefur Kvennasam-
tökum um búskap við Vesturgötu,
tvær milljónir króna! — Samtökin
báðu um eina milljón. — Þetta
minnir á manninn, sm bætti við
tölunni „einn“ fyrir framan tékk-
ana frá Reykjavíkurborg! — Enda
var ómar Ragnarsson fljótur að
semja brandara um þetta „góð-
verk“ fjármálaráðherrans og fólk-
ið hlær sig máttlaust.
Það er samið um launahækkanir
„yfir borðið“ til litla mannsins.
Ráðgast við forsætisráðherra og
verðandi fjármálaráðherra gegn-
um síma, en allt var í plati. „Svona
vinnubrögð ganga ekki“, sagði í
leiðara Morgunblaðsins fyrir
stuttu. Flestir ættu að geta verið
því sammála.
En hvað mun gerast? Nákvæm-
lega ekki neitt. Ráðherraskiptin
innan ríkisstjórnarinnar hafa ein-
faldlega ekkert að segja og munu
engu breyta í þessari ríkisstjórn.
Ríkisstjórnin var nægilega trygg
eins og hún var . Það þurfti engar
breytingar. Það var ekki fyrr en
tilkynnt hafði verið um ráðherra-
skiptin, að allt virtist bresta, ráð-
herrar fóru að drífa sig í að ná
persónuhylli með því að útbýta
fjármunum eða tilkynna ný frum-
vörp um eitt og annað, sem þeir
hefðu ekki annars gert.
Sá eini sem kemst klakklaust
og áberandi óskemmdur frá þesum
skrípaleik um ráðherraskipti er
fráfarandi utanríkisráðherra, Geir
Hallgrímsson, sem hefur í raun
haft tiltrú langt út fyrir raðir
flokksmanna sinna.
Með þessum síðustu atburðum í
stjórnmálalífinu hefur almenning-
ur verið hafður að fíflum og eftir-
leikurinn mun draga dilk á eftir
sér. Það má reikna með, að þessi
stjórn sitji ekki lengur en fram
eftir mánuðinum eða í mesta lagi
fram yfir áramót.
Þeir ráðherrar, sem hafa haft
sig mest í frammi, þ.e. aðilar að
BSRB-misskilningnum eiga ekki
skilið að sitja lengur í ríkisstjórn
og myndu hvar sem er annars
staðar en á íslandi verða að víkja,
allir sem einn. Því fyrr sem „stokk-
að verður upp“ og reynt að fá aðra
og heppilegri stjórnmálamenn til
setu í ríkisstjórn, því betra.
Víkverji skrifar
rennt vakti athygli í útvarps-
umræðunum frá Alþingi í
fyrrakvöld. Það var rauður þráður
í ræðum nánast allra talsmanna
stjórnarandstöðuflokkanna, að
misrétti hefði aukizt að mun í
samfélagi okkar og mikill munur
væri orðinn milli þeirra, sem búa
við erfiðan hag og hinna, sem hafi
úr nógu að spila. Dæmi úr daglega
lífinu, sem Guðmundur J. Guð-
mundsson nefndi vakti athygli
hlustenda. Þessi málflutningur
getur orðið hættulegur fyrir
stjórnarflokkana.
í annan stað tóku menn eftir
kröftugri gagnsókn Þorsteins
Pálssonar, fjármálaráðherra, sem
einn ræðumanna stjórnarflokk-
anna reyndi að snúa þessu dæmi
við í umræðunum með áhrifa-
miklum dæmum um gerðir sér-
staklega Alþýðubandalagsins í
ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens.
Þessi kafli í ræðu formanns Sjálf-
stæðisflokksins sýndi, að hann er
ágætur kappræðumaður.
Ræða Jóns Baldvins Hannibals-
sonar, formanns Alþýðuflokksins,
var hins vegar fréttnæmust þeirra,
sem fluttar voru í þessum umræð-
um. Það er óvenjulegt að heyra
fulltrúa stjórnarandstöðuflokks
gera svo nákvæma grein fyrir
stefnu flokks síns í efnahagsmál-
um. Hvenær hefur það t.d. gerzt
að talsmaður stjórnarandstöðu-
flokks boði gengisbreytingu?
