Morgunblaðið - 27.10.1985, Blaðsíða 26
26 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER1985
r
Ablíðum degi sit ég hátt i hlíð-
inni yfir plássinu. Við
bryggjuna framundan frystihús-
inu er verið að landa úr skuttog-
ara dollurum, pundum og rúblum
og það lætur hátt og ískrandi i
löndunartækjunum, spilum, krön-
um og bílum, togarinn er þakinn
tækjum milli stafna, engin lína i
skipsskrokknum gleður augað,
þetta er ekki skip heldur fljótandi
kassalöguð verksmiðja; inn við
fjarðarbotninn er loðnuverksmiðj-
an, húsgímald yfir skröltandi vél-
um að mala gull, uppaf henni stíg-
ur dökkur reykjarstrókur með
peningalyktinni sælu; um götur
aka bílaferlíki
eftir Ásgeir með Þun« hlö9S
Jakobsson «*, . Þyrl,a UPP
ryki; nkmann-
leg ibúðarhús og
nítizkuleg, tilraunir arkitekta,
þekja svæðið uppaf strandgötunni.
Það munu allir segja, að þetta
sé björgulegt pláss og það er
björgulegt pláss með duglegu fólki
og góðu fólki en margt er nú
mannlífið.
Er nokkurs að sakna?
Það hefur máski verið lognið á
firðinum og fjöllin blá, nema allt-
íeinu er ég orðinn gamall fyrir
aldur fram og farinn að sjá það
sem var og var þó ekki. Hugar-
burðurinn er helzti veruleiki
mannlifsins.
Ég sá horfið sjávarpláss; við
hleinar litla báta smíðaða af alúð
og hagleik handarinnar og næm-
leika augans fyrir réttum hlutföll-
um; í grænum blettum lítil timb-
urhús með risi, háu eða lágu eins
og hæfði þiljuhæðinni bezt, þrír
gluggar á stafni, einn litill að
ofan, tveir að neðan og aldrei
stærri né minni en svo, að þeir
væru í réttum hlutföllum við
gaflstærðina; og ég sá karla vera
að fletja fisk með listilegu hand-
bragði og konur að vaska hann
snjakahvítan og sólina þurrka
fiskinn, börn og konur með skupl-
ur á reitum, karla, sem tóku í nef-
ið og ræddust við spekingslega um
veðurfar og fiskgöngur og konur,
sem skutust milli húsa og drukku
rótarkaffi hjá nágrannakonunum
og börn, sem bjuggu sjálf til leiki
sína og enginn rexaði í þeim, nema
til að læra lexíurnar og koma sér á
skikkanlegum tíma í rúmið.
Ég vissi það hafa gerzt þegar ég
opnaði augun, að það hafði komið
ný þjóð í landið og landið var ekki
það sem það var í mannlífinu og
það var margt sem hafði horfið
með landinu.
fsland verður aldrei meira til.
Kannski mátti það hverfa. Það var
alltaf blekking, að það væri byggi-
legt.
Saknar maður gamla Íslands og
þeirrar þjóðar sem byggði það?
Já, ekki þó af því að sé það sökn-
uður af ytri aðstæðum, þetta land
var ekki byggilegt meðan fólkið
bjó alfarið undir náttúrufari þess,
það drap af sér fólkið, heldur höf-
um við sigrað náttúru landsins —
en þá er spurningin, hvað sigurinn
hafi kostað þjóðina. Það reynist
oft dýrt að sigra, stenzt á hvað
vinnst og hvað tapast, og það er
líka til að sigurinn sé tap.
Aldrei gat ég á unglingsárunum
tekið undir ættjarðargaul skáld-
anna um dásemdir landsins og
þaðan af síður um þá lúsablesa,
sem byggðu það að mínum dómi í
þann tíma. Það var ekki fyrr en í
styrjöldinni, að ég vaknaði upp
við, að ég var blóðskyldur þessu
landi og þeirri þjóð sem byggði
það og mátti allt í einu ekki til
þess hugsa, að það hyrfi í þjóða-
hafið. Ég verð að vísu vonandi
aldrei svo kalkaður, að ég haldi að
ísland sé gott land að búa í, ef
menn eru háðir náttúrufari þess,
en þetta náttúru vonda land hafði
mótað sitt fólk og þar með sjálfan
mig. Á nútíma halaíslenzku, en
það er sú íslenzka sem kallar hala:
rófuna, stertinn, stýrið og svo
framvegis — mætti segja, að land-
ið hafi sérhannað sitt fólk.
