Morgunblaðið - 27.10.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.10.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER1985 B 23 Eldhúskrókurinn Þrír réttir — Ijúffengir og lystugir Þessi Dyngja er ætluð þeim sem safna mataruppskriftum. Af eigin reynslu get ég óhikað mælt með þessum réttum. Þá má bæði bjóða heimilisfólkinu, ef mann langar til að dekra dálítið við það, og að sjálfsögðu einnig gestum. Það þurfa ekki alltaf að vera forréttir og stórsteikur til að gleðja bragðlaukana. En hvað um það, hér koma uppskriftirn- ar. LITAKORTIO Fiskgratin 40 gr smjör eða smjörl. 75 gr hveiti 2 dlmjólk 1 'k dl uppleystur grænmetisten- ingur + fisksoð 4 egg, salt + pipar 1 tsk. múskat Fylling: 'k kg fiskflök, 1 niður- sneidd púrra, 1 lítill blómkáls- haus, tekinn í sundur í greinar, graslaukur, um 2 matsk. Sjóðið fiskinn i 5 mínútur i létt söltuðu vatni, sem rétt hylur fiskinn. Fiskurinn skorinn i lítil stykki og settur í sigti, soðið sí- að. Bræðið smjörið í þykkbotnuð- um potti, bætið hveitinu út í og þynnið með vökvanum (fisks- og teningssoðinu), kryddið með salti, pipar og múskati. Takið þá pottinn af hellunni og hrærið eggjarauðunum út i, einni i einu. Stifþeytið hviturnar. Bætið fiskstykkjunum, græn- metinu og smátt söxuðum gras- lauknum (eða úr glasi) út i jafn- inginn, og síðan er stífþeyttum hvítunum blandað saman við. Sett í eldfast fat, 2—3 matsk. af raspi stráð ofan á og einnig nokkrum smjörklípum. Ekki er verra að dreifa eins og 'k bolla af rifnum osti yfir fatið. Sett í 180—200°C heitan ofn í um 40 mínútur. Litlar sænskar kjötbollur Blandið saman í skál 200 gr nautahakki, 100 gr svinahakki og 100 gr kálfa- eða lambahakki. Þar í 1 egg, 1 stóran og létt- steiktan lauk ásamt salti og pip- ar, og síðast 1 dl af raspi sem hefur legið í 2 dl af mjólk í um 10 mínútur. Hrærið vel saman. Með rökum höndum formum við litlar bollur og steikjum þær í brúnuðu smjöri eða smjörlíki. Hristið pönnuna nokkrum sinnum og leyfið bollunum að steikjast i 6—8 mínútur. Sérlega góðar bornar fram með til dæmis kart- öflumús og tómatsósu, eða laus- soðnum Kelloggs-hrísgrjónum og einhverri góðri pakkasósu, til dæmis Béarnaise eða Holland- aise. Kókos-eplakaka 1 kg eplamauk — ódyrast að kaupa tilbúið mauk í dós eða glasi, gott að bæta út i það dá- litlum vanillusykri. Kókosfylling: 3 egg, 175 gr sykur, 175 gr kókosmjöl. Eplamaukið sett í eldfast fat um 22—24 sm í þvermál og með 4—5 sm kanti. Eggin eru létt þeytt, sykrinum bætt smátt og smátt út í og siðast kókosmjöl- inu. „Massinn" er aðeins þeyttur létt saman, og síðan er honum hellt yfir eplamaukið. Bakað neðst i 200°C heitum ofni í 20 mínútur. Fellur ekki saman þó þið viljið baka kökuna degi áður en á að nota hana. Bæði góð með kaffi og sem eftir- réttur. Langbezt borin fram volg með ískældum þeyttum rjóma. Hefur þú séð nýju pastel-litina frá Málningu h/f? Nýja Kópal-litakortið er helgað þessum skemmtilegu nótum úr litatónstiganum. Auðvitað skipar ljósa línan sígilda einnig stóran sess. Svo getur þú spilað á penslana af fingrum fram. I>ú færð Kópal-litakortið í næstu málningarvöruverslun. Bmálning'f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.