XXX
r
¥ dálkum Velvakanda var á dög-
unum kvartað undan því, að
miðasölukerfi Þjóðleikhússins
væri ekki sem skyldi. Raunar má
segja, að það sé gersamlega úrelt,
því að ekki var hægt að kaupa
miða á hvaða sýningu Grímudans-
þessa tilteknu sýningu hæfist
þennan ákveðna dag.
Leikfélag Reykjavíkur er nú-
tímalegra í þessum efnum og veitir
um leið viðskiptavinum sínum
betri þjónustu. Þar er nú hægt að
kaupa miða á hvaða sýningu sem
er fram til jóla, en sýningardagar
hafa verið ákveðnir til þess tíma.
Þetta er auðvitað sjálfsagt fyrir-
komulag, þegar tölvur auðvelda
alla afgreiðslu. Þetta nýmæli hjá
Leikfélaginu mun hafa mælzt vel
fyrir og komið þeim Leikfélags-
mönnum á óvart, hvað fólk er
reiðubúið til að ákveða leikhúsferð
margar vikur og jafnvel mánuði
fram í tímann. Greiðslukortin
auðvelda þessi viðskipti að sjálf-
sögðu mjög.
Hafa menn annars gert sér grein
fyrir því, að nú er hægt að hafa
sama hátt á kaupum á leikhúsmið-
um í öðrum löndum? Nú er hægt
að taka upp símann í Reykjavík
og kaupa miða t.d. í New York
eftir nokkra mánuði, greiða þá á
stundinni með greiðslukorti og
sækja miðana í miðasölu viðkom-
andi leikhúss á sýningardaginn.
XXX
Deilur borgaryfirvalda í
Reykjavík og bæjaryfirvalda
í Kópavogi um Fossvogsdalinn eru
stórmál. Báðir hafa nokkuð til síns
máls. Umferðaröngþveiti er að
skapast á höfuðborgarsvæðinu og
nauðsynlegt að finna fleiri greið-
færar leiðir út úr höfuðborginni.
Að því leyti til er afstaða borgar-
stjórnar Reykjavíkur skiljanleg. Á
hinn bóginn nýtur afstaða Kópa-
vogsbúa áreiðanlega mikillar vel-
vildar á tímum stóraukinnar úti-
vistar. Og búast má við að íbúar
Fossvogsdals Reykjavíkurmegin
mundu ekki harmn bnð bótt sión-
armið Kópavogs yrði ofan á. Uti-
vistasvæðin eru ekki það mörg á
höfuðborgasvæðinu. En talandi
um deilur um nýtingu lands: hafa
menn gert sér grein fyrir því að
Kópavogskaupstaður er einhver
mesti landeigandi á höfuðborgar-
svæðinu? Þeir eiga land austur á
bóginn upp um fjöll og firnindi.
XXX
¥¥ ainbow-málið hefur valdið
miklu fjaðrafoki í æðstu
stjórn Bandaríkjanna. Eins og
fram hefur komið í fréttum hefur
Schultz, utanríkisráðherra, hvað
eftir annað rætt þetta mál við
Geir Hallgrímsson á undanförnum
12—15 mánuðum. John Lehman,
flotamálaráðherra Bandaríkjanna
hefur komið mjög við sögu máls-
ins. Það var hann, sem tók ákvörð-
un um að bjóða flutninga út, sem
nú hefur verið lagt lögbann við.
Með þeirri ákvörðun mun Lehman
hafa tekið mikla pólitíska áhættu
vestan hafs. Málið hefur komið til
kasta eins áhrifamesta verkalýðs-
leiðtoga Bandaríkjanna, Kirk-
lands, forseta AFL-CIO, sem eru
sterkustu verkalýðssamtök þar í
landi. Hópur þingmanna fylgist
með hverju spori, sem ríkisstjórn-
in stígur í þessu máli og þá að
sjálfsögðu til verndar Rainbow-
fyrirtækinu. Það fyrirtæki hefur í
sinni þjónustu öflugt áróðursfyrir-
tæki þeirrar tegundar, sem starfa
í Washington DC og hafa það eitt
verkefni að hafa áhrif á afstöðu
þingmanna til einstakra mála.
Talað er um að setja íslenzk lög á
móti hinum amerísku einokunar-
lögum. Vel má vera að það sé rétt.
En þá verðum við að vera tilbúin
til að horfast í augu við mótaðgerð-
ir vestan hafs, þ.á.m. frá verka-
lýðsfélögum t.d. með stöðvun upp-
skinn^or ð fisV?
Opm vor