Þegar þeir tímar komu, að lífið
varð ljúfara í landinu, bæði mér
og öðrum, þá kom i hausinn á
manni sú kunna staðreynd mann-
lífsins, og ein sú versta, að for-
sendan fyrir því góða er hið vonda,
og því fylgir, að maðurinn þekkir
ekki hið góða í hverju efni, nema
hafa kynnzt andhverfunni, þvi
vonda.
Ég nefni hér i lokin mjög hlut-
lægt dæmi um þetta.
Það var vissulega ekki notalegt
á frostnóttum að fara undan
heitri sænginni fram á ískalt gólf-
ið í þessum timburhjöllum til að
fara um plássið að vekja menn til
róðra, það var oft verk unglinga;
og feta sig um myrka stigu með
sjódrauga bíðandi manns við
hvert húshorn, ef maður mætti
þeim ekki á götunni; nábitur af-
leitur af of miklu þrumaraáti;
flökurleiki i beitingaskúrnum af
lyktinni af þrárri síldarbeitu og
tjöru úr lóðabelgjum; og síðan að
kúgast strax í fyrstu öldu sem bát-
urinn hjó framí við brjótshornið,
og áfram allt útstímið þessi
hræðilega þjáning sem fylgir mik-
illi sjóveiki og getur lamað mann-
inn meira en nokkur önnur veiki,
hann óskar þess eins að báturinn
farizt, og verst var maðurinn
haldinn við lögnina, þá varð hann
að vinna með veikinni, og svo tók
við drátturinn með dofna unga
handleggi í niðurstöðunum sem
dregnar voru á höndum.
Allt situr nú þetta í manni en
líka hitt, hversu dásamlegt það
var að troða sér niður í lúkarsgat-
ið, þegar byrjað var að stíma í
land; menn skotizt niður til að
bæta í kabyssuna meðan dregið
var og það var sjóðheitt í lúkarn-
um, þótt menn sætu þar klesstir
hver að öðrum í þrengslunum og
alhlífaðir, ef mikil var ágjöf, því
lúkarinn lak þá, og láta líða úr
limunum og þamba sjóðheitt ket-
ilkaffi, það var látið kaffi og rót út
í ketil og síðan soðið, og þetta var
sterkur drykkur og aldrei hef ég
bragðað Ijúffengari drykk en
þennan eftir erfiðan drátt í vond-
um veðrum.
Vellíðan landleiðarinnar kemur
aldrei til fólks sem aldrei hefur
róið.
Bílasala
Ein stærsta og traustasta bílasala landsins
er til sölu. Einstakt tækifæri meö ótal
möguleikum fyrir dugmikla aöila. Þeir sem
raunverulegan áhuga hafa sendi inn nafn
sitt og simanúmer til augl.deildar Mbl.
merkt: „Bílasala — 3430“.
Austfirðingafélagið
í Reykjavík
Austfiröingamót 1985 á Hótel Sögu föstu-
daginn 1. nóvember.
Dagskrá:
Sonja Berg, varaformaður félagsins, setur sam-
komuna. Anna Sigurðardóttir, forstöðumaður
Kvennasögusafns íslands, heiöursgestur fagnað-
arins, flytur ávarp. Ólöf Kolbrún Harðardóttir syng-
ur einsöng við undirleik Jóns Stefánssonar.
Jóhannes Kristjánsson fer með gamanmál.
Jóna Kristín Þorvaldsdóttir frá Fáskrúðsfirði
stjórnar fagnaöinum.
Hljómsveit Grétars Örvarssonar leikur fyrir dansi
tilkl. 3eftirmiðnætti.
Húsið opnað kl. 19.00.
Dagskrá hefst stundvíslega kl.20.00.
Aðgöngumiðar verða seldir í anddyri Hótels Sögu
miðvikudaginn 30. og fimmtudaginn 31. október
millikl. 17.00 og 19.00. Borðtekinfráum leið.
Hun hefur það aJlt
- OG MEIEA TEL
Olympia Mastertype sameinar meistaralega háþróaða
rafeindatækni og ítrustu kröfur um vinnuþægindi.
Ritvél fyrir mikið vinnuálag á lágu verði.
Olympia Startype með 40 stafa skjá, 18 minniseiningar, feitletri,
gleiðletri, undirstrikun, miðjusetningu, spássíujöfnun
og mörgum letur- og litabandagerðum o.m.fl.
Sannkölluð stjömuvél á skínandi góðu verði.
'—ali
u
O OIVMPIA
r< »"• ••»•»»»•* þt'
f*»'» '* '*“■»!*"» * I-» I 1 l«|^l
1 TTi
E
KJARAN
ÁRMÚLA 22, S(MI 83022,108 REYKJAVlK