Morgunblaðið - 27.10.1985, Síða 5

Morgunblaðið - 27.10.1985, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER1985 B 5 Hrefna Hjaltadóttir heitir víóluleikari sem kennir átta nemendum á fíðlu í Tónskóla Sigursveins D. Kristins- sonar eftir Suzuki-aðferðinni. Hún segist hafa lært að kenna eftir þessari aðferð hjá vinkonu sinni, Lilju Hjaltadóttur, sem er fiðluleik- ari og kennir í Tónlistarskólan- um á Akureyri. Lilja er útskrifað- ur Suzuki-kenn- ari og lærði í Bandaríkjunum. „Ég er mjög hrifin af þessu kerfi Suzukis. Það er eitthvað svo mannlegt og jákvætt við það. Hvatningin er geysistór þáttur í kennslunni og það er auðfund- ið hvað hún hef- ur góð áhrif á nemendurna. Enda segist Suz- uki vera þess fullviss að heim- urinn yrði betri ef fleiri næðu að þroskast eftir kerfi hans,“ seg- ir Hrefna. Hún hefur einnig kynnst þessu á sinu heimili þar sem Hjalti Jóna- thansson, sem er fjögurra ára gamall nemandi Hauks F. Hann- essonar i sellóleik og fjallað er um annars staðar í greininni, er sonur hennar. „Varðandi Hjalta og hans sellónám er okkar heimili kannski dálítið sér- stakt þar sem við foreldrar hans erum bæði hljóð- Aldís Páisdóttir, fímm ára gömul, horfði einbeitt á kennara sinn, Hrefnu lljaltadóttur. Hún byrjaði að sækja tíma síðastliðinn vetur, kom fyrst í hóptíma og hlustaði á hina krakkana en byrjaði svo í einkatímum í haust hjá Hrefnu í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Foreldrar hennar eru Signý Kjartansdóttir og Páll Eyjólfsson. færaleikarar. Hann gengur meira að þessu eins og sjálfsögðum hlut og er ánægður með að hafa sellóið. Við höfum okkar hljóðfæri og hann sitt. Honum þykir þetta ekki vera neitt tiltökumál. Árangurinn fer svo algjör- lega eftir því hvað við erum dugleg við að fá hann til að æfa sig“, segir Hrefna. „Hlustunin skiptir líka miklu máli í þessu sambandi, smám saman þjálfast eyrað. 011 lögin sem Suzuki notar í kennslubókum sínum hafa ver- ið gefin út á hljómplötu og á snældu og það er gert ráð fyrir því að börnin hlusti á þau helst einu sinni á dag. Smátt og smátt læra þau svo lögin og taktana og ég er sannfærð um að þau börn sem fylgja þessu kerfi spila erfið- ari hluti miklu fyrr en ef þau hefðu verið í hefðbundnu tón- listarnámi. Varðandi hlust- unina þá tek ég eftir því að tveggja ára gömul dóttir okkar, sem varla er farin að tala, er farin að syngja mikið af lögunum sem hún heyrir hér á daginn. Börn á þessum aldri eru svo fljót að læra,“ segir Hrefna. Morgunbladid/Bjarni Hóptími hjá Hrefnu í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. í fremri röð standa Brynja Andrésdóttir og Lilja M. Siguröardóttir, en í aftari röð eru Auður Rögnvaldsdóttir og Kristín Björg Ragnarsdóttir. Suzuki leggur mikið upp úr svona hóptímum í kennsluaðferð sinni. „Þau spila erfiðari Wuti fyrr en ella“ segir Hrefna Hjaltadóttir í